Ísafold - 19.12.1882, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.12.1882, Blaðsíða 1
Árgangurinn, 32blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danm., Svíþjóð og Norvegi um 3 J/2 kr., í öðium löndum 4 kr. Borgist í júlím. innanlands, erlendis fyrir fram. ISAFOLD. Auglýsingar kosta þetta hver lína : aur# innlent Imeð smaletri.... o Ímeð meginletri ... 15 með smáletri....12 /y\ fc Pöntun er bindandi fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara. 3 IX 30. Reykjavik, priðjudaginn 19. desembermán. 18 8 2. GangurVenusar fyrir sólina 6. des. 1882. Fegursta stjarnan á himinhvolfinu er stjarna sú, er vjer köllum ýmist kvöld- stjörnu, þegar hún er fyrir austan sól- ina og gengur því seinna undir en liún, eða morgunstjörnu, þegar hún er fyrir vestan sólina og kemur þvi fyr upp en hún; langt frá sólunni er hún aldrei. Svo björt sem stjarnaþessi getur verið, þá fær hún þó birtu sína frá sólinni, því að hún er jarðstjarna og kalla stjörnu- fróðir menn hana Venus, eptir gyðju þeirri, er Rómverjar trúðu fyrrum að rjeði fegurð ogástum; að hún erbjart- ari en aðrar stjörnur, kemur til af því, að hún er, að undanteknu tunglinu, sá himinhnöttur, sem næstur er jörðunni; hún gengur kringum sólina rúmum 5 milliónum mílna innar en jörðin og er litlu minni enhún; hún snýst um sjálfa sig hjer um bil á jafnlöngum tíma sem jörðin, og þess vegna munu umskipti dags og nætur vera svipuð sem á jörð- unni, en umferðartími hennar um sól- ina er eigi nema 32 vikur, og þess vegna er árið þar miklu styttra en hjá oss. Menn hafa sjeð vott um, að á Venus muni vera gufuhvolf og að þar muni eins og hjer á jörðunni stundum vera ský á lopti, þó jafnaðarlega heið- skírt; en að öðru leyti er oss ókunnugt um, hvernig þar er ástatt. Eins og auðsætt er, er Venus stund- um sama megin við sólina sem jörðin, og stundum hinu megin; þegar hún er hinu megin, þá er hún lengst í burtu og sýnist þá minnst, en það er þá apt- ur öll bjarta hliðin á henni, sem snýr að jörðunni; þegar hún er á miilijarð- arinnar og sólarinnar, þá snýr öll hin dimma hlið hennar að oss, og þá sjest hún eigi; björtust er hún, þegar hún er hvorki mjög langt burtu og þegar það er heldur eigi nema nokkuð af dimmu hliðinni sem að jörðunni snýr; með berum augum er eigi hægt að sjá kvartilaskiptin á henni, en í kíki sjást þau glöggt. Fyrir nokkrum dögum varð atburð- ur, sem eigi er von til að beri aptur að fyrri en á 2i.öldinni, og það er að Venus hefir gengið fyrir sólina frájörð- unni að sjá. Atburður þessi er eigiað eins fágætur, en hann hefir einnig mjög mikla þýðingu fyrir þekkingu manna á fjarlægðum himinhnattanna. þ>egar ljerept er stikað, þá er eigi nóg að vita hvað margar stikur það er, vjer þurfum einnig að vita, hvað stikan er löng, sem mælt er með. Nú stendur svo á, að stika sú, sem fjarlægðir himinhnattanna eru mældar með, er fjarlægð jarðarinnar frá sólinni, en mönn- um hefir eigi verið nákvæmlega kunn- ugt, hversu langt eða hversu margar milur þetta mál er. Sá atburður, að Venus gengur fyrir sólina, veitir mönn- um betra færi en nokkuð annað á, að komast eptir, hversu fjarlægð jarðar- innar frá sólinni er mikil, og með því, hversu langar aðrar fjarlægðir eru í himingeiminum, sem mældar hafa verið; sú þekking, er vjer höfum á þessu efni, er að mestu leyti byggð á athugunum manna á atburði þessum, þegar hann bar að á næstliðinni öld. Flvernig því er varið, að atburð þennan má nota á þennan hátt, verður eigi skýrt frá hjer; að eins má geta þess, að nauðsynlegt er að athuga hann á fjarlægum stöð- um á jörðunni, og