Ísafold - 11.07.1883, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.07.1883, Blaðsíða 2
54 og auglýsa síðan eptir á, að styrktarsjóður fátækra verzlunarmanna eigi að verða gjaf- arinnar njótandi. |>á er allt búið. — Póstmeistarinn hefir 1000 kr. í skrif- stofufje úr landssjóði; honum tókst að kreysta skrifstofukostnaðarendurgjaldið upp í þá upphæð fyrir nokkrum árum. Pyrir nokkuð meira en helming þessa fjár hefir hann til þessa haldið mann, sem hefir ann- azt mestan hluta póstmeistarastarfanna og auk þess unnið sjálfsagt helming vinnutíma síns að aukastörfum manns þess, er póst- meistaraembættinu þjonar, svo sem bóka- sölu og pappírssölu, afgreiðslu skipa og mýmörgu öðru. Samt sem áður getur póst- meistarinn ekki ráðizt í þann kostnað og fyrirhöfn, er því fylgir, að auglýsa með dálitlum brjefsnepli á póststofudyrunum, er auka-póstferðir fyrir falla, til annara landa t. a. m. Hjer um daginn, 28. júní, fje'll ferð til Skotlands, ágœt ferð til að skrifa með, með franska herskipinu öðru. Dag- inn áður heyrðist á skotspónum um ferð skipsins, en sitt sagði hver um það, hve nær það ætlaði á stað. þeim, sem þekkja til póstafgreiðslu annarstaðar, verður það fyrst fyrir, er svo ber til, að skjótast á póst- húsið og hta eptir auglýsingu um það utan á húsinu, eða þá fara inn og spyrjast fyrir, því slík hús sem pósthús eru jafnan opin frá morgni til kvölds í hverju siðuðu landi nú á tímum, í höfuðstöðum að minnsta kosti. En pósthúsið í Bvík er lokað helming af deginum, og var það líka í þetta sinn nátt- úrlega, og engin auglýsing um ferð skipsins neinstaðar utan á húsinu. Og annað eins sleifaralag og þetta er svo sem engin ný bóla; það er rótföst tízka, helguð af venjunni og hinni annáluðu fram- taksemi og árvekni íslenzkra embættismanna. Frá alþingi. i. Boðskapur konungs til alþingis er svo látandi, dags. 26. maí: Christian hinn Níundi o. s. frv. Vora konunglegu kveðju! Tíðindin er hingað bárust í fyrra um harðærið á íslandi og þar af leiðandi neyð og skort meðal landsbúa, hafa valdið oss mikillar áhyggju. En eins og stjórnin' ljet sjer vera annt um, þeg- ar er hún komst að raun um hættu þá, er yfir vofði, að afstýra neyð þeirri, er fyrir hendi var, þannig hafa ein- stakir velgjörðamenn, bæði hjer og annarstaðar, svo fúsir viljað hjálpa hinum nauðstöddu landsbúum, og gjört það svo ríkulega, að með því varð eigi að eins ráðið úr neyð þeirri, er fyrir hendi var, heldur einnig þeirri hættu afstýrt, er menn voru hræddir um að leiða mundi á síðan af harðærinu. Til allrar hamingju hafa Oss nú borizt þær frjettir frá Islandi, að núsje breytt mjög til batnaðar, og megi því vænta, að landið muni brátt rjetta við aptur, og smámsaman fá bættan þann skaða, er það hefir orðið fyrjr. Stjórnin hefir því gigi ætlað að hún að sinni ætti að koma fram með tillögur um nokkrar óvanalegar ráðstafanir f þessum efnum, en hefir þó veittlands- höfðingja heimild til að taka með al- þingi til íhugunar, hvort vera muni ástæða til að veita þeim, er orðið hafa fyrir skaða, ítarlegri styrk af almennu fje en orðinn er, og, ef svo væri, þá að fá til þess fjárveiting þá á fjárlög- unum, er með þarf. f>að er auðsætt, að sú hin mikla rýrnun, er á síðast liðnu ári hefir orðið á fjárstofnum manna, mun hafa mikil áhrif á fjárhaginn. En eptir þeirri á- ætlan, er um það efni er unnt að gjöra að sinni, má svo álíta, að hinar vana- legu tekjur muni eigi að eins standast útgjöldin, heldur muni jafnvel verða nokkur afgangur, þó hann verði ekki mikill, og hefir stjórninni því eigi þótt ástæða til að fara þess á leit að útvega nýjar tekjur, einkum þar sem hækkun á álögunum mundi verða miklu þungbærari, eftir því sem nú er á- statt. Vjer höfum með ánægju tekið eftir því, hversu alþingi leitast við með ár- legum fjárveitingum á fjárlögunum að koma upp atvinnuvegum landsins. Hafa þó þessar fjárveitingar hingað til mest miðað að þvi, að efla landbúnaðinn. En eigi mun minna í það varið að efia hinn annan aðalatvinnuveg landsins, sem eru fiskiveiðarnar, og þar sem mál það hefir á seinni tímum vakið athygli manna á sjer, og svo virðist einnig sem áhugi manna fyrir því sje vaknaður á íslandi sjálfu, þá hefir stjórnin ætlað, að hún ætti fyrir sitt leyti að greiða fyrir málinu, með því að gjöra aðgang- inn til hinna innlendu fiskiveiða svo hægan