Ísafold - 30.06.1883, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.06.1883, Blaðsíða 1
Argangurinn, 32 blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danm., Svíþjóð og Norvegi um 3!/2 kr., í óöium löndum 4 kr. Borgist í júlím. innanlands, erlendis fyrir fram. ÍSAFOLD. Auglýsingar kosta þetta hver] lína : aur> Étt|meðmeginletri...IO ^meö smaletri....... » ítak{me®mtnletri--'12 Jmeð smaletn...15 Pöntun er bindand simí1 fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara. 3 X 13. Reykjavík, laugardaginn 30. júnímán. 1883. Útlendar frjettir. Khöfn 27, maí 1883. Hjer var hjeraðsfundur mikill vinstri- manna á Sjálandi í Herthadal nærri Hleiðru fyrra sunnudag, 20. maí. Tíu eða 14 þúsundir manna. Samþykkt meðal annars nokkurs konar áskorun til konungs um ráðherraskipti. Hann svaraði í gær erindrekum fundarins, 12 bændum, að þingmenn einir væri lög- legir fulltrúar þjóðarinnar, og að hann einn rjeði hvaða ráðgjafa hann hefði o. s. frv., af sama tagi og fyr. Viðlíka fundum mun eflaust haldið áfram í öðr- um hjeruðum landsins, þrátt fyrir þessi svör. Mikið barizt nú um aukakosn- ingu á Friðriksbergi. J>að er svo sem hliðið að Kaupmannahöfn, sem vinstri- menn leggja nú allt sitt kapp á að vinna undir sig. Ríkismálsóknin í Norvegi gegn stjórn- arherrunum byrjaði 18. þ. m. Búið nú að dæma morðingja þeirra Cavendish og Burkes á írlandi, sex af lífi (2 þegar hengdir), hina í hegningar- vinnu. Fimm höfðu skotið sjer undan hegningu með því að gjörast sögumenn eða uppljóstrarmenn, samkvæmt enskum lögum. Páfinn hefir ámælt þunglega í um- burðarbrjefi írskum kennilýð kaþólskum fyrir hlutdeild í byltingaráðum, og bann- að meðal annars að styðja að samskot- um í heiðursgjöf handa Parnell. írar eru annálaðir fyrir páfahollustu, og því þykja þetta tíðindi. En örðugt að svara páfa, er hann er óskeikull. jþeir hafa það ráð að kenna brjefið rógi af hendi erindreka Bretastjórnar í Róm. Dufferin lávarður búinn að afljúka erindinu á Egiptalandi. Hefir búið til handa Egiptum stjórnarskrá og látið jarl samþykkja. Bretar ráða þar lög- um og lofum upp frá þessu. Bretar ráðgera að búa til nýjan Súez- skurð, til þess að vera ekki komnir upp á hinn franska eptir Lesseps. J>að lík- ar Frökkum ekki vel. Fiskisýningin mikla í Lundúnum opn- uð 12. þ. m., eins og til stóð, af prinz- inum af Wales ; drottning lasin. Dan- ir eru þar mjög svo annara eptirbátar. Skrifað hingað frá I.undúnum, að spurt sje töluvert eptir á sýningunni sýnis- hornum af íslenzkum varningi, t. d. prjónlesi. Cetewayo konungur, er Bretar skil- uðu aptur ríki sínu í fyrra, Zúlúlandi, er farinn að berjast þar syðra við granna sína og veitir miður. Munu Bretar til neyddir að skerast í leik- inn. Krýningin Rússakeisara og drottn- ingar hans fer fram í dag í Moskva. Hátíðahöldin byrjuðu 22. þ. m., með innreið í borgina. Standa til 10. júni. Dýrð og viðhöfn óumræðileg. Bara að jörðin tolli nú saman. Sægur af út- lendu stórmenni við krýninguna. Hjeð- an Valdimar prinz, með fríðu föruneyti. Enn fremur fulltrúar frá þeim 112 þjóðum, sem Rússakeisari á yfir að ráða. Friður fullgerður nú að sögn með Chileverjum og Perúmönnum. Perú- menn láta suðurhluta landsins ; má þó hverfa aptur, ef landsbúar óska þess, að io árum liðnum. Perú þjakað grimmdarlega á allar lundir af Chile- verjum þau 2 ár, sem liðin eru síðan þeir