Ísafold - 30.06.1883, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.06.1883, Blaðsíða 2
50 mannsaldur, vel haldinn af stjórn fyr- verandi fjandmanna sinna, Frakka. Af keisarakrýningunni 1 Moskva er það fljótast að segja, að hún tókst slysa- laust, og fór fram eins og fyrir var hug- að, með óumræðilegri viðhöfn. Keis- arahjónin komu aptur til Pjetursborgar io. júní og hjeldu þar vegsamlega inn- reið. Bandamenn í Vesturheimi vigðu 24. maí brú yfir sundið milli New-York og Brooklyn, East-River, eitthvert hið mesta stórvirki og heimsins furðuverk. Viku síðar, 30. maí, tróðust 30 manna undir til bana á brúnni, og jafnmargir hjer um bil meiddust. Edinburgh 20. júní 1883. Laugardag 16. þ. m. varð það fádæma stórslys í Sunderland á Englandi, að nær 200 barna tróðust undir og meiddust til bana eða köfnuðu, 1 afarstórum leik- skála, þar sem mesti sægur barna var saman kominn til skemmtunar. Börn- in voru að ryðjast út, meðal annars ofan af loptsvölum, en fyrir aðgæsluleysi umsjónarmanna hnje höfuðhurð ein apt- ur, feykimikið bákn, og meiddi til bana eitthvað af börnunum; en þvagan, sem eptir var inni, ruddist að í felmti og fáti, og byltist hvert ofan á annað, þar til að hrúgan varð svo sem að einum valkesti. Hjer um bil á þessa leið mun slysið hafa atvikazt, eptir þvísemfrek- ast verður sjeð á blöðum hjer í dag. Franskur aðmíráll, Pierre, hefir 13. júní tekið herskildi bæ einn á eynni Madagaskar, Tamatave, og þar með hafið ófrið við eyjarskeggja. Hefir Frakkastjórn átt þar í misklíð árlangt eða meir, og mikil rekistefna á undan gengin þessum atburði, en Bretar þar öðrum þræði undir niðri. Skýrsla urn laiulshókasaf'nift 1882. Utlán og afnot bóka á Landsbóka- safninu í þinghúsinu byrjaði eigi fyrr en 6. marz 1882, sökum þess að eigi var hægt að koma safninu í nokkurt lag fyr; bókunum, sem fluttar vóru í hið nýja húsrúm var í fyrstu hlaðið upp í hyllurnar, en síðan tók það mjög langan tíma að koma bókunum í rétta röð, og er það verk ekki fullbúið enn, þó búið sé að gjöra hið allranauðsynlegasta. Síðan 6. marz var bókasafnið opið 3 rúmhelga daga í viku, á mánudaginn, miðvikudaginn og laugardaginn 3 stund- ir á dag (kl. 12—3), að undantekinni einni viku fyrir jólin, sem notuð vartil þess að koma reglu á útlánsbækurnar, sem þá var skilað. Af töflu þeirri, er hér fylgir, sést tala lántakanda oglán- aðra bóka (binda) í hverjum mánuði, og í öðru lagi tala lesenda á lestrar- stofunni og bindatalan, sem þeir notuðu. (I þýðir lántakendur, II léð bindi, III lesendur, IV bindi). Útlán Lestrarstofan I II. III IV ' Marz Í27 7 25^i 176 221 Aprfl 148 b 127 222 2 Maf 83 141 3i 69 Júní 54 113 3i 75 Júlí . 42 107 27 63 Ágúst 35 79 «9 48 Septemb. 42 95 •9 47 Október 65 129 37 95 Nóvemb. 92 155 61 93 Desemb. 52 87 39 58. Lántakendur voru þá alls 740 og lán- uðu þeir 1425 bindi, á lestrarstofuna komu 562 lesendur og fengu lögð þar fram 991 bindi. Lándagar voru í marz og júní 11, í apríl og ágúst 12, í maí, september, október og nóvember 13, í júlí 14 og í desember 9 ; alls 121 lán- dagur. Langmest var lánað af útlendum skemmtjsögum (rómönum), þar næst, þó miklu minna, af íslenzkum sögum, en að tiltölu mjög fáar vísindabækur. Á opinberum bókasöfnum erlendis eru skemmtisagnir eigi lánaðar út, af því engin þörf sýnist vera á því, að hið op- inbera styrki menn til þess að ná í bækur opt lítt nýtar, sjer til dægrastytt- ingar; annars geta menn þar fengið slíkar bækur lagðar fram á lestrar- stofurnar eða notað þær til vísindalegra rannsókna í skáldskaparfræði o. s. frv. það mætti því koma til umtals, hvort eigi ætti að takmarka lán á slíkum bók- um frá