Ísafold - 30.11.1882, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.11.1882, Blaðsíða 3
111 (y ein ben sama megin á eyranu; og af því það munu ekki í neinum hreppi vera svo margir fjáreigendur, þá er auðsætt að menn hafa nóg mörk um að velja, því heldur, sem þessi tala getur margfaldast við að hafa einhvers staðar tvær undirbenjar sama megin á eyranu. An þess að hafa samtals fleiri en þrjár undirbenjar á eyrunum, geta tilbreytingarnar, með því að hafa tvær undirbenjar sama megin orðið 374. 'þegar þess er gætt hvað tilbreyting- arnar á mörkunum geta verið miklar, þá virðast vandkvæðin eigi vera svo sjerlega mikil við að taka upp sýslu- mörk og hreppamörk. Að vísu væri það hagkvæmast, að þau væru almennt tekin upp í einu, og að jafnframt væru lögð niður öll sams konar yfirmörk í öðrum sýslum og hreppum, en þetta er engan veginn nauðsynlegt. Hver Qáreigandi í hverjum hreppi myndi sem sje eiga hægt með undir sýslu- markinu og hreppsmarkinu að hafa þær undirbenjar, að enginn annar ætti sama mark, svo nálægt að fje þeirra gæti komið saman. Jeg tek til dæmis, að fyrir sýslumark væri tekið sýlt hægra og fyrir hreppsmark í einum hreppi, sýlt vinstra; en nú skyldi einn maður skammt frá eiga markið : sýlt og gagn- bitað bæði eyru, og eigi vilja leggja það niður. Fjáreigendur í þessum hreppi þyrftu þá að eins að varast, að taka upp undirbenjarnar: gagnbitað bæði eyru, enda er eins og áður er bent á nógar aðrar undirbenjar um að velja. J>au ónot, sem af því leiddi, að mörg mörk í byrjuninni væru eigi sýslu- og hreppa-mörk, eru eigi lakari en það sem er, og þau mundu hverfa innan skamms við það, að tjeð mörk leggð- ust niður. Sýslunefndunum, sem hafa á hendi umsjón afrjettamálefna og fjárskila, er því innan handar að taka upp sýslumörk og hreppamörk, og fela það svo hin- um einstöku fjáreigendum, að hvað miklu leyti þeir vilja nota það. Allur þorri manna mundi að líkindum að- hyllast þetta fúslega; en þótt einhverj- ir eigi vildu gjöra það, eða leggja nið- ur sín gömlu mörk, þá gjörir það lítið til; það er þeim sjálfum verst að þeir fara á mis við það gagn, sem þeir gætu haft af nýju marki. Vjer viljum því óska þess, að sýslunefndirnar taki sem fyrst til nákvæmrar íhugunar, hvort eigi sje ráðlegt og tiltækilegt að koma fram- kvæmd á þetta mál. Yrði slíkt gjört, þá mundi innan skamms allur þorri fjöður og 0 það að engin ben er; og enn fremur látið þúsundasætið merkja hægra eyra framan, hundraðasætið hægra eyra aptan, tugasætið vinstra eyra framan og einingasætið vinstra eyra aptan; hann mun þá með hægu móti geta fundið að með nefndum tölustöfum má þannig skrifa 255 tölur, er merkja jafnmörg mörk; 3011 merkir þá standfj. fram. hægra, gagnbit. vinstra. (Hjer er talan 255 —44—!)• manna fljótt læra að þekkja hreppa mörkin, sem og mörk hinná einstöku fjáreigenda í sínum hreppi, og er auð- sætt, hversu mjög það myndi flýta fjár- drætti í rjettum, og hve misdrættir mundu verða miklu sjaldgæfari; það mundi innan skamms varla koma fyr- ir, að kind yrði dregin í annan hrepp, en þann, er hún ætti heima í, og með því yrði að mestu leyti komizt hjá þeirri fyrirhöfn og þeim hrakningi á kindunum, sem af misdrætti leiðir ; auk þessa mundu mörkin með tímanum verða miklu glöggari við það, að það leggðist niður að nota önnur mörk en þau, sem hægast er að gjöra greinar- mun á, og við það yrðu fjárskilin án efa langtum betri, en nú á sjer stað. Úr brjefi af Skagasfrönd n/u 82. — „Frá því um göngur og til allra- heilagramessu skipti um útlitið; hvað matbjörg snertir er eigi afleitt, þar eð með meira móti mun hafa verið frá- lagt til heimila sökum heyskorts og heyskemmda, og heimili svo birg sem vanalega að öðru, og nokkrar birgðir í kaupstöðum, og svo hefir verið hjer allgóður afli síðan um rjettir. En með fóður handa fjenaði er annað mál. J>ó að menn hafi fækkað honum stórkost- lega, munu margir í voða með það, sem eptir er, og virðist því sem fóður- gjafir frá útlöndum komi sjer nú eink- ar vel, því að