Ísafold - 15.08.1883, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.08.1883, Blaðsíða 2
74 urþingeyingar berum orðum mótfallnir lán- stofnun. Arnesingar vildu koma upp sparisjóð á Eyrarbakka. Landbúnaðarlagamálinu var hreyft í 9 kjördæmum. Dalamenn sögðu málið svo umfangsmikið og illa undirbúið, að ekki væri gjörl^gt að taka það til umræðu á þessu þiugi. Suðurþingeyingar vildu og »fresta miaHnu enn um sinn, með því að þingið, mundi ekki fært um ráða því til lylta í því formi sem það hefir verið rætt á undanfarandi þingum. En verði það lagt fyrir þingið frá stjórnarinnar hálfu, lagði fundurinn það til, að þingið semdi að eins aðalákvarðanir um landbúnaðarmál- efni, en veiti sveitarstjórnunum vald til þess að setja reglugerðir og samþykktir í hinum einstöku greinum landbúnaðarlaga- málsinsi). jpessu lík skoðun kom fram á fundi Skagfirðinga, en fiestir fundarmenn þar voru þvi mótfallnir, og óskuðu aptur á móti að þingið vildi taka lögin fyrir í sumar til meðferðar og ráða þeim til lykta eptir þeirri stefnu er það mál nú þegar hefir tekið. Sama var atkvæði Húnvetninga, og sömul. óskuðu Eangvell- ingar, að »þingið haldi fram með fylgi og áhuga ladbúnaðarlöggjöfinni«. En Ey- firðingar »óskuðu, að þingið tæki að eins sjerstaka kafla til meðferðar á þingi hverju, og í sumar helzt þá grein þeirra, er tak- markaði ágang og usla af skepnum« Norðurþingeyingar á sama máli, og vildu að í þetta sinn væri að eins tekinn fyrir kaflinn um samband landsdrottins og leiguliða. Fiskiveiðamál umtalsefni í 7 kjördæmum. Eyfirðingar skoruðu á þingmennina að stuðla til þess, að skilyrði fyrir búsetu erlendra manna í landinu verði fast á kveðin með lög- um og nákvæmlega tekin fram í þeim skil- yrði fyrir veiðirjetti þeirra í landhelgi; að þeim er veiðirjett hafa, verði leyft með lög- um að nota utanríkisskip til veiðiskaparins; og að hvalaveiði með skotum verði bönn- uð í landhelgi við strendur Islands. Minnzt á þilskipaveiði á fundi Skagfirðinga og Gull- bringu- og Kjósarmanna, í þá átt, að þingið styddi þann atvinnuveg af alefli; samþykkti fundur Gbr. og Kjósarmanna í einu hljóði uppástungu frá þorsteini kaupm. Egilsson að skora á þingmenn sýslunnar að gera sitt til að útvega lán úr landssjóði með vægum kjörum til að koma upp þilskipum, að með- altali allt að 100,000 kr. á hverju fjárhags- tímabili. Samþykkt á fundi Snæfellinga með öllum atkv. gegn einu, að afnema sela- skotabannið á Breiðafirði; Dalamenn á sama máli, en á Barðstrendingafundinum skorað á þingmanninn að halda fram sömu skoðun sem á þingi 1881. Óskað umbóta á lax- veiðilögunum á fundi Arnesinga og Gbr.- og Kjósarmanna ; Arnesingar bættu því við, að þingið skyldi styðja að fiskirækt og fiskiklaki í ám og vötnum. Dalamenn lögðu það til, að vargur allur, sjerstaklega svartbakur, væri ófriðaður með lögum, sjerstaklega þar sem æðarvarp er eða um allan Breiðafjörð. Löggilding nýrra verzlunarstaða var farið fram á af Dalamönnum, Norðurþingeying- um, Múlasýslumönnum og Arnesingum. Ey- firðingar óskuðu, að lyfjasala yrði látin frjáls hverjum þeim manni, sem próf hefir