Ísafold - 11.07.1883, Page 1
Argangurinn, 32 blöð, lcostar
3 kr. innanlands, en í Danm.,
Svíþjóð og Norvegi um 3*/^
kr., i öðium löndum 4 kr.
Borgist i júlím. innanlands,
erlendis fyrir fram.
ISAFOLD.
Auglýsingar koí-ta ] ett
hver lína’: aur<
Ímeð meginletri ... 10
með smáletri.... 8
p ímeð meginletri ... 15
\með smáletri.....12
X 14.
Reykjavik, miðvikudaginn
11. júlímán.
1883.
53. Innlendar frjettir. Smáklausur.
54. Frá alþingi T.
56. Flugrit um latínuslcólann. Auglýsingar.
Skrifstofa ísafoldar er í ísafoldarprent-
smiðju, við Bakarastiginn, 1. sal.
Afgreiðslustofa ísafoldar er á sama
stað.
Afgreiðslustofa ísafoldarprentsmiðju
er á sama stað.
Alþingisfundir í neðri deild að jafnaði hvern
rúmhelgan dag á hádegi.
Alþingisfundir i efri deild að jafnaði hvern
rumhelgan dag kl. i e. m.
Forngripasafnið, i Alþingishúsinu, opið hvern
miðvikudag og laugardag kl. 2—3.
Iþaka. Bókasafnþess fjelags, í Skólabókhlöð-
unni, er opið hvern þriðjudag og laugardag ld.
2-3.
Landsbókasafnið, i Alþ.húsinu, opið hvern
mánudag, miðvikudag og laugardag ld. 12—3.
Sparisjóður Rvíkur opinn hvern miðvikudag og
laugardag kl. 4—5.
Reykjavík II. júlí 1883.
Alþingi sett 2. júlí, af settum landshöfð-
ingja Bergi Thorberg, í umboði konungs.
Byrjaði á guðsþjónustugjörð í dómkirkjunni.
Síra þorkell Bjarnason stje í stólinn.
Eptir að þingmenn voru saman komnir í
Alþingishúsinu, í þingsal neðri deildar, las
landsh. upp umboðsskjal sitt og því næst
boðskap konungs til alþingis. Lýsti síðan
yfir, að hið 5. löggefandi alþingi væri sett.
Jón Sigurðsson frá Gautlöndum stóð upp
og mælti: lengi lifi konungur vor, Kristján
níundi! Tóku þingmenn undir það í einu
hljóði. Síðan gekkst elzti þingmaður,
Pjetur biskup Pjetursson, fyrir kosningu
forseta í sameinuðu þingi. |>að varð Magn-
ús Stephensen yfirdómari með 19 atkv.;
A. Thorsteinson landfóg. hlaut 10. Vara-
forseti varð Lárus Blöndal með 19 atkv.
Skrifarar í sameinuðu þingi urðu þeir Ei-
ríkur próf. Briem og Eiríkur próf. Kuld.
Forseti í neðri deild var kosinn undir
stjórn hins elzta þingmanns þar, síra Ja-
kobs Guðmundssonar, Jón Sigurðsson frá
Gautlöndum með 17 atkv. af 19; varafor-
seti Tryggvi Gunnarsson með 13; skrifarar
Magnús Andrjesson (16) og H. Kr. Prið-
riksson (13). Forseti í efri deild varð
Pjetur biskup Pjetursson með 8 atkv.;
varafors. A. Thorsteinson með 10; skrifar-
ar Magnús Stephensen og Sigurður Melsteð.
Daginn eptir lagði landshöfðingi fyrir þing-
ið 17 stjórnarfrumvörp og ein bráðabirgð-
arlög.
Synodus haldin 4. júlí. Á fundi
3tiptsyfirvöldin, ð prófastar, 8 prestar og
forstm. prestaskólans. Síra Jóhann þor-
kelsson á Mosfelli prjedikaði. Úthlutað
styrktarfje meðal uppgjafapresta ogprests-
ekkna. Lagt fram frumvarp til laga um
opinbera guðsþjónustugjörð, frá fundi að
Höfða í Múlas. 2. júní; vísað frá eptir
nokkrar umr. sem óhafandi. Biskup skýrði
frá, að prestsekknasjóðurinn ætti nú nær
16 þús. kr.
Bókmenntafjelagsfundur í Keykjavlk-
urdeildinni 9. júlí. Bornar upp til sam-
þykktar breytingartillögur við lög fjelags-
ins, í þá átt, að gjöra báðar deildir að einni
heild. Breytingarnar samþykktar hver fyrir
sig eptir talsverðar umræður með miklum
atkvæðamun, og lögin þannig breytt síðan
samþykkt með nafnakalli með 90 atkv.
gegn 12. Verða síðan sendar Hafnardeild-
inni til samþykktar; fá fullnaðargildi, nema
þar komi 34 nei og ekkert já, eða sem
þeirri tiltölu svarar. Nýir fjelagsmen nhjer
í deildinni 54, margt stúdentar og skólapilt-
ar. Bækur hjer í deildinni þetta ár: eitt
hepti af Veraldarsögu Melsteðs, eitt hepti
af Sýslumannaæfum, Othello, Frjettir frá
Islandi 1881 og 1882, og Tímaritið. Stjórn-
in endurkosin, og ritnefnd Tímaritsins
sömuleiðis, nema Björn Jónsson ritstjóri
kosin í hana í stað Páls Melsteðs, er
beðizt hafði undan kosningu.