unnu fullnaðarsigur. Dáinn Laboulaye, nafntogaður þjóð- megunar- og lögfræðingur franskur. Khöfn 16. júní 1883. Kosningarbaráttan hjer á Friðriks- bergi fór svo, eptir mjög harðan at- gang og langan, að þingmannsefni stjórnarsinna, Steffensen herdómari, varð hlutskarpari, en með harla litlum at- kvæðamun. fað varð bert í þessu kosn- ingaþrefi, að mjög margir meiriháttar- menn, bæði menntamenn og aðrir, eru orðnir stjórninni fráhverfir. J>eim blöskr- ar þetta vandræðaástand, er allt ligg- ur svo sem í lamasessi, það er til rjett- arbóta horfir. Haldið áfram óhikað hjeraðsfundum víðsvegar um land með sama tilgangi og sama sniði og var á fundinum í Herthadal. Sunnudag 3. júní einn slík- ur á Falstri. Konungur nú í kynnisför suður á f>ýzkalandi. Dáinn 4. júní Israel Levin málfræð- ingur, 73 ára. í Svíþjóð ráðgjafaskipti um síðustu mánaðamót: Arvid Posse frá stjórnar- formennskunni, en við tók maður sem Thyselius heitir og hefir verið ráðgjafi áður tvívegis. Tilefnið var, að hrundið var fyrir þeim Posse á þingi herlaga- frumvarpi, er verið hafði á prjónunum í mörg ár. Posse var áður oddviti land- mannaflokksins, þ. e. vinstrimanna. Ekki er búizt við verujegri breytingu á stjórnarstefnunni fyrir þessi ráðgjafa- skipti. f>ar er nú komið ríkissökinni í Kristjaníu, að fyrsta málinu er stefnt í dóm 7. ágúst. J>að er gegn Selmer, yfirráðgjafanum. Málin eru nefnilega ellefu, sitt gegn hverjum ráðherranna. Nú er lokið aftöku banamanna þeirra Burkes landritara og Cavendish lávarð- ar á írlandi, fimm að tölu. Hinum sjötta var líf gefið. Hefir ekkert orðið til tíðinda við aftökuna, og líkur til að afdrif morðingjanna leiði öðrum slík tiltæki. Frakkar komnir í ófrið austur í Asíu, í Tonkin í Austur-Indíalöndum. Munu lengi hafa haft hug á að kgma sjer þar upp nýlenduríki, því landið er mikið og gott; það er höfuðpartur keisaradæmisins Annam, með 15 milj. íbúa. í fyrra vor tók frakkneskur her- skipsforingi, Riviére að nafni, herskildi höfuðborg landsins, Hanoi, og settist þar með liðsflokk sinn. Tilefnið var eða á að hafa verið samningsrof af hendi keisarans í Annam, og einhver reyfaraskapur þarlendra manna. í vor, 18. maí, gerði Riviére útrás úr borg- inni, með litla sveit manna, til að hrinda af sjer atsókn af hendi landsbúa, er voru ærið fjölmennir. Riviére barði vel á umsáturshernum, að sagt er, en á heimleiðinni var honum veitt fyrir- sát og fjell hann þar með 20—30 manna en nokkrir urðu handteknir. jpetta þóttu ill tíðindi, er þau spurðust til Parísar, og var þegar undinn bráður bugur að leiðangri austur eptir, til hefnda og líklega annars frekara, með nær samróma samþykki og fjárframlög- um af þingsins hendi. Ekki er þetta neitt stórvirki, verði við Tonkínsbúa eina að tefla. En það þykir tvísýnt. Kín- verjar eru nágrannar Tonkínsbúa og kalla Tonkín skattland sitt; vilja auk þess afstýra þvi til lengstra laga, að Evrópuríki komist í nábúð við sig. í annan stað hafa Bretar mjög illan augastað á viðburðum Frakka til að koma sjer upp nýlendum í öðrum álf- um, og munu því ekki spara að eggja Kínverja til mótspyrnu gegn Frökkum þar í Tonkin. Fyrir þá sök má vel fara svo, að hjer dragi til meiriháttar tíðinda. Abd-el-Kader, frelsiskappinn mikli frá Alzír, andaðist 25. maí í Damaskus, hálf áttræður ; hefir setið þar í fullan

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.