Ísafold - 18.07.1883, Side 4

Ísafold - 18.07.1883, Side 4
60 þvinga menn til þess að vera í þjóðkirkj- unni, menn sem hún ætti að hafa rjett til þess að skilja frá sjer sjálf? Skyldi ekki vera rjettast að hver væri á sínum stað, þar sem hann á heima ? Prv. er í einstökum ákvörðunum sínum samhljóða því, sem eru lög í Noregi og Dan- mörku í líkum efnum, en þó eigi svo smá- smuglega tiltekið eins og í dönskum lögum«. Nefnd í þessu máli: Jón Olaf.sson, þórar- inn Böðvarsson, Jakob Guðmundsson. Við 1. umræðu um Ifrumvarpið um kosn- ingu presta mælti flutningsmaður þess, Asgeir Einarsson, meðal annars á þessa leið: J>á kemur enn sú ástæða [í neitunarbrjefi ráðgjafans, 28. júni 1882], «að stjórnar- »vald það er ábyrgðina ber á því, að kirkju- »málum sje viðunanlega og hagkvæmilega »stýrt, fái framvegis að hafa ráð til þess. »að fullnægja þessari skyldu sinni«. Jú það hefir nú sýnt sig, hve vel kirkjumálum Islands hefir verið stýrt opt og tíðum. Margir söfnuðir hafa verið prestlausir ár eptir ár og sumir verra en prestslausir, þó messað hafi verið hjá þeim tvisvar eða þrisvar á ári. En hvað er nú þetta hjá því, þegar þessi dásamlega, umhyggjusama stjórn sendir út um landið fyrir sálusorgara þá menn, sem þegar á námsárum sínum hafa vakið stórkostlegt hneyksli á þeim stað, er þeir hafa verið við námið, sem síðar verða stjettarbræðrum sínum yfir höfuð til mestu vanvirðu. Já, svo rammt hefir kveðið að, að sumir útsendarar hins núverandi veitingarvalds hafa lifað þannig, að ó- hróðurinn um þá hefir fiogið út um fram- andi lönd. þetta er ekki söfnuðunum að kenna. f>eir hafa ekki kosið þessa menn. Jeg veit líka að öllum söfnuðum, sem jeg þekki til, er annara mn vöxt, viðgang og sóma kirkjunnar, en svo, að þeir ljeti slíkt viðgangast eða spyrjast, ef þeir mætti ráða. f>ar næst segir í rg.brjefmu, að stjórn landsins einni verði fyrir því trúandi, að gæta þess, að sá, er um em- bættið sæki, hafi eigi að eins almenna lögboðna hæfilegleika sem sálusorgari, heldur sje og lagaður til að gegna þeim sjerstaklegu störfum, sem honum verði á hendur falið. f>egar svona ástæður koma, þá þykir mjer nú kasta tólfunum, enda hef jeg þegar í upphafi ræðu minnar sýnt hve fánýt þessi ástæða er. f>að er trúlegt, að ráðgjafinn viti í Danmörku sje^kunnugri mönnum heima á Islandi en Islendingar sjálfir. f>essi ástæða get- ur þó heldur staðizt með tilliti til veiting- arvaldsins hjer heima á Islandi. En eins og jeg hef áður tekið fram, þá fer því mjög fjarri, að allir þeir prestar, sem veitingarvaldið sendir út, sjeu svo liprir og reglusamir og vel að sjer, að af því megi raupa. Báðgjafinn mun einhvern- tíma sjálfur hafa fundið og átt tal við klerkinn, sem jeg gat um áðan, að eigi hefði getað samið einfaldar skýrslur, svo að þær yrðu notaðar. Hann hefir þá víst ekki heldur »examínerað« hann í þessum vísindagreinum. Comoens kominn til Leith. Átti að fara aptur þaðan hingað til lands 24. júlí, sam- kvæmt ferðaáætluninni, og fylgja henni úr þvi. Craigforth sent 6. júlí á austur- og norðurhafnirnar að taka þar vesturfarana, sem Camoens varð að yfirgefa. Hitt og- þotta. Bænarskrá Benedicts Gröndals til alþingis um styrk til vísindalegra fyrirtækja er svo snilldarlega letruð, á stóran bókfellspappír, að hún er reglu- legt listaverk. En stærri var bænaskrá, sem send var enska þinginu, parlamentinu, í vor, um að hafa veitingahús lokuð á helgidögum frá morgni til kvölds. Hún var svo þung og mikil í vöfunum, að það varð að velja úr hina sterkustu lögregluþjóna í Lundúnum til þess að roga henni inn í þingsalinn. f>að stóðu undir henni 590,000 nöfn, enda var rollan 7000 álnir á lengd, 35 fjórðungar að þyngd og 6 álnir ummáls samanvafin. — Kvennlæknar. Við læknisfræðisdeild háskól- ans í París eru nú að námi 39 ungar stúlkur. f>ar af eru 10 frá Frakklandi, 11 frá Englandi, 9 frá Rússlandi, 5 frá Ameríku, 1 frá Ungverjalandi, 1 frá Pólínalandi, I frá Róm, og ein austan úr Indía- löndum. — Sjómenn, einkum á hafskipum, hafa víða orð á sjer fyrir að vera blótsamir í meira lagi. J>ó er sumstaðar hafnsögumönnum einkanlega við það brugðið. I húsi hafnsögumannafjelagsins i New- York hangir dálítil járnskrína, sem er kölluð „blót- skrínanu. J>að er nokkurs konar sparisjóður og rennur í hann ákveðið gjald