tekið í þeirri vísindagrein; þó sje öll lyfjasala háð gæzlu læknastjórnarinnar. í samgöngumálið var langrækilegast farið á fundi Eyfirðinga. Meðal annars farið fram á, að strandferðunum verði fjölgað, að minnsta kosti um eina ferð að haustinu til, og aðalpóstar sjeu ekki látnir ganga nema um suðausturhluta landsins þann tíma árs, sem strandsiglingaskipin eruíförum, en í þess stað aukapóstar upp í hjeruðin frá hverri höfn; póststjórn og póstar látnir sæta ábyrgð fyrir öll brot gegn póstlögunum og póstáætl- uninni, og strandferðaskipastjórnin sömuleið- is, t. d. fyrir að vanrækja að 'nauðsynja- lausu að koma á einhverja höfn. Austur- skaptfellingar vildu hafa strandferðaskipið á Djúpavog á leiðinni frá Khöfn sumarmánuð- ina 3, »ef það skyldi ekki fást að það kæmi við á Hornafjarðarósi«; Húnvetning- ar á Borðeyri, og Vestmannaeyingar að þeir ættu víst að póstskipið kæmi þar við í hverri ferð, svo og lægra fargjald milli Evíkur og Vestm.eyja. Húnvetningar vildu að vegabótarfjenu rir landsjóði væri varið til að bæta aðalpóstvegi í landinu, hvort held ur er i byggð eða á fjöllum. Arnes- ingar lýstu óánægju sinni yfir því, hvernig þessu fje hefði verið varið, og óskuðu að þingið veitti fje til að fá hæfan útlendan mann til þess að kenna mönnum hjer vegagjörð. Hins sama óskuðu Gullbr. og Kjósarmenn, og þar með að alþingi setti nefnd til að íhuga vegagjörðir hjer á landi. Norður- þingeyingar óskuðu brúar á Jökulsá í Axar- firði, og Eangvellingar og Arnesingar á þjórsá og Olvesá. Til barna og unglingaskóla vildu Vest- manneyingar að veittur væri sem riflegastur fjárstyrkur ; Gullbr. og Kjósarmenn sömul., og að honum sje útbýtt eptir tillögu hjer- aðsfundar, styrk til alþýðumentunar af sýslunefndum. Múlasýslumenn skoruðu á þingmenn sína að styðja að því, að fje yrði lagt úr landsjóði til alþýðuskóla í Múla- sýslum á næsta fjárlagstímabili. Húnvetn- ingar og Skagfirðingar vildu biðja um 3000 kr. styrk á ári til búnaðarskólans á Hólum í Hjaltadal, Húnvetningar þar að auki um 5000 kr. lán handa honum til bráðabirgða með árlegri afborgun á 28 árum. Dalamenn vildu að komið væri upp sjómannaskóla. Suðurþingeyingar og Austurskaptfellingar lögðu með lagakennslustofnun, en háskóla- hugmyndinni vildu þeir að þingið sleppti fyrst um sinn, og á Höfðafundi Múlasýslu- manna var háskólastofnunaruppástungan felld. Harðærismálið. Eáðstafanir þær, er neðri deild alþingis leggur til að beitt sje landinu til viðreisnar eptir harðærið eða til að afstýra ókominni neyð og landauðn, eru efalaust rjett hugsað- ar og góðar að mörgu leyti. En svo er að sjá, sem þingið hafi ekki lagt nægilega á- herzlu á eitt atriði, það sem langmest er undir komið, og sem er vísasti og sjálfsagð- asti vegurinn nú í bráðina til viðreisnar sveitabúendum eptir harðærið. f>að er að forða því, að bústofn manna skerðist meira en orðið er öðru vísi en af vanhöldum eða þar um bil. Að rjettu lagi ætti ekki að lóga nokkurri kind í haust um allt land, sem á vetur er setjandi, hvorki lömb- um nje fullorðnu, nema fullöldum sauðum. Til þessa þarf tvennt: nægar fóðurbirgðir