Ísafold - 19.12.1882, Síða 3
að það hefir þá langan tímann fyrir sjer
til að safna holdum; en hvort grasár verð-
ur gott, fer mest eptir því, að gróðurinn,
eptir að hann kemur, fái eigi neinn hnekki;
en með því að því fyr sem gróðurinn kem-
ur, því hættara er við að kuldar sjeu eigi
úti, þá er það almennt, að þau ár, sem
skepnur eru vænar, eru eigi nein góð gras-
ár. Bjargræðisskorti þeim, er síðar varð
á siglingaleysisárunum eptir 1807, voru
eigi samfara nein sjerleg harðindi.
Arferði það, sem hjer hefir verið lýst í
norðurhluta Húnavatnssýslu mun hafa ver-
ið hjer um bil 1 meðallagi eptir því sem
árferðið var um sama leyti annarstaðar á
landinu; sumstaðar t. d. í norðausturhluta
landsins og Strandasýslu voru harðindin
meiri en aptur víðar annarstaðar minni1.
þegar vjer nú berum harðindin 1802—
1803 saman við harðindi þau, er nú hafa
gengið síðan í hitt eð fyrra haust, þá sjá-
um vjer, að minnsta kosti í Húnavatnssýslu,
að þau komast naumast í samjöfnuð við þau.
Ef vjer berum saman veturinn 1801—1802
við veturinn 1880—81, þá sjáum vjer, að
þeim er nokkuð ólíkt farið; í fyrra skiptið
leggjast harðindi eigi að fyr en eptir nýár,
en vara fram í maí; í síðara skiptið vara
harðindin eigi beinlínis lengur en fram í
byrjun aprílmánaðar, en þau lögðust aptur
að í 2. viku vetrar, þó svo, að hross gengu
víða úti fram á þorra, því það voru öllu
fremur dæmalausar frosthörkur og illviður,
en jarðbannir, er gjörðu, að fje þurfti að
gefa inni fyrri hluta vetrarins. Eyrir kýr
og hross mun veturinn 1802 hafa verið
fóðurfrekari, en fyrir fje mun veturinn 1881
hafa verið það og að samtöldu mun hann
eigi hafa verið betri, þó vorin sjeu talin
með þeim báðum.
Sumarið 1881 byrjaði mikið fyr en 1802,
og þess vegna náðu skepnur meiri holdum
þá en 1802, en það, sem mest var um
vert, var, að árið 1881 varð sama grasleys-
isár sem 1802. Áfellið eptir rjettirnar 1802
fjekk enga sjerlega þýðingu, þar sem það
eigi gjörði fjárskaða, nema að því leyti sem
hross lögðu mikið af hjá mönnum, er voru á
ferð; að öðru leyti má vel jafna saman
haustinu 1802 og vetrinum næst á eptir
við haustið í fyrra og næstl. vetur fram
um sumarmál, og ætlum vjer, að á þeim
hafi eigi að samtöldu verið teljandi munur,
en svo illt sem vorið og sumarið 1803 var
þá var þó næstl. vor og sumar mun verra.
En þar sem nú harðindin 1802 og 1803
voru að veðuráttunni til þau mestu harð-
indi, er þeir menn mundu eptir, er þá lifðu,
þá þykir oss full ástæða til að ætla, að
tíðarfarið frá byrjun nóvembermánaðar 1880
til loka septembermánaðar næstl. sje hið
harðasta, er komið hefir á jafnlöngum tíma
á Norðurlandi að minnsta kosti síðan í
byrjun 18. aldar og ef til vill síðan á 14.
öld. Frá fyrri öldum eru sagnir og lýsing-
ar á tíðarfari eigi svo glöggar eða saman-
hangandi, að það verði tekið til nákvæms
samanburðar og sjerstaklega er meiri og
minni fellir og mikil bágindi engan veginn á-
reiðanlegur vottur um sjerlegavont tíðarfar,
því annað getur meðfram verið orsök til þess.
þegar vjer á hinn bóginn lítum á það,
') Sbr. Minnisv. T. III. b. bls, 108-112 og 224-232.
hvernig menn h-afa verið færir um að kom-
ast af í harðindunum eptir aldamótin og nú,
þá er mikill munur á því; svo víða sem
það er, að menn hafa fellt skepnur sínar
fyrir heyskort næstliðin vor, þá verður þó
eigi annað sjeð, en að menn hafi víða
meiri fyrirhyggju með ásetning en menn
almennt höfðu áður; kunnátta manna á að
fara með skepnur og að afla heyja er einn-
ig eflaust meiri en áður; en það, sem mestu
munar er, hvað verzlunin er langtum betri
en á fyrri tímum, og það dugir eigi í því
tilliti að taka það fram, að eigi sje að sama
skapi mikill munur á efnahag manna við
það, sem áður var, því þetta liggur í því,
að menn leggja nú á dögum kostnað í
margt, sem menn spöruðu við sig áður, en
þetta er mönnum enn innanhandar að spara
við sig, ef nauðsyn ber til. Á framanprent-
uðu annálsbroti má sjá, hversu aðflutning-
ar á vörum hafa verið ónógir, og hve langt
var frá, að menn gætu þegar á lá fengið
nauðsynjar sínar fyrir fje það, er menn
þurftu að lóga; eða gjört sjer fullt verð úr
því. Á verðlaginu var eigi síður mikill
munur ; fyrir tunnu af rúg varð árið 1802
eptir því sem áður segir að láta 56 pd. af
ullu1, í stað þess að í ár mun eigi norðan-
lands hafa þurft að láta nema 25 pd. af
ull fyrir rúgtunnuna. jpar sem fjártaka
var haustið 1802 var pundið af sauðakjöti
borgað með 2J til 3 sk. og þurfti því fyrir
rúgtunnuna 224—260 pd. af kjöti í stað
hjer um bil 100 punda nú. 1803 var verðlag
víðast lakara. Kostnaður við vinnuhjúa-
hald var að vísu mikið minni en nú, en
þetta kemst þó eigi í nokkurn samjöfnuð
við hagnaðinn af hinu betra verðlagi. Opin-
ber gjöld voru heldur minni, en að undan-
teknu sveitarútsvarinu, þá gætir þess eigi,
og þótt útsvörin væru mikið minni, þá höfðu
menn aptur átroðning af förufólki, sem
menn nú eru víðast lausir við. Enn fremur
má telja hagnað þann, er menn nú hafa
af greiðari viðskiptum innanlands, full-
komnara stjórnarfyrirkomulagi og opinber-
um ráðstöfunum m. fl. Enn fremur hafa
menn í þetta siun haft mikinn styrk af
gjöfum þeim, er komið hafa frá útlöndum.
