Ísafold - 30.12.1882, Qupperneq 2

Ísafold - 30.12.1882, Qupperneq 2
126 Upphaf allsherjarríkis á íslandi og stjórnar- skipunar þess eptir Konráð Maurer pró- fessor í Munchen suður á Bajern, er Sig- urður Sigurðsson skólakennari hefur ís- lenzkað. Rit þetta er mjög mikilvægt og fræðandi að því er snertir öll hin fornu lög og venjur meðal Islendinga. Nú hef jeg þá talið upp flestar þær bæk- ur, er fjelagið hefur gefið út frá stofnun þess, að undanteknum fáeinum smáritling- um, og má með sanni segja, að margar af þeim eru mikið fróðlegar, og hafa stuðlað mikið að menntun og uppfræðslu alþýðu hjer á landi, og vonum vjer, að það einnig hjer eptir muni gefa út þær bækur, er styðja að þessu sama engu síður en hingað til. Eins og jeg gat um fyr, hygg jeg að það yrði affarasælla fyrir framkvæmdir fjelags- ins, að Kaupmannahafnardeildin sameinað- ist deildinni hjer, og handritasafnið, er fje- lagið á ytra, yrði flutt hingað, svo að fje- lagið gæti unnið hjer með öllum sinum kröptum. f>ær ástæður, sem áður voru til þess að hafa deildirnar tvær, eiga sjer nú eigi lengur stað. Eins og jeg þegar hef bent á, hefur fjelagið unnið landinu mikið gagn, og þarf ekki efast um, að það muni einnig gjöra það hjer eptir, einkum með þvi að gefa út óprentuð rit eptir látna fræðimenn, því þau eru mörg til og hafa mikinn fróðleik í sjer fólginn; jeg vil taka til dæmis einhver hin beztu af ritum síra Jóns Halldórssonar í Hítardal, biskupanna Finns, Hannesar og Steingríms, Jóns Espó- líns, Daðá Níelssonar, Einars Bjarnasonar á Mælifelli, Gísla Konráðssonar, Páls stú- dents Pálssonar, og margra annara, því rit þessara manna eru mjög fróðleg í sögulegu tilliti. Enn fremur vil jeg taka fram alla þá annála og annálabrot, sem til eru, og innihalda margt það, sem enn þá hefur ekki verið prentað; einnig ýmsar af hinum áreiðanlegustu ættartölubókum (t. d. eptir Steingrím biskup, Ólaf Snókdalín, Jón Espólín og fleiri), því að vjer megum sann- arlega bera kinnroða fyrir það, að eiga enga prentaða ættartölubók, og þó var ætt- fræði sú vísindagrein, er forfeður vorir lögðu mikla stund á, og urðu frægir fyrir, en nú þykir það nálega mestur frami, að vita ekkert um ætt sína, sökum þess að ættar- tölur sjeu ómerkilegt rugl, er ekkert vit sje 1, en sleppum því og látum þá menn hafa sínar skoðanir. En Islendingar! Jafnframt því sem vjer könnumst við, að bókmenntafjelagið sje gagnlegt og enda nauðsynlegt, þá verðum vjer og að sýna í verkinu, að vjer viljum styðja að því, að það verði að sem mestu gagni og bæti sem bezt úr þörfum vorum; vjer hljótum nú að rísa upp af löngum dvala deyfðar og dáðleysis, og líta í kring- um oss, og sjá, hvernig þjóðunum fleygir áfram í alls konar menntun og framförum, meðan vjer þokumst ofur hægt eptir hinum sama vegi, og látum hvergi óðlega; vjer segjum: það er nógu snemmt enn þá að rísa á fætur, og vjer hljótum þó fyrst að nudda stýrurnar úr augnnum á oss, og átta oss á hlutunum í kringum-oss, áður en vjer tökum til starfa; en nú eru komnir þeir tímar, að þetta tjáir ekki lengur, og ef vjer viljum ekki vera eptirbátar feðra vorra, hljótum vjer — afkomendur hinna frægu manna—að s£na bæði dáð og dug, og halda uppi virðingu hinnar fornu sögueyjar, að svo miklu leyti sem í voru valdi stendur, þrátt fyrir það, þótt óblíða náttúrunnar leggi ýmsar tálmanir í veginn, því að vjer verðum að gæta að því, að eigi er kaldara hjer nú, en var í fornöld, eða landið svo miklu lakara, að ekki sje lífvænt hjer, heldur er það kunnáttuleysi og atorkuleysi vort, er örbirgðinni veldur. það er því bæði í menntunarlegu og búnaðarlegu til- liti, að vjer þurfum að taka framförum, og það sem allra