Ísafold - 28.05.1883, Blaðsíða 1
Argangurinn, 32 blöð, kostar
3 kr. innanlands, en í Danm.,
Svíþjóð og Norvegi um 3>/2
kr., i öðrnm löndum 4 kr.
Borgist í júlím. innanlands,
erlendis fyrir fram.
ISAFOLD.
Auglýsingar kosta þetta
hver’ lína': aur>
iiW.!me®me£ÍnIetri---,°
[meö smaletn.... 8
ítWar.!meðme£inletri---11
tmeð smaletn.....15
£ Pöntun er bindand
iiiiiiiimiiliiiiiiiiiiiiiiiniii
fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara. 3
X. 11.
Reykjavik, þriðjudaginn 28. maímán.
1883.
Útlendar frjettir.
Khöfn 4. maí I883.
Ríkisþinginu hjer slitið 18. apríl, eptir
æði-árangurslitla þingsetu meira en
helming ársins. J>að gerðist síðast, að
landsþingið kom með annað ávarp til
konungs til að vega upp á móti fólks-
þingisávarpinu. Estrup svaraði fyrir
munn konungs, eins og við var búist:
landsþinginu blíðlega, fólksþinginu mið-
ur náðarsamlega. Svo var sú saga
búin.
Oðalsþingið norska, neðri deild stór-
þingsins, samþykkti 24. apríl með mikl-
um atkvæðamun hina fyrirhuguðu lög-
sókn á hendur stjórnarherrunum, öll-
um ellefu, fyrir ýms brot þeirra gegn
stjórnarskrá landsins hin síðari árin.
Ríkisrjettur dæmir, en í honum sitja
hæstarjettardómararnir 9 og lögþingis-
mennirnir allir 29 ; en lögþingismenn-
ina kjósa stórþingismennirnir allir úr
sínum flokki. Ryðja má dóminn, en
ekki frekara en svo. að 15 sjeu ept-
ir. Enginn vafi mun á því vera,
að stjórnarherrarnir verði sekir. f>á
eiga konungliðar ekki annað fangaráð
sjer til gengis en ofríkisverk, enda er
ekki trútt um, að blöð þeirra hafi í
hótunum um slíkt. En hætt er við,
að þeim verði ekki gott til liðs, sem
betur fer, ef þar að rekur.
Nordenskiöld leggur af stað í Græn-
landsferð sína 20. þ. m. Gerir ráð
fyrir, að standa við í Reykjavík nokkra
daga snemma í júní.
Nú er búið að dæma af lífi þrjá af
morðingjum þeirra Cavendish og Bur-
kes, í Dýflinni. Dýnamit-verksmiðja
fannst í Birmingham snemma í f. m.
og maður á ferð þaðan í Lundúnum
með tveggja-vætta-poka af þeim nyt-
semdarvarningi, með því erindi, að því
er líkur þykja til, að sprengja f lopt
upp sjálft þinghúsið, parlamentshöllina.
Ymsir fleiri þar við riðnir eða því um
líkt hafa verið handsamaðir, sumir
flugumenn vestan um haf.
Stjórnin í Queensland, einni af ný-
lendum Breta í Ástralíu, hefur fyrir
skömmu ráðist í það lítilræði, að leggja
undir sig eða rjettara helga Breta-
drottningu til eignar eyna Nýju-Guí-
nea, eitt með mestu eylöndum í
heimi, „til þess að aðrir yrðu ekki
fyrri til þess“, svo sem J>jóðverjar.
Stjórnin heima fyrir, á Englandi, læst
engu kunna til að svara um þennan
atburð að svo stöddu, að ókomnum
áreiðanlegum skýrslum þar að lútandi.
Mjög mikið rætt og ritað um þessar
mundir um bandalag með þjóðverjum
Austurríkismönnum og ítölum, er á að
hafa komizt á í haust er var, fyrir
forgöngu Bismarcks, til friðar og
tryggingar að kallað er, en grunur á,
að mundað sje að Frökkum.
Fellibylur banaði 83 mönnum í
Missisippi í Ameríku 22. apríl og
meiddi 300.
Dáinn 29. apríl Schulze-Delitzsch,
frægur hagfræðingur þýzkur og verk-
mannapostuli, hálfáttræður.
Enn fremur 2. þ. m. Steen Ander-
sen aðmíráll danskur og fyrrum stjórn-
arherra, hálfníræður.
