Ísafold - 23.04.1883, Blaðsíða 2

Ísafold - 23.04.1883, Blaðsíða 2
30 málið. f>ess vegria læt jeg eigi hjá líða, að verða við hinni heiðruðu áskor- un yðar, er þjer þannig óbeinlínis send- ið mjer, þar sem jeg annars ekkert hefði skipt mjer af greininni. Eins og þjer, herra ritstjóri, vitið, er landlæknirinn á íslandi ekki með nein- um lögum skyldaður til að „praktisera“, hvorki fyrir borgun eða borgunarlaust. Eigi er honum heldur bannað að „prak- •tisera“, þó nokkur ástæða gæti verið til þess, þar sem hann hefir svo mikl- ar og margar embættisskyldur, að hann verður að leggja hart á sig til þess að fá dálftinn frítíma til að „praktisera11. Fyrir það að gegna þessum embættis- skyldum eru honum veitt launin; þau eru góð og sæmileg f alla staði, það er satt, en tæplega verða þau þó köll- uð ofhá, jafnvel eptir því, sem gjöra er hjer á landi, þegar litið er til þess, hve mikla þýðingu það hefir fyrir land- ið, að embættinu sje vel gegnt. f>að, sem jeg hef fengizt við „praxis“ hjer, hef jeg gjört sumpart af þvi, að mjer finnst mannúðin bjóða mjer það og sumpart af löngun til þess að þekkja með eigin augum heilbrigðisástandið hjer á landi. En af því að frítími minn, sem er af skornum skamti, varð á þann hátt alltof fullskipaður og marg- opt misbrúkaður, hef jeg neyðzt til að taka nokkra borgun fyrir lækningar mínar og það var álit mitt, að i kr fyrir ráðleggingu og recept væri ekki ofhá borgun, einkum er mjer bar að taka tillit til þess, að eigi skyldi svo út lita. semjeg vildi ná praxisfrá hinum læknun- um. Einnig hjelt jeg að borgun væri trygging fyrir þvf, að menn leituðu mín ekki að nausynjalausu, en að hinu ley t- inu lá það f augum uppi, að jeg gæti gefið þeim eptir borgunina, sem jeg vildi. Sfðan 7. janúar hafa 419 sjúklingar komið heim til mín, sumir hvað eptir annað, fengið hjá mjer ráð og recept o. s. frv. Fyrir það hef jeg fengið 270 kr. En til alls konar umbindinga hef jeg brúkað 86 kr. Jeg vona þannig, að menn sjái, að jeg hef tekið nokkuð tillit til fátæklinganna, sem þurftu að fá gefins læknishjálp. Jeg áleit ekki. að hinn ónafngreindi „fátæki sjúkling- ur“ þyrfti, eptir því sem á stóð, að fá gefins læknishjálp. Hafi jeg farið villt f þessu, er það mjög móti vilja mínum. |>essu svari vil jeg biðja yður, herra ritstjóri, að ljá rúm í númeri því, er næst kemur út af blaði yðar og skal jeg að eins bæta því við, að jeg f praxis minni hjer eptir mun fylgja al- veg sömu reglum sem að undanförnu. Reykjavík, 20. marz 1883. Virðingarfyllst. Schierbeck. (Aðsent). Um það hefir verið rætt og ritað, i að betur ætti við, að deild bókm.fjel. ‘ f Kaupmannáhöfn væri afnumin og lögð saman við Reykjavíkurdeildina og ein heild myndaðist úr báðum. þetta sýnist reyndar rjett og eðlilegt í sjálfu sjer, eptir þvf sem nú er tfmum komið, og þeir, er um það hafa ritað, hafa töluvert til síns máls, en einu hinu mesta atriði, að voru áliti, hefir verið sleppt, þá er um þetta hefir verið rætt og rit- að, það er geymslustaðnr handa safn- inu. þetta atriði er eigi svo lítilsvarð- andi, þá er að er gætt. Til hvers er að flytja safn deildarinnar í Höfn inn hingað saman við hitt og hafa engan óhultan og tryggan stað handa því? Nú sem stendur er hann eigi til, í al- þingishúsinu er eigi rúm fyrir það, og sjest það bezt á því, að skjalasöfn lands- ins gátu eigi fengið þar geymslustað, og varð því að láta þau í næsta ó- tryggan stað á lopti dómkirkjunnar. Eigi er heldur að fá rúm f bókhlöðu lærða skólans, og hvar á svo að geyma safnið ? Til þess liggur beint svar það, að byggja eldfast hús f fjarlægð við önnur handa safninu, væri það eigi ó- kljúfandi fyrir fjelagið, þar sem það á í skuldabrjefum 18000 krl. Til þess að skerða eigi um skör fram höfuðstól- inn mætti taka lán gegn tryggingu f húsinu. Safn beggja deildanna, þegar það er komið í eitt, er æði mikið, erþyrfti töluvert húsrúm. Leiga fyrir það mundi verða dýrari, en leigur af lán- inu, og ef ske kynni yrði safnið á sí- felldum hrakningi, fyrir