Ísafold - 30.06.1883, Blaðsíða 4

Ísafold - 30.06.1883, Blaðsíða 4
52 Auglýsing frá stjórn fíjóðvinafjclagsins. f»etta ár, 1883, fá þjóðvinafjelagsmenn fyrir tillag sitt, 2 kr., þessar bækur: f>vfjel.-almanak um árið 1884 kr 0.50 Andvara, IX. kr .... . — 1.50 íslenzka garðyrkjubók, eptir Dr C. F. Schiibeler, háskóla- kennara í Kristjaníu, en is- lenzkað og aukið hefur Móritz Halldórsson-Friðriksson, lækn- ir í Khöfn. Með fjöldamörg- um myndum...................— 1.25 kr 3-25 Bækur þessar voru sendar frá Khöfn með júníferð póstskipsins Romny (16. júní) og síðan áleiðis frá Rvík um- hverfis landið með strandferðaskipinu Laura, til útbýtingar meðal fjelags- manna, sem nú eru eða verða þetta ár. í Almanakinu eru myndir af Glad- stone og Beaconsfield lávarði með æfi- sögum þeirra. í Andvara er æfisaga Bjarnar Gunn- lögssonar, með mynd af honum; ferð um austurland sumarið 1882 eptir þ>or- vald Thoroddsen; um hinn lærða skóla á íslandi, eptir Finn Jónsson; um merki íslands, eptir Pálma Pálsson. Nýir fjelagsmenn geta fengið framan greindar bækur á þessum stöðum: í Rvík hjá bókaverði fjelagsins, bók- sala Kr. O. porgrímssyni; á ísafirði hjá hjeraðslækni porvaldi Jónssyni; -- Akureyri hjá bókbindara Frb. Steins- syni: — Seyðisfirði hjá verzlunarstjóra Sig- urði Jónssyni; í Khöfn hjá forseta fjelagsins, Tryggva kaupstjóra Gunnarssyni. Enn fremur hefir ýmsum öðrum um- boðsmönnum fjelagsins verið send nokk- ur exemplör af bókunum aukreitis, til miðlunar við nýja fjelagsmenn. Nefndir herrar hafa og til lausasö'lu flestar eldri bækur pvfjelagsins, flestar með niðursettu verði, sjá kápuna um þ. á. pvfjel.alm. pessa árs bækur fjelagsins eru og til lausasölu bæði hjá þeim og ýmsum öðrum umboðsmönnum fjelagsins, og Almanakið auk þess hjá flestum kaup- mönnum og bóksölum landsins. Yér, er kosnir höfum verið í nefnd á bók- mentafjelagsfundi til þess, að búa til prent- unar nýja útgáfu af kvæðum Bjarna amt- manns Thorarensens, leyfum oss að skora á hvern þann, er skyldi kunna eða hafa undir höndum kvæði eða lausavísur eftir hann eða honum eignaðar, enn fremr sendibréf eða smáritgjörðir og alt þess konar, að gjöra svo vel að senda oss slíkt alt í frumriti, eða afriti svo ná- kvæmu sem unt er. Einnig biðjum vér alla, sem kunna eða vita eitthvað, er skýrir kvæðin, svo sem aldr þeirra, eða atvik að þeim, að láta oss fá að vita það; enn fremur að skýra oss frá æviatriðum eða frásögum (skrýtlum) um hann, að svo miklu leyti sem unt er. Alt þess konar yrði að vera komið í hendr nefndinni fyrir árslok, og mætti senda það einhverjum af oss undirskrifuðum og má skrifa oss alla á Begensen, Kobenhavn. Kaupmannahöfn, 26. d. maím., 1883. Yirðingarfylst. Bogi Th. Melsteð. Einar Hjörleifsson. Finnur Jónsson. Hannes Hafsteinn. Jón porlcelsson. Síðari ársfundur búnaðarfjelags suð- uramtsins verður haldinn fimmtudag 5. dag júlímánaðar næstkomandi kl. 12 á hádegi í prestaskólahúsinu. Verður þar skýrt frá fjárhag Qelagsins og aðgjörð- um þess, og rædd önnur málefni, sem fjelagið varðar. Reykjavík, 28. dagjúním. 1883. H. Kr. Friðmksson. Aðalfundur í Verzlunarhlutafjelaginu í Reykjavík verður haldinn 6. dag næst- komandi júlímánaðar, kl. 4. e. m. í hús- um verzlunarinnar, og þá skýrt frá hag fjelagsins, og rætt um önnur mál- efni þess. Reykjavík, 20. dagjúním. 