Ísafold - 31.01.1883, Blaðsíða 3
gog fyrir norðan kornu útienskri þýð-
ingu eptir á i hinum ráðlausu pistlum
Guðbrandar, sem nú, síðan ferðaskýrsla
mín og svarið gegn fyrra brjeíi hans
komu út, hafa svo gengið fram af Times
vöknuðum, að útgefandi blaðsins sendi
mér hraðfrétt á laugardaginn var, að
segja að blaðið tæki ekki framar neitt
af því tagi.
íslendingar ættu sannarlega að reyna
að koma löndum sínum af því, að vera
að spila barbariska gikki og dóna
frammi fyrir menntuðum þjóðum; þeir
taka sjálfir fyrir ekki nema athlátur
og sneypu, en koma allra versta dóna-
óorði á þjóð sína.
Cambridge g. jan. 1883.
Eirikur Magnússon.
Svar til Benedikts Gröndal
mót «RealismusogIdealismns» í »ísafold»X,l,
eptir
Gest Pdlsson, ritstjóra Suðra.
Eg hefi sagt það áður og stend við
það enn, að mjer þj^kir leitt og sárt,
að eiga í blaðadeilum, en þegar ráðizt
er á mig eða blaðið, sem eg er ritstjóri
fyrir, þá er eg neyddur til að verjast.
Sjerstaklega tekur það mig sárt, að
Gröndal skuli verða fyrstur maður til
að ráðast á mig með „hálfyrðum“ um
realismus, mig og Suðra, Gröndal, sem
eg hefi unnað og virt frá æsku fyrir
sum kvæði hans, prýðisfalleg kvæði,
einföld og látlaus eins og flest kvæði
sem bera stimpil snildarinnar, en svo
skáldleg og fögur, einmitt af því skáld-
ið hefir tekið þau beint úr mannlífinu.
f>essi virðing mín fyrir Gröndal gerir
það, að eg í þetta sinn skal svara hon-
um með allri þeirri hógværð, sem jeg
á til, og með allri þeirri kurteisi, sem
skáldið á skilið. Jeg vona til, að þess
verði langt að bíða, að einhver ráðist
á mig eða „Suðra“, svo jeg þurfi að
sýna, að jeg á hægt með að svara allt
öðruvísi en jeg geri í þetta sinn.
þ>að er skrítið, þegar Gröndal í byrj-
ungreinar sinnar eraðtalaum „danska
dverga“. J>ví realismus er engin dönsk
hugmynd, heldur upprunalega frönsk,
en nú viðurkennd hér um bil í allri
Evrópu. Meini Gröndal með „dönskum
dvergum“ hina helztu menn af realist-
isku stefnunni í Danmörku, þá get jeg
ekki annað en brosað að því. Kallar
Gröndal dverga slíka menn, sem list-
fræðinginn (æsthetiker) Dr. Georg Bran-
des, sem er frægur orðinn og hafður í
hávegum um alla Evrópu fyrir rit sín,
skáld sem Holger Drachmann, er Björn-
stjerne Björnson hefir kallað mestan
snilling í „lýrik“ á Norðurlöndum eða
J. P. Jakobsen, sem er frægur orðinn
um mörg lönd fyrir sögur sínar, er þykja
bera af flestum slíkum skáldskap. Nei,
þeir eru langt frá því að vera dverg-
ar“; Gröndal meinar það náttúrlega ekki
heldur, en segir þetta svona í flýtis-
glettni. peir, er ekki þekktu til, mættu
j ætla, að Gröndal væri lítt kunnugur
skáldskap í Evrópu á hinum síðari ár-
um. Jeg fyrir mitt leyti er sannfærð-
ur um. að slíkt væri misskilningur, því
jeg get ekki fengið af mjer að ætla
það, að Gröndal nokkurn tíma hætti
að fylgja með listinni í heiminum.
