Ísafold - 21.03.1883, Qupperneq 4
28
Frjettir innlendar
hafa nú með póstskipinu borist víðs
vegar að; úr Múlasýslum og sveitum
þeim er þar liggja næst, ná þær fram
undir lok janúarmánaðar, en úr mest-
um hluta landsins að öðru leyti fram-
undir lok febrúarmánaðar eða lengur.
Tíðarfarið hefur yfir höfuð verið
gott, snjó þann er vjer gátum um í 3.
blaði ísafoldar, að gjört hefði í Múla-
sýslum fyrir jólaföstukomuna, tók upp
í hlákum þeim, er gjörðu eptir þrett-
ándann, en fremur var þó veðurátt þar
rosamikil og umhleypingasöm fram
eptir mánuðinum; að eins á ofanverð-
um Jökuldal var enn jarðlítið í fyrstu
viku þorra. í Strandasýslu var svo
mikill snjór kominn fyrir nýjárið, að
þar var viðast jarðskarpt svo lengi sem
til hefur spurst; líkt má segja um þær
sveitir í þingeyjarsýslu sem liggja til
fjalla. Hvervetna annarstaðar hefur
tiðarfarið yfir höfuð verið gott og sum-
staðar í besta lagi; það var að eins 1
útsynningunum fyrstu vikuna af Góu
að víða setti niður allmikinn snjó, en
hann leysti þó að mestu leyti fljótt apt-
ur; greindur bóndi hjer á suðurlandi
hefur sagt oss að hann muni eigi eptir
jafnhagstæðri veðurátt siðan veturinn
1855—56, og til dæmis um tíðarfarið 1
Húnavatnssýslu, getum vjer þess að
Björn bóndi Eysteinsson í Forsæludal
í Vatnsdal ljet lömb sín liggja úti fram
undir miðja góu; þóttu þau þá enn í
allgóðu standi, og höfðu komið á þau
hornahlaup nokkur eptir nýárið, en að
hann fór að hýsa þau var vegna dýr-
bítis; „þetta mundu hafa þótt tíðindi",
bætir sá við er oss ritar þetta, „hefði
það frjest vestan úr Rauðárdal í Ame-
ríkm*. J>að sem af er þessum mánuði
má heita að hjer hafi verið sífelld blíð-
viður, logn og sólbráð á daginn og
væg frost á næturnar; vonandi er að
það hafi og náð yfir allt land.
Skepnuhöld hafa hvervetna verið
sem frjest hefur mjög góð fram að
þessum tíma, og hvergi höfum vjer
heyrt getið um mikla bráðapest eða
neina aðra kvilla; vjer gátum þess í
haust, að gras mundi hafa verið krapt-
mikið í fyrra sumar eins og vant er að
vera þegar gróður kemur svo seint, að
hann fær engan hnekki; þetta hefur
og sýnt sig á því hvað beitin hefur
verið góð fyrir skepnurnar, enda hef-
ur jafnan í vetur verið frostalítið og
rosar eigi tíðir. Hross voru því víða
fram yfir miðjan vetur í haustholdum,
og sauðfje hefur víðast hvar tekið upp
lítil hey. Aptur á móti hafa gagns-
munir af kúm verið víða mjög litlir,
sakir þess að töðurnar voru svo víða
stórskemdar, en ýmsir hafa þó nokkuð
getað úr því bætt með korngjöf. £>eg-
ar litið er á hvað lítil hey hafa eyðst í
flestum hjeruðum landsins í vetur, þá
er líklegt, að hjeðan af fari eigi svo,
að menn lendi í heyskorti í þeim í vor,
og í þeim sveitum þar sem tíðarfarið
hefur harðara verið, eru menn mörg-
um öðrum sveitum fremur fyrirhyggju-
samir með ásetningu; það er því von-
andi, að menn eigi þurfi hið nýbyrjaða
vor að kvíða fyrir felli á skepnum.
f>ess væri óskandi, að vorið 1882 yrði
mönnum framvegis svo minnisstætt, að
þeir höguðu ásetningu sinni eptir því,
sem menn hefðu haft dugnað, hagsýni
og ástæður til að afla mikils fóðursins.
Bjargarskort manna á meðal er
mikið talað um í Vestur-Skaptafells-
sýslu og sumstaðar í Rangárvallasýslu1;
mun því einkum valda það, að kúa-
mjólkin hefir orðið miklu minni en
menn hafa gjört ráð fyrir. Eptir að
bjargarskorturinn í Skaptafellssýslu frétt-
ist hingað, sendi hinn setti landshöfð-
ingi hraðboða austur til að láta menn
þar vita, að hann veitti hverjum hreppi
í Vestur-Skaptafellssýslu 1250 kr. af
gjafapeningum þeim, er hann hafði til
umráða og Austur-Skaptafellssýslu 1300
kr., er menn skyldu verja til bjargræð-
iskaupa hvar og hvernig, sem menn
bezt gætu fengið það. Útvegsbændur
á Vatnsleysuströnd hafa og ótilkvaddir
boðið skiprúm fyrir 150 manns að aust-
an, þó þeir kæmu allslausir. Gufuskip
það með gjafakom, er getið var um í
siðasta blaði, átti að leggja 1200 hálf-
sekki af rúgi upp á Borðeyri, þar af
1000 handa Húnavatnssýslu, en 200
handa Strandasýslu og enn fremur 600
hálfsekki handa henni á Reykjarfirði;
600 hálfsekki á Olafsvík handa Snæ-
fellsnessýslu og 1200 hálfsekki á Stykk-
ishólmi, þar af 200 handa Snæfellsnes-
sýslu, 800 handa Dalasýslu og 200 handa
Barðastrandarsýslu.
