Ísafold - 12.02.1883, Side 4
V
16
varð mikið af brotunum; fiskimennirnir hjer
eru margir kappsamir dugnaðarmenn, og
keppast því mikið um að fara fyrstir á sjó-
inn; að þessu kvað svo mikið, þegar átti að
fara með nýjar lóðir, á hverjum morgni, að
þeir fóru fyrri og fyrri á nóttunni, þar til að
þeir fóru að fara á liðnu dagsetri, og hártog-
uðu síðan samþykktina, nefnilega það orð,
að enginn mætti láta lóðir liggja náttlángt;
þeir sögðu að það væri ekki náttlángt þegar
liðinn væri klukkutími frá dagsetri, en auð-
sjáanlega var meining samþykktarinnar sú,
að lóðir væru teknar upp á kvöldin, og
lagðar ekki fyrri en seinni part nætur, við
þetta næturgauf urðu margir sjómenn óá-
nægðir og vildu því taka upp gamlavenju,
að láta lóðir liggja allt af í sjó, svo ekki væri
farið fyrri en með deginum, en allir kunnug-
ir sjómenn hjer þekkja, að þetta er einmitt
af samtakaleysi formanna sjálfra í veiðistöð-
unum, að þeir ekki brúka heldur daginn en
nóttina, því þeir sem þekkja dag frá nótt,
vita hvort betra er að brúka, til að tefla
við sjóinn í slæmu veðri; út af þessari óá-
nægju, hjeldu nokkrir formenn fund með
sjer veturinn 1882, og skoruðu á sýslunefnd-
ina, að hún breytti samþykktinni, sýslu-
nefndin tók málið til umræðu, en það fjell
við atkvæðagreiðsiuna, var það mest af því,
að allir sýslunefndarmenn utan 2 vissu að
þeirra hreppar vildu ekki láta breyta sam-
þykktinni, líka var bænarskrá formanna illa
undirbúin að því, að undir hana voru að
eins skrifaðir þrír menn; renndi því sýslu-
nefndin grun í, að margir á formannafund-
inum hefðu verið aðkomandi róðrarpiltar
frá öðrum sýslum, sem ekki áttu hjer neinn
atkvæðisrjett; við þetta fjell málið niður að
sinni, en í haust árið 1882, reis upp veiði-
staðan Hnífsdalur og gjörði skriflegt sam-
band af öllum formönnum, hásetum og
nokkrum reiðurum, að nú skyldi yfir stíga
samþykktina með samtökum, og skyldi jafnt
yfir alla gánga, með sektir málskostnað og
hvað annað sem af því hlytist; að þessu
búnu, brutu þeir allir móti samþykktinni,
og byrjaði þá sýslumaður vor á að kalla þá
fyrir, og dæmdi þá flesta eitthvað til sekta,
en að öllum líkindum alt of lítið, fyrir marg-
föld brot, og þar að auki uppreisn móti lög-
um, sem sumir kalla það, og líklega errjett-
mæli, nú hafa þeir ekki borgað sektir, og er
sagt þeir skjóti málinu til yfirrjettar, en
það er vonandi, að vor háttvirti yfirrjettur
líti svo á þetta mál, að hann sjáiþaðekki
hollt fyrir land og lýð, að brjóta lög með
samtökum, máske hvert lagaboð á fætur
öðru; hvort samþykkt þessi sem um er
rætt, hefur spillt almennings gagni hjer við
djúp, má bezt sjá á fiski þeim, sem út hef-
ur verið fluttur frá Isafirði tvö undanfarin
ár, þessi sem samþykktin hefur verið brúk-
uð hjer; þessi útflutti fiskur mun vera allt
að þriðjungi meiri, en haen hefur nokkurn
tíma verið á næstliðnum 50 árum, og færa-
innflutningur töluvert minni en áður.
Ritað í janúar 1883.
Isfirðingur.
Úr brjefi frá Kaupmannahöfn.
(Aðsent).
„pað mun nú vera búið að safna ná-
lægt 300,000 kr. til að bæta úr neyð
íslendinga, og er það ekki ofsagt, að
menn hver um annan þveran hafa
keppst við að safna gjöfum, sem sýnir,
hversu annt oss er um þessa kæru
söguþjóð, og hefur það glatt mig mjög
að sjá þetta. Mjer hefur ekki þótt
það tiltökumál, að rikismenn hafa gef-
ið rikmannlega, en hitt hefur sjer í
lagi fengið á mig, að fátæk skólabörn
og fátækar ekkjur hafa komið með
sina litlu gjöf, 10 eða 25 aura, til hinna
nauðstöddu bræðra og systra á íslandi,
á þessu fjarlæga landi, sem sumir þess-
ara gefenda ekki vita annað um, en
að það liggur langt burtu, að þar er
miklu kaldara en í Danmörku, að þar
vex ekki korn, að þar er merkilegt
fjall, sem heitir Hekla, og að þar er
undarlegur hver, sem heitir Geysir, er
sýður vatnið eldiviðarlaust og spýtir
því í lopt upp. „pað hlýtur þá að vera
mikill ljettir að þessu heita vatni“, sagði
gömul kona við mig, þegar jeg ætlaði
að segja henni eitthvað dálítið um ís-
land; henni datt víst í hug, hve dýr
eldiviðurinn væri hjer í Kaupmanna-
höfn“.
