Ísafold - 01.08.1883, Blaðsíða 2
66
»Nord. allgem. Zeitung» hefir sagt, að ráða-
neyti páfans yrði nú að gá að sjer og stilla
heimtufrekjuna, ef betur skyldi fara.
Frá Eússlandi hefit fátt heyrzt eptir alla
krýningardýrðina og fagnaðarglauminn í
Moskófu. . Mest þykir í það yarið, að þau
keisarinn og drottning hafa heilum vagni
heim ekið. Umbótanna á stjórnarfari Eúss-
lands mun enn langt að bíða, og það þótti
heldur en ekki fagnaðarspell, erformaður
borgarráðsins, Bóris Tsitsjerln að nafni
vjek svo orðum að ástandi Eússlands í einu
hátíðarsamkvæmi, að hjer stæði þó allt »sem
á sandi reist« unz fólkið yrði til kvatt að
ráða málum sínum, sem hættir væru til í öðr-
um Európuríkjum. þess þarf ekki að geta,
að maðurinn mun hafa orðið að láta embætti
sitt fyrir djarfmæli þessi, þótt sum blöð
beri það aptur.
Síðan seint í júní hefir kólera geys-
í Damiette, borg við austurkvísl Nílár,
og færst þaðan út um landið, vestur og
suður. I Damiettu fer íbúatalan vart yfir
50,000, og þó hafa þar dáið á hverjum
degi hátt á annað hundrað manna. Pestin
var komin til Alexandríu, er síðast frjettist,
enhvorki þarnje annarstaðar svo mannskæð
sem í Damíettu. f>að er um þá borg og
flesta bæi á Egiptalandi að segja, að hjer
brestur á það allt til mestu muna, sem til
heilnæmis og hreinlætis heyrir. Kólera var
komin í námunda við Kairó, en þar eru
sum hverfin svo fúl og sauri orpin, að allir
þykjast vita, að hjer muni tólfunum kasta.
Um flóttaferðirnar frá Egiptalandi þarf
ekki að tala, og alstaðar í Evrópu er þegar
ráðstafað um pestvarnir.
Khöfn 19. júlí 1883.
Hjer í Danmörku hefir verið Hiti ákaflega
mikill, og virðist hafa valdið hlje á fundar-
höldunum, en blöðin heyja bardagann jafnt
og áður.
Dáinn er hjer nýlega, 14. júlí, Svend
Grundtvig, kennari í norrænni málfræði við
háskólann, af niðurfallssýki.
Bretastjórn hefir synjað samþykkis að
því djarfræði nýlendustjórnarinnar í Queens-
landi í Ástrahu í vor, að leggja eignarhald
á eyna New-Guinea til handa Bretadrottn-
ingu.
í haust eð var lenti Frökkum í deilur við
drottninguna á Madagaskar. Eptir samn-
ingum, t. d. frá 1841, kalla þeir til rjettar
og ráða á vesturströndum þessa eylands,
en drottning, Eanavalóna önnur, vill allt
eiga. Ófriðurinn byrjaði, er þeir höfðu rif-
ið ofan fána drottningar í tveim hafnabæj-
um á vesturströndinni, og hjeldu þeim kröf-
um að drottningu, að hún skyldi skjóta öllu
ríki sínu undir vernd þeirra og umsjón.
þessu var þverneitað; en þeir gengu síðan
eptir með oddi og eggju, skutu á sumar
strandborgir og neyttu þess ofureflis, sem
þeir áttu í flota sínum. |>eir unnu bæ á
austurströndinni, sem Tamatave heitir, og
settu þar hð í kastala. I þessum mánuði
reyndu drottningarmenn að ná bænum apt-
ur og reka Frakka á burt, en urðu að hrökkva
aptur og hafa svo búið. I þessum viðskipt-
um var sagt, að konsúll Englendinga og
fleiri hans samlandar hefðu mátt sæta ein-
hverjum afarkostum af Frakka hálfu, og
var þetta ekki vel þegið á Englandi. Hjer
mun mest ýkt í sögnuin, en stjórn Frakka
hefir þegar haft góð orð um yfirbætur, ef
það reyndist satt, sem borið var flotafor-
ingja Frakka. f>að mun fara hjer sem víð-
ar, að Frökkum verður sinn hlutur þá auð-
sóttari, ef enginn hlutast tu og gerir þeim
tálma, sém getur.
