Ísafold - 31.01.1883, Blaðsíða 1

Ísafold - 31.01.1883, Blaðsíða 1
Árgangurinn, 32blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danm., Svíþjóð og Norvegi um 3J/2 kr., í óðiurn löndum 4 kr. Borgist í júlím. inn mlands, erlendis fyrir iram. ÍSAFOLD. Auglýsin'gar kosta þetta hver lína’: aur. jnniend lmeð mesinletri • .. 10 IIIIHUIIUi X v , , Imeö smaletri. .. .. 8 íMarlraeðmeginletri • • •15 (með smaletri ... HiŒ,rríAJ& Pöniun er bindandi fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara. =3 KV X 2. Reykjavik, miðvikudaginn 31. janúarmán. 18 8 3. Kvennaskólinn í Reykjavik. (Frá forstöðukonu skólans, frú Th. M.). í »ísafold« 2. des. 1882 stendur grein um kvennaskólann frá skólanefndinni1. Grein þessi ber með sjer, að nefndin er eigi vel kunnug, hvorki upptökum skólans nje æfi- erli hans þau árin, sem hann er búinn að standa. Er þetta mjög eðlilegt, því að enginn þeirra, sem nú eru í nefndinni, voru í tölu þeirra er stofnuðu hann, og vita því eigi, hvað gjört varfráupphafi tilþess að koma honum á fót, nje heldur hverjir það gjörðu. Elestir meðlimir nefndarinnar eru jafnvel kornungir í henni. Eg vil enganveginn segja, að nefndin, af einni eður annari ástæðu, hafi eigi getað eða eigi viljað vera hlutdrægnislaus í frásögn sinni, en ókunnugleiki hennar á málavöxtum er auðsjeður. þessvegna vil eg leyfa mjer að skýra þetta mál betur og leið- rjetta frásögu nefndarinnar, þar sem mjer þykir þess við þurfa. Nefndin segir, að »eg hafi fyrst hreift því máli að setja á fót kvennaskóla hjer á landi, og að eptir minni áskorun hafi myndazt nefnd af konum í Reykjavík til að koma því máli til framkvæmdar«. Að skýra frá þessu var allt að því óþarft, enda minnst í það varið, ef eg hefði látið þar við lenda, og vil eg því fræða nefndina lítið eitt um störf mín og annara hjer að lútandi. Eptir að eg var búin að vera mörg ár hjer 1 landi og hafði sjeð, hversu lítið tækifæri ungar stúlkur, einkum til sveita, höfðu til nauðsynlegrar fræðslu og menningar, og eg hafði lengi einsett mjer að reyna til eptir veikum mætti, að ráða nokkra bót á þessu, en þóttist hinsvegar sjá fram á, að hjer mundi eg litlu geta á orkað í þá stefnu, nema eg fengi aðstoð annarstaðar, þar sem meiri á- hugi væri á slíkum hlutum—fór eg til Dan- merkur vorið 1870, eptir að hafa fengið góða meðmæling herra biskupsins, og reyndi með- an eg dvaldi þar, að undirbúa stofnun kvenna- skóla á Islandi. Arangurinn varð sá, að ýms- ir málsmetandi menn og konur hjetu mjer liðveizlu sinni, svo framarlega sem það sýndi sig, að menn hjer í landi vildu sýna áhuga á málinu og byrja sjálfir á því. Veturinn eptir (11. marts 1871) bauð eg 22 giftum konum hjer í Reykjavík til fund- ar til þess að ræða þetta málefni. Á þeim fundi voru kosnar 5 konur í nefnd til þess að undirbúa það, sem þurfa þótti til stofn- unar kvennaskóla í Reykjavík. þessar urðu í nefndinni: frú Ólufa Finsen, frú Ingileif i) í nefnd þessari eru nú: frú Kr. Havstein, frú þórun Jonassen, frú Martha Pjetursdótt- ir, frölcen þóraPjetursdóttir (í staðinnfyrir lands- höfðingja frúna, sem er utanlands), og Docent, séra Eiríkur Briem. Melsteð, frú Guðlög Hjálmarsen, frú Hólm- fríður þorvaldsdóttir og eg. Eáum dögum síðar var prentað og sent út um land: »á- varp til Islendinga«, er skýrði frá helztu undirstöðuatriðum í fyrirkomulagi hins fyrir- hugaða skóla, og jafnframt var skorað á menn að styrkja þetta fyrirtæki með dálitlum fjár- framlögum. Fje þurfti maður nauðsynlega að hafa, ef nokkuð skyldi ágengt verða. En fjeð lá eigi laust fyrir, kvennaskólahugmynd- in var ný, og menn voru eigi strax búnir að átta sig á henni, enda risu sumir í móti, kváðu hana eigi nógu þjóðlega, og það gæti sízt átt við, að hafa skólann í Reykjavík, því að þá yrði hann al-útlenzkur o. s. frv. Að halda hjer bazar, og safna fje á þann hátt, þótti heldur eigi tiltækilegt, á öllu voru talin einhver tormerki—og ekki horfðist þá vænlega á. J>á tók eg það fyrir, að eg bjó til gólfábreiðu heklaða, fjekk komið út nokkr- um hundruðum Lotteríseðla, bæði hjer og í Danmörku, og fyrir þau seldu Nr. kom inn 192 krónur. Einstöku menn til sveita sendu þar að auki til mín gjafir, samtals 80 