Ísafold - 23.04.1883, Blaðsíða 1
Argangurinn, 32 blöð, kostar
3 kr. innanlands, en í Danm.,
Svíþjóð og Norvegi um 3 >/2
kr., í öðrnm löndum 4 kr.
Borgistí júlim. innanlands,
erlendis fyrir fram.
ISAFOLD.
Auglýsin'gar kosta þetta
hver| lina : aur.
{með meginletri ... 10
með smáletri.... 8
p (með meginletri ... 15
1 '\með smáletri...12
\Ir
/<8U\ii.iiil.iiiiiiiiiiniiii i,i|. 1 .n.i .............................................................................................. n.ni >11 lii L. l.i i m .NmimiiiiiiLi.iiiliiiiiiimmlllliLl.ullniiiliiiiiiiiiniiilíun'tABt,
:|£ Pöntun er bindandi fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara.
Reykjavík, mánudaginn 23. aprílmán.
1883.
X 8.
Um lirossafækkun
(eptir Guðmund Magnússon, bónda í Helliskoti).
Vorið 1882 heíir víst gjört mönnum
áþreifanlegt hver nauðsyn það er að
eiga nægilegt fóður fyrir fjenað sinn,
en náttúrlegar orsakir til fellisins voru
fleiri en heyleysi, því í viðlíka hörðum
vetri höfðu skepnur t. d. hross opt get-
að lifað gjafarlaust að undanförnu, en
nú var öðru máli að gegna en verið
hafði, grasbrestur var mikill sumarið
áður og þess vegna voru hagmýrar og
beitilönd svonauðbitin af ofmörgum fjen-
aði einkum hrossum, að ekki var af-
gangur af, að skepnur hefðu haga áð-
ur en vetur lagðist að. Á hverju áttu
þær svo að lifa veturinn yfir?
J>að er alkunnugt að víða hefir úti-
gangshrossum ekkert fóður verið ætl-
að, heldur hafa þau verið látin lifa á
jörðinni ef þau gátu það, og falla eins
grasið ef þau gátu ekki bjargað sjer
sjálf. Og með þessu eru kvistmýrar
og hin beztu beitarlönd að miklu leyti
eyðilögð, því hrossin, meðan þau eru
í holdum, bíta hrís og lyng og rífa upp
grasrótina þegar hungrið þrengir að'
þeim, hrossaverzlunin er orsök til að
menn fóru að keppast við að fjölga
hrossum hver sem betur gat. J>etta
var þá hin mesta ábata von þegar ekki
þurfti að ætla þeim neitt fóður, en þau
gátu alizt upp fyrirhafnarlaust á jörð-
unni, en svo fór að verða ofsett á haga,
og beitarlönd óðum að ganga af sjer
einkum fyrir hinn takmarkalausa hrossa-
fjölda. Málnytupeningur gjörði ekki
helmings gagn við það sem áður var,
og skurðarfje mjög rýrt. Nú var ekki
mögulegt að hross gæti gengið úti eins
og áður hafði verið, þó voru þau haust-
ið 1881 sett á (guðs náð og gaddinn)
eins og vant var, en svo fóru þau að
horfalla strax um jól, og þeir sem nokk-
urheyráð höfðu voru nú að gefa þeim
hey það, sem alls ekki mátti missast
frá öðrum skepnum, og mörg af þess-
um hrossum voru öldungis óþörf til að
viðhalda búnaði á jörðunum, og urðu
þau þannig, þó undantekningar kunni
að vera frá því, víða orsök í hinum al-
menna felli næstliðið vor; menn kunna
nú að segja að sauðfje geti líka skemmt
haga, ef ofsett er á og er það satt, þó
jafnast það aldrei við hross í því. En
þegar þess er gætt, að verðið fyrir
hrossin undanfarin ár ekki hefir borg-
að það sem beinlinis kostaði að ala þau
upp, því sfður að það hafi borgað all-
an óbeinlínis skaða, sem leitt hefir af
því, að hafa of mörg hross í högum,
og allar þær þúsundir sem út hafa ver-
ið fluttar af hrossum og það sem fallið
hefir, máttivel missa sig, því nógu eru
hrossin mörg enn, ef velværimeð þau
farið, til að vera sem nauðsynleg vinnu-
dýr, þá er það hverjum manni auð-
sætt að það voru hrossin sem voru of-
mörg. þ>ví ef þau hefðu ekki verið fleiri
en nauðsynlegt var, geta menn varla
með rjettu álitið að sauðfje hafi verið
ofmargt, því sfður nautpeningur. J>að
getur ekki álitizt almennt gagn, öllu
heldur það gagnstæða, þó einstakir menn
hafi grætt á hrossaverzlun t. d. tómthús-