Frá Anam eða Tonkin engar nýjar frjett-
ir; en sagt að ekki hafi gengið enn saman
með Kínverjum og Frökkum Tonkinmálið.
Hinn 14. júlí hjeldu Frakkar að vanda
þjóðhátíð sína, og fór hún fram í París með
venjulegri viðhöfn og fögnuði. f>ar var þann
dag vígður líkneskjuvarði þjóðveldisins, en
vígsluræðuna flutti formaður borgarráðsins.
Líkneskjan heldur á olíuviðargrein, og á það
að tákna friðaráform þjóðveldisins.
Greifinn af Chambord heldur í aptur-
bata.
Nú á að grafa nýtt leiðarsund um Súez-
eiði, fram með hinu, sem þykir of mjótt, og
á Lesseps að hafa þar alla forstöðu. Svo
hefir þeim Gladstone samizt um, og hefir
hann heitið 144 milj. kr., eða 8 milj. pd.
sterl. til hins nýja mannvirkis úr ríkissjóði
Englendinga, en þeir fá meiri tilsjón en aðr-
ir á hinum nýja skurði. Mjög móti þessu
mælt í sumum blöðum Tórýmanna og fleir-
um, þar á meðal Times.
Hertoginn af Marlborough andaður, varð
bráðkvaddur 5. júlí. Hann var einn af
skörungum Tórýmanna, opt í ráðherrasessi
og tvö ár varakonungur á Irlandi.
Kólera hefir nú færzt út til fleiri borga á
Egiptalandi, og meðal annara til Kaíró;
drap þar í gær, 18. júlí, 61 mann; hefir
rjenað í Damiette, enda er þar drjúgt skarð
höggvið í íbúatöluna.
Hinn íslenzki háskóii.
Uppástungan um að stofna háskóla fyrir
Islendinga í landinu sjálfu hefir, eins og
við var að búast, fengið misjafnar undir-
tektir.
Engum þurfti að koma það á óvart,
að sumir mundu verða alveg hissa; »hvað
eiga Islendingar að gjöra við háskóla«!
Sumum þykir þetta allt of hátt og tignar-
legt handaoss aumingjunum, þeim ofbýður
nafnið, svo það verður að heita »lands-
skóli«!
Nú nú, látum þetta vera, rífumst eigi
um nöfn.
f>ví má og nærri geta, hvað þeir fyrir ut-
an pollinn muni hugsa út af þessari of-
dirfð. En það er eigi vanþörf á að minna
á, að öll sú frægð og allt það nafn, sem Dan-
ir hafa áunnið sjer bæði um Norðurlönd og
víðar um heim, er upphaflega gjörsamlega
frá Islandi runnið og Islendingar hafa mest
að því unnið; þeir hafa orðið fegnir að nota
hinar fornfálegu skræður, sem geymdu forn-
aldarinnar fagurskyggða stál, sem ekki
fekkst til að blika við sólargeislum nútíðar-
arinnar fyrri en Islendingar slógu af því ryð-
ið; og hvað höfum vjer fengið í staðinn?
Óþökk og ónot opt og tíðum! Hið kon-
unglega norræna fornfræðafjelag, sem alhr
vita að hefir alla sína frægð og allan sinn
andlega auð eingöngu frá Islandi, þetta fje-
lag er nú tekið upp á því að sleppa nafni
Islands alveg úr þeim landaheitum, sem
standa í bókaskrám þess á ári hverju, þann-
ig að ekki sjest annað en að Eeykjavík sje í
Danmörku.