1883. H. Kr. Friðriksson. H. O. Fischer, kaupmaður, 31 Sand- port Street, Leith, býðst til að kaupa vörur á Skotlandi og senda til íslands, einnig að taka við íslenzkum vörum og selja þær fyrir hæsta verð, sem fengizt getur, og senda aptur andvirði þeirra í vörum eða peningum. Frú KarenFischer 31 Sandport Street, Leith, tekur ferðarmenn til húsnæðis og fæðis. Danska er töluð í húsinu. Hjer með lýsi jeg undirritaður yfir því, að það var alls ekki ætlun mín, að meiða mannorð pilts- ins Jónasar A. Sigurðssonar á Asbjarnarnesi með vísu þeirri, er jeg í ógáti hreytti fram um hann, og viðurkenni um leið, að jeg hef enga ástæðu til að álíta, að hann eigi fyrir því, sem vísan virðist benda til. Er því vísu þá að álíta sem dauða og ómerka. 21/4 83. Sigfús Guðmundsson. pAKKARÁVÖRP. Jeg undirskrifuð get ekki leittfram hjá mjer, að votta herra J. Jónassyni í Reykjavík mitt innilegasta þakklæti fyrir þann staka mannkærleika, sem hann sýndi manninum mínum Jóni sáluga þórkelssyni í banalegu hans, bæði með því að vitja hans stöðugiega í 18 vikur, og með því að gefa hon- um meðulin sem hann ráðlagði til að lina þjáningar hans. petta kærleiks- verk bið jeg algóðan guð að endur- gjalda honum þúsundfallt. Ánanaustum 17. aprílm. 1883. Guðriín Sigurðardóttir. Knúð af þakklætistilfinningu vil jeg opinberlega geta þeirra manna, sem rjettu mjer hjálparhönd við það tæki- færi, að jarðsettar voru þær síðustu leifar manns míns, Tómasar Jónssonar, sem týndist í byl iS.janúar næstliðinn; þar sem jeg ekki hef afgangs skuld- um af hinu litla búi okkar svo mikið sem jeg minnst get komizt af með mjer til lífsuppeldis. Jens Pálsson prestur á pingvöllum gaf mjer upp legkaup og líksöngseyri og ræðu eða 10 kr. 72 a. og veturgamla kind; líkmenn H. Guðmundsson Miðfelli, A. Eiríksson Skógarkoti, J. Guðmundsson Svartagili, P. Jónsson Brúsastöðum, J. Jónsson Skálabrekku, f>. Kristjánsson F'ells- enda líkmannskaup sitt eða 3 kr. hver. Enn fremur gáfu mjer hra Jón Krist- jánsson Skógarkoti 5 kr., Eiríkur Gríms- son Gjábakka 3 kr. J>essum heiðruðu mönnum votta jeg mitt innilegasta þakklæti og bið Guð að blessa efni þeirra, en í eilífðinni munu þeir upp- skera laun samkvæmt því náðarfyrir- heiti, er þannig hljóðar: „Það sem þjer gjörðuð einum af þessum mínum minnstu bræðrum, það gjörðuð þjer mjer“. Hrauntúni 20. mai 1883. Guðrún þormóðsdóttir. þegar jeg á yfirstandandi vetri varð fyrir þeim sára söknuði, að missa minn ástkæra mann, Sigurð Gamalíelsson, í sjóinn, urðu margir til þess, bæði nær og fjær, að rétta mér hjálparhönd og ljetta mjer sorgina bæði í orði og verki. Nefni jeg til þess fyrst og fremst þá herra G. Thorgrimsen, sjeraHans son hans, Eyvind Jónsson á Eyfakoti, Guðm. Isleifsson á Háeyri og Jón þórhalla- son á Skúmstöðum, sem gaf mjer upp 47 kr. skuld og líkkistusmíðið. Nöfn velgjörða- manna minna eru að vísu of mörg til að telja þau öll hjer upp, en sá, sem er forsvar ekknanna og faðir hinna föðurlausu, mun ekki gleyrna þeim, heldur launa þeim öllum fyrir mig af ríkdómi sinnar náðar. Eyfakoti á Eyrarbakka, 17. apríl 1883. Vilborg Erlendsdóttir. Jeg get ekki látið hjá líða, að minnast með hjartans þakklæti allra þeirra miklu gjafa og aðstoðar, sem jeg—lítt þekkt hjer í plássi — hefi orðið aðnjótandi síðan jeg í vetur missti minn hjartkæra mann, þorkel Pjetursson, í sjóinn. Og þó eg sjerstaklega vilji minnast þeirra herra : Thorgrimsens kaupmanns, sjera Hans sonar hans og Guðm. hreppstjóra Isleifssonar, sem verið munu hafa fyrstu hvatamenn gjafanna og gáfu mjer mikið sjálfir, hafa svo margir aðr- ir á ýmsan hátt bætt úr böli mínu, að ekki er hægt að skrá hjer nöfn þeirra. Drottinn launi þeim öllum fyrir mig betur enn eg hefi vit á um að biðja og gleðja þá á tíma neyðarinnar, eins, og þeir hafa glatt mig. Eyfakoti, 21. apríl 1883. Ingibjörg Pálsdóttir. gjKaupendur ísafoldar gjöri svo vel að minnast pess, að hún á að borg- ast í ncesta mánuði, júlímánuði. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.