Ísafold - 28.05.1883, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.05.1883, Blaðsíða 2
42 andi, þvi þá fyrst munu menn sjá ráð til, og verða færir um, að laga ýmsa þá tilhögun, er nú stendur í vegi fyrir framförum landbúnaðarins. Eitt af því sem meðal annars bendir til þess, að áhugi ísfirðinga á framför- um, sje að vakna, (og sem ekki má ganga fram hjá, úr þvi farið er að minnast á ástandið i ísafjarðarsýslu) er það, að i vetur hafa þeir verið að brjótast í að koma upp gufubát til flutn- inga um Djúpið. Fyrirtæki þessu vilja þeir fá framgengt með hlutum (Actier). Hlutaloforð þau, sem þegar eru komin í þessa átt frá sýslubúum sjálfum (en aðrir veit eg eigi til að hafi lagt til þess) lofa öll til saman hjer um bil 13,000 kr. jpetta má heita mikið fje, og lýsir miklum áhuga á að fá fyrir- tæki þessu framgengt, einkum þegar þess er gætt, að hlutaloforð þessi hafa mestmegnis komið úr þeim sveitum sýslunnar, er liggja að Djúpinu. þ>að er líka víst, að hvergi er meiri þörf á gufubát til milliflutninga en um Djúpið, því mestmegnið af þeim ferðum, sem farið er um sýsluna eru sjóferðir. Land- ferðir eru allar mjög erfiðar, og land- vegirnir verða aldrei gjörðir góðir, og víða mjög lítið bættir. Sjórinn er að- alvegur sýslunnar, og að greiða þann veg, eru því næstum einu vegabæturn- ar, sem gerðar verða í sýslunni. — þ>að er vonanda að alþingi styrki þetta nyt- sama fyrirtæki ísfirðinga. Um menntastofnanir er lítið að tala í ísafjarðarsýslu, þó eru þar tveir barna- skólar, annar á ísafirði, sem þar hefir staðið í nokkur ár, og hinn í Hnífsdal. Hann er nýkominn á fót, og var fyrst byrjað að kenna í honum í haust. Eyr- arsveitingar hafa reist skóla þenna ein- göngu af eigin efnum. Skólahúsið er laglegt timburhús, og að öllu leyti vel vandað eptir stærð. Menntun alþýðu í ísafjarðarsýslu er máske í meðallagi eptir því sem al- mennt á sjer stað hjer á landi, en það er auðsætf, að henni er þar sem ann- ■arsstaðar mjög ábótavant, og þar sem annarsstaðar er allt sem miðar til að mennta alþýðu nauðsynlegt og mikils- vert, en sú menntastofnun, sem jeg á- lít að nú sje þar mest og bráðust þörf á, er kvennaskóli fyrir alla sýsluna, því í þessari sýslu, (sem svo víða ann- arsstaðar) er of almennur skortur á hreinlæti og reglusemi í allri hússtjórn, en þessum skorti er jafnan mjög fylgi- spakur, skortur á friðarelsku, ánægju og velmegun. Enskur málsháttur seg- ir : Cleanliness is next to holyness (0: hreinlæti gengur heilagleikanum næst). fað er víst, að fátt eða ekkert getur betur vakið fegurðar, og undir eins siðferðistilfinningu manna, en hreinlæti og reglusemi, en þær dyggðir hafa mesta þýðingu og mest áhrif í allri stjórn og rækslu innanhúss, en öll inn- anhússstjórn heyrir undir verksvið kon- unnar; en að gjöra konur almenntfær- ar um að leysa þetta verk vel af hendi verður bezt og fyrst með kvennaskól- um. J>að má annars undrun gegna, að þar sem svo mikill áhugi virðist vakn- aður hjá almenningi um land allt, til að efla alþýðumenntunina, og koma upp alþýðuskólum, að svo lítið skuli vera talað um og barizt fyrir að koma upp kvennnaskólum, en engum alþýðu- skólum er þó meiri og bráðari þörf á en þeim. Alþjðumenntun er alþjóðar- brauð, en menntun mannsins er i því falin, að hann kunni að gegna skyld- um sínum, en hið fyrsta sem útheimt- ist til þess, að hann geti gegnt skyld- um sínum, er það, að hann læri að þekkja, og kannast við rjettindi sín, og verksvið sitt. Konur á íslandi munu hafa enn þá meiri skort á þessari þekk- ingu en karlmenn, þvi rjettindi kvenna hjá oss, sem víðast annarsstaðar, hafa hingað til verið á svo margan hátt undirokuð og að vettugi virt, en það, er kvennaskólinn, sem á að vekja til- finningu konunnar fyrir rjettindum henn- ar, gjöra hana færa til að framfylgja þeim,—njóta þeirra og gegna skyldum sínum.