Fiskiafli var í janúarmánuði kominn
töluverður á Austfjörðum; á Eyrarbakka
var fyrir nokkru kominn bezti þorsk-
afli; hjer á Innnesjum við Faxaflóa hefir
nú um tíma mátt heita bezti afli á færi
(og gæftirnar eptir því), en minni suð-
urfrá og í net hefur ekkert aflast, enn sem
komið er. Undir Jökli hefir lítill afli
verið, svo til hafi spurst, en við ísa-
fjarðardjúp var farið að aflast fyrir
skömmu allvel; hákarlsafli á Ströndum
var enn enginn orðinn.
1) f>að er merkilegt, ef hreppsnefndir og sýslu-
nefndir láta eigi slíkt mál til sín taka fyrri en í
það óefni er komið. að tvísýnt er, að full bót verði
á því ráðin; en eins og það er lagaskylda þeirra,
er í slíkum nefndum sitja, að gjöra hvað þeir geta
til að forða vandræðum, svo er það og siðferðisleg
skylda hvers manns, sem hefir færi á að sjá vand-
ræðin fyrir höndum, að gjöra eitthvað til þess að
minnsta kosti að vekja athygli annara á því. Af
þess konar vesalingum, sem kúgaðir eru af eymd
og volæði, er varla einusinni þess að vænta, að þeir
beri sig í tæka tíð upp um bágindi sín, enn að
þeir sem guð hefir gefið meira vit og lánað meira
af lífsins gæðum skuli láta slíkt afskiptalaust, þang-
að til tveir þriðjungar sveitarinnar eða meir eru
orðnir bjargarlausir á miðjum vetri, það væri hryggi-
legur vottur um hugsunarleysi þeirra um velferð
þess fjelags, er þeir lifa í.^
Vesturheimsferðum er sagt að all-
margfr menn hafi hug á á sumri kom-
anda, einkum norðanlands; þar á með-
al nokkuð á 2. hundrað manns í Skaga-
firði, en minna í hinum öðrum hjer-
uðum.
Skiptapi varð 10. þ. m. á Eyrarbakka;
fórust þar í lendingu 5 menn en öðrum
varð bjargað; formaðurinn hjet Sigurð-
ur Gamalíelsson.
Húsbruni varð 20. f. m. í Nesi í Höfða-
hverfi; brann nýtt timburhús, er alþing-
ismaður Einar Ásmundsson átti.
Með mönnum nýkomnum að vestan og norðan
hefir frjest að farið var að aflast fyrir skemmstu
allvel undir Jökli, og að gjafakornsskipið Neptun
var kominn til Borðeyrar; það hafði orðið vart við
hafís nokkurn fram undan Hornströndum; fyrir
vestan og norðan sama veðurblíða að undanförnu
sem hjer.
Auglýsingar.
Allir þeir, sem hafa bækur frá
mjer til sölu, eru hjer með beðnir að
greiða andvirði þeirra til herra prent-
ara Sigurðar Kristjánssonar í Reykja-
vík, og enn fremur að senda honum á
sínum tíma það, er þeir eigi geta selt.
Rvík 20. marz 1883.
Sigm. Guðmundsson.
— Hjer með gefst öllum þeim, sem
eiga hatta hjá mjer—og framvegis vilja
hafa viðskipti við mig—til vitundar, að
í fjærveru minni erlendis hefi jeg falið
alla hatta afgreiðslu herra Hannesi
Skarphjeðinssyni, sem hjá mjer hefir
lært, að endurbæta allskonar flókahatta,
og mun hann taka hatta til endurbóta
og leysa það starf fljótt og vel af
hendi.
Frá 25. marz þ. á. verður verksmiðja
mín í húsi herra Rafns Sigurðsonar
hjer í bænum.
f>eir sem eiga hatta hjá mjer, eru
beðnir að vitja þeirra fyrir júnímánað-
arlok.
Allir þeir, sem enn eiga mjer ó-
greiddar skuldir, bið jeg vinsamlegast
að borgi þær hið allra fyrsta til herra
bæjargjaldkera Kr. O. þorgrímssonar.
Virðingarfyllst.
Jóel Sigurðsson.
Til þess að fyrirbyggja allan grun
og missagnir um hvarf á peningum
peim, sem jeg var Kræddur um að jeg
hefði misst á heimili mínu fyrir stuttu
síðan, pá Ijsi jeg þvi hjer með yfir, að
jeg er nú orðinn pess fúllviss, að slíkt
hefnr ekki átt sjer stað.
Reykjavík 21. marz 1883.
Björn Simonarson.
Fáein exemplör af ritinu
Ástandið og umsjónin i latínuskólanum
eptir Jón þorkelsson (stúdent)
eru til sölu hjá undirskrifuðum
fyrir 20 aura hvert.
Rvík 20. marz 1883.
Sigurður Kristjánsson.
Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil.
Ritstjóri: Eiríkur Briem.
Prentuð í ísafoldar prentsmiðju.