Ísafold - 07.02.1883, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.02.1883, Blaðsíða 1
Árgangurinn, 32blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danm., Svíþjóð og Norvegi um 3*/2 kr., í öðium löndum 4 kr. Borgistí júlím. innanlands, erlendis fyrir fram. ÍSAFOLD. Pöntun er bindandi fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara. 3 Auglýsin'gar kosta þetta hver lina': *aur. inniBnd !með meginIetri • .. 10 IIIHIUIIUi S x 1 • [meo smaletn ... .. 8 útlendap !með mesinletri- • •15 '\með smáletri... „nariíl^ X 3. Reykjavík, miðvikudaginn 7. febrúarmán. 18 83. Um brunabótafjelag. Eldsvoðar þeir, sem orðið hafa nú fyr- ir skömmu, minna menn á, hvernig menn geta á lítilli stundu misst ef til vill aleigu sína og orðið öreigar við slík tækifæri. Vjer ætlum og að það sje margur sá maður, sem sjer hver nauð- syn ber til, að koma í veg fyrir að slíkt gæti orðið og sem fúslega mundi vilja fá ábyrgð fyrir eldsvoða á húsum þeim eða munum, er hann á eða hefir í ábyrgð sinni, ef hann ætti þess kost með sanngjörnum kjörum og á full- tryggjandi hátt. Menn eiga að vísu kost á, að fá ábyrgð fyrir. eldsvoða i útlendum brunabótafjelögum, en vjer ætlum að það væri miklu hagfeldara, að stofnað væri innlent brunabótafjelag til að ábyrgjast hús og muni hjer á landi. þ>etta liggur enganvegin í því, að það sje nokkur skaði út af fyrir sig, að ábyrgðarkaupið fer út úr landinu, því ef ábyrgðarkaupið er eigi meira en hæfilegt iðgjald ábyrgðarinnar, þá gild- ir sama um að kaupa ábyrgð, eins og að kaupa aðra hluti frá útlöndum, að landinu er enginn skaði að því, að menn láti af hendi peninga ef menn fá ann- að sem er jafnmikils vert í staðinn ; ef t. d. iooo kr. væru árlega borgaðar út úr landinu i ábyrgðarkaup fyrir bruna- bætur, en brunar væru aptur svo tíðir að til jafnaðar væru iooo kr. borgaðar til landsins árlega í brunabætur, þá er auðsætt, að landinu er slíkt enginn ó- hagur. En brunabótakaup það, er menn verða að gjalda til útlendra brunabóta- fjelaga og sem er 5 — 10 kr. á ári af hverjum 1000 kr.1, sem ábyrgð er feng- in á er að ætlun vorri langtum meira en hæfileg borgun fyrir brunabótaá- byrgðina og vegna þess ætlum vjer að það væri langtum betra fyrir hvern ein- stakan, er vill tryggja eitthvað fyrir eldsvoða, að til væri innlent brunabóta- fjelag þar sem ábyrgðarkaupið væri eigi meira en svo, að það samsvaraði hættu þeirri, sem er að eldsvoða hjer d landi, og það sem væri hagur fyrir hvern einstakan væri jafnframt hagur fyrir landið í heild sinni. -------- "I I) J>að er öldungis einstakleg undantekning, að ábyrgðarkaupið fyrir þá 2/3 húseigna í Reykja- vík, sem eptir sjerstökum lagaákvörðunum er í brunabótafjelagi hinna dönsku kaupstaða, er að eins I kr. 40 a., auk 60 a. í umboðsgjald af hverjum 1000 kr.; en þetta er sýnishorn þess, hvað ábyrgðarkaupið mætti vera lítið. þegar brunabótakaupið er árlega 5 kr. af 1000 kr. (5%0) þá samsvarar það því, að af hverju þúsundi (t. d. bæja eða húsa) brenni 5 á ári hverju að með- altali1; þetta mun og einatt eiga sjer stað í útlöndum og eptir því hvað tið- ir brunar eru þar, er upphæð bruna- bótakaupsins sett ; ef vjer nú setjum svo, að hjer á landi sjeu 8000 hús og bæir, þá ættu að sömu tiltölu að brenna til jafnaðar á hverju ári fjörutíu hús og bæir, sömuleiðis ættu og að sömu til- tölu 2 bæir að brenna árlega í hverju því hjeraði, þar sem eru 400 bæir, eða eigi líða meira en 5 ár milliþess að bær brynni í hverri sveit með 40 bæjum, en þó að vjer höfurn eigi nákvæmar skýrsl- ur um eldsvoða hjer á landi, þá vita þó allir að því fer mjög fjarri, að þeir sjeu svo tíðir. fetta sýnir að hjer á landi mun hættan við, að missa eigur sínar við eldsvoða vera mikluminni en í útlöndum