menn sem hvergi áttu land fyrir þau, en
ljetu þau alast upp í löndum annara eður
þeir sem áttu mikið fleiri hross en ábúðar-
jörð þeirra gat borið og sem því hlutu
að ganga upp á öðrum. Ef þessir menn
hefðu þurft að borga fullkominn haga-
toll og allan kostnað af þeim, mundu
þeir ekki hafa grætt á verzluninni. f>etta
kann nú að virðast í ótíma talað, því
hrossum sje nú svo fækkað að eklci sje
þörf að fækka þeim meira, en til þess
að ekki sæki i sama horfið með hrossa-
fjöldann er nauðsynlegt að finna eitthvað
sem fyrirbyggir það, og væri þá viss-
ast að takmarka hrossafjöldan með lög-
um. það virðist ekki torveldara að á-
kveða hæfilega mörg hross á hverri
jörð en að meta jarðir til dýrleika, hæfi-
leg takmörkun hrossafjöldans mundi
hafa margt gott í för með sjer, það er
einskonar heyásetning, því hross þurfa
mikið hey þegar þau eru komin á gjöf,
og þó þau þurfi ekki gott hey til að
geta lifað, þá má þó halda fullorðnu
fje, í það minsta sauðum, á því sama
heyi, en sje þeim ekki gefið þurfaþau
haga sem aðrar arðmeiri skepnur gæti
lifað á. Verði engar skorður reistar
við hrossafjölgun hjer eptir, má búast
við að einstakir menn muni fljótt fjölga
þeim aftur og veita þar með hir.n sama
yfirgang og áður bæði á afrjettum og
í heimahögum. Ef menn fengi ákveðna
tölu á hverri jörð af hrossum, ætti hver
hreppsnefnd að fá heimild til að leggja
gjald til sveitar á öll önnur hross, sem
mætti vera þeim mun hærra enhunda-
gjaldið sem hross eru meira verð. Við
fækkun hrossanna mundi mikið batna
meðferð á þeim, þá þyldu þau meiri
brúkun og þá yrði hægra að vanda
kynferðið, á þann hátt gætu hross num-
ið margfallt meira verði en nú á sjer
stað. þó mundi heppilegast að hrossa-
verzlunin rýmdi sæti fyrir fjárverzlun-
inni, sem þegar er byrjuð að mun við
Englendinga, og hlýtur það að vera hveij-
um mannni auðsætt hversu ábata meiri
sú verzlun er, þar sem nú þarf ekki
nema 2 sauði 3. vetra til að nema jöfnu
verði við 5 vetra gamallt eða fullorðið
hross, kindin borgar optast fóðrið með
ullinni nema fyrsta veturinn, en hvaða
afrakstur hafa menn af hrossunum þar
til þau eru komin til brúkunar ellegar
verða seld, og einmitt þess vegna er
sauðkindin vanhöldum undirorpin að
illa er farið með hana og borgar hún
þó engu síður en aðrar skepnur góða
meðferð, og það að menn vita og við-
urkenna að sauðfje er miklu arðsamari
eign en hross, ætti að vera næg hvöt
fyrir þá að fækka hrossum eins og þeir
frekast mega. Auðvitað er að allt af
verður að vera nokkuð af öðrum hross-
um en þeim sem eru nauðsynleg við
jarðarábúð eður til ferðalaga. Menn
vilja eiga hesta sjer til skemmtunar, líka
vilja sumir eiga hesta til að leigja þá
öðrum fyrir daglega borgun t. d. útlend-
um ferðamönnum. Líka ef einhver á
ágætt hestakyn, þá að ala það upp til
að selja, og gæti þeir hestar orðið eptir
sóttir, en allir slíkir ættu að gjalda fyrir
hesta sína og er ólíkt að leggja nokkurt
gjald á slík hross sem nú voru talin eð-
ur þau hross sem eru eins og önnur
nauðsynleg verkfæri við jarðarábúð
eður til aðflutninga.
Svar upp á fyrirspurn
í 6. bl. „lsafoldar“ þ. á.
Herra ritstjóri.
þjer hafið 14. þ. m. í blað yðar tek-
ið nafnlausa grein, þar sem kvartað er
undan þvf, að landlæknirinn hafi tekið
ofmikið, nfl. 1 kr., fyrir að gefa ráð og
skrifa recept.
þjer hafið, herra ritstjóri, skrifað at-
hugasemd fyrir aptan greinina, án þess
þó að svara spurningu þeirri, er höf-
undur greinarinnar leggur fyrir yður.
það er því ætlun mín, að þjer með því
að taka grein þessa í blaðið hafið ætl-
azt til, að jeg sjálfur kæmi með skýr-
ingar þær, er nauðsynlegar væru fyrir