landsbókasafninu. Bókasafninu hafa verið gefnar marg- ar bækur, en langmest kveður þó að bókagjöfum Kriegers geheimeráðs; hann hefir á árunum 1881 —83 gefið yfir 1000 bindi, allt beztu bækur. Auk þess hafa ýms fjelög og stofnanir gefið bækur, þannig t. d. háskólinn og vís- indafjelagið í Kristjaníu, háskólinn í Uppsölum, Accademia dei Lincei iRóm, Smithsonian Institution og Harvard University í Bandaríkjum ; svo og ein- stakir menn t. d. W. Fiske, K. Maur- er, Hilmar Finsen, Sigurður Melsteð, Hannes S. Johnsen o. fl. pað sem keypt hefir verið, hefir helzt verið á- framhald af ýmsum tímaritum og rit- söfnum, sem byrjunin var af í safni Jóns Sig'urðssonar. 6. júní 1883. Jón Árnason. Um súrhey. par eð margir hafa spurt mig um, hvernig mjer hafi heppnazt með, og hverja aðferð jeg hafi haft við hey það, sem jeg súrsaði næstliðið sumar, þá ætla jeg að biðja yður, herra ritstjóri, að taka línur þessar í blað yðar; því þó mjer ekki tækist það sem bezt, þá kennijeg það einungis vanhírðingu, og slæmum undirbúningi hvað tóptina snert- ir, en er sannfærður um, að með litlum kostnaði en sjer til mikilla hagsmuna geta^penn notað tóptir til að súrsa hey í. Tóptin sem jeg ljetheyiðj var göm- ul, en þó með stæðilegum veggjum, riema hvað víða voru sprungur milli hnausa, sem vel gátu ollað því að vegg- irnir ekki hafa verið nægilega lopt- þjettir; einnig stóð tóptin í miklum halla, svo þess vegna var lakara að láta nið- ur f hana, og Hka seig ver í henni; einnig voru dyr á tóptinui, sem ekki hafði tekizt vel að byrgja. Jeg stakk upp úr tóptarbotninum svo sem skóflu- stungu, en kom þá ofan á möl, sem jeg ekki mátti vera að grafa niður svo tóptin varð alls ekki nema rúmlega axlardjúp. Alls ekkert var tyrft með veggjunum og heldur ekki botninn, sem þó mun eflaust betra. Hey það, sem jeg súrsaði, var 28 hestar af töðu og um 20 hestar af út- he)'i, hvorttveggja orðið mjög hrakið, og þá tekið upp úr fönn, því það var í 21. viku sumars. Jeg tróð því niður sem bezt jeg gat með fótunum, en ekkert verkfæri hafði jeg til að þjappa þvf niður með; útheyið ljet jeg ofan á töðuna, og bar svo háan hrygg upp af veggnum, sem jeg áleit mætti, til þess mold tyldi á, síðan stóð það ótyrft um nóttina, en næsta morgun byrgði jeg það með þó mjög ljelegu torfi og einn- ig var moldin mjög lftil því hana var, illt að fá í kring, og var hún vfst ekki meir enn 1 ‘/2 kv. á þykkt, en fremur mun hún hafa verið góð, þvf það var þjett leirmold. Eptir tvo daga kom hiti í heyið og seig það þá ofan fyrir veggbrúnir, svo það varð allt íhvolft, en þó var ekki um það hirt annað en þar sem sprungur höfðu komið í mold- ina voru þær stignar saman. pegar farið var að gefa það, eptir 12 vikur, var það drepið með veggj- unum ogí því var velgja, sem efalaust hefir leitt af því sem f það hefir runn- ið, en um miðjuna var það (að þvf sem jeg held) óskemmt, með sama lit og þegar það var látið niður, og úr því var sæt súrlykt. það hefir einungis ver- ið gefið kúm, og jeta þær það mjög vel; en um fóðurkrapt þess get eg ekki með vissu sagt, þó eg haldi það muni betra en sú taða sem nú er til hjer um pláss. f>eir sem kynnu að hafa súrsað hey næstl. sumar og tekizt það nokkurnveg- inn vel, ættu að senda blöðunum lýs- ingu á aðferð sinni, ef hún væri í nokk- uru mismunandi, svo menn gætu við- haft þá aðferð sem hentust sýnist, þvf eflaust mun gott að súrsa nokkuð hey þó óþurkar ekki neyði mann til þess. Líka munu margir sem ekki þora að ráðast í það nema þeir fái vissu fyrir því úr fleiri stöðum, að það hafi vel tekist. Fossi í Hrútafirði í júním. 1883. Gísli Sigurdsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.