Ísafold - 03.03.1883, Blaðsíða 4

Ísafold - 03.03.1883, Blaðsíða 4
20 og sig að erfingja hans. Líta fíestir svoá, sem landið sje þar með orðið regluleg eign Frakka. ítölum líkar það afarilla, en fá engar undirtektir hjá hinum stór- veldunum. Bretar ætlast til að það sje þokkabót fyrir að Frakkar eru bolaðir frá Egiptalandi. Herra prentari Sigmundur Guðmunds- son hefir sett talsvert gleiða grein í 4. tölubl. ísafoldar þ. á., þar sem hann ber sig upp undan því, að jeg hafi átt að kenna honum um óskilsemi viðvíkj- andi útsendingu ísafoldar blaðs, og kveðst hann vilja hrinda slikum óhróðri af sjer. Jeg kannast ekki við, að jegnokkru sinni hafi farið með óhróður um vel- nefndan prentara, en þar á móti hefi jeg sagt nokkrum bæjarmönnum, sem kvartað hafa um vanskil á blaðinu, að útsending þess í bæinn ætti sjer stað trá prentsmiðju ísafoldar en ekki mjer. J>etta veit jeg ekki betur en hafi ver- ið satt og rjett, því þegar jeg tók að mjer útsendingu blaðsins 1878, þá var það áskilið, að jeg ekki þyrfti að skipta mjer af útsendingunni 1 bæinn; enda vita líka flestir bæjarbúar, að blaðið hefir verið sent út um bæinn frá prent- smiðjunni en ekki frá mjer í nú á fimmta ár, síðan jeg tók við útsendingunni. Mjer hefir ekki komið til hugar, að prentarinn, af dugnaði og dánumennsku hafi ótilkvaddur tekið þetta að sjer fram yfir það, sem skyldan bauð honum. Utsending blaðsins til allra utanbæjar- manna heyrir þar á móti mjer til, en ekki prentaranum eða prentsmiðjunni, og það hefi jeg allt af við kannast. Reykjavík, 14. febr. 1883. Páll Jóhannesson. VEÐURÁTTUFV í JANÚARMÁN. í Reykjavík. J>ótt veðurátta í þessum mánuði hafi heldur mátt heita óstöðug hefir hún þó verið venju fremur hlý mestallan mán- uðinn, þótt nokkur snjór hafi fallið við og við hefir hann brátt tekið upp aptur. 1. og 2. norðanátt; 3. bjart veður og logn fyrri part dags, síðan hvass á aust- an; 4. hvass á landsunnan, rigning; 5. hægur á landnorðan með ofanhríð um morguninn ; 6. landsunnan, gekk til út- suðurs með hryðjum ; 7. hægur á úts.; 8.—11. hægur á landsunnan; 12. aust- an, bjartur; síðan á lands, með rign- ingu; 13. hægur á lands. með regni; 14. hvassálands. 15. logn, austankaldi; 16. logn, bjart veður; 17, norðankaldi, ofanhríð um kveldið ; 18. útsunnan með hryðjum ; 19. landnorðan, snjóaði allan fyrri part dags; 20. logn, að kveldi hvass á lands.; 21. hvass á lands. með mikilli rigningu; 22. hægur á lands.; 23. hvass á lands. með mikilli rigningu; gekk allt í einu til útsuðurs um kveldið með slettingsbyl; 24. hægur á úts. með snjókomu ; 25. hægur á útsunnan með jeljum ; um kveldið moldöskubylur og rokhvass á úts.; 26. útsunnan með jeljagangi. 27., 28. logn, bjart veður; 29. norðangola; 30. hægur á landnorð- an; 31. hvass á norðan með skafrenn- ingi. Aðfaranótt hins 6. heyrðust þrumur og kl. 5^/2 um morgun varð vart við jarðskjálpta (1 kippur). Hitamælir hæstur (um hád.) 21. -j- 6°R- ----lægstur (--------) 31. -r- 70 - Meðaltal um hádegi...........o°. 3 - ----á nóttu...............-4- i,4° - Mestur kuldi á nóttu (að.f.n. h. 3 29......................—t— io°- Loptþyngdamælir hæztur 9. . . . 