og getur það sumpart legið í þvi, að menn fari hjer almennt varlegar með eld en annarstaðar, sum- part í því, hvað húsin eru smá og dreifð o.fl.; en af því að hættan að eldsvoða er miklu minni hjer á landi en annarstað- ar, þá leiðir það aptur af sjálfu sjer, að það ábyrgðarkaup, sem sanngjarnt er i útlöndum, er hjer á landi langtum meira en ábyrgðinni svarar, það er með öðrum orðum langt ofhátt. Oss þykir engan veginn ólíklegt, að 1 kr. af 1000 (1 %0) eða rúmlega það, mundi reynast fullnægjandi árlegt brunabótarkaup hjer á landi2. þar eð það nú annars vegar er mik- ils vert fyrir menn að geta tryggt eigur sínar fyrir eldsvoða, en trygging þessi fæst eigi sem stendur annarstaðar en í útlendum brunabótafjelögum, er heimta langt of mikið fyrir ábyrgðina, þá væri það mjög mikilsvert, að innlent bruna- bótafjelag kæmist á, og jafnframt virð- ist oss, að það væri engum sjerlegum 1) Með því að kostnaður við stjórn brunabótafje- lags nemur tiltölulega mjög litlu, þá þarf eigi í dæmi þessu að taka tillit til þess, nje heldur til vaxtanna af brunabótakaup'inu fyrsta árið, þó að það sje borgað fyrirfram en brunabæt- urnar eptir á. 2) Eptir þeim upplýsingum er vjer höfum getað fengið um eldsvoða hjer á landi í næstliðin 20 ár, má álíta, að brunabótakaupið þyrfti jafnvel eigi að vera nærri svo mikið; að minnsta kosti má segja með vissu, að það mætti vera langtum minna en það, sem hin útlendu brunabótafjelög heimta. erfiðleikum bundið að koma því á fót. Nokkru fyrir 1870 stofnuðu Eyfirðing- ar ábyrgðarfjelag til að ábyrgjast þilju- skip sín; stofnun þessi hefir heppnazt mikið vel; af sjóði fjelagsins hefir verið borguð út ábyrgðarupphæð fyrirnokkur skip, og þó hefir sjóðurinn aukizt svo, að hann mun nú nema hjer um bil 30,000 kr.; ábyrgðarkaupið er nokkuð hátt, en svo á aptur hver einstakur fjelagsmaður sinn tilölulega hluta i fje- lagssjóðinum, og getur fengið hann út- borgaðan hve nær sem hann vill ganga úr fjelaginu ; það er því að eins eins og hann leggi í sparisjóð það sem hann borgar í ábyrgðarkaup umfram það, sem reynslan sýnir að þörf er á. Að því leyti sem við því mætti búast, að skaðar gætu komið fyrir, áður en sjóð- urinn væri orðinn nógu mikill til þess að bæta þá, þá var sú ákvörðun gjörð, að fjelagsmenn sameiginlega ábyrgðust skaðann, hver að því leyti sem hann hefði fengið mikla ábyrgð í fjelaginu; þetta hefði, ef til hefði komið, getað verið t. d. á þann hátt, að þeir hefðu ábyrgzt lán, sem sjóðurinn hefði tekið um stundarsakir. Líkt fyrirkomulag eins og þetta, sem Eyfirðingum hefir reynzt svo vel, ætlum vjer að mætti hafa á brunabótafjelagi, er menn gætu stofnað; menn gætu þá t. a. m. byrjað með að leggja í sjóð fjelagsins árlega 5 af þúsundi, sem er jafnt því minnsta brunabótakaupi, er menn geta fengið sjer brunabótaábyrgð fyrir í útlöndum, en eptirþví sem áðurer tekið fram.mundi ábyrgðarkaup þetta vera töluvert meira en ábyrgðinni svaraði; sjóðurinn mundi því að vonum fljótt aukast, og í hon- um ætti hver fjelagsmaður sinn tiltölu- lega hluta, sem hann gæti fengið út- borgaðan, þegar hann gengi úr fjelag- inu eða dánarbú hans, þegar hann fjelli frá; í þessu væri fólginn mikill munur við það, að gjalda jafnmikið eða meira brunabótakaup til útlendra fjelaga, og eiga ekki tilkall til neins. Seinna þeg- ar sjóður fjelagsins væri orðinn nægi- lega stór, mætti færa brunabótakaupið niður eptir því sem reynslan væri þá búin að sýna, að ástæða væri til. í>ví fleiri sem gengju í Qelagið, því minni áhrif mundu einstök slys hafa á hag þess, og því fyr mundi svo mikill sjóður geta myndazt, að fært yrði að færa niður ábyrgðarkaupið. J>að væri og varla byrjandi, nema fjelagsmenn

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.