Ísafold - 03.03.1883, Síða 1

Ísafold - 03.03.1883, Síða 1
Árgangurinn, 32 blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danm., Svíþjóð og Norvegi um 32/2 kr., í öörum löndum 4 kr. Borgist í júlím. innanlands, erlendis fyrir fram. ISAFOLD. Auglýsingar kosta þetta hver lína : aur< ÉW.Íme^meg1inletri"-'° [með smaletn.... 8 ítalar.{meðmeginletri---15 Imeð smáletri...12 t Pöntun er bindandi fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða ............ fyrirvara. 3' X 5. Reykjavík, laugardaginn 3. marzmán. 1883. Ilm sjávarútyeg, eptir skipstjóra Edilon Grímsson. J>að er því miður alt of lítið ritað og rætt um sjávarútveg okkar íslendinga, hvað honum gæti bezt verið til styrkt- ar og eflingar. Allir játa þó að sjáv- arútvegur er annar aðal atvinnuvegur landsins, og að honum er umbótavant, og þess vegna nauðsyn að gefa hon- um gaum meir en gjört er. Sterk hvöt til þess er líka sá misbrestur sem síð- astliðið ár varð á landbúnaðinum, og sem lengi mun veita þung eptirköst; það má líka strax finna þess dæmi að menn vilja flýja úr sveitunum og leita að sjónum (eða þá af landi burt vestur um haf), en því meira sem fólki fjölg- ar við sjávarsíðuna á hverjum helzt stað sem er, að sama hlutfalli þarf sjávar- útvegurinn að aukast og taka umbót- um, þetta getur hann ekki að nokkru verulegu gagni nema menn afli sjer þil- skipa til að reka fiskiveiðar á umhverfis landið, því 1 flestum verstöðum þar sem nokkur sjósókn er, er báta-útvegur bæði hvað veiðarfæri og veiðaraðferð snertir í allgóðu lagi eptir því sem bezt á við á hverjum stað; aptur er bátalag nokkuð mismunandi, og mætti máske á sumum stöðum gjöra því nokk- uð til umbóta, og einkum hvað útbún- að á siglingu við kemur, því hann er víða mjög slæmur á þessum opnu bát- um og meira að segja hættulegur, og má víst staðhæfa að margan skiptapa hefir af því leitt, en í þessu eru Sunn- lendingar á undan öðrum, því þeir leggja alla alúð á að hafa seglaútbún- að sinn í sem beztu lagi sem og góða báta til að þola segl og það almennt, og má segja að báta-útvegur við Faxa- flóa, sje nú orðinn í góðu lagi eptir því sem búast er við að hann geti orðið og þar á við, enda er sjósókn á þessum smábátum með fullu kappi. Til að bæta sjávarútveginn er því höf- uðatriðið að afla sjer hentugra og góðra þilskipa til að reka fiskiveiðar á hjer við land; meðan þilskipaútvegur er ekki rekinn betur en gjört er, þurfa menn ekki að hugsa fram á nokkra verulega framför i sjávarútveg sínum, því þó smá- bátum sje fjölgað þá er það engin um- bót eða framför, það getur mikið frem- ur gjört skaða. En til að koma á stofn þilskipaútveg þarf samtök og fjelags- skap, ef nokkur kraptur á að geta orð- ið í því og það komið að gagni, en til að mynda samtök og fjelagsskap þarf eindreginn vilja og sterkan áhuga en þetta er það sem vantar; þörfin fyr- ir þessari atvinnugrein þarf algjört og almennt að vakna, menn verða að sam- eina krapta sina, hugsa og ræða mál- ið og svo að sýna dugnað og framtaks- semi í verkinu þó lítið sje með fyrsta, og þá fyrst þegar menn hafa sýnt góða viðleitni, dugnað og framtakssemi í fyrirtækinu geta menn vonast eptir, að landssjóður styrki að því á einhvern hátt, og enda að menn hafi þá fulla heimting á þvi eptir því sem nú tíðk- ast þegar menn sjálfir hafa lagt nokk- uð í sölurnar. Hvergi er meiri þörf á, að þilskipa- útvegur sje rekinn, en sunnanlands; hvergi er heldur betur lagað til að stofna reglulegt fiskiveiðafjelag, hvergi á land- inu eru jafn þjettbyggð sjópláss eins og umhverfis