kr, og þetta eru upptök kvennaskólasjóðsins1. þessu næst var það, að jústitsráð Bojesen, faðir landshöfðingjafrúarinnar, kom hingað til lands (1872); gjörði hann nákvæma fyrirspurn hjá mjer um kvennaskólamálið, og hjet mjer að skilnaði að styðja það í Danmörku, enda gjörði hann það með heiðri og sóma. þar myndaðist nefnd manna2, og voru í henni bæði karlar og konur; en aðgjörðir þeirrar loflegu nefndar, ásamt þeim undirbúuingi, er eg hafði komið áleiðis, urðu svo happasæl- ar, að talsverðu fje var skotið saman í Dan- mörku, svo bættust við gjafir frá öðrum lönd- um; enn fremur nokkur framlög bæði frá Reykjavík og einstökum sveitamönnum allt að 200 kr. Og loksins, þegar allt var kom- ið í kring, var búið að safna í sjóð hjer um bil 8,000 kr. þegar hjer var komið, þótti reynandi að koma fótum undir kvennaskóla, þó í smáum stíl væri. En með því að vandhæfi þótti á, að komast að fastri niðurstöðu hvernig byrjuninni skyldi haga, var leitað álits þriggja manna, nl. Pjeturs biskups Pjet- urssonar, Bergs amtmanns Thorbergs og Magnúsar yfirdómara Stephensens, og að þeirra ráði var eg kosin forstöðukona og kvennaskólinn settur hjer 1. október 1874. Skyldu 6—10 yngisstúlkur, bæði úr sveitum og úr Reykjavík, fá þar tilsögn 5 stundir á dag, o. s. frv. þannig stóð skólinn 4 ár, en ýmsar smábreytingar gjörðar, eptir því sem húsrúm leyfði. En húsrúmið leyfði eigi það fyrirkomulag, er eg upphaflega ætlaðist til, X) Sjá Ejóðólf 25. ár, No. 18—19. 2) Sjá þjóðólf 25. ár, bls. 102. nl. að vera bæði skóli og Pensiónat þ. e. að stúlkurnar hefðu bæði kost og alla vistarveru í skólahúsinu. En slíkt fyrirkomulag áleit eg, og álít enn, alveg nauðsynlegt til þess að kvennaskóli geti komið h j e r að fullum notum. þess vegna var það fast í huga mín- um, að halda stefnunni fram að því takmarki. Skólinn þurfti um fram allt, að fá stærra húsnæði. Að skólasjóðurinn byggði hús af slnum efnum, og tæki að sjer öll þau umsvif og alla þá ábyrgð, er því fylgdi, þótti mjer eigi ráðlegt. Hitt virtist mjer hagkvæmara fyrir skólann, að við hjónin byggðum hús og ljetum skólann fá í því húshæði, eftir þörfum hans og framförum, jafnvel þó slíkt fyrirtæki væri ísjárvert fyrir okkur og hefði sína stóru annmarka, þar sem allur okkar atvinnu- og efnahagur hlaut að breytast, verða miklu umsvifameiri, og, ef til vildi, miklu óvissari en áður, og við farin að sækja talsvert á seinni hluta æfinnar, þegar allar breytingar og byltingar leggjast þýngra á menn en áður. Jeg var sannfærð um, og margir aðrir, að enginn annar mundi, eins og þá stóð á, vilja taka eða geta tekið skól- ann að sjer, og vilja leggja það í sölurnar, er nauðsynlega þurfti til að þoka honum á- fram yfir þetta framfarastig. Jeg gat held- ur eigi, eftir mínu skaplyndi, hætt við skól- ann að svo stöddu. Jeg var og er allt af sannfærð um, að skólahugmynd mín væri sönn, og mundi með tímanum leiða til góðs, ef skólinn gæti tekið vexti og viðgangi eink- um í praktiska stefnu. En sem sagt, skól- inn gat engum verulegum framförum tekið, af því að vantaði húsrúm. Yorið 1878 ljetum við rífa okkar gamla hús, og byggðum aptur annað stærra og hentugra hús á rústum þess. Til þess þurft- um við að fá lánsfó, og af því að lánið fjekkst eigi úr landssjóði, var ályktað í kvennaskólanefndinni, með ráði landshöfð- ingja, að maðurinn minn fengi 8,000 kr. lán af sjóði kvennaskólans, móti 4°/. ársrentu og 2/c, árlegri afborgun af lánsfjenu, samt fyrsta veðrétti í hinu nýbyggða húsi. þegar nú einhver, til þess að styðja eitthvert fyrir- tæki eða stofnun, lánar fje einmitt til þess að koma upp húsi, löguðu eptir ásigkomu- lagi og þörfum slíks fyrirtækis eða stofnun- ar, og í þeim tilgangi að stofnanin hafi vís- an samastað stór eða lítil húsakynni eptir kringumstæðum, og eigi ekkert á hættu, hvað sem fyrir kann að koma, þá kalla menn það ekki, að sá, sem fjárlánið fekk, hafi gjört það »til þess að byggja nýtt hús handa sjálfum sjer«; og enginn sanngjarn maður mun telja það eptir honum, eða öfunda hann af því, þótt hann um stundarsakir hafi rýmra húsnæði eptir en áður, einkum þegar það hagræði er borið saman við alla

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.