Ísafold - 28.05.1883, Blaðsíða 4

Ísafold - 28.05.1883, Blaðsíða 4
44 Ferðir „CAMOENS“ milli Skotlands og íslands 1883. FRÁ GRANTON TIL ÍSLANDS. FER FRA GRANTON. KEMUR TIL KEMR TIL REYKJA- VÍKR. Laugard. 26. maí, 4 e. m. Laugard. 16. júní, 1 e. m. Laugard. 7. júli, 3 e. m. f>riðjud. 24. júlí, 4 e. m. Fimtud. 9. ágúst, 4. e. m. Laugard. 25. ágúst. 4 e. m. Akureyrar 28. júli 30. maí 20. júni n.júlí 16. júlí .................... 20. júlí 1. ágúst 2. ágúst .................... 6. ágúst 13. ágúst 18. ágúst .................... 22. ágúst 29. ágúst 3. septbr. .................... 7. septbr. Skyldi skipið hindrast frá að koma á einhverja höfn, er réttr áskilinn til að koma þar við og setja farangr upp á síðari ferð. FRÁ ÍSLANDI TIL GRANTON. FER FRÁ REYKJAVÍK. 6. júní 23. júní FER FRÁ Borðeyri 26. júní Sauðárkrók 27. júni Akreyri 28. júní Húsavík 28. júní Vopnafirði 29. júní Seyðisfirði 30. júní KEMR TIL] GRANTON. 10. júní 4. júlí Veðuráttufar í Reykjavík í apríimán. Framan af þessum mánuði bljes vind- ur optast hvass af landsuðri, er gekk við og við til útsuðurs, fylgdi honum ýmist mikil úrkoma eða jel; eptir miðjan mán- uðinn var norðanveður nokkra daga, síð- an aptur austan-landsunnan, svo aptur norðanveður í 3 daga, svo sunnan land- synningur. 1. landnorðan bjart veður; 2. hvass á landsunnan með regni, síðan útsunn- an; 3. hvass á lands.; 4. hvass á úts. með svörtum jeljum; 5. úts. með jeljum, síðan logn með regni; 6. hvass á lands. með regni allan daginn; 7. úts. bvass með hagli; 8. logn, bjartveður; 9. sunn- an, hægur með miklu regni; 10. vestan- gola, bjartur; 11. austan, bvass með regni: 12. hægur á sunnan, síðan á vestan með regni; 13. hægur á vestan úts. með hagli og nokkurri ofanbríð; 14. austan, dimm- ur, síðan á sunnan með snjókomu; 15. logn um morguninn með ofanbríð, síðan bvass á norðan; 16. 17. bvass á norðan; 18. landnorðanrok með rigningu; 19. aust- an, með regni; 20.—22. lands. með regni, opt hvass; 23. logn, dimmur, birti síðan upp; 24. hægur á lands. með rigningu; 25.—27. norðan, hægur; 28.—30. hægur á lands., optast bjart og fagurt veður. Hitamælir hæstur (um hád.) 30. -f- I3°C. ----lægstur (--------) 16. -í- 20 - Meðaltal um hádegi...........’. -)- 5°,i - ----á nóttu.................—í- i°,3 - Mestur kuldi á nóttu (að.f.n. h. 1.).........................-5- 8°- Loptþyngdamælir hæstur 22. 23. 30. 30,2 --------- lægstur 2. 3. . . 28,6 Að meðaltali ......................29,6 Rvík VS-83. J. Jónassen. Prestsvígður á annan í Hvítasunnu var kand. Magnús Helgason að Breiðaból- stað á Skógarströnd. Prestaköll veitt: Hruni í Árnessýslu 24. f. m. síra Steindóri Briem, aðstoð- arpresti sama staðar. Háls í Fnjóskadal 11. þ. m. sira Pjetri Jónssyni í Fjallaþingum. Skorrastaður s. d. síra Jónasi Hall- Grímssyni, fyr aðstoðarpresti á Hólmum. Auglýsingar. Jeg sje af brjefum til mín heiman frá Islandi, að menn hafa búizt við að jeg svaraði í [blöðunum ritstjóra Jóni Ólafssyni upp á greinir hans til mín í »Skuld«. Astæðurnar til þess, að