—En hjer á ekki við að tala um þetta efni frekar. Sæm. Eyjúlfsson. Lifandi dæmi. Maður nokkur hjer í hreppi, er gipt- ist fyrir nálægt 30 árum; eignaðist síðan nokkuð mörg börn, er hann bráðum þraut efni til að forsorga. Hlaut þá viðkomandi hreppsfjelag að leggja smámsaman fram honum til aðstoðar í því tilliti upp á sam- tals mikið á þriðja þúsund krónur. Um það bil, sem hin yngri börn hans urðu því vaxin, að vinna sjer brauð, og síðan, hefur honum hlotnast til eignar hver fjársumman á fætur annari, sumpart að erfðum og sumpart fyrir stórhöpp, svo að eignir hans munu nú nema talsverðu. Nú hefur maður þessi ráðið sig til vestur- heimsfarar, ásamt nokkrum börnum sínum, öllum fullorðnum og einhleypum;—Hefur þess verið farið á leit við hann, að hann miðlaði sveitarsjóðnum einhverju móti hin- um áður þegna sveitarstyrk, áður en hann flytti burt, en hann hefur færst undan því. Úr því svona er nú komið, er þess eigi að vænta, að sveitarstyrkur sá, er mað- ur þessi að naut, endurgjaldist við fráfall hans. Dæmi þessu er alls ekki haldið á lopt í því skyni, að ámæla manninum fyrir undanfærslu þessa, þar hann veit vel, að lögin heimila enga sllka fjárkröfu á hendur honum, að svo komnu, og honum á hinn bóginn má virðast til vorkunar, þótt hann vilji sem bezt sjá sjer og sín- um borgið, — heldur til að benda á, hve ónóg og óeðlileg þau ákvæði laganna eru, að enginn verði krafinn endurgjalds fyrir þeginn sveitarstyrk, svo lengi hann lifir, og hversu sem hagur hans kynni að batna, eða sveitarinnar hnigna, sem nú er hjer tilfellið. Bins vel hefði maður þessi get- að fluttst til Ameríku með 20,000 eða meira, eins og með eitt eður tvö. Mundi nú dæmi þetta eigi þess vert, að því væri veitt eptirtekt ? og mundi ekki fátækramála-lögum vorum, jafnvel í fleiri greinum vera ábótavant ? — Svo sýn- ist það vera, og það, að svo mörgu leyti, að ekki sje auðgjört, að bæta fljótlega alla þá galla, er á kunna að vera.—jpað sem þeim, er mest hafa að sýsla um fá- tækramál, eða eru í hinum svo nefndu hreppsnefndum, mun vera einna tilfinn- anlegast, er, hve lítils þeir fá ráðið með þurfamönnum sveitarinnar. — Mundi það t. a. m. eigi alþekkt, hve leiðinlegt og skaðlegt það er, að mega engu ráða um heyjaásetning sllkra manna. þar sem á- minningum í því efni eigi er sinnt, og fleira því líkt, er eigi þarf að telja. Hvað væri eðlilegra, en að fátækling- ur, þegar hann ekki lengur kemst af, án aðstoðar sveitarfjelagsins, yrði, með því að njóta hennar, háður yfirráðum viðkom- andi sveitarstjórna í efnalegu tilhti, eða missti af þeim borgaralegu rjettindum, að vera fullráðandi fjár síns.—þetta eittsam- an—væri það í lög leitt—að hver, sem eptir 16 ára aldur nýtur sveitarstyrks fyr- ir sig eða sína, missti jafnframt fullt fjárfor- ræði, en stæði að því leyti undir yfirráð- um hlutaðeigandi sveitarstjórnar, og það svo lengi, að sveitarstyrkur sá, er hann yrði að njótandi, ekki væri að fullu end- urgoldinn, — það mundi vissulega verða máttugri hvöt til að »verjast sveitn, en hvað annað; og til að reyna, að endur- gjalda það, er þegið kynni að vera. Til að fyrirbyggja gjörræði gegn slíkum þurfa- lingum, ættu þeir rjett til, að leita úr- skurðar viðkomandi sýslunefndar eða sýslu- manns. Sumum finnst að vísu, sem þessu lík hugsun liggi í hinum nú gildandi lögum, en það gagnar eigi. Mjer er kunnugt, að sýslumenn hafa álitið óleyfilegt, að þvinga sveitþurfann, t. a. m. til að lóga af skepn- um sínum á hausti, þótt ásetning hans virtist óráðleg, nje Ijetta af sjer lofuð- um fóðrum, og því síður að ónýta gjörð kaup. Til þess er að visu bent, að fá megi einstaka óráðsmenn gjörða óminduga með yfirvalda úrskurði, en reynslan sýn- ir, að þessu verður naumast við komið, svo að notum verði; því bæði er það, að slíkt mundi sjaldnast geta gjörzt fyrr en í ótíma, og svo mundi það ætið verða ó- viðkunnanleg eineltni. Akvæði laganna: að sveitarstyrkur standi í vegi fyrir giptingu, gagnar lítið; og að hann sviptir mann kosningarrjetti gagn- ar alls ekkert. Missir kjörgengis í hrepps- nefnd mætti ef til vill eins vel heita á- bati sem skaði. þessi vöntun í lögin, sem að framan er til bent, er að minni meiningu sú undirrót til vanþrifa þjóðarinnar í efnalegu tilliti, sem eigi má fresta að ráða bót á, en sem þó sje auðvelt að fá að gjört. það er hætt við, að takist ekki með neinu móti, að kveikja vonir um, að úr dragi, hinum svo að segja stöðuga vexti sveitarþyngslanna hjer á landi, að þau

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.