Búnaðarfjelagsfundur í Suðuramtinu hald-
inn 5. júlí í Kvík. Forseti H. Kr. Friðriks-
son. Tíu eða 12 manns á fundi. Fjelaga-
tal nú 242. Fjelagið átti til í árslok 1882
um 15670 kr. Veittar á fundinum 400 kr.
til að verja Safamýri í K.vallasýslu ágangi
af vatni; var flutningsmaður þess Sighv.
alþm. Árnason. Áður veittar til þess af
amtsráði 800 kr.
Camoens kom norðan hingað að iir
strandinu 3. júlí, bætt svo til bráðabirgða,
að haffært hefur þótt, og með vesturfarana
hjeðan, 84. Fór sama kvöld með þá áleiðis
til Skotlands.
Herskip frá Austurríki, Pola, kom hjer
30. júní, á leið norður á Jan Mayen eptir
veðurathuganamönnum þeim og náttúru-
fræðingum frá Austurríki, er þar hafa setið
síðan í fyrra. Skipið bíður hjer fram undir
mánaðarlok.
Latínuskólanum sagt upp 30. júní. Ný-
sveinar reyndir og teknir inn 29. júní :
fimmtán í 1. bekk, og sex í annan. Útskrif-
aðir níu, og auk þess fjórir utanskólamenn,
dagana 30. júní til 5. júlí. Tala lærisveina
í latínuskólanum nú 123.
þessir þrettán stúdentar eru (rómv. talan
táknar einkunn, hin stig) :
Guðmundur Magnússon ............. I 105
Oddur Jónsson.................... I 102
Bjarni þorsteinsson............ I 98
Sigurður Hjörleifsson ........... I 96
Klemens Jónsson.................. I 96
Sigurður Briem................. I 91
Pálmi þóroddsson ................ I 89
Valtýr Guðmundsson .............. I 89
Gísli Brynjólfsson .............. I 86
Brynjúlfur Kúld ................. I 86
Ólafur Ólafsson ................ II 83
Guðmundur Scheving.............. II 65
Mattías Eggertsson..............III 53
Guðmundur Magnússon hefir ágætisein-
kunn. Hana hefir alls einn stúdent fengið
áður frá Rvíkurskóla: Hallgr. Sveinsson
dómkirkjuprestur.
— |>að er skrítin brúkun á fjenu sem
fjárlögin ætla í styrk til vísindalegra og
verklegra fyrirtækja, að gefa það prests-
ekknasjóðnum. það hefir samt verið gert
fyrir skömmu, þó farið hafi varið dálítinn
krók með það. það hefir verið látið heita
svo sem þetta fje, 600 kr. hjer um bil,
hafi verið veitt biskupnum, dr. P. Pjeturs-
syni, til að gefa út hugvekjusafn til hús-
lestra, en hann síðan auglýst, að prestsekkna-
sjóðurinn ætti að vera aðnjótandi gjafarinnar
eða arðsins af fyrirtækinu. f>etta er óneitan-
legajkátleg aðferð. Oghvar skal staðarnum-
ið, ef slíkt er upp tekið; ef hver þurfaling-
ur, hvort heldur eru almennar stofnanir eða
einstakir menn, getur krækt í þetta fje og
ef til vill aðra gjaldliði á fjárlögunum með
því að fara svo lítinn krók: láta annan
mann biðja um það sem ekki þarfnast þess
og alls engin ástæða er til að veita slíkan
styrk. Væri ætlað fje úr landsjóði til
verðlauna fyrir mikil ritstörf og góð,
mundu líklegast fáir neita því, að dr. P.
Pjetursson ætti að koma þar til greina
fremur flestum öðrum íslenzkum rithöfund-
um, þeim er nú eru uppi. En að veita
honum styrk til vísindalegra fyrirtækja,
það getur ekki verið alvara; honum, sem
er einhver mesti auðmaður landsins og hef-
ir eflauzt fjenast á bókum sínum miklu
meira en nokkur annar íslenzkur rithöfund-
ur; sem hefir það fyrirtaksorð á sjer fyr-
ir bækur sínar meðal alþýðu, að hvað sem
frá hans hendi kemur eða undir hans um-
sjón af guðsorðabókum að minnsta kosti
flýgur út undir eins viðstöðulaust.
Sje þessi fjárveiting, sem mælt er, eitt-
hvert hið síðasta embættisverk hins fyr-
verandi landshöfðingja, yfirpræsidents Hilm-
ars Finsens, þá má segja næst um því, að
honum hafi sagt fyrir. |>að var viðurkennt
á hverju alþingi eptir annað, að hann færi
miklu betur með þenna gjaldlið á fjárlög-
unum heldur en stjórnin í Khöfn.
Prestsekknasjóðurinn er bæði þurfandi og
gjafa maklegur. En svo er um fleiri nyt-
sama styrktarsjóði. f>ví skyldu þeir ekki
koma á eptir, þegar honum tekst svo vel.
Oss minnir að til sje sjóður hjer í Kvík,
sem heitir styrktarsjóður fátækra verzlun-
armanna eða eitthvað því um líkt. Til þess
að útvega þessum sjóði gjöf úr landssjóði
þyrfti eptir þessu lagi ekki annað en að ein-
hver af kaupmönnum, t. d. annarhvor
þeirra, sem hafa annar 50 þús. og hinn 40
þús. kr. í tekjur á ári, sækti um styrk af
fjenu »til verklegra fyrirtækja« til þess að
koma sjer upp þilskipaútveg eða til einhvers
annars arðvænlegs fyrirtækis, eins og
reynslan sýnir að bókaútgáfa er biskupnum,