Ísafold - 30.11.1882, Blaðsíða 4
112
yrði, og jafnvel þó manneklan væri ógnar-
leg og flestir bændur einvirkjar, var atorka,
dugnaður, iðni og sparsemi brúkuð hafi það
nokkru sinni verið; allir menn, er gátu
borið sig, fóru til sjóróðra kringum Jökul,
en eigi suður, en konur og unglingar hirtu
skepnurnar; allar hendur, sem til nokkurs
voru nýtar, unnu að prjónlesi, sem nú var
einka kaupstaðarvaran ; ull var mjög lítil og
tólg brúkuð til matar; en sem minnst var
nú keypt af útlendum vörum óætum; kú-
peningur fjölgaði óðum, sauðfje miklu treg-
ara og hjá mörgum urðu hrútlömb fleiri;
allra bágast var að fjölga hrossunum, en
tamin og brúkuð voru þau á öðru ári;
mikið mein varð að því, að hey var of ljett
til að ala skepnur á eptir vild sinni, þó það
mörgum vel tækist; einkanlega var lítil
taða og olli því misjöfn aðferð og hagnýt-
ing áburðarins; klíningi var brennt, er
sauðatað vantaði, máske hrísi lítið hlíft o.
s. frv. Bn svo var skepnum vel gefið sem
vit og heyföng voru til, en úrgangi máske
sumstaðar ómælt brennt, því bezt þurfti
að ala hrossin og þau gerðust líka ótrúlega
væn: eigi minna á lagt en 12 fjórðunga
baggar af fiski (vestan undan Jökli) með
þungum reiðing og ofan í milli, og mjöl-
tunna í bagga úr kaupstað. Undarlegt var
það, að fjallagrös eyddust í brunanum, en
kræðan ekki; gekk fólk fram á heiðar og
tók mikið af henni á stuttum tíma, svo að
húnfór að eyðast, en grösin spruttu lítt
hin fyrstu ár. — -—
Hin síðustu sjö ár aldarinnar voru yfir
höfuð blómgunar- og velmegunarár; orsak-
ir til hennar voru einkanlega þessar:
Hin fyrsta var góðir vetur eða í meðal-
lagi og sumur eins, nema það eina 1796,
svo heyfyrningar söfnuðust áður en fjenað-
ur fjölgaði; sauðfjárafnotin voru mikið góð ;
að 8 ær gjörðu smjörmörk í mál var talið
gott, en 10 í meðallagi; að sauður hefði
1-J fjórðung mörs í góðu meðallagi, en ær
mylkar 12—16 merkur í meðallagi og eptir
þessu kroppar vænir og stórir.
Sú önnur orsök : optast góður sjávarafli;
þegar lengi var íslaust, aflaðist vor og haust
rjett vel hjer á Skaga og Ströndinni; á
Hafnabúðum voru 12—18 sjóbúðir; hver,
sem farið gat frá heimili sínu reri ytra og
aflaði á vorin 2—6 hndr., af stórum þorski
nokkuð, smáþyrskhngi með, og á haustin
1—3 hndr. mest af þorski.------Eptir sem
megun fór fram og um fleiri skepnur var að
hirða lögðust af verferðir vestur og um
aldamót mátti kalla aflagt til sjóróðra vest-
ur að fara; samt keyptu flestir fisk þaðan,
því sunnanfiskur þótti lítt ætur hjá þeim
góða, hjallþurrkaða vestan-freðfiski; en
eptir 1792 tókust upp verferðir suður, þegar
frihöndlanin fór að borga vel þorskfisk-
inn1.------
þriðja orsök: lág útgjöld búendanna;
vinnufólk fjekk mjög litið kaup; vinnu-
mannskaup var 4 rd. og ókostbær fatnaður,
vinnukonur uppbáru föt og fæði og fengu að
eiga kind þá betur var.—Hreppsútsvar var
óvíða meir en tíundin, en skildum ómögum
var þrengt niður sem mögulegt var á ná-
unga. í gjöld á þing og til prests og kirkju
i) J>að er af þessu að ráða, að „fríhöndlaninu
hafi eigi náð að festa rætur undir Jöklinum.
var alin borgnð með 4-| sk.; annars voru nú
gjöld til presta mikið rýr; sumum af þeim
gekk líka þungt búskapurinn.