fyrir, sem auðið er, og munu því nokkur frumvörp, er að þessu lúta, verða lögð fyrir alþingi. í sambandi við mál þetta stendur annað, er Oss er mjög ant um, en það er endurnýjan verzlunarsamningsins við Spán, er útrunninn var í haust er leið. Samningstilraunir þær, er gjörð- ar hafa verið við Spánar-stjórn, hafa enn engan árangur haft, en stjórn Vor mun, ekki sízt vegna þess að það er Islandi svo mikils varðandi, gjöra sjer far um að koma á samningi við Spánar-stjórn jafnvel þótt svo væri, að leggja þyrfti í sölurnar töluvert af tekjum þeim, er ríkissjóðurinn hefir hingað til haft í toll af spönskum vörum. Að endingu verðum Vjer að tilkynna alþingi, að landshöfðingi Vor yfir ís- landi, er um langan tíma hefir stjórnað þessu embætti, og jafnframt verið full- trúi stjórnarinnar á alþingi, getur eigi lengur haft þessa stöðu á hendi, þar sem hann er skipaður í mikilsháttar og vandasamt embætti hjer í landi; en Vjer treystum því, að sá maður, er Vjer höfum falið á hendur að veita landshöfð- ingjaembættinu forstöðu, og að leysa af hendi þann starfa, er því er sam- fara, að vera fulltrúi stjórnarinnar á al- þingi, muni hjá alþingi verða aðnjót- andi sömu velvildar og trausts, er fyrirrennari hans hafði áunnið sjer. Um leið og Vjer bætum við þeirri innilegu ósk Vorri, að starfi alþingis, er í hönd fer, megi verða til heilla og hamingju fyrir landið, heitum Vjer Voru trúa alþ. hylli Vorri og konunglegrimildi. þ>orvarður læknir Kjerúlf, 1. þingm. Napður-Múlas., kemur ekki á þing í þefta sinn; var kyrsettur af amtmanni vegna læknisleysis. Holger kaupm. Clausen, þm. Snæfell., kom ekki til þings fyr en 9. júlí. Alþingistíðindunum skipt á milli prentsmiðjanna í Rvík og á að reyna að koma sem mestu af umræðum út jafnóðum, um þingtímann. Ritstjóri alþingistíðindanna er Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar. Fyrir skrifstofu alþingis stendur Lárus Sveinbjörnson yfirdómari, eins og síðast. Stjórnarfrumvörpin 17 eru: 1. Frumvarp til fjárlaga fyrir árin 1884 og 1885; 2. Frv. til fjáraukalaga fyrir 1878 og 1879; 3. Frv. til fjáraukal. fyrir 1880 og 1881; 4. Frv. til fjáraukal. fyrir 1882 og 1883 ; 5. Frv. til laga um samþykkt á lands- reikningnum fyrir 1878 og 1879: 6. Frv. til 1. um samþ. á landsreikn. fyrir 1880 og 1881; 7. Frv. til 1. um, að aðflutningsgjald af skipum, er frá útlöndum flytjast til íslands, sje úr lögum numið; 8. Frv. til 1. um fiskiveiðar hlutafje- laga í landhelgi við ísland; 9. Frv. til 1. um breyting á 1. gr., 2. lið í tilskipun handa íslandi um skrásetning skipa 25. júní 1869; 10. Frv. til landbúnaðarlaga fyrir ísland; 11. Frv. til 1. um, að stjórninni veitist heimild til að selja nokkrar þjóð- jarðir; 12. Frv. til 1. um bæjarstjórn á Akur- eyri: 13. Frv. till. um eptirlaun prestsekkna; 14. Frv. til 1. um breyting á tilskipun um prestaköll á íslandi 15. des. 1865 1. og 2. gr.; 25. Frv. til 1. um breyt. á 1. gr. í lög- um 27. febr. 1880, um skipun prestakalla; 16. Frv. til 1., er breyta hegningará- kvörðununum í tilsk. 5. sept. 1794, 5- gr-; 17. Frv. til 1. um breyting á opnu brjefi 27. maí 1859 um að ráða útlenda menn á dönsk skip, sem gjörð eru út frá íslandi. Níu fyrstu frumvörpin lögð fyrir neðri deild, hin fyrir efri. Bráðabirgðalögin, sem lögð eru fyr- ir þingið, eru þau frá 16. febr. 1882 um breyting á 9. gr. í lögum 4. nóv. 1881 um útflutningsgjald af fiski, lýsi o. s. frv.—lögð fram að eins til athug- unar og eptirsjónar, segir landshöfðingi, en ekki til samþykktar, með því að framkvæmdartími þeirra er um garð genginn. __ I fjárlögunum er fátt nýmæla. Tekj- urnar gerðar eitthvað 3 þús. minni allt fjárhagstímabilið, heldur en í síðustu fjárlögum, nefnil. 850 þús., síðast 853. Abúðar- og lausafjárskattur gerður ekki nema 35 þús. hvort árið, í stað 49 þús. og 45 þús. í síðustu fjárl. Aðflutnings- gjald af áfengum drykkjum og tóbaki dálítið lægra. „Stjórninni veitist heim- ild til að gefa eprir leigur af lánum þeim, er veitt hafa verið ýmsum sýsl- um 1882 og 1883 til þess að sporna við hungursneyð, til ársloka 1888, mót því að frá þeim tíma greiðist af þeim 4% í leigur, og að ‘/20 af þeim_ end- urgreiðist síðan á ári hverju“. Úr út- gjaldadálkinum er það helzt tiltínandi, að þóknunin fyrir hina umboðslegu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.