Eins og brjef þetta gefur í skyn,
hafa menn almennt í Danmörku bæði
ríkir og fátækir, ungir og gamlir,
hjálpast að að safna þessum miklu og
góðu gjöfum, og er það því helg skylda
vor íslendinga, ekki einungis að þakka
Dönum fyrir veglyndi þeirra, heldur
einnig kosta kapps um, að gjöfunum
verði sem bezt varið, svo þær komi
að tilætluðum notum.
Hið sunnlenzka síldarveiðafélag.
Eins og þegar mun kunnugt fjekk fjelagið
að kalla engan afla af síld hjer í flóanum í
sumar, en með því að fjelagið lagði eigi til
nema hálfa útgjörðina hjer, þá lendir eigi á
því nema hálfur skaðinn fyrir aflaleysið;
mannahaldið hjer var heldur ekki til einkis,
með því að norðmenn sjálfir byggðu, í Geld-
inganesi, allmikið hús fyrir fjelagið og hefur
það orðið fjelaginu mjög kostnaðarlítið, með
því að efnið í það fékkst með góðu verði
(circa 1700 kr.), og var flutt hingað með
skipum fjelagsins. Um innkaup á veiðar-
færum skal þess getið, að margt af þeim var
keypt á uppboðum með sjerlega billegu
verði.
I fjelagi á Seyðisfirði á hið sunnlenzka
síldveiðafjelag parta; þar öfluðust 1400
tunnur af síld. Verða þar nálægt 2700 kr.
umfram kostnað.
Aformað er að tekið verði til veiða um
mót næstkomandi marz og aprílmán.
Vér leyfum oss að minna fjelagsmenn á að
greiða næsta tillag sitt fyrir 15. marz næst-
komandi til gjaldkera fjelagsins, yfirdómara
L. Sveinbjörnsens 1 Reykjavík.
Aðalfundur mun verða auglýstur með lög-
boðnum fyrirvara.
Eggert Gunnarsson. L. Sveinbjömsson.
Egilsson. Jón Vidalín. Páll Eggerz.
Auglýsingar.
Með því að ég fékk með síðustu gufu-
skipsferð bóluefni frá Kaupmannahöfn, þá
hef ég fastráðið að byrja bólusetningu mið-
vikudaginn 14. þ. m. á börnum, sem eigi
eru fullra 2 ára, og skora ég því á Reykja-
víkrbúa að koma með börn þau á þessum
aldri, sem eigi eru áðr bólusett þennan
dag á hádegi (kl. 12) á sjúkrahúsið. Ég
óska, að annaðhvort foreldranna komi með
börnunum.
Reykjavík, 7. febrúar 1883.
Schierbeck.
ÓSKILAKINDUR
seldar í þverárhliðarhreppi 1882.
1. Hvít ær tvæv.: sýlt biti fr. bitar 2 apt.
' h., hvatt v.
2. Hvít ær veturgömul: sýlt fjöður a. h.,
heilrifað gagnbitað v.
3. Hvít ær tvæv.: hamrað h., sýlt v.; brm.
JOSEF h., STEF J v.
4. Hvítt hrútlamb : blaðstýft a. h., soram.
líkast miðhl. í sneitt og biti apt. v.
5. Hvítt gimbrarlamb : geirstýft hangfjöð.
apt. h., bitar 2 apt. v.
6. Hvítt gimbrarlamb: stig fr. h., stig
fr. biti apt. v.
7. Hvítt gimbrarlamb: heilrifað biti fr.
h., gat v.
Andvirði þessara kinda verður afhent hlut-
aðeigandi sveitarstjórn úr því líður septem-
berm. þ. á., ef eigendur verða þá eigi búnir
að vitja þess.
Hamri 12. janúar 1883.
Hjálmur Pjetursson.
ISsF par eð jeg hefi he-yrt, að Mr. Páll Jóhannesson, búðarmaður hjá kaupm. G. Zo'éga, hafi kennt mjer um þá óskilsemi, er sumir
af kaupendum ísafoldar munu þykjast verða fyrir viðvíkjandi afhendingu þess blaðs, vil jeg hrinda þeim óhróðri með þeirri yfirlýsing, að
jeg hefi að EN G U LEYT I útsending blaðsins á hendi, hvorki hjer U M B ÆINN eða viðar; en það mun einmitt vera sjálfur
Mr. Páll Jóhannesson
sem hefir útsendingu Isafoldará hendi til ALLBA kaupendanna, ncer og fjcer, eins og hann kvað EIN N fá laun fyrir þann starfa.
Reykjavík, 12. febrúar 1883. Sigm. Guðmundsson.
Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil.
Ritstjóri: Eiríkur Briem.
Prentuð i Isafoldar prentsmiðju.-Sigm. Guðmundsson.