Ísafold - 07.02.1883, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.02.1883, Blaðsíða 2
10 væru nokkuð margir, og fyrir því höf- um vjer hugsað oss, að brunabótafje- lagið ætti að ná yfir land allt og taka til ábyrgðar bæði torf bæi, timburhús og það af steinhúsum, sem eldur getur eyðilagt, sem og muni þá, sem í hús- um eru geymdir, og vjer ætlum þó að sinn sje háttur á hverju þessu, að varla sje verulegur munur á hættunni við það hvort um sig; reynslan hefir t. d. verið sú hjer í Reykjavík, að síðan fyrst var. farið að byggja hjer timburhús, hefir hjer eigi farizt nokkurt hús í eldsvoða, þangað til næstliðið sumar að brann efri partur af geymsluhúsi við apothek- ið. í kaupstöðum eru að vísu meiri áhöld og mannafli til að slökkva eld og bjarga munum, en í sveitum, og þar sem vaktarar eru, eru líkindi til að vart verði við eldsvoða áður en eld- urinn er orðinn mikill eða búinn að gjöra mikinn skaða, en aptur á móti er efnið í sveitabæjum venjulega eigi eins eldfimt, eins og { húsum þeim þarsem innanbyggingin er öll úr timbri. Að þvi er muni snertir, þá er virðing þeirra er þeir hafa brunnið, miklu óvissari en virðing á húsum, en aptur er miklu hægra að bjarga þeim að meiru eða minna leyti. Oss virðist að eins ástæða vera til einhverrar sjerstakrar ákvörð- unar um þau hús, sem gætu brunn- ið við það, að eldur kæmi upp í húsum í nánd, því slík hús eru í meiri hættu, en hús þau eða bæir, sem eigi geta brunnið, nema þegar eldur kemur upp í þeim sjálfum. Enn fremur þykir oss ástæða til að fjelagið tæki eigifyrst um sinn ábyrgð á meiru en einhverri tiltekinni upphæð í einni byggingu eða þar sem hús lægju svo saman, að þau gætu brunnið í einu, til þess að það eigi gæti komið fyrir, að fjelagið þyrfti við nokkurn einstakan eldsvoða að borga sjerlega mikla upphæð; það er meðal annars afþeirri ástæðu, að oss þyk- ir eigi ráðlegt, að gjörð væri nein breyt- ing á lögum þeim, er ákveða, að 2/3 húseigna í Reykjavík skuli vera í bruna- bótafjelagi hinna dönsku kaupstaða. Auk þess gagns, sem beinlínis er að því, þegar eldsvoði ber að höndum, að hafa eigur sínar í brunabótaábyrgð, þá má og líta á það, að eignin er i sjálfu sjer verðmeiri, þegar hún er tryggð, en þegar hún er það eigi; þannig er t. d. ólikt hægra að fá lán móti veði í tryggðri heldur en ótryggðri eign. þ>að væri einnig mikil hvöt fyrir menn til að hika eigi við að kosta upp á vandaðar byggingar, ef hægt væri að fá ábyrgð á þeim með vægum kjörum. Um hafstrauma og ísrek eptir eJVtpaa-ua 'Snnnazo^on. Næstliðið ár var merkilegt ísa-ár, ekki einungis á íslandi, heldur og um öll norðurhöf, svo þess mun lengi verða minnst ; það er því líklegt að mörgum bæði nú og síðar þyki gaman að hafa sem greinilegastar sögur af því. Jeg vil því leyfa mjer að bæta nokkrum orðum við það, sem jeg skrifaði næst- liðið vor í ísafold IX. 14. J>ar er þess getið, að ísinn rak norðan úr höfum suður með austurströnd Ameríku á 42. stig nbr., eða suður á móts við norður- enda Porúgals, það er: suður fyrir venjulega skipaleið milli Englands og New-York, og er slíkt mjög sjaldgæft. Á þessu svæði var ísinn mestur í marz og apríl en hvarf þaðan í júnímánuði. Straumafróðir menn álíta, að is þessi, sem rak suður með Ameríku, hafi komið úr Baífínsflóa og Davissundi, en ekki norðan úr ishafi fram með austur- strönd Grænlands, og getur það ver- ið rjett, þó að ísinn væri óvana- lega mikill í sumar við vesturbyggð Grænlands. J>að er kunnugt að norðanstraumur sá, sem flytur ísinn suður með austur- strönd Grænlands, beygir fyrir suður- tanga landsins (Cap Farvel), inn með vesturströndinni. Með honum berst ís- inn og liggur þar vanalega fram eptir sumrinu í 7—15 mílna breiðri spildu. J>ar fyrir framan er opt auður sjór, svo að skipaferðir ganga jafnaðarlega greið- ara til nyrðstu byggðar á Grænlandi en þeirrar, er syðst liggur. Svo lítur út sem rek-ísinn hafi næstliðið vor seinna lokað höfnum á Grænlandi en á íslandi, því 24. apríl þegar alstaðar var