Fjórða: útlenzk höndlun fór nú batnandi;
ull og tólg var hjer nyrðra á 9 sk.; en mjöl-
og rúgtunna 5 rd., prjónles steig minna
upp, sokkar á 12 sk.; fjártaka var á Akur-
eyri og ráku stöku menn sauði þangað, er
komust á 3 rd. og betur hefðu þeir beztu
farið. Af matvöru var nú lítið tekið, 1 og
2 tunnur á heimili; önnur úttekt var helzt:
járn eptir þörfum, steinkol 1—4 kútar, tó-
bak af mörgum tekið og almennt lært af
sjómönnum að brúka það; brennivín tekið
á einn kút á heimili; allur fjöldi fólks
smakkaði það ekki; þó voru til drykkju-
menn og ljetu flestir illa í kaupstaðnum
þjóðinni til svívirðingar í útlendra nærveru;
en það bezta við alla höndlun var, að pen-
ingar bárust nógir; þeir voru lausir fyrir
allt fjemætt, sem hver hafði til miðlunar;
fje og smjör færðist upp árlega, er sunn-
lenzkir keyptu, vænir sauðirá3rd.; það
bar líka við, að varningur var útprangaður
við kvennfólk fyrir nóg af smjöri. Ær var
hjer í sveit á 10 mk., gemlingur 7 mk.;
væn lömb 4 mk.----------
(Framh. síðar).
stúdentapróf við lærða skólann tóku
í næstliðnum mánuði þessir:
Bogi Th. J. Melsteð með 2. eink. (73 tr.)
Friðrik Jónsson með 2. — (67 tr.)
Auglýsingar.
Hermed tillader jeg mig at bekjendt-
gjöreatjeg har overdraget Herr Kjöb-
mand W. Fischer i Reykjavik Eneudsalg
af mine reelle œgte ungarske Vme og
Spirituosaer for Faxebugten paa Is-
land.
Jeg garanterer kun for disse Vines
Ægthed naar mit Navn findes i Lak-
ken.
Kjöbenhavn, i November 1882.
j. Bauer.
í sambandi við ofanprentaða auglýs-
ingu, auglýsist hjer með að verzlun W.
Fischers’ nú hefir fengið nýjan aðflutn-
ing af ýmsum tegundum af ungversku
víni sem seljast með sama verði og J.
Bauer selur þau í Kaupmannahöfn að
innflutningsgjaldinu hjer viðbættu.
Enn fremur fást ýms önnur vínföng
svo sem :
gott Sherry á 2 kr.—2 kr. 25 aur.
Sherry Cordial
Liquerar, ýmsar tegundir
Banco
Almtafts Punch
Champagne Cognac
Egta Mumms Champagne og aðr-
ar tegundir
Carlsberger Export- 01
Vindlar, ýmsar tegundir
Sukat, Sago, Kartöfiumjöl, þurkuð Epli,
Kongothe, Citronolia, Soya, Gjærpulver,
fínt Kex, Confect, Rusínur, Stearínljós,
Reyktóbak, Sardínur, Kirsuber, Mac-
caronie, Rismjöl, Lárberjalauf, Capers.
G. Finnbogasen.
Hos M. Johannessen faaes:
Tyttebær Syltetöi i Krk. á 2 pd. 3,00
Hindbær — - — - - — 2,00
Kirsebær — - — - - — 2,00
Ribs Gelée .... - — - - — 3,00
Solbær — .... - — - - — 2,00
Ko-Mys-Ost . . á 40 Öre pr. pd.
Gede— — ... - 75 — — —
Gammel — . . . - 75 — — —
Sweitzer— ... - 1 Kr.
Anchovis á 1,50 á 2,00 pr. Box.
Henkogt Kjöd og Fisk.
PT' EPILEPSIE
grundig Helbredelse af Nervesygdomme
ved Auxitium orientis af Dr. Boas,
5. Avenue de la grande armée, Paris.
Dr. Boas Brochure gratis og franco
paa Forlangende. Consultationer dag-
lig fra 12 til 2 i alle Sprog. Med
Udlandet pr. Correspondance. Kur-
honorar betales efter Helbredelse.
Umburðarbréf
og kort yfir Rauðárdalinn (á íslenzku og
dönsku) verða send og borgað undir með
póstum til Islands hverjum, sem sendir
utanáskript til sín eða vina sinna til
A. E. Johnson,
Com. of Emgr., St. P., M. & M. R. R.
St. Paul. Minn. America.
Óskilakind var seld í haust hjer í
Akranesshrepp með mark: sýlt og gat
h., vaglskora apt. v. ; brennim. A. 5 ;
dautt lamb fannst einnig hjer út á sjó,
með mark : blaðstýft apt. h., boðbýlt
apt. v. J>eir sem geta sannað þessar
kindur sína eign, mega vitja verðsins
að frádregnum kostnaði, til undirskrif-
aðs, fyrir 14. maí næstk.
21/u 82. Hallgr. Jónsson.
í haust var mjer dregin hvít kind,
sem jeg á ekki með, mínu marki, gagn-
fjaðrað h., hamarskorið v. Sá sem get-
ur helgað sjer þessa kind bið jeg að
finni mig sem fyrst.
Kambi í Holtum, 22. október 1882.
Olafur Olafsson.
Hiís tii sölu.
Ágætt timburhús nýlegt, með 8 her-
bergjum og geymsluskúr. Sigm. Guð-
mundsson vísar á seljanda.
Sálmabókin
fæst í dönsku skrautbandi hjá Sigurði
prentara Kristjánssyni í Reykjavík.
Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil.
Ritstjóri: Eiríkur Briem.
Prentuð í ísafoldar prentsmiðju.