Faxaflóa og þar er fjöldi fólks sem eingöngu lifir af sjávarútveg, en hefir þó sárfá þilskip, og sum af þessum fáu skipum lítt brúkleg þó þil- skip eigi að heita, bátaútvegurinn má því heita aðal-lífsbjörgin; en bregðist hann eða að aflaleysisár komi, þá standa menn ráðþrota og bjargarlausir og hafa engin önnur úrræði en að leita sjer hjálp- ar og atvinnu til annara landsfjórðunga í staðinn fyrir, að ef menn hefðu þil- skip, gætu menn borið sig um á þeim þangað sem aflinn er, því ætíð er þó einhversstaðar góður afli við strend- ur landsins og sem öllum stendur jafn- opið fyrir að ná til ef menn vilja, en sem ekki næst nema á þilskipum ; þetta er það sem menn ættu að athuga; þessi ár geta allt af fyrir komið og ekki langt á að minnast að aflaleysisár komu við Faxaflóa og þar af leiðandi vand- ræði. Og þegar þessi ár koma eru þilskip einmitt lífsnauðsyn. það vilja margir segja, að þilskipa útvegur eða þilskipa eign sje ekki eins arðsöm eins og að stunda vel sjó á opnum bátum, þar að auk sjeu þau svo dýr, að engin ráð sjeu til að eign- ast þau, á þau vanti góða og æfða sjó- menn o. s. frv., en jeg vil benda mönn- um á, að þetta er ekki þannig; ef skyn- samleg og rjett aðferð er brúkuð, þá er þilskipaútvegurinn mikið vissari og meir arðberandi en bátaútvegur, þann tíma sem þau eru brúkuð; þetta sanna bezt skýrslur þær, sem komið hafa f blöðunum um afla bæði útlendra og innlendra skipa hjer við land, svo sem skýrsla um aflaupphæð skipa hins ey- firska ábyrgðarfjelags fyrir árið i88i, sem ganga til hákalla, sjá „Fróða“ nr- 55 r5- °kt. 1882; enn fremur mjög greinileg og ljóslega samin skýrsla eptir herra Egilson í Hafnarfirði sem kom út i danska blaðinu National Tidende 13. apríl 1882 nr. 2134 og er þessi skýrsla sú vissasta og bezta að því leyti að hún er framlögð reiknings- lega og eptir eigin reynslu fyrir skipi sem stundaði fiskiveiðar hjer við land og þó að eins um mjög stuttan tíma af sumrinu. Margar fleiri skýrslur um þetta efni hafa birzt hjer í blöðunum og sanna og sýna þær allar, að þil- skipaútvegurinn er sá vissasti og arð- mesti. þ>að er engan veginn hjer með sagt, að menn skuli kasta frá sjer allri bátaútgjörð fyrir þilskipin, þvert á móti haust- og vetrarvertfðir eru sjálfsagðar á opnum bátum, þá er ekki um að tala að brúka þilskip; það er um vor og sumartímann að þau eru lffs nauðsyn, þá er hinn ótölulegi grúi af útlendum fiskiskipum hjer við land og hlaða rjett varnargarð fyrir alla fiskigengd á grunnmiðin. Báta-aflinn verður þvf þennan tfma opt svo lítill að mörgum og það í hinum þjettbyggðu sjópláss- um, sem eingöngu þurfa að lifa af sjó, þykir ekki til vinnandi, að stunda sjó- inn; eru svo að koma sjer f vinnu hjer og hvar og eyða þannig þessum hag- anlegasta tíma frá sjávarútveg sfnum fyrir hálfu minna kaup en þeir gætu haft úr sjónum, ef útbúnaður væri til að nota hann rjettilega; aptur aðrir, sem stunda sjó þennan tíma fá máske nokkurn afla að tölunni, en þó mikið minni og smærri fisk en þann, sem dregst á þilskipin, og er það hörmu- legt, að sjá útlendar þjóðir tugum og hundruðum saman umgirða landið og draga margra milljóna króna virði rjett undir handarjaðri sínum; viðurkenna landið eitt hið fiskisælasta í heimi, en reyna ekki sjálfir að standa þeim hið minnsta á sporði. Jeg þykist hjer að framan hafa bent á nauðsyn þilskipa og leitt nokkur rök að því, að þau eru arðsöm og góð eign undir góðri stjórn. J>að er auð- vitað, að oss vantar peninga til að

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.