Yjer vonum, að tíðarfarið fari nú fram úr
þessu að verða vægara, þvl hin miklu harð-
indi eru þegar orðin svo langvinn, að langt
er að leita dæma til slíks; ef það rætist,
og enginn sjerlegur hnekkir kemur nú ofan
á það, sem komið er, þá sýnir oss dæmi
fyrri tímanna, að vjer höfum fulla ástæðu
til að vænta þess, að menn muni áður en
á löngu líður geta rjett við aptur.
Ilið íslenzka hðkinenntafjelag.
(Aðsent).
það er langt síðan að talað hefir
verið um bókmenntafjelagið og gjörðir
þess í blöðunum, og það er þó vissu-
lega þess vert, að það væri gjört, þar
eð fjelagið er hið elzta vísindafjelag,
sem vjer íslendingar eigum, og vjer
getum ekki neitað, að það hefir mikið
*) petta mun vera fullt eins rjett, að því er
snertir Norðurland, eins og það, sem segir í
Minnisverðum Tíðindum III, b. bls. 237, að verið
hafi almennt haustið 1802.
starfað í þarfir þjóðarinnar, og bæði
aukið álit hennar í augum útlendra
manna og mikið glætt menntun og
alls konar framfarir, en aptur á móti
verður því ekki heldur neitað, að það
hefði getað komið meiru til vegar,
hefði það haft meira styrk og kraptar
þess ekki ávallt verið sundraðir, og
deildirnar unnið sín í hvoru lagi, þvi
það getur engum manni dulizt, að það
hlýtur að hafa haft mjög óheppileg
áhrif fyrir fjelagið; og þótt fjelagið
hafi afkastað miklu, og jafnvel framar
vonum, þá hafa þó aðgjörðir þess
stundum verið litlar, eða rjettara sagt,
að störf þess hafa verið meiri í annan
tíma en annan. Til þess að færa sönn-
ur á það, sem áður er sagt, viljum
vjer geta um hinar helztu bækur, sem
fjelagið hefir gefið út frá því það var
stofnað, og þangað til nú, en vjer
munum fara fljótt yfir, og láta oss
nægja, að vísa um athafnir þess til
minningarrits fjelagsins, er fjelagið gaf
út 1866. Eins og kunnugt er, var fje-
lagið stofnað á árunum 1815—1816 af
hinum alkunna málfræðingi Rasmusi
Rask, og er ekki að orðlengja það,
að fyrstu 10—15 árin starfaði það
furðanlega mikið með jafn litlum efn-
um og það hafði þá; þá gaf það út
Islenzk sagnablöff í 10 deildum, sem
var mjög fróðlegt; enn fremur Sturl-
Ungasögu í 4 bindum með Árna bisk-
ups sögu, og var það mjög þarft verk,
því þá fyrst gafst þjóðinni kostur á,
að lesa þetta stórkostlega sögurit, enda
er það hin eina útgáfa sögu þessarar,
er vjer höfum haft í langan tima, þang-
að til að Guðbrandur tók að gefa hana
út i Oxford 1878, en sú útgáfa mun
fremur ætluð lávörðum á Englandi, en
almenningi á íslandi, þó ekki væri
nema sakir dýrleikans, sem er óhæfi-
legur, og þess vegna væri mesta þörf
á nýrri og ódýrari útgáfu af sögu
þessari, sem alþýða gæti keypt, þar
eð hin fyrri mun nú vera uppseld. Á
árunum 1821 —1830 gaf fjelagið út
Arbækur Espólíns 9 deildir og Regist-
ur (1833) (10. deildin kom út 1843, 11.
1854 og 12. 1855), °g er þetta verk,
og þýðing þess fyrir sögu landsins
kunnugri, en frá því þurfi að segja, og
mun ávallt halda nafni höfundarins á
lopti, og þrátt fyrir galla þá, sem á
því kunna að vera, er og verður rit
þetta til mjög mikils stuðnings og
leiðarvísis fyrir þann, sem nokkuð gef-
ur sig við sögu landsins. Árbækurnar
eru nú að mestu leyti útseldar, en
ekki ráðum vjer til að gefa þær út að
nýju, sízt óbreyttar eða með sömu
niðurröðun efnisins, heldur þá með
endurbótum og viðaukum. Einnig gaf
fjelagið út 1821—1827 Landaskipunar-
frœði eptir Gunnlaug Oddsson, er var
mjög þörf bók á sínum tíma, og eink-
ar fróðleg. Árið 1828 gaf það út
Æfisögu Jóns Eiríkssonar, vandaða að