Ýmislegt viðvíkjandi ísafjarðarsýslu.
f>egar jeg á næstliðnu sumri ferðað-
ist um ísafjarðarsýslu til að leiðbeina
bændum í búnaði (samkvæmt ráðstöf-
un sýslunefndarinnar), gafst mjer færi
á að kynna mjer atvinnuvegi sýslubúa.
Atvlnnugrein sú, er þeir stunda mest,
og leggja mesta alúð við, er sjávar-
útvegur, enda er ísafjarðardjúp sú
„gullkista11, að hvergi getur aðra slíka
kringum land allt; sjávaratvinnan er
líka stunduð svo vel, að hún mun
hvergi betur stunduð á íslandi. En
þegar farið er að virða fyrir sjer land-
búnaðinn, verður allt öðru máli að
gegna. Varla mun sá landbóndi til,
(að minnsta kosti ekki í norðurparti
sýslunnar), að hann ekki jafnframt
landbúnaðinum stundi sjávarútveg, og
þar eð flestir láta sjávarútveginn sitja
í fyrirrúmi fyrir öllu, er landvinnan
víðast höfð sem hjáverk, og þar að
auki er hún almennt ekki í öðru falin
en að hirða það, sem náttúran fram-
leiðir af jörðunni; engin mannleg hönd
styrkir hana til, að framleiða gróða
jarðarinnar, nema ef telja skal það,
sem borið er á túnin, og er það þó
sökum illrar hirðingar ekki annað en
hið lakasta af þeim áburði, sem kost-
ur er á að nýta, og hið mesta af hon-
um er alls ekki notað; þannig er t. d.
mjög lítið af sumartaði notað til á-
burðar; því víðast er siður að láta kýr
liggja úti á sumrin, og ræður þá að
líkindum, hvort ær muni bældar inni
í færikvíum, sem viðast er siður á
suðurlandi. Yfir höfuð er landbúnað-
urinn það olnbogabarn, sem ekki sjást
merki til að hafi tekið neinum fram-
förum sökum vanrækslu.
Hins vegar sjest, að í ísafjarðarsýslu
mætti engu síður en í flestum öðrum
hjeruðum landsins, hafa góðan land-
búnað, þvf landskostir eru þar ágætir,
og svo er eitt, sem landbúnaðurinn
getur stuðzt þar við betur og almenn-
ar en nokkursstaðar annarstaðar, og
það eru hin afarmiklu áburðarefni, sem
menn eiga þar kost á, bæði í fiskiúr-
gangi og ýmsum þangtegundum.
p>að er ekki meining mfn, þó jeg
segi, að ísfirðingar vanræki landbúnað,
að það sje undantekningarlaust, því
þar eru nokkrir bændur, sem stunda
landbúnað vel, eptir því sem gerist
hjer á landi, og jeg þekki þar einn
bónda, sem má heita fyrirmynd ann-
ara bænda í landbúnaði, það er Jón
bóndi Halldórsson á Laugabóli. f>að
virðist líka sem nú hin síðustu árin
sje farinn að vakna áhugi nokkurra
einstakra manna á framförum í land-
búnaði, sem og ýmsu fleiru.
Framfarir landbúnaðarins geta þó
naumast orðið miklar, fyr en fólks-
haldið í sýslunni breytist eitthvað til
batnaðar. Fyrst og fremst er nú mik-
ill fjöldi af verkmönnum lausamenn, og
um þá er varla að tala til landvinnu,
því þeir eru kaupdýrari en svo, að
bóndinn standist við að halda þá sem
daglaunamenn. En lakast af öllu er
það, að bóndinn fær naumast nýtileg-
an vinnumann með þeim kjörum, að
hann sje meira en lítinn tíma ársins
(rúmlega sláttinn) við landvinnu; því
þó árskaupið sje ákveðið hið sama,
hvort heldur maðurinn vinni landvinnu
eða sjóvinnu, þá fær hann ávallt 10%
verðlaun (Præmie) af þvf sem hann
hlutar, þegar hann „rær“ en af land-
vinnunni fær hann engin verðlaun, og
þess vegna þykir honum frágangssök
að ráðast í vist, með þeim kjörum, að
vera allan tíma ársins við landvinnu.
Verðlaun þessi (sem nefnd eru stúfur)
ættu því alls ekki að eiga sjer stað,
því á meðan þau eru til, og engin
verðlaun eru veitt af landvinnunni, fæst
ekkert vinnuafl til að efla landbúnaðinn.
Hið fyrsta skilyrði fyrir því, að land-
búnaðurinn taki framförum, er þó það,
að áhugi og vilji manna á því fari vax-