29,90 --------lægstur 2.17. . . .28,30 Að meðaltali.....................28,75 Rvík 72-83. J. Jónassen. Auglýsingar. þAKKAEÁVAEP. Mér íinnst brýn skylda hvetja mig til að láta opinberlega í ljósi mitt innilegt hjart- ans þakklæti, til allra þeirra göfuglyndu meðbræðra minna og systra, sem öðrum fremur létu kærleikans og mannelskunnar tilfinningar hvetja sig til að rjetta mjer nauðstöddum hjálparhönd á næstliðnu sumri, þegar guði þóknaðist að burtkalla mína ástríku og elskulegu eiginkonu, frá 6 kornungum börnum, svo jeg stóð uppi ein- mana og ráðalaus; byrjuðu þá heiðurshjón- in Bjarni Halldórsson og Anna Halldórs- dóttir í Hnífsdal, og buðu mjer að taka ýngsta barn mitt og í sama máta heiðurs- hjónin Benjamín Jónsson og Sigríður Jóns- dóttir á Svarthamri, einnig Halldór Sölfa- son og Margrjet Elíasdóttir á fremri Hnífs- dal; öll þessi heiðurshjón hafa enn þá ekk- ert viljað með börnunumþiggja, þó jeg hefði rejmt að láta eitthvað af hendi rakna; enn fremur skutu eptirritaðir heiðursmenn sam- an rúmum 40 kr. í peningum, sem þeir gáfu mjer til að hagræða einhverju fyrir mjer, voru þeir þessir: Guðmundur Sveinsson, Vilhjálmur Páls- son, Sigurður Sveinsson, Sigurður þorvarðs- son, Jónas þorvarðarson, Eósi þorvarðarson, Guðmundur Th. Arnason, Jón Guðnason, allir í Hnífsdal; öllu þessu heiðursfólki, votta jeg mitt innilegt hjartans þakklæti, og bið góðan guð að endurgjalda þeim af ríkdómi sinnar náðar, og lofa þeim á síðan að heyra af frelsarans munni til sín töluð þessi hugg- unarfullu orð; það sem þú gjörðir einum af þessum mínum minnstu bræðrum það gjörð- ir þú mjer. Svarfhóli 2. janúar 1883. Auðun Hermannsson. Uppboðsaug'lýsmg um leigusölu á Lundey, Samkvæmt fyrirmælum landshöfðingj- ans yfir Islandi, verður opinbert uppboðs- þing haldið á skrifstofu undirskrifaðs í Hafnarfirði þriðjudaginn 13. marzm. næst- komandi kl. 12 á hádegi, og verður þá þjóð- eignin Lundey í Kjalarnesshreppi boðin upp til leigu gegn árlegu eptirgjaldi, um 5 eða 10 ár, að telja frá næstkomandi fardögum, eptir því sem nákvæmar verður ákveðið í uppboðsskilmálunum, og að því áskildu, að ráðgjafinn fyrir Island samþykki hæsta boð. Skrifstofa Kjósar- og Gullbringusýslu, 19. febr. 1883. Kristán Jonsson. Jafnaðarreikningur sparisjóðsins í Álptaneshreppi. 1. Desember 1883. Activa. 1882 desbr. 1. Lán útistandandi Kr. 6393.00 a. » Skrifstofugjalds conto ........... — 53.13 a. » I peningum ....... — 1942.31 a. » mismunur á ó- greiddum og óinn- unnum, fyrirfram greiddum vöxtum — 10.52 a. Kr. 8,398.96. Passiva. 1882 desbr. 1. Innieign 78 með- lima ........... Kr. 7933.48 a. » Varasjóður ...... — 465.48 a. Kr)~8)39K9Áa( I stjórn sparisjóðsins í Alptaneshreppi 1. desbr. 1882. Arni Hildibrandsson. C. Zimsen p Egilsson. pt. formaðurpt. gjaldkeri. Framanskrifaðan reikning höfum við athugað og getum ekkert að honum fundið; jafnframt vottum við að sjóðnum hefir verið stjórnað samkvæmt settum reglum. d. u. s. Jón Bjarnason. pórður Jónsson. Inn og útborgun fer fyrst um sinn fram á hverjum laugardegi kl. 12 til 1 á skrif- stofu verzlunarstjóra C. Zimsens í Hafn- arfirði. Almenn kirkjusaga frá upphafi kristn- innar ’ Ail vorra tíma. Höfundur: Helgi Hálfdánarson. 1. hepti. Verð: 1 kr. 50 a. Eæst hjá póstmeistara Ó. Finsen oghjáhöf- undinum. Seldur hvítur sauður 1 vetra með mark sýlt bita framan hægra gagnhangfjaðrað vinstra; andvirðis að frá dregnum kostnaði má eigandi vitja fyrir næstu fardaga til hreppstjórans í þingvallahreppi. Hrauntúni 30. desember 1882. Jónas Halldórsson. Fjármark Ásmundar Eyríkssonar á Skógarkoti: sýlt gagnfjaðrað hægra sýlt vinstra. Umburðarbrjef og kort yfir Bauðárdalinn (á íslenzku og dönsku) verða send og borgað undir með póstum til Islands hverjum, sem sendir utanáskript til sín eða vina sinna til A. E. Johnson, Com. of Emgr., St. P., M. & M. E. E. St. Paul. Minn. America. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Ritstjóri: Eiríkur Briem. Prentuð í ísafoldar prentsmiðju.-Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.