þar fullt af ís, komst kaupskip hindrunar- laust inn til Godthaab á Grænlandi. Eptir skýrslum sem fyrirliggja, verður ekki betur sjeð, en íshafið allt hafi fram- an af sumrinu svo að segja verið þak- ið einni íshellu fyrir norðan ísland frá austurströnd Grænlands og þvínær aust- undir norðurhluta Noregs. Skip sem vanalega fara um þetta svæði til sel- veiða höfðu ekki í manna minnum mætt jafnmiklum ís og komust því nær hvergi fram fyrri en kom fram á sumar. Eyja Jan Mayen sem liggur 75 mílur norð- austur af Langanesi var svo umkringd af ís að skip það sem þangað var sent með veðurfræðinga frá Austurríki komst ekki að eyjunni fyrri en í ágústmán. Skipverjar áfiskiveiðaskipum, sem Norð- menn senda árlega til Spitzbergen, þykj- ast ekki hafa mætt á þeirri ferð jafn- miklum ís. Löjtnant Hovgaard, danskur maður, byrjaði heimskautsferð sina frá Kaupmh. í júlímán. mætti miklum ís 7. ágúst við eyjuna Kolgujew og komst eptir miklar hindranir 8. sept. til eyþ unnar Vaígats, hún liggur norðan við Rússland á 70. stigi nbr. við endann á stóru eylandi Nowaja Semlja; lengra komst hann ekki vegna iss og liggur hann þar nálægt innifrosinn til næsta sumars, ef skipið ekki liðast í sundur í vor fyrir ísreki. í brjefum þeim er hingað hafa borizt kvartar hann um ó- vanalega mikil ísalög á þessu svæði, og hefir það eptir selveiðaskipum, er hann fann á leið sinni og Eskimóum, er hann hefir átt tal við, að í mörg ár hafi þar eigi verið jafnmikil ísalög sem á þessu sumri. þegar jeg sný mjer til íslands, verð jeg að byrja á því, sem flestum er kunnugt, að isinn rak að norður og austurströnd landsins 12.—-15. apríl i norðaustan ofsaveðri, og gjörði þá haf- þök mikil. Hve stór isbreiðan var eða hversu langt norður hún náði óslitin, er sem vonlegt er ekki gott að segja, en menn vita að fyrir austurlandi var hún 15—20 mílna breið og náði suður fyrir Berufjörð; nokkurn íshroða rak suður undir Ingólfshöfða, þannig lá ís- inn lítið breyttur fram yfir miðjan maí, en eptir það fór hann smáminnkandi, svo að 8. júní náði ekki fasta íshellan nema lítið út fyrir yztu annes. Nokkur laus hroði var þar fyrir utan þar til 12. júní, þá mátti heita að hafið væri allt íslaust norður fyrir Seyðisíjörð, en firðir allir voru fullir af ís. Allan þennan ís rak inorðaustur í haf, fór hann fyrir straumi en ekki vindi, því norðaustan átt var þá daga sem mestan ísinn rak frá landi. Frá þessum tíma má telja að hafið fyr- ir austurlandi hafi verið íslaust nema af hroða, sem smá-leysti út af fjörð- unum. Seint í júní og snemma í júlí fór ís- inn af öllum austfjörðum, var eptirþað íslaust austanlands, en norðanlands var öðru máli að skipta. Fyrir 10. apríl komust nokkur skip norður fyrir land, en þar á eptir fór ekkert skip fyrir Langanes fyrri en 16. júní, þó komst það ekki lengra en á Jnstilfjarðarflóa, því hafþök voru þá fyrir vestan. Nokkru síðar eða fyrir lok mánaðarins fór stór spilda af isnum frá norður- landi norðaustur í haf, hreinsaðist þá um stund hafið frá Eyjafirði austur að Langanesi og því nær norðvestur undir Kolbeinsey, en þetta svæði fylltist apt- ur og aptur af ísreki að vestan, því frá Eyjafirði og vestur að Horni (Cap Nord) rak ísinn ekki frá landinu fyrri en 29. ágúst—3. sept. J>á dagana hreinsuðust allir firðir norðanlands oghafið skammt út fyrir landið; allan þennan ís rak, eins og hinn fyrri norðaustur í haf og kom ekki aptur, þó fám dögum síðar kæmi norðaustan hríð og sjógangur, sem vafa- laust hefði rekið isinn inn á firði apt- ur, hefði þá ekki verið kominn sterkur vestanstraumur, sem stóð á móti ísnum. ísinn varð aldrei landfastur lengra vestur en að „Rit“, fjallsenda austanvið ísafjarðardjúp, þaðan lá ísbrúnin norð- vestur í haf 3—6 mílur fyrir norðvestan vestfirði; þar var vestanstraumurinn svo sterkur að þótt snarpur norðaustanvind- ur ýtti á ísinn vestureptir þá hjelt straumurinn fullkomlega á móti, svo ís- inn náði ekki að komast lengra.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.