eptir því sem Venus á sama tíma ber ólíkt við sólina, sitt frá hverjum stað að sjá, eptir því má reikna fjarlægðina, að sínu leyti eins og að þeg- ar maður færir sig til, þá gengur einn hlutur, sem ber í annan, eptirþví mik- ið fyrir, sem hann er langt í burtu. Atburður þessi kemur eigi optar fyrir en 16 sinnum á þúsund árum og líða á milli þess ýmist 8 ár eða meir enn 100 ár (105 eða 122 ár); á næstliðinni öld kom hann tvisvar fyrir, sem sje árið 1761 og árið 1769; á þessari öld kom hann fyrir árið 1874, og nú aptur 6. þ. m.; mundi þá hafa mátt sjá byrj- un hans úr Reykjavík 34 mínútum ept- ir hádegi, ef skýjabakki hefði þá eigi verið fyrir sólinni; hjer eptir er eigi von til, að hann komi fyrir fyrri en árið 2004. þ>egar atburður þessi var athugaður á næstliðinni öld voru verk- færi manna eigi eins góð og þekking manna að öðru leyti þessu viðkomandi eigi eins fullkomin eins og nú; fyrir því væntu menn eptir, að geta nú at- hugað hann nákvæmar. Árið 1874 var hann eigi sjáanlegur nema af litlum hluta af þurlendi jarðarinnar (suðurhluta Asíu), og gat því eigi verið til þeirra nota, sem menn vænta eptir að hann hafi verið í þetta sinn. Til þess að hafa sem bezt not af atburði þessum hafa stjörnufróðir menn farið til að at- huga hann til ýmsra fjarlægra landa á jörðunni og nú einkum til Suður-Ame- ríku, því þaðan mun hafa verið bezt að sjá hann í þetta sinn ; þannig fór í þeim erindum á næstliðinni öld ungverskur maður einn norður á Finnmörk og gaf það þá tilefni til þess, að hann tók eptir að tunga Finna er svo lík tungu Ungverja, að auðsætt var að það voru náskildar þjóðir. Hvern áhuga menn hafa haft á, að athuga atburð þennan og hvernig það getur þó misheppnazt sýnir dæmi stjörnufræðings einsáFrakk- landi á næstliðinni öld; hann lagði á stað til Indlands árið 1761 til að sjá þaðan Venus ganga fyrir sólina ; þá var ó- friður milli Englendinga og Frakka, og það gaf tilefni til þess, að skipinu, sem hann var á, dvaldist lengur en ætlað var; dagurinn kom þegar Venus gekk fyrir sólina, en hann var þá enn eigi kominn að landi, og gat eins og auð- vitað er, enga athugun gjört á hinu ruggandi skipi. þ>egar hann kemur á land í Indlandi, tekur hann það ráð, að setjast þar að og bíða í 8 ár þang- að til Venus gangi næst fyrir sólina; árin líða og hinn merkilegi dagur kem- ur; um morguninn er hvergi ský að sjá á lopti, og stjörnufræðingurinn hefir öll áhöld sín í bezta standi, en rjett áður en Venus fer að ganga fyrir sól- ina, þá vill svo til, að ský dregur fyrir hana, og svo fer að stjörnufræðingurinn verður að fara heim aptur til Frakk- lands við svo búið eptir 9 ára útivist. þ>að kunna margir að vera, er furða sig á, að menn skuli verja mjög mikl- um kostnaði og fyrirhöfn til þess að athuga atburð þennan, þegar árangur- inn eigi er annar en að fá að vita eina tölu, sem eigi er sjáanlegt að geti verið beinlínis til nokkurs gagns, því enga þýðingu hefir það fyrir nein þau not, er menn hafa af stjörnufræðinni. En við þetta er tvennt að athuga; fyrst það að með þess konar rannsóknum fullnægir maðurinn þeirri háleitu þrá anda síns, að fá meiri og meiri þekk- ingu á heiminum og þeim hlutum, sem í honum eru, og annað það, að reynslan sýnir, að nálega allar hinar mikilvæg- ustu uppgötvanir, er menn hafa gjört, hafa byggzt á þeirri þekkingu, er menn áður höfðu aflað sjer, að eins af vís- indalegri löngun og án þess að sjá þá, að hún gæti verið til neins gagns. þannig er einnig hugsanlegt, að sú mílnatala, sem menn komast eptir við

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.