Ísafold - 11.07.1883, Síða 4

Ísafold - 11.07.1883, Síða 4
56 skepnurnar sjálfur eða aðrir, skal sæta frá 2—20 kr., sektum í sveitarsjóð. Frá J>orláki Guðmundssyni lfrv. um stofnun kennaraembættis við gagnfræða- skólann og alþýðuskólann í Flensborg, sem sje skólastjóri og hafi að launum 2000 kr. úr landssjóði. Prestakosningarlög, frv., borin upp í efri deild, af Ben. Kristjánssyni, Ás- geiri Einarssyni og Stefáni Eiríkssyni, að miklu leyti samhljóða þeim, er þing- ið samþykkti síðast, en stjórnin hafn- aði. Munurinn sá helztur, að biskupi er ekki gert að skyldu, að gefa hinum kosna presti köllunarbrjef, heldur er svo fyrir mælt, að ef hann synji um staðfestingu, eigi sóknarmenn rjett á að kjósa af nýju, unz biskup staðfestir kosninguna og gefur hinum kosna köll- unarbrjef. Frumvarp til þurfamannalaga, upp borið í neðri deild af Ben. Sveinssyni og Tr. Gunnarssyni, í 17 greinum. Upphaf: „þ>urfamaður er hver sá maður, er eigi getur af eigin efnum eða kröptum sjeð lífi sínu borgið, svo hann hafi bæði nægilegt fæði og föt, sem og venjulega fræðslu“. Ur 3. gr.: „Að öðrum ástæðum jöfnum skal faðir leggja hálfu meira en móðir barni þeirra til framfæris“. Ur 13. gr.: „O- hlýðnist þurfamaður ráðstöfun hrepps- nefndar, er það skylda hreppstjóra, að skerast í málið, og geti hann eigi fengið þurfamanninn með góðu að ganga til hlýðni, kærir hann málið fyrir sýslumanni, er heldur honum til hlýðni að við lögðum sektum eptir málavöxtum". Flugrit um latínuskólann. Eins og kunnugt er, hafa nokkrir stúdentar í Kaupmannahöfn látið prenta og breitt út ílugrit um latínuskólann. Rit þessi eru að miklu leyti byggð á óáreiðan- legum brjefum einstakra manna frá Reykjavík og eru einnig sjálf óáreið- anleg. þ>ar er t. d. skólapiltum borið það á brýn, að þeir færi kennurunum sögur hver um annan. Tetta er alveg gagnstætt sannleikanum. það er þvert á móti regla skólapilta, eins og einnig mun vera títt í öðrum löndum, að segja eigi frá ávirðingum skólabræðra sinna. fað sem einkum er fundið að í fiug- ritum þessum er skólastjórnin, ogsjer í lagi umsjónin í skólanum, og er þar beinzt að einstökum nafngreindum mönn- um, aðjúnktunum Birni Magnússym Ólsen og Sigurði Sigurðarsym, þó eink- um að hinum fyrra, sem aðalumsjónin hvílir á; og er farið um þessa menn þeim orðum, sem hlyti að rýra álit þeirra og meiða mannorð þeirra, ef þeim væri trúað. Birni Olsen er bor- ið það á brýn, að hann beiti við skóla- pilta, „hranaskap, hrottaskap, kúgunar- valdi“ o. s. frv. Um Sigurð Sigurðar- son er það gefið í skyn, að hans gæti eigi sjálfs verulega sem umsjónar- manns, heldur hleypi hann Birni Olsen á foraðið, til þess að honum sjálfum hlekkist síður á. Með því að sumir kunna að ætla, að eitthvað sje satt í þessum áburði, ef honum er eigi mót- mælt, þá tel jeg það skyldu mína að lýsa yfir því,' að slíkur áburður er ó- sannur, og að eins og báðir umsjónar- mennirnir eru heiðvirðir menn, eins hafa þeir báðir gegnt umsjóninni sam- vizkusamlega og sýnt skólapiltum alla þá velvild og mannúð sem þem ber. 5/7 1883. 'Jón þorkelsson. Auglýsingar. ísafold d að koma útekki sjaldn- ar en á hverjum miðvikudegi um ping- tímann í sumar upp frá pessu. það sem eptir er af pess- um árgangi ísafoldar, til nýárs, 19 ilöð eða ef til vill freklega pað, að pessu blaði meðtöldu, fæst keypt sjer á parti fyrir tiltölulegt verð eða tæp- lega pað, nefnil. 