þetta er annars varla að furða, því hug-
ur Dana mun almennt ekki vera oss stórum
hlýrri nú en að undanförnu. þessir ein-
stöku ágætismenn, sem eru sjerlegir vinir
vorir, eru undantekning, og þótt ölmusugæði
Dana við oss í bágindum vorum sje af góð-
um hug sprottin og lofsverðum í sjálfúm sjer,
þá mutidi oss samt satt að segja öðru vísi
löguð velvild eða af öðrum toga spunnin
æðimun mætari og hollari til frambúðar.
En með háskólanum í Kaupmannahöfn
munu þeir þykjast gera oss ómetanlegan
velgjörning; íslenzkir stúdentar hafa ein-
karjett til að komast að fremur öðrum og
njóta svo mikils styrks, að án hans mundu
kannske fæstir geta klofið Kaupmannahafn-
arveruna; en þetta eru samt ekki svo djúp-
sett klókindi, að vjer ekki getum greitt úr
þeim fyrir oss, því í rauninni er þetta eða
hefir lengst af verið eliki annað en hreinn
og beinn kaupskapur, ekki annað en gam-
alt þjóðráð til þess að gjöra íslenzk embætt-
ismannaefni dönsk í lund og sem köldust í
öllu því sem fósturjörðina snertir, og ber
þó hvað mest á þessu hjá lögfræðingunum,
sem von er, þar sem þeir svo að segja al-
ast upp í dönskum lögum og dönskum skoð-
unum og venjast þegar í æsku á að líta æ-
tíð fyrst til stjórnarinnar, hvað henni muni
vera þægilegast; en fósturjörðin verður að
vera útundan, þótt ekki sje það kannske
ætfð vísvitandi. Baunar eru og hafa opt
verið margir þjóðhollir drengir við háskól-
ann í Höfn; en engu að síður er þessi há-
skóli einn allstyrkur þáttur í þessu gamla
göngubandi, sem út lítur fyrir að Dönum
þyki einhver óskiljanleg ánægja og fremd að
halda oss í sem allralengst.
Ef vjer fengjum innlendan háskóla, hverju
nafni sem hann svo yrði nefndur, þá mund
eigi lítið losna um oss. En þá yrði að haga
svo til, að þeir sem tæki embættispróf við
hann, væri algjörlega jafngildir háskólamönn-
um frá Khöfn, eins og það er rjett, að kandí-
datar frá prestaskólanum og læknaskólanum
sjeu; því hvað læra þeir betur í Höfn en
innanhandar er að læra hjer, ef sæmilega
er á haldið? Sjá stærri hús, fleira fólk,
leikhúsið eða aðra skemmtistaði af rýrara
tagi, og aka útískóg! það eruíraun rjettri
læknisfræðingarnir einir, sem segja má með
vissu að hljóti að græða á Hafnarverunni
eða þá á veru í einhverjum öðrum stórbæ
erlendis, þar sem eru miklir og góðir spítal-
alar o. s. frv. Og svo vísindamenn eða vís-
indamannaefni; þeir geta auðvitað ekki þrif-
ist í allslausum kotbæ, sem Beykjavík er.
En það er engin vísindamennska að læra
fyrirlestra, til þess að ná embættisprófi.
Sumir kynnu að segja, að vjer þurfum eigi
háskóla, heldur megi læra allt af bókunum.
þá þarf heldur enga skóla, hvorki latínu-
skóla nje barnaskóla. Vjer höfum nóg af
bókum, að minnsta kosti í sumum greinum,
ef þær einungis væri notaðar; en það þarf
meira en bækur til kennslunnar. Að oss
vanti fje til þessa fyrirtækis, er varla svara-
vert; flestir ríkismenn berja sjer, og sumir
verða hræddir við allt; sumir sjá ofsjónum
yfir öllu.
Yfir höfuð er það meining vor, að rjett