Ísafold - 01.08.1883, Blaðsíða 1
Árgangurinn, 32blöð, kostar
3kr. innanlands, en í Danni.,
Svíþjóð og Norvegi um 3 ^
kr., í óöiufii löndum 4 kr.
Borgist í júlím. innanlands,
erlendis fyrir fram.
ISAFOLD.
Auglýsingar kosta þetta
hver lína : aur,
. , fmeð meginletri .. TO
mnlendar \ 5 , . 0
fmeð smaletn.... X
Óllendai fmeð meginletri... I5
\með smáletri.........12
X 17.
Reykjavík, miðvikudaginn 1. ágústmán.
1883.
6f>. Innlendar frjettir. Útlendar frjettir.
()fi. Hinn íslenzki hásltóli
67. Jón A. Hjaltalín. Úr brjefi úr Mýrasýslu.
Frá alþingi IV.
68. Hitt og þetta. Auglýsingar. __________
8krifstofa ísafoldar er í ísafoldarprentsmið-
ju, við Bakarastiginn, 1. sal.
Afgreiðslustofa Isafoldar er á sama stað.
Áfgreiðslust. ísafoldarprentsmiðju er á s. st.
Alþingisfundir i neðri deild að jafnaði hvern rúm-
helgan dag á hádegi, og í efri deild kl. I e. m.
Austanpóstur fer af stað frá Rvík 4. águst.
Brauð laust: Skeggjastaðir 27/, 860+300.
Fornleifafjelagsfundur i Rvík 2. ágúst kl. 5 e. m.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2.
Jðnaðarsýning í Rvík opnuð 2. ágúst kl. 4 e. m.
íþökubókasafn opið hvern þrd. og ld. 2—3.
Landsbókasafnið opið hvern md„ mvd. og ld. 12—3.
' orðanpóstur fer frá Rvílc 3. ágúst.
Piístskipið Romny af stað frá Rvík til K.h. 7. ág.
Sparisjóðnr Rvíkur opinn hvern mvd. og ld. 4—5-
Vestanpóstur af stað frá Rvík 4. ágúst.
Reykjavík 1. ágúst.
Alþingismál orðin 78. jpar af 64 lagafrum-
vörp.
Níu frumvörp alls orðin lög frá alþingi.
Bn 10 felld eða tekin aptur.
Fullyrt er í áreiðanlegum frjettum frá
Khöfn, að Dalasýsla verði veitt oand. juris
Halldóri Daníelssyni.
Fyrir viku var Hrútafjörður fullur af haf-
íshroða, en autt úti fyrir. Segir ein frjett,
að ísinn hafi lónað frá Hornströndum eða
jafnvel horfið fám stundum eptir að Thyra
sneri þar aptur hans vegna austur fyrir 18.
júlf.
Af fiskiskipum Færeyinga hjer við land
voru sex komin heim til Færeyja 20. júlí
með samtals 84 þús. fiskjar.
Af kauptíðinni hjer í Reykjavík er þetta
helzt að segja, um vöruverð eins og það hef-
ir verið algengast eða að meðaltali o. s. frv.
í smákaupum og út 1 reikning.
Rúgur, tunnan (200 pund) ...... 18:00
Rúgmjöl —d«— .................. 20:00
Bankabygg—»«—.................. 28:00
Baunir —»«—.................... 26:00
Hrísgrjón, pundið............... 0:14
Kaffi —»«—...................... 0:50
Kandis —»«—..................... 0:45
Hvítasykur—»«—.................. 0:40
Púðursykur—»«—.................. 0:30
Brennivín, potturinn............ 0:85
Neftóbak, pundið ............... 1:40
Munntóbak—»«—................... 2:00
Salt, tunnan ................... 4:75
Steinkol, skippundið ........... 3:50
Steinolía, potturinn ........... 0:22
Saltfiskur, málfiskur, skippundið 70:00
Annar saltfiskur -—»«—- ....... 60:00
Harðfiskur —»«—................ 80:00
Ysa —»«— ................... 50:00
Lýsi, soðið, tunnan ........... 50:00
Lýsi, hrátt, —»«— ............. 45:00
Hrogn —»«— .................. 30:00
Sundmagar, pundið............... 0:90
Hvít ull —»«—• ................. 0:65
Mislit ull —»«— ............... 0:45
Æðardtmn —»«—• .......... 15:50
Hjá sumum mun hinn rýrari saltfiskur
(»annar saltfiskur«) hafa komizt upp í 63 kr.
eða jafnvel 64, og ýsa í 52. Fyrir ull hefir
og einstöku maður gefið 70 og 50.