fyrst. Hugleiðið það ! * * þetta ofanritaða hef jeg skráð til þess, að gefa alþýðu stutt yfirlit yfir lífsferil hins íslenzka bókmenntafjelags og störf þess hingað til, svo að menn sjái, hve gagnlegt það hefur verið og hver ástæða er til að styðja það; eg veit og að margir alþýðu- menn hjer á landi unna fjelaginu, og eru mjög hneigðir fyrir alls konar fróðleik og menntun, engu síður en sumir lærðir menn. það væri mjög æskilegt, að fræðimenn hjer á landi vildu styrkja fjelagið með því að senda því annaðhvort rit eptir þá sjálfa eða gömul skjöl og handrit, er enn þá kunna að leynast hjá einstökum mönnum, þótt miklu hafi verið safnað, og jeg vona, að allir vinir fróðleiks og framfara láti sjer annt um þetta. í desember 1882. II. p. Auglýsingar. ÁHEITI TIL STRANDARKIRKJU borguð á skrifstofu undirskrifaðs biskups frá 13. maí til ársloka 1882. Áheiti frá ónefndri kouu sunnan úr Hraunum 2.00 18 ~S~ Jökli 3.00 23 6 ónefndum 10.00 24 "6“ — C 2.00 28 ~6~ — ónefndum í Alptaveri ... 2.00 30 ~S~ C. R. S. í Skaptafells- sýslu 1882 1.00 6 7 ónefndri stúlku í Gnúp- verjahreppi 2.00 7 7 ónefndum í Grímsnesi... 2.00 7 7 ónefndri stúlku í Sauð- árhrepp 2.00 7 7 — málleysingja 1.00 12. 7 gömlum manni í Rang- árvallasýslu 2.00 14 7 G. V 1.00 1_7 7 ónefndri stúlku í Hruna- sókn 1.00 22 7 ónefndri konu á Vatns- • - leysuströnd 1.00 29 '7 — Eyfjelling 5.00 ¥ — úr Hrútafirði 2.00 i — ónefndum úr Reykjavík 4.00 5 ¥ afhent af manni frá Eyrar- bakka 2.00 11 frá ónefndri stúlku undir Eyjafjöllum 1.30 ¥ — yngispilti á Álptanesi ... 10.00 30 ~s~ — ónefndum í Reykjavík... 0.50 1 bónda á Ströndinni 5.00 7 9 ónefnd. dreng í Stokks- eyrarhrepp 0.50 Áheiti sent sunnan úr Njarðvíkum 1.00 UG- ---- frá ónefndum að vestan .... 4.00 ----- — ónefndri konu í Njarðvík 1.00 U8- ---- — ónefndum stúlkum í þvkkvabæ, sín kr. hvorri 2.00 -g1-----— ónefndum í Dyrhólahr... 2.00 21 “9" M 2.00 2 Tö — ónefndri konu í Grindav. 4.00 2 1(7 — ónefndum í Njarðvíkum 1.00 3 177 — Vestur-Eyfjellingi 2.00 10 1(7 — einhverjum 4.00 16 1 ö — ónefndri stúlku 1.00 16 1T7 — ónefndum Breiðfirðingi 2.00 24 177 ónefndum bónda í Rosm- hvalaneshreppi 2.00 24 Tö manni á Akri 3.00 2 8 TX7 Samandregið áheiti í fjelaginu af R. B 10.00 ii Aheiti frá þorbjörgu í Rosmhvala- nesi 4.00 14 11 ónefndri konu í Kálfa- tjarnarsókn 2.00 a ónefndri konu í Reykja- sókn í Olvesi 4.00 a — ónefndum í Hafnarfirði 3.00 ff — ónefndum gjafara 4.00 2 7 11 — ónefndum Húnvetningi 1.00 1 8 T2 — P. í Reykjavík 1.00 18 12 — ónefndum í Mosfellssveit 2.00 H úr Árnessýslu 10.00 2 9 Tö frá ónefndri konu í Njarð- víkum 5.00 29 T2 — Stíg Jónssyni 1.00 30 TZ — konu í Reykjavík 2.00 Skrifstofu biskupsins yfir Islandi, Reykjavík 30. desbr. 1882. P. Pjetursson. Brugte Frimærker. Islandske Erimærker kjöbes til höjeste Priser hos F. Edmund Jensen. Grönnegade 37. Kjöbenhavn K. Iðnaðarmannafjelagið í Reykjavik hefir ákveðið að halda tombólu ein- hverntíma seinni hluta vetrarins og kos- ið undírskrifaða 5 menn til að gangast fyrir því. Agóðanum á að verja til að styðja að því að almenn sýning fyr- ir land alt verði haldin komandi sum- ar í Reykjavík. þá sem á einhvern hátt vilja styðja fyrirtæki þetta, með því að gefa peninga eða aðra muni til tombólunnar biðjum vjer að koma því til vor eigi síðar en um það leyti að að póstarnir koma hingað í næstkom- andi marzmánuði. Reykjavík, 30. des. 1882. Sigfús Eymundsson. Pdll porkelsson. Jónas Helgason. Jakoh Sveinsson. Björn Guðmundsson. Danske Psalmeböger. pent indbundne, faaes hos Chr. E. Gemynthe Reykjavík. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Ritstjóri: Biríkur Briem. Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.