1 kr. 75 aura, en sem borga verður fyrir fram, um leið og blaðið er pantað. það sem sjer í lagi mun fyrir að gangast, er greinilegar frjettir frá alpingi og tíðari en gerzt hefir að undanf örnu, nema sumarið sem Alpingisfrjettablaðið kom út (1879J. Gott vœri, að peir sem pessu boði vilja sæta, gerðu við vart um pað sem allra- fyrst. Brúkuð íslenzk íríiuerki óskast keypt fyrir peninga. Hvort mikið eða lítið er sent, þá verður við því tekið og borgunin send aptur með næsta pósti. Utanáskript: Dawson & Co, 36 Haworth Str. Cheetham, Manchester England. Alls konar frímerki keypt og seld, Agentum er óskað eptir. (C. 397). Efnagóður dugnaðarmaður getur ef til vill náð kaupum á einni af hinum mestu hlynnindajörðum á Yesturlandi. Nánari vísbending fæst hjá ritstjóra Isafoldar. — Alþingistíðindin 1888, sem eiga að koma út um þingtímann að miklu leyti, í þrem bindum: A. Umræður í efri deild og í samein- uðu þingi, B. Umræður í neðri deild, C. þingskjölin, fást til kaups hjá undirskrifuðum aðalút- sölumanni og síðarmeir hjá umboðsmönn- um mínum víðsvegar um land. Kosta hept 3 kr., og eru send kaup- endum kostnaðarlaust í 10 arka heptum, mest með strandferðaskipunum og svo með póstunum. Innanbæjarmenn geta fengið tíðindin jafnóðum, hverja örk samdægurs sem hún kemur út, ef þeir vilja vitja þeirra til mín, en þá verða þeir að kostasjálfir heptinguna. Út eru komnar þegar 15 arkir framan af þingskjalapartinum, stjórnarfrumvörpin, prent. í Khöfn, og nokkuð af því sem prentað er hjer. Beykjavík 11. júlí 1883. Kr. O. þorgrímsson. Jörðin Núpur í Dýrafirði, með hjáleigunni Kotnúp, samtals 24. 79 hdr.j að dýrleika eptir nýja matinu, er til kaups og ábúðar á næstkomandi vori. Framfleytir 8 kúm í meðalári, og 300 fjár. Ágæt sauðbeit. í- tök. þeir sem kaupa vilja, snúi sjer til óð- alsbónda Guðmundar Bjarnarsonar á Núpi. Prjónavjel ógölluð, nokkuð brúkuð,"Benr kostað hefir 180 krónur, fæst til kaups fyr- ir 130 kr. Ritstjórinn vísar á seljanda. Vasaúr með hárfesti týndist 2. þ. m. á Mosfellsheiði; hver sem finnur það er beð- inn að skila því á afgreiðslustofu Isafoldar gegn ríflegum fundarlaunum. AHEITI til Sfrawáar-kirkju borguð [á skrifstofu undirskrifaðs biskups frá 1. janú- ar til 30. júní 1883. — f frá ónefndum manni í Borgarfirði 2 kr.; ij- frá gömlum Grindvíking 6; s. d. frá ónefndri stúlku í Grindavíkurhr. 1; f frá ón. konu á Seltjarn- arnesi 2; ^frá Andrjesi Jónssyni á Hryggj- um 2 ; s. d. frá C. í Vogum 5; s. d. úr Dalasýslu 1; ij- frá ón. af Vesturlandi 4; f frá ón. stúlku í Selvogi 2 ; f frá ón. [Borg- firðingi 5; f frá ón. bónda á Álptanesi 1; s. d. frá ónefndri í Keflavík 5; f frá ó- nefndum í Strandarhreppi 3 ; -2^. frá G. K. á Skógarströnd 2: 50; fi8- frá ón. manni í suðurhluta Gullbr.sýslu 10; s. d. frá manni að vestan 10; s. d. frá ónefndum íReykja- vík 1; f- frá ón. ekkju í Grímsneshreppi 3; frá ón. stúlku 0 : 30 ; f frá R. (gjöf) 1; f frá N. N. N. (sent með pósti) 30 ; f frá ón. stúlku í Biskupstungum 1; frá ó- nefndum í Árnessýslu 1; s. d. frá fátækri stúlku 1; frá barni 1; frá ón. hjón- um í Árnessýslu 10; -f frá ónefndum á Seltjarnarnesi 1; frá ón. í Leiðvalla- hr. 1; -2g9- frá ón. stúlku í Reykjavík 2; § frá ón. stúlkuí Stokkseyrarhr. 2; f frá ón. stúlku 1; frá ónefndum í Reykjavík 1; s. d. frá ónefndum í þingeyjarsýslu 10; Samtals 128 kr. 80 a. Reykjavík 30. júní 1883. P. Pjetursson. Hugvekjur þær, er jeg hafði skýrt al- menningi frá, að jeg hefði í áformi að gefa út, eru nú alprentaðar og fást innbundnar á skrifstofu minni fyrir 2 kr. 25a. Jeg vona að menn geti sjeð að hugvekjur þessar eru miklu ódýrari en slíkar bækur almennt gjör- ast. Eins má geta nærri, að þær sjeu góð- ar^ þar þær eru eptir svo marga ágæta ræðumenn. Reykjavík 6. júlí 1883. P. Pjetursson. Kvennaskólinn á Ytriey byrjar 7. okt. næstk. og varir til 8. maí 1884. Inntaka í skólann verður veitt tvisvar á skólatíman- um, ef þess er æskt, nl. 7. okt. og 2. jan. Námsmeyjarnar gefa með sjer 70 aura á dag. Eorstöðukona skólans verður ungfrú Elin Briem frá Reynistað. Bónarbrjef um inntöku í skólann eiga að sendast undirrituðum sem allra fyrst. Ná- kvæmari upplýsingar verða auglýstar á Sauðárkróki og BlöDduósi, enda getur hver sem vill snúið sjer til forstöðunefndar skól- ans, í því tilliti. p. t. Reykjavík 3. júlí 1883. I umboði forstöðunefndarinnar: Björn Sigfússon frá Hofi í Vatnsdal. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð í ísafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.