Ísafold - 21.03.1883, Page 1
Árgangurinn, 32blöð, kostar
3 kr. innanlands, en í Danm.,
Svíþjóð og Norvegi um 3 */s
kr., í öðrum löndum 4 kr.
Borgist í júlím. innanlands,
erlendis fyrir fram.
ISAFOLD.
Auglýsingar kosta þetta
hver lína : aur#
innlmd.
(meo smaletn...... o
Ímeð meginletri ...15
með smáletri......12
Pöntun er bindandi fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða
......M.....<ÆÍ1
fyrirvara. 3
X 7.
Reykjavík, miðvikudaginn 21. marzmán.
18 8 3.
Utlendar frjettir.
Khöfn I. marz 1883.
Napóleon keisarafrændi, sem svo er
kallaður, bróðurson Napóleons mikla,
fann upp á því skömmu eptir að búið
var að koma Grambetta í jörðina, að
hann samdi ávarpsskjal mikið til lýðs-
ins og taldi þar fram margfalda bresti
á stjórnarfari landsins, sem fært hefði
það þegar á heljarþröm, og væri þjóð-
inni nú það eitt bjargráð, að leita þar
forustu sem hann væri- Hann ljet festa
þennan boðskap upp á götuhornum í
París 16. janúar, en var sama dag tek-
inn og settur í varðhald fyrir tiltækið.
Síðan var borið fram á þingi frumvarp
um að gera landræka alla ættmenn
þeirra, er verið hefði kóngar eða keis-
arar á Frakklandi. pað ýtti undir mál-
ið, að um sama leyti kom upp kvittur
um að önnur höfðingjaefni einvalds-
manna byggi yfir fjörráðum við stjórn
landsins, þjóðvaldsstjórnina. Fulltrúa-
deildin fylgdi málinu fast fram, en í
öldungadeildinni var frumvarpinu hrund-
ið að lokum með nokkrum atkvæða-
mun, eptir margfaldan hrakning. í
þeim sviptingum fjellu þeir Duclerc,
stjórnarforsetinn, og sessunautar hans,
en við tók eptir langa mæðu Jules
Ferry, sá er fyrir stjórn stóð á undan
Gambetta 1881 og var kennslumála-
stjórnarherra í nokkur ár. Hann kaus
í ráðaneyti með sjer meðal annara 5
eða 6 af þeim sem verið höfðu í ráða-
neyti með Gambettu. Hin nýja stjórn
tók við 21. f. m. Hún neytti síðan
einhverra eldri laga til að taka her-
völd af konungsættingjum, þeim er þau
höfðu, svo sem hertoganum af Aumale
og bróðursonum hans tveimur. par
við lætur hún lenda. En máli Napó-
leons lauk svo, að honum var sleppt
úr varðhaldi eptir 3 vikur, dómlaust,
og fer hann úr landi. Margir höfðu
tiltæki hans að skopi og engum mun
raunar hafa staðið geigur af því, en
vorkunn, þótt þingi og stjórn þætti
slíkt óþarft gaman og vildi leiða mönn-
um þess konar.
Dáinn á Frakklandi 23. jan. Gustave
Doré, mjög frægur snillingur í pentlist.
Nú eru uppvísir orðnir fyrir skömmu
morðingjar Cavendish lávarðar og
Burkes landritara á írlandi. Einhverjir
af forkólfum Fenía höfðu stofnað í
fyrra vetur morðfjelag til þess að ráða
af dögum ýmsa helztu enska embættis-
menn á írlandi, hvern að öðrum. For-
ster, sá er var stjórnarherra fyrir ír-
landi í fyrra þangað til Cavendish tók
við, fám dögum áður en hann var myrt-
ur, var þar efstur á blaði. Honum var
veitt fyrirsát fjórum sinnum í fyrra vet-
ur á strætum í Dýflinni, en einhver til-
viljun varð honum til lifs 1 hvert skipti
Cavendish var ekki bani ætlaður, held-
ur að eins Burke, og galt hann þess,
að þeir leiddust, þegar morðingjana
bar að, enda bjóst hann og til að verja
fjelaga sinn. Fjelagsmenn skiptu hundr-
uðum, og áttu 50 þeirra heima í Dýfl-
inni. Um tuttugu af þessum 50 tókst
lögreglumönnum að uppgötva í vetur
og af þeim hafa þessar sögur verið
hafðar. Mál þeirra er nú í dómi.