jeg ekki hef gjört það, eru þrjár: 1. Að jeg álít rjettara, að svara með lögsókn, en ekki blaðagrein, manni, sem ekki er vandlátari að orðum og málstað en J. Ó. er. þess vegna hef jeg ákvarðað, að byrja málsókn gegn honum fyrir ósönn og ósæmileg orð um mig. 2. Að mjer er mjög nauðugt að fylla flokk þeirra manna, sem, eins og J. Ó., eyða rúmi í blöðunum frá öðru gagnlegra með meiðingum um einstaka menn, blaðkaup- endum til skaða og þjóðinni til minnkunar. 3. Að sá maður, sem svo opt er búinn að taka aptur það, sem bann hefur áður full- yrt—bæði lof og last—og hvers orð eru svo opt af dómstólunum dæmd dauð og ómerk, hlýtur að hafa misst traust og tiltrú þjóðarinnar, í það minnsta hvað snertir sannsögli og áreiðanlegleik; þess vegna hef jeg álitið ummæli hans um mig sem marklaus og einkisvirði. Nú kann einhver að segja : því villtu þá byrja málssókn við hann? Svar: þó orð J. Ó. hljóti að vera álitin ómerk af öllum skynsamari og betri mönnum, þá vil jeg þó ekki gjöra hann sjálfan svo ó- merkan, að hann ekki verði að straffast og standa til ábyrgðar af orðum sínum og gjörðum. Til þess að spara mjer ómak, að svara brjeflega þeim, sem hafa skrifað mjer um þetta mál, bið jeg yður, herra ritstjóri, að taka þessi fáu orð í blað yðar; jeg mun ekki strax vitja þess um líkt efni. Kaupmannahöfn 7. apríl 1883. Tryggvi Gunnarsson. P a p p í r alls konar til brjefa- og handritaskripta fæst keyptur hjá mjer með góðu verði: Póstpappír, strykaður og óstrykaður, hvítur og ýmislega mislitur, í smáu og stóru formi; alls konar umslög, smá og stór; ágæt propatria o. fl. Isafoldar-prenthúsi, Reykjavík ’83. S icyutðwz cKÁiotjánooon. í vetur gerðist kona mín svo þjáð af meinsemd í öðru auganu, að nær lá, að hún mundi missa sjónina. Tókst þá hr. Dr. Jónas Jónasson á hendur aðlæknakonu mína; vitjaði hann hennar á hverjum degi í 5 vikur, og heppnuðust aðgjörðir hans svo ágætlega, að hún má nú kallast al- bata. Fyrir alla þá fyrirhöfn sína vildi hann enga borgun taka. Um leið og jeg hjer með votta honum hið alúðar- fyllsta þakklæti mitt fyrir þessa lækn- ingu hans og veglyndi, óska jeg, að sem flestir vildu leita ráða hans í lík- um sjúkdómum. Rvík, 24. marz 1883. Jón Gunnlaugsson. Hjer með bið jeg þá, sem hatta eiga nú 1 endurbót og herra Jóel Sigurðarson hatta- smiður hefur afhent mjer, að vera búnir að vitja þeirra fyrir næstu júnímánaðarlok, þar jeg máske síðar ekki get afgreitt þá. Reykjavík 6. maí 1883. Hannes Skarphjeðmsson. Með því að ég hef áformað að fara embættisferð kringum landið með strandferðaskipiuu, er héðan á að fara 9. júní næstkomandi, og koma aftr 25. s. m., get ég eigi tekið á móti sjúk- lingum liér í bænum á þeim tíma. Reykjavík 21. maí 1883. Schierbeck. Verzlun H. Th. A. Thomsens kaupir hert og vel verkuð sköturoð fyrir 70 au. pnd. Sömuleiðis hrosshár, þ. e. taglhár á 70 au. og faxhár á 60 au. pundið. L. Larsen. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Ritstjóri: Eiríkur Briem. Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.