fæstir hafa magn til að kaupa handa skepnum sínum korn í kaupstöðum, þótt fengist. En undir því er komið, að þeim verði skynsam- lega deilt og þær síðan vel hagnýttar, að þær komi að liði. |>ar á mót er útlitið fyrir eptirtímann mjög ískyggi- legt. Næsta sumar verður sárlítil ull, því að fáir láta annað en ær lifa, að minnsta kosti hjer í hreppi og líklega í mestum hluta sýslunnar, nema Ból- staðahlíðarhreppi, og einkum Svína- vatnshreppi, þar sem heyfengur—auk fyrninga — mun hafa orðið bærilegur. Eins verður annað haust lítið að slátra fyrir heimili, og víðast hvar alls ekk- ert í kaupstaðina, einkum ef bærilegt grasár yrði, svo menn hefði fóður fyrir lömbin, því að þá tímdi menn eigi, og mættu eigi drepa þau, ef til viðreisn- ar er hugsað. |>að væri því ef til vill eigi óráðlegt, þó að það kynni að koma óorði á þá, er mest hafa talað um hallæri og spilla fyrir hjálp eptir- leiðis^ að geyma mikið af gjafakorninu til manneldis næsta ár, eða útbýta því fyrst í vor til fóðurs, einungis þar sem í nauðir rekur, sem líklega yrði að vísu almennt, ef harður vetur verður, en óvíða verði hann bærilegur. En líklega verður það eigi ofan á og væri líka að nokkru leyti til þess að launa ó- framsýni manna, en hvernig sem fer, mun eigi verða hjá því komizt að nokkru leyti“. (Aðsent). Meðal þeirra, sem mislingarnir næst- liðið sumar kipptu burt á bezta aldri, var konan Anna Stefánsdóttir á Seyð- isfirði. Hún var fædd 4. ágúst 1848. Faðir hennar var síra Stefán Björns- son 1 Viðvík, er hún varð að sjá á bak á 12. ári; eptir það ólst hún upp hjá móður sinni í Skagafirði þangað til hún einnig missti hana 16 ára göm- ul. Eptir það dvaldi hún hjá Eggert sýslumanni Briem á Reynistað í 8 ár, þangað til hún giptist 1873 eptirlifandi manni sínum Guðmundi Jónssyni trjesm. í Reykjavík; með honum fluttist hún austur á Seyðisíjörð 1877 ogþardvaldi hún til dauðadags, er að bar 15. júní þ. á. í hjónabandi sínu átti hún 3 börn og lifa tvö af þeim. Anna heitin var eigi að eins manni sínum hin ástúðlegasta kona og hin bezta móðir barna sinna, heldur var hún yfir höfuð svo elskuverð og vönd- uð í öllu, að hver, sem færi hafði haft á að kynnast henni, mun jafnan minn- ast hennar með virðingu og kærleika. Har ðindin eptir næstliðin aldamót i Húnavatnssýslu. (Björn bóndi Eggertsson, er lengi bjó á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal og síðast var á Brandstöðum 1 Blöndudal hefir ritað annál einn yfir áríerði í norðurhluta Húnavatns- sýslu um sína daga, sem og um nokkur ár fyrir hans minni, eptir því sem faðir hans hafði sagt honum frá. Bit þetta nær eigi beinlínis yfir stórt svæði, en þar er aptur nákvæmlega sagt frá öllu því, er snertir árferði, búnaðarháttu og afkomu manna á svæði þessu, og má mikið marka af þvf, hvernig verið hafi annarstaðar; slík rit, sem þetta, geta gefið ýmsar góðar upplýs- ingar og þar sem þau kynnu að vera til út um landið ættu menn að gæta þess, að láta þau eigi glatast; æskilegast væri, að þeim yrði komið á landsbókasafnið; þar yrðu þau eigi að eins vel geymd, en þau yrðu þar einnig flestum að notum og að sem mestum notum, þegar önnur rit væru til samanburðar við þau. Vjer setjum hjer sýnishorn af nefndu riti viðvíkjandi harð- indunum eptir næsthðin aldamót, er voru hin mestu, sem þeir menn mundu eptir, er þá lifðu, að undanteknum afleiðingum ösku- fallsins úr Skaptárjökli 1783, og er eigi ó- fróðlegt, að bera það, sem um þau er sagt, saman við harðindi þau, er nú ganga). Eptir1 Brunafellinn 1784 voru sannköll- uð árgæzkuár til aldamótanna, að undan teknum árunum 1791—93 og sumrinu 1796; skepnur voru framan af ofur fáar, en gras- vöxtur mjög mikill, því að allt graslendi varð yfir þakið með sinu, svo menn fundu lítið til, þó snjóaskorpu gjörði eða gróðurlítið 1) f>ar sem farið er að tala um aldamótaharð- iudin, er fyrst yfirlit nokkurt yfir ástæður manna þegar þau komu, og búnaðarháttu, og setjum vjer hjer kafla úr þvi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.