Ísafold - 30.04.1883, Blaðsíða 2
34
Stórþingi Norðmanna býr nú ríkis-
sök á hendur stjórnarherrunum, fyrir
ýmsar gjörðir, er þeir hafa látið kon-
ung hafa í frammi hin síðari árin.
Jhngsetningarræða konungs í febrúar,
var meinlaus; ávöxtur hinnar, atyrðanna
i þinglok i sumar, hafði orðið verstu
ófarir til handa stjórnarliðum i kosning-
unum í haust, sem maklegt var og við
að búast.
Björnstjerne Björnson fluttist til Par-
ísar i haust með fólk sitt. Ætlar að
dveljast þar nokkur missiri við ritstörf.
Bandamenn i Vesturheimi hafa kom-
ið í lög i vetur langþráðri rjettarbótum
embættaskipan: að embættaveitingar
skuli fara eptir hæfileikum eingöngu,
og enginn maður sviptur embætti af
annarlegum sökum, svo sem fylgi við
mótstöðumenn veitanda (forseta). Enn
fremur samþykkt í þinglok 4. marz ný
tolllög: færðir niður tollar svo mörg
hundruð miljónum króna skiptir.
Dáinn 11. marz í Baden-Baden Gort-
schakoff fursti, ríkiskanselleri á Rúss-
landi og utanrfkisstjórnarherra þar 1856
—1882, hálfnfræður.
Enn fremur 9. marz Kommanduros,
ráðaneytisforseti Grikkjakonungs mörg
ár á ýmsum tímum, mesti þingskörung-
ur, 71 árs.
Enn fremur 18. marz Carl Marx, höf-
uðkennifaðir jafnaðarmanna (Zósíalista),
stofnandi og forseti alþjóðafjelagsins
(Internationale), 65 ára, f Lundúnum;
mesti mitsmunamaður; þýzkur.
Mailath, þingforseti Ungverja ogfor-
seti f hæstarjetti, fannst myrtur (til fjár?)
í rúmi sínu 29. marz um morguninn :
kyrktur, og bundinn á höndum og
fótum.
Hugvekja til sveitabóndans.
JEptir alþingismann J>orlák Guðmundssoii.
þegar jeg var ungur, heyrði jeg gamlan
mann segja, að það yrði ráðdeildarsamasta
fólkið, sem byrjaði búskap, þegar árferðið
væri sem harðast. Astæður fyrir þessu
tók jeg ekki út hjá honum, en jeg hef
síðar tekið þær út hjá sjálfum mjer, og eru
þær nefnilega það, að hið harða árferði
kenni dugnað, nýtni og sparsemi, og þetta
mun reynslan nokkurn veginn staðfesta, að
satt sje. Mjer hefur komið heimurinn svo
fyrir, að úr allmörgum einkabörnum hafi
orðið lítið, sem alizt hafa upp við alls-
nægtir og sjálfræði, og opt minna en úr
börnum fjölskyldumannsins, sem hefur átt
við ramman reip að draga, að geta varizt
stórskuldum og sveit, og þörfin því knúð
hann til, að venja þau snemma við alla
vinnu og sparsemi. Og margt af því, sem
gildir fyrir þann einstaka, hefur og í víðari
merkingu gildi fyrir þjóðina í heild sinni.
8á verður seint nýtur sjómaður, sem aldrei
kemur á sjó, nema í logni, og aldrei sjer í
öldur hvítar. En það er kosta-einkenni
sjómannsins, að vera því dáðrakkari og
handtakabetri, sem hættan er meiri. það
er mikið komið undir formanni, en þó er
það ekki einhlítt; hásetar þurfa að vera
honum samtaka í, að færa skipið á landi
og sjó, bera sig skynsamlega til með að
afla, verjast áföllum og hœttum, og að hver
hirði um það, er honum ber, á rjettum
tíma. Nú getur maður með rjettu líkt
hverjum húsföður við formann á skipi;
hann er og hann á að vera formaður í sínu
húsi, og honum er, eins og formanni, kennt
um, ef illa fer, enda þó að fleiri sjeu að
ógæfunni valdir. En það er ekki einhlítt,
þó húsfaðirinn sje árvakur og ötull, ef að
ekki eru fleiri á heimilinu, sem fylgja hon-
um, —það þreytir flesta, að róa einni ár
um langt lífshaf.—Konurnar þurfa að vera
mönnum sínum samtaka í iðjusemi, spar-
semi og þrifnaði.
Beynslan hefur sannað og sýnt, að það
stendur jafnvel meir á konunni en bóndan-
um. Mörg heimili hafa furðu vel komizt
áfram, ef að konan hefur verið hjer um bil
það, er hún átti að vera, þó bóndinn hafi
verið fákunnandi og lítilmenni, einungis að
hann ekki hafi verið óreglumaður,—við eld-
inum stenzt fátt.
En aptur á móti eru fá dæmi þess, þó
bóndinn hafi verið fyrirtaksmaður, að hon-
um hafi tekizt að koma heimilinu vel á-
fram, ef að konan hefur verið iðjulaus,
eyðslusöm og trassi, eða jafnvel eitt af
þessu.