utan það, að það, að fleygja safninu á ótryggan stað, er gæti glatað þvf á svipstundu, er al- veg ógjörningur og ábyrgðarhluti fyrir ókominn tfma, og þá hefði vel að ver- ið fyrir þá, er safnað hafa saman bók- um og handritum til fjelagsins, en til þess vonum vér að eigi komi og atr- iði þessi verði höfð f huga af fjelags- mönnum, áður en afgjört verður með sameining deildanna, og safninu verði eigi svo gott sem fleygt í eldinn (prí- vatmanna hús) eða í eitthvert fúið skúmaskot. Rnb. Df. * * * * * * * * * Að því er anertir handritasafn Bók- menntafjelagsins, þá virðist oss það vera þýðingarlítið fyrir það, að kosta upp á að geyma það, sem sjerstaka eign sína. Vjer ætlum því, að það gæti eigi annað betra við það gjört, en að gefa það Landsbóka- safninu ; með því væri trygging fengin fyrir því, að það yrði svo vel geyrnt, sem kostur er á, og jafnframt yrði þá sem greiðastur aðgangur að því að nota það. Bitstj. Ferðaáætlun landpóstanna. (Niðurlag). Burtfarardagur póstins frá aðal póst- stöðvum: Beykjavík, Isafirði, Akureyri, Seyð- I) Sjá síðustu skýrslu þess 1880 og8i bls. XIII. isfirði, Eskifirði, Prestsbakka og Stykkis- hðfani, er fast ákveðinn við þann dag, er nefndur er í ferðaáætluninni, snemma morg- uns, þannig að ekki sje lengurtekið viðbögg- ul- og peningasendingum, en til kl. 7 kveld- ið næst á undan. Við millistöðvarnar eru til teknir þeir dagar, er póstarnir mega ^eggÍa á stað þaðan í fyrsta lagi, og ber að afgreiða póstinn þann dag, eða svo fljótt sem unnt er, eptir hann. b. Hvorugur aðalpóstanna II. 2 nje III. 2 má fara frá Höfða f Vallahreppi, fyr en þeir eru báðir komnir til þessarar póstaf- greiðslu, og hvor um sig hefir tekið við þeim póstsendingum, er hinn hefir meðferðis. c. Aukapóstur skal fara frá afgreiðslu- staðnum daginn eptir komu aðalpóstsins þangað, og snúa aptur frá endastöðum auka- þóstleiðarinnar svo fljótt, að hann geti náð aptur til fráfarastöðva sinna áður en aðal- póstur kemur þangað í apturleið. jpó skal Jíingeyjarsýslu- og Mýrasýslu-póstur leggja á stað, ef unnt er, samdægurs sem aðalpóstur kemur á afgreiðslustaðinn, og skal afgreiða þá á undan aðalpósti. þessir eru aukapóstar: 1. Gullbringusýslu-póstur fer frá Reykja- vík daginn eptir komu aðalpóstanna, um Hafnarfjörð og Kálfatjörn til Keflavíkur, dvelur sólarhring þar, og snýr þá aptur til Beykjavíkur. 2. Stykkishólmspósturinn fer frá Stykk- ishólmi snemma morguns eptirnefnda daga, þannig að ekki er tekið við böggul- og pen- ingasendingum lengur en til kl. 7 kveldið næst á undan: 4. 5. 6. 7. 9. júní 17. júlí 20. ágúst 29. septbr. 8. 1. 2. 3. 10. nóvbr. 12. jan. 5. marz 23. aprfl og snýr hann aptur frá Arnarholti daginn eptir komu Beykjavíkurpóstsins þangað. Daginn eptir að póstur þessi er kominn frá Arnarholti að Eauðkollsstöðum, fer auka- póstur þaðan um Staðastað og Búðir út í Ólafsvík, og snýr eptir sólarhrings dvöl þar aptur að Bauðkollstöðum sömu leið. 3. Flateyjarpósturinnfer frá Stykkishólmi daginn eptir komu póstsins frá Beykjavík f 7. og 8. ferð 1883 og 1. og 2. ferð 1884, og snýr aptur til Stykkishólms eptir sólarhrings dvöl. 4. Dalasýslupóstur fer í síðasta lagi á Iþriðja degi eptir, að pósturinn er kominn frá Akureyri að Stað í Hrútafirði, um Hjarðar- holt í Dölum og Breiðabólstað á Skóarströnd til Stykkishólms, og eptir þriggja daga dvöl iþar snýr hann aptur sömu leið að Stað í Hrútafirði. 5. Barðastrandarsýslupóstur fer frá Bæ í Reykhólasveit morguninn eptir, að Beykja- víkurpóstur er þangað kominn, um Brjáms- læk og Bíldudal að Vatnseyri, og snýr apt- ur, eptir tveggja sólarhringa dvöl þar, um Brjámslæk að Bæ. 6. Strandasýslupóstur fer daginn eptir komu Beykjavíkurpóstsins að Stað í Hrúta- firði, þaðan um Borðeyri, Prestsbakka og Hrófberg í Steingrímsfirði að Kúvíkum f Reykjafirði, og snýr aptur svo tímanlega, að hann geti náð norðanpóstinum á Stað í Hrúta- firði á suðurleið hans. 7. ísafjarðarsýslupóstur fer frá ísafirði

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.