Gröndal hefir fyrir 30 árum gefið út
dálítið kvæðakver1, og hnýtt þar aptan
við nokkurum greinum um skáldskap
og fagrar menntir. par byrjar hann að
skýra listina með þessum orðum : „All-
ar þjóðir hafa frá alda öðli leitast við
að stæla eptir og hafa upp fyrir sjer
þær myndir og þá viðburði, er bárust
að skilningarvitunum, annaðhvort úr
náttúrunni eða mannlífinu“. pannig
játar Gröndal þá, að það sem listin
byggi á, sje mannlífið og náttúran,
einmitt það sama sem „Suðri“ segir,
og sem Gröndal nú er honum reiðast-
ur fyrir. Nú lítur svo út sem Gröndal
verði af engu æfari en þvf, að menn
segi, að mannlífið og náttúran sjeu
grundvöllur listarinnar. Jeg vona til,
að hann komizt á aðra skoðun í þessu,
ef hann hugsar sig betur um. Hvernig
getur skáldskapurinn byggt á öðru en
mannlífinu og náttúrunni? Getur mann-
legt hyggjuvit komizt á nokkurn hátt
út fyrir mannlífið og náttúruna ? Jafn-
vel allir kristnir menn játa, að guð
þekkist einungis af opinberunum sinum
í mannlífinu og náttúrunni. Jafnvel
koma Krists er — eptir trú kristinna
manna—ekkert annað en hin fullkomn-
asta guðsopinberun í mannlífinu. pann-
ig byggist öll kristin trú á mannlífinu
og náttúrunni. Og svo segir Gröndal,
að þar sem realismus segir, að ekkert
sje satt, nema það sje í mannlífinu eða
náttúrunni, þá prjediki realismus „hinn
grófasta materialismus, afneitun á öll-
um andans heimi og öllum andlegum
hugmyndum“ o. s. frv. Fráleitari sönn-
un en þessa er gáfumanni tæplega hægt
að bera á borð. Mjer finnst það ljóst
á öllu, að Gröndal hefir enga skýra
hugmynd um, hvað realismus er; hann
slengir honum allt af saman við mate-
rialismus, og hann verður svo óður af
ofsóknum við realismus, að hann veit
ekkert af því, að honum farast svo orð,
sem hann væri bæði materialisti og
trúleysingi; hann dettur einmitt sjálfur
í gröfina, sem hann var að grafa rea-
listunum. Er það ekki materialismus
og trúleysi, að neita öllu andlegu í
mannlffinu og náttúrunni, þat sem hann
segir, að allur andans heimur sje fyrir
utan mannlífið og náttúruna? Eptir
Gröndals kenningu hafa þá mennirnir
engan anda, enga sál og ekkert „nema
hið líkamlega, sem þeir geta þreifað
á“. Jeg veit með vissu, að Gröndal er
I) Kvæði og nokkrar greinir um skáldskap og
fagrar menntir eptir B. Gröndal. Kh. 1853.
hvorki materialisti nje trúleysingi, en
ósköpin í honum að ofsækja realismus
eru svo mikil, að hann gáir ekkert að
því, að hann er kominn á glapstig þann,
er hann viljandi aldrei vill stíga fæti
sínum á. Mjer dettur náttúrlega ekki
í hug að neita því, að mörg realistisk
skáld sjeu trúlaus, en mörg idealistisk
skáld eru það líka. pað er jafnsatt,
að segja að realismus sje heiðinn
og idealismus kristinn, sem að segja
að idealismus sje heiðinn og realismus
kristinn. Realismus getur vel verið
kristinn, og idealismus getur hæglega
verið heiðinn. Björnstjerne Björnson
var mesti trúmaður, þegar hann orti
sögurnar sínar úr norska bændalífinu,
sem enginn neitar, að sjeu realistiskar.
Shelly, afbragðsskáldið enska, einhver
mesti idealisti, sem nokkuru sinni hefir
lifað, skrifaði sig Shelly aþeos (Shelly
guðlausi). Svona mætti færa til ótal
mörg dæmi, en þetta læt jeg nægja að
sinni.
Ut frá þeirri ramskökku skoðun, að
öll realistisk skáld hljóti að vera trúlaus
og guðlaus, heldur Gröndal svo, að eng-
inn sálmakveðskapur geti verið skáld-
skapur, og Hallgrímur Pjetursson ekki
skáld í augum realistanna. pessu get
jeg ekki gengið fram hjá þegjandi. Jú,
Hallgrímur Pjetursson er skáld — því
neitar enginn realisti, sem þekkir hann
—með mestu skáldum, sem þetta land
hefir átt. Og Gröndal sjálfur getur
ekki með dýpri lotningu en jeg hugs-
að til hins karlæga snillings, hins hel-
sjúka manns, sem var hlaðinn kaunum
undir tötrúnum, og sem átti við þá
örbirgð að búa, að hann fjekk eigiljett
sjer hið langa helstríð, en var svo auð-
ugur að snild sálarinnar, speki og anda-
gipt, að hann hefir huggað og hresst
hverja sál í þessu landi, allt fram á
þennan dag. Jú, Hallgrímur Pjeturs-
son var skáld, einn af hinum fáu stór-
mennum þessa lands, sem hryggir og
harmandi munu blessa, svo lengi sem
kristin trú lifir í landi, sem mun verða
hafður í hávegum, svo lengi sem nokk-
ur sá lifir, er íslenzka tungu mælir og
ann fegurð og snilld.
Gröndal segir á einum stað í grein
sinni, að það sje ekki hægt að vita,
hver hin „eldri skáld vor“ sjeu, sem
ritstjóri Suðra segist ekki vilja hefja
styrjöld móti. f>egar Gröndal er búiun
að lesa þetta svar mitt og bera það
saman við greinina sína í „ísafold11, þá
vona jeg að honum skiljist, hver „hin
eldri skáld“ eru, sem jeg ekki óneydd-
111’ vil hefja styrjöld móti.
Mannalát.
19. december f. á. varð bráðkvaddur
hinn alkunni merkisprestur Björn pró-
fastur Haldórsson í Laufási. Hann var
fæddur árið 1823 og var faðir hans
síra Haldór Björnsson, er síðar var pró-