ping var sett í Lundúnum 15. f. m„
að fjarstöddum Gladstone. Hefir hann
dvafið um hríð suður við Miðjarðarhaf,
í Cannes á Frakklandi, sjer til heilsubót-
ar. Er nú á heimleið aptur.
pýzkt vesturfaraskip frá Hamborg,
Cimbria, og enskt kolaskip frá Hull,
Sultan, hvorttveggja gufuskip geysi-
mikil, rákust á í þoku og náttmyrkri
iq. janúar fyrir Hollandsströndum og
löskuðust bæði stórum, Cimbria svo,
að hún sökk þegar, með 490 manns.
par af varð að eins 56 bjargað, eptir
mestu harmkvæli.
í Berditschoff á Rússlandi brann inni
300 manns í leikhúsi 13. y .úar.
Rússakeisari hefir nú boðað krýn-
ingu sína og drottningar sinnar í Moskva
í maímánuði í vor.
Richard Wagner, sönglagaskáldið
mikla, andaðist 13. f. m. í Feneyjum,
sjötugur að aldri.
Enn fremur dáinn 21. janúar Karl
Prússaprinz, bróðir Vilhjálms keisara,
rúmlega áttræður.
Raaslöff hershöfðingi, fyrrum her-
málaráðherra Dana, andaðist í París
14. f. m. Sömuleiðis dáinn hjer 2. s.
m. Georg Christensen rustmester, og
2Q. janúar kommandeur Tuxen, fyrrum
landsþingismaður, yfirforingi á Fyllu um
187°-
Fjarskalegir vatnavextir í vetur i
Ohio og öðrum stórám í Norður-Ame-
ríku. Fjártjón um 20 milj. kr. eða
meir, og manntjón nokkuð.
Smápistlar frá Kaupmannahöfn.
1.
Hallærisnefndin íslenzka hjer í Höfn
auglýsir 26. f. m. að samskotin hjá
henni sjeu orðin 299,588 kr. 24 a.
Cand. jur. Jón Jénsson er settur
landshöfðingjaritari í stað Jóns heitins
ritara Jónssonar, og fer hann nú heim
með póstskipinu.
Endurnýjun verzlunarsamningsins við
Spán er ekki komin í kring enn, og
mjög litlar líkur að það lánist, því
Spánverjar heimta margfalt meiri nið-
urfærslu á víntolli hjer sjer í hag held-
ur en fiskitollmuninum nemur. Sú er
bót í máli, að stjórn Svía og Norð-
manna stendur líkt að vígi eða ekki
betur, en því að eins að þeir fái betri
kjör en danskir þegnar bíðum vjer ís-
lendingar halla af tollhækkuninni1.
Trolle premierlautinant ætlar af stað
í miðjum þ. m. til fiskiveiða við ísland
frá Stafangri á galías sínum „Alma“
og með honum 3 nýjar fiskiskútur frá
Adolphs Enke o. fl. hjer í Höfn, er
heita „Dyrefjord“, Isefjord“ og Patriks-
fjord“.
Dimmalætting, blað Færeying. segir
að 22 þilskip þaðan úr eyjunum hafa
stundað fiskiveiðar við íslandið árið sem
leið, flest með 2—4 sexmannaför. Á-
höfn samtals 500 manns og aflinn alls
20,000 tíufjórðungavættir af fiski, á 12
vikna tíma að jöfnu.
Einhver hreyfing er enn á málþráð-
armálinu íslenzka, þó ekki sje hægt
að segja enn með vissu hvað úr verður.
Reykvíkingar eiga von á frægum og
göfugum gesti í sumar, Nordenskiöld
prófessor, á leið til Grænlands að leita
þar uppi Austurbyggð hina fornu og
gera ýmsar rannsóknir aðrar þar í landi.
Hann er þeirrar trúar, að Austurbyggð
hafi verið austan á Grænlandi, en ekki
suðvestan, sem Graah hinn danski full-
yrti (1829—30) og síðan hver maður
eptir honum. Kostnaðarmaður ferðar-
innar er Oscar Dickson í Gautaborg,
sem fyrri.
B. W. Sass stórkaupmaður, eigandi
einnar verzlunar á ísafirði, andaðist hjer
15. f. m., rúmlega sextugur.
Jón Stefánssson kaupmaður frá
Reykjavík fannst drukknaður hjer í
1) petta getur þó verið skoðuuarmál. Ritstj.