það er eðlilegt, að börn og hjú skapist
mikið eptir foreldrum og húsbændum; þó
hefur þetta allmargar undantekningar. En
að öllum jafnaði er það of mikið kennt,
að hásetar taki formanni fram að árvekni
og dugnaði, eða hjií húsbændum; og þá
fyrst eiga þeir, sem fyrir eiga að ráða, fulla
heimting á árvekni og dugnaði, er þeir
hafa sjálfir á undan gengið með góðu eptir-
dæmi. þegar maður virðir fyrir sjer land-
búnaðar-ástandið hjer á landi nú, þá er
ekki að furða, þó mörgum rísi hugur við að
horfa fram á komandi tíð. því þó hallærið
sje víða komið inn fyrir karl-dyr, eru þess
þyngstu afleiðingar þó eins víða ekki komn-
ar inn fyrir dyrnar. Orlæti annara þjóða
við oss, nú í þessum kringumstæðum, er
vert hins mesta þakklætis; einungis að
þessar stórkostlegu gjafir komi sem rjettast
niður, verði ekki úthlutað of fljótt og ekki
of seint, og ekki meðal þeirra, sem komizt
geta af án þeirra, og að sómatilfinning sigri
sem víðast eigingirnina. þó má ekki hugsa
að þessar gjafir verði svo miklar, að ekki
dragi víða kjark úr þjóðinni, eða að allt geti
gengið eins og í góðu árferði, og ekki þurfi,
fremur en þá, að líta til vegar eða veðurs;
og sízt skyldum vjer ætla, að gjafir einar
dugi til að rjetta landbúnaðinn við aptur,
nema þjóðin sjálf gjöri allt, sem í hennar
valdi stendur, til að hjálpa sjálfri sjer.
Hvenær er sveita-búskapnum þörf á, ef
ekki nú, að maður og kona, húsbændur og
hjú, haldist í höndur ? Hvenær er honum
þörf á hagsýni í verzlunar-viðskiptum, ef
ekki nú ? Hvenær er þörf á nýtni og spar-
semi, ef ekki nú, þar sem hið voðalegasta
hallæri er ýmist komið inn eða stendur
fyrir dyrum úti ? þar sem allur landbún-
aður er í hinum hörmulegustu sárum—mörg
hjeruð sem í bruna-rofum. Hafi víða mátt
heyra kvartanir fyrir næstliðin 2 fyrirtaks
harðinda-ár, um vaxandi erfiðleika við
sveita-búskapinn, peningaskort að geta
goldið skyldur og skatta, erfiðleika að geta
fullnœgt kröfum hjúanna og þörfum heim-
ilanna í heild sinni (og þetta var svo) hvað
þá nú ? þarfir hafa aukizt, en afli eða
afkoma ekki að því skapi. En hvar sem
þarfir og afli ekki geta staðið í jöfnu hlut-
falli, þar hlýtur hnignun og skortur að vera
fyrir hendi. Víða heyrist nú talað um, að
hugir manna snúist til Yesturheimsferða,
til að leita sjer og sínum betri afkomu þar,
og forðast vaxandi vesaldóm, meðan einn
peningur er fyrir hendi. Mjer hefur aldrei
þótt við eiga, að ámæla neinum, þótt hann
flytji sig bviferlum, eða hjúum, þótt þau
hafi vistaskipti, en mjer detta í hug, undir
núverandi kringumstæðum, þessi orð: >þær
gera vel, sem giptast, og giptast vel, en þó
gera hinar betur, sem heima sitja ógiptar«.
þeir gera máske rjett og vel, sem fara, en
hinir álít jeg að geri betur, sem kyrrir
verða—en geta þó farið'—og reyna að bjarga
sjálfum sjer og máske fleirum. Og eptir
því sem fleirum tekst að bjarga sjer, er
landinu betur bjargað. Og ef sú sómatil-
finning, að bjarga sjer sjálfur, hefði verið
almennari 1 goðu árunum, en hún var, þá
ættum vjer færri þurfamenn og færri ónytj-
unga en vjer eigum nú. Sveitarútsvörin
eru eitt af því, sem hvað mest hefur knúð
menn til að fara af landi burt, og sem á
undan þessu harðæri ógnaði landinu sem
vaxandi og viðvarandi plága.
Sjálfsábyrgðin virðist að vera hjer allt
of lítil, og aðgangurinn að annara vasa allt
of auðveldur. það er því vonandi, að lög-
gjafarvaldið sjái, að ekki má svo búið
standa, og taki hið fyrsta Fátækra-reglu-
gjörðina af 8. janúar 1834 til endurskoð-
unar.
Margir munu nú hugsa og segja, sem
vonlegt er: «Ráð eru engin í hendi mjert.
Og aðrir munu spyrja: »Hvað er til ráða?«
Jeg finn nú vel, að hjer er ekki auðvelt
eða gott ráð á að leggja, enda eru flestir
þar til færari. það er nú ekki heldur bein-
línis tilgangur minn með þessari fátæku
hugvekju. En jeg ætla lítið eitt að minn-
ast á verzlunar-tilhögun sveitabóndans á
afurðum búsins með dauðar vörutegundir,
sem og lifandi fjenað, að því leyti hann er
hafður sem verzlunarvara bæði við innlenda
og útlenda.
I. Ullin.
það er aðalvaran, sem sveitabóndinn heí-
ir af búi sínu kaupmanni að færa. Um
hana er það að segja að hún, eins og mann-
eskjan, ekki er svo góð sem hún vera ætti
og máske vera mætti; enda er það hjer á
suðurlandi miklum erfiðleikum bundið að
hafa hana góða. það gjörir bæði landslag
og veðráttufar. þó kaupmönnum sje kennt
um, þá er það líka erfiðleikum bundið fyr-
ir þá að gjöra þann verðmun er í hverju ein-
stöku tilfelli vera bæri. Verðmunurinn gjör-
ir að vísu rjettlæti ef hann kemur fram án
manngreinarálits og vörumagns; en hann
gjörir svo bezt verðhækkun á markaði er-
lendis, að hinni betri og lakari vöru sje hald-
ið sjerskildri.