fyrir hvert blótsyrði, er einhverjum hrýtur af munni þar innan veggja. Fyrstu mánuðina, sem þetta sektalögmál stóð, komu í skrínuna 100 dollarar á viku að jafnaði eða hátt á 4. hundrað krónnr. Svo fór það nokk- uð lækkandi. f>að er gengið hart eptir sektunum, og enginn neitar að gjalda nú orðið. Harðast hef- ur gamall hafnsögumaður einn orðið úti; hann hefir mátt kenna á því, hvað örðugt er að leggja niður rótgróinn vana. Hann er búinn ið láta samtals í blótsektir meira en iooo dollara, bara fyrir þá ánægju, að skjóta inn blótsyrði við og við til viðhafnar og staðfestingar á frásögum sín- um um ferðalög sín og því um líkt, og þó tvísýnt, hvort lagsmenn hans hafa lagt meiri trúnað á þær fyrir það. — TJng stúlka giptist til fjár hálfsjötugum manni. „Ekki skil jeg neitt í þjer“, sagði kunningi henn- arvið hana, „að þú skyldir geta fengið af þjer að fara að binda þig þessum aflóga dalakút alla æfi“. — „Já, hans, en ekki mína“, svaraði hún. Auglýsingar. (Viðhætir). Ú tlendar frj ettir ,með f ranska herskipinu öðru, er kom hingað í dag frá Leith. Kólera á Egipta- landi, mjög skæð. Greifinn af Chambord. konungsefni lögerfðamanna á Erakklandi, (Hinrik V.), lá fyrir dauðanum. Hitar á- kaflega miklir í Danmörku. Hjeraðsfund- um haldið áfram þar, út af stjórnarþrasinu, síðast í Friðriksborg, af hægrimönnum, og lauk með barsmíð : sonur Plougs gamla, stúdent, rak Holstein-Ledraborg greifa löðr- ung; var settur í varðhald. Síðasta af- j reksverk stjórnarinnar, að Dr. Pingel, yfir- kennari við metrópólítan-skólann i Khöfn, mesti lærdómsmaður, en vinstrimaður og vinur Georgs Brandes, er settur frá em- bætti. 'gJgfT" ísafold á að' koma út ekki sjaldn- ar en á hverjum miðvikudegi um þing- tímann í sumar. gjgjg?— það sem eptir er af þess- um árgangi ísaf oldar, til nýárs, 19 blöð eða ef til vill freklega það, að þessu blaði meðtöldu og nœ-sta blaði á undan, fcest keypt s jer á parti fyrir tiltölulegt verð eða tæplega það, nefnil. 1 kr. 75 aura, en sem borga verður fyr- ir fram, um leið og blaðið er pantað. það sem sjer í lagimun fyrir aðgang- ast, er greinilegar frjettir frá alþingi og tíðari en gerzt hefir að undanförnu, nema sumarið sem Alþingisfrjettablaðið kom tít (1879). Gott væn, að þeir sem þessu boði vilja sæ/a, gerðu við vartum pað sem allrafyrst. — Alþiiigistíðiiuliii 1888, sem eiga að koma út um þingtímann að miklu Ieyti, í þrem bindum: A. Umræður í efri deild og í samein- uðu þingi, B. Umræður í neðri deild, C. þingskjölin, fást til kaups hjá undirskrifuðum aðalút- sölumanni og síðarmeir hjá umboðsmönn- um mínum víðsvegar um land. Kosta hept 3 kr., og eru send kaup- endum kostnaðarlaust í 10 arka heptum, mest með strandferðaskipunum og svo með póstunum. Innanbæjarmenn geta fengið tíðindin jafnóðum, hverja örk samdægurs sem hún kemur út, ef þeir vilja vitja þeirra til mín, en þá verða þeir að kosta sjálfir heptinguna. Út eru komnar þegar 15 arkir framan af þingskjalapartinum, stjórnarfrumvörpin, prent. í Khöfn, og nokkuð af því sem prentað er hjer. Reykjavík 11. júlí 1883. Kr. O. þorgrímsson. Guðsþjónustugjörð í franska bænhúsinu í Landakoti sunnudag 22. júh' á miðaptni (kl. 6 e. m.),ádönsku. |>ann 15. dag júnímánaðar þ. á. hefi ég undirskrifaður selt herra kaupmanni H. Th. A. Thomsen í Reykjavík verzlan mína á Akranesskaga, með húsum, áhöldum, og öllu tilheyrandi, ásamt öllum útistandandi skuldum. Bið ég því alla þá, sem skuldug- ir voru mér um það leyti, að borga skuldir sínar til verzlunarstjóra Thomsens, herra Páls Jóhannessonar á Lambhússundi eða til Thomsens verzlunar í Reykjavík. Bakka á Akranesi við Lambhússund, í júnímánuði 18S3. Th. GuðmuncLsson. Til sölu á afgreiðslustofu ísafoldar: Grön- dals Dýrafræði á 2:25; Gröndals Steinafræði 1:00; Islandssaga þorkels Bjarnasonar 1:00; ljóðmæli Gríms Thomsens 1:00; um sauð- fjenað, eptir Guðmund Einarsson 0:90. Undirskrifaður óskar eptir að fá keypt 4. ár Nýrra Fjelagsrita. Rvík, V6 83. Br. Oddsson. Vasaúr hefir týnzt 12. júlí um kvöldið á Hellisheiðarveginum milli Hveragerðis og Sogns í Olvesi. Finnandi er beðinn að koma því til Sigurðar Gestssonar í Lang- holti í Flóa, gegn góðum fundarlaunum. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð i ísafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.