Sama hjer um bil er sagt af prísum úr
öðruin heldri kaupstöðum landsins, nema
nokkuð minna gefið fyrir fiskinn fyrir norð-
an og austan, enda kvað hann vera ólíku
miður verkaður en hjer syðra, þarsemverk-
unin hefir verið afbragðsgóð í ár. Aptur
heldur meira gefið fyrir ull fyrir norðan og
austan. Og fyrir fisk á Yestfjörðum (Isaf.,
Dýraf., o. s. frv.) 75 kr.
Fiskurinn óvenjumagur í ár : fóru 140 —
160 í skippundið. Talið var að hjer við
Faxaflóa sunnanverðan hafi orðið 2 skippd.
hluti að meðaltali, og er það miklu minna
en meðalhlutur að vöxtum, en í rauninni
góður meðalhlutur vegna hins háa verðs.
Af ull segja kaupmenn hjeraðkomiðmuni
hafa nú í verzlun allt að því þriðjungi minna
en í fyrra.
Nýtt gjafakornsskip átti að leggja af stað
hingað til lands frá Khöfn 10. ágúst, með 4
eða 5 þús. tunnur, á þessar hafnir : Reykja-
vík, Stykkishólm, Patriksfjörð, Reykjarfjörð,
Borðeyri, Sauðárkrók, Siglufjörð, Akureyri.
Heitir Sylphiden, norskt gufuskip.
Enn fremur hafði Romny 250 tunnur
gjafakorns nú meðferðis til Vestmanneyja
handa Vestur-Skaptfellingum, og aðrar 250
hingað til Rvíkur handa Rangvellingum
og _ rnesingum.
Craigforth kom 27. júlí beina leið frá
Leith. Með því kom Slimon sjálfur og
Eggert kaupmaður Gunnarsson. Skipið
fór aptur næsta dag að kvöldi, með 430
hesta.
Camoens kom 28. júlí og fór samdægurs
áleiðis norður fyrir land eptir vesturförum
þeim, er ekki höfðu náðzt í fyrri ferðiuni.
Thyra, strandferðaskipið, kom vestan
aptur ekki fyr en 29. júlí að morgni, og fór
aptur í gærkveldi, eins og til stóð.
Romny, aðalpóstskipiðfráKhöfn., kom 30.
júlí um morguninn.
Pola, herskipið frá Austurrík, fór hjeðan
leiðar sinnar norður fyrir land 30. júlí.
Dáinn 8. júlí Páll Sigfússon, cand. phil.
á Blldudal; drukknaði af bát á skemtisigl-
ingu á Arnarfirði.
Dáinn hjer f Rvík 27. júlí síra Steinn
Steinssen frá Arnesi.
Útlendar frjettir.
Khöfn 8. júlí 1883.
Konungur vor kom heim frá þýzkalandi
úr baðaferð sinni í lok júní og fór rjett á
eptir til landbúnaðarsýningarinnar í Álaborg.
jpar var mikill mannsöfnuður fyrir, en því
var fleygt áður, að vinstrimenn á Jótlandi
ætluðu að sæta færi í Alaborg og knýja þar
aptur konungshurðina. jpeir höfðu átt með
sjer áður mjög fjölsóttan fund í Skanderborg
(um 20 þús.) og fjellust menn þar á hin
fyrri uppkvæði gegn ráðherrunum, frá fund-
inum við Hleiðru, eða í Hertudal, og báðu
fundarboðendur að flytja konungi sama er-
indi. Konungur synjaði þeim viðtals og
skýrskotaði til þess svars, sem hinir fyrri
sendimenn höfðu fengið, að sjer væri ekki
skylt að svara ávörpum um stjórnarmál, ut-
an þau kæmu frá þinginu eða deildum þess.
|>á höfðu og hægrimenn boðið til fundar á
Sjálandi, í Friðriksborg, 1. júlí. þangað
kvöddu líka vinstrimenn sitt lið frá Khöfn
og Norðursjálandi. |»eir ljetu að vísu sem
erindið skyldi það, að ná samkvæðum manna
að Hertudalsgreinunum; en hinir sögðu, að
áformið væri helzt hitt, að tálma fundar-
gerðum hægrimanna. þar gerðist líka »þröng
á þingi«, og svo var mikið hark og hávaði,
að hægrimenn náðu ekki neinni niðurstöðu
eða yfirlýsingargreinum; menn höfðu jafn-
vel búizt við ávarpi til Estrúps, en vinstri-
menn hjeldu sinn fund síðar og samþykktu
þar sínar greinir, eða bannfærirgu þeirra
Estrúps. Vinstrimenn hafa nú í rammari
heitingum en venja er til. Tala bæði um
fjárlagasyujun og skatthald ; en þó er bágt
að vita, hvað hjer er digurmælin ein og hvað
ekki.
Fyrstu dagana í júlí byrjaði í Khöfn sýn-
ing listaverka málara og myndasmiða frá
öllum norðurlöndum; Finnland með talið.
Henni fylgdu fundamót, veizlur og skemmti-
ferðir til ýmissa staða á Norðursjálandi, t.
d. til Friðriksborgar, þar sem Danir eiga
þjóðmenjasafn að sýna, eða annara staða
með menjum fyrri tíma, eða þar sem sum-
arfegurðin eykur á góðan fögnuð; af þeim
nóg með Eyrarsundi.
I ríkisdómi Norðmanna hafa menn fallizt
á að stefna hverjum ráðherranna um sig í
dóminn. Selmer formaður ráðaneytisins á
að gegna stefnu 7. ágúst. þingið neitaði
aptur hirðfjárviðbót krónprinzinumtil handa.
f>ví var slitið 23. júní. Selmer las upp þing-
slitabrjef konungs, en á eptir mælti Johan
Sverdrup, forsetinn, nokkur þakkarorð til
þingmanna, og kvað þá hafa gegnt vel skyldu
sinni við fósturlandið á svo vandamiklum
tímum, en kappsmunum þeirra mætti ekki
linna fyr en þjóðin hefði sjeð frelsi sínu
borgið. En um slíkt þyrfti enginn að ugga,
því beztu trygginguna fyrir þegnlegu frelsi
og þess ávöxtum ætti fólkið í sjálfu sjer
fólgna. Líkum kveðjum hefir Sverdrup
kvatt þingmenn áður, en nú var þetta svo
túlkað í blöðum hægrimanna, eða stjórn-
arinnar, að Sverdrúp hefði laumast hjer að
með norska »konungskveðju« (Throntale).
Hinn 3. júlí hljóp gufuskip af bakkastokkum
í Glasgow, en slingraði þegar á vatn kom,
og svo hvolfdi því vonum bráðara. jpar
drukknuðu 150 manna af þeim er innan-
borðs voru.
Louise Michel, jafnaðargrýlan franska
sem gekk í broddi eins róstuflokksins í
vetur er verknaðarmenn og skríllinn í París
brutust inn í bakarabúðir og gerðu annað
hark og hávaða, er nú dæmd til 6 ára
varðhalds.
Kjörbótalög katólskra manna á Prússlandi
hafa nú náð framgöngu. Hinum helzta
forvígismanni »þjóðernis- og frelsismanna«,
Bennigsen fríherra, þótti þetta sýna að hverju
örverpi þeim flokki væri komið og hve van-
megna hannværi á móti Bismarck, og hefir
hannnú sagt skilið við öllþingmál. Annars
segja síðustu frjettir frá Berlín, að páfinn
hafi látið óánægju sína í ljósi með yfirbót
Rússa fyrir maílögin, en stjórnarblaðið,