handa fjenaðinum, og í annan stað einhver ráð til þess að fólk geti bjargast í vetur án þess að verja til þess bústofni sínum. Nú eru beztu vonir um, að Drottinn veiti hið fyrra atriðið, fóðurbirgðirnar, með stakri árgæzku í sumar. f>á er mannanna að sjá um hitt, eptir fremsta mætti og eins og þeir hafa bezt vit á; því mikið er í húfi, og ekki ráð nema í tíma sje tekið. Vegna málnytupeningsfækkunar hefir al- menningur víða um land orðið að lifa í sum- ar óvenjumikið á kaupstaðarlánum. Fyrir þessi kaupstaðarlán hafa menn svo lítið að láta í haust annað en þessar fáu skepnur sem eptir eru og lítið annað heldur til að lifa á í vetur, hvort heldur er beinlínis með því að lóga skepnunum til heimilisins eða óbein- línis með því að láta þær í kaupstaðinn fyr- ir aðra matbjörg eða upp í eldri lán til þess að fá nýtt kaupstaðarlán til vetrarins. Hjer þarf hjálpin að koma, hvaðan sem komið getur; hjálp til þess að geta varið öðrum munum í þessar nauðsynjar en bú- stofninum. Til þess á að verja ekkihelming eða rúm- um helming gjafakorns þess, sem til verður í haust eins og neðri deild leggur til, heldur mestumhluta þess. Með því móti ber það langmestan ávöxt. Til þess á að verja meiri hluta annars gjafafjár, sem eptir er, en ekki, eins og þingið stingur upp á, til þess að kaupa fyrir lífsbjargargripi í vor; því hvar á að kaupa þá, ef þeim er fargað í haust ? og hvað ætli þeir muni ekki kosta í vor? og hver getur orðið meiri arður af fóðurbirgð- unum í haust, en að framfleyta á þeim í vet- óskertum bústofni landsmanna? Nei, því sem eptir yrði af gjafafje í vor, á ekki að verja til fjárkaupa þá, til að kaupa fje, sem ekki verður til, ef höfð verður sú af þinginu fyrirhugaða aðferð, og að minnsta kosti ekki öðruvísi en fyrir geypiverð, heldur til gripa- kaupa að hausti, til þess að halda áfram þá því sem byrja ætti nú þegar í haust: að lóga sem allra minnstu af bústofni landsins, ef fóðurbirgðir leyfa, meðan hann er að ná sjer við aptur; og leyfi þær það ekki þá almennt, verður fjeð með góðu verði fyrirþá sem færir eru um að bæta við sig skepnum. J>að verður að skoða landið allt eins og eitt bú að þessu leyti. Fækkun á bústofni hvar sem er, í einu hjeraði t. d., er öllu landinu tjón. — Til þessa hins sama á loks að verja þegar í haust lánum úr viðlagasjóði, eins og þingið stingur upp á, 100,000 kr., og þó meira væri jafnvel, einmitt »einkum þeim sveitabúendum, sem þurfa að auka bústofn sinn«, þ. e. handa einstökum mönnum, með venjulegum kjörum og næg- um tryggingum, en þar á móti ekki handa sýslum og sveitum, það er svonefndum hallærislánum, sem aldrei skyldi grípa til fyr en í ýtrustu nauðir rekur, með því að þau eru hinn versti fjötur um fætur lán- þiggjendum og í mesta máta viðsjál að öðru leyti ýmsu. Málið fer nú fyrir efri deild, og væri ósk- andi að hún kæmist að líkri niðurstöðu og hjer er bent á. Svo ætti þingið raunar að gera almenningi kunnar sjer í lagi þær tillögur sínar þegar í stað, í þeirri vissu von, að stjórnin og aðrir hlutaðeigendur taki þær til greina. því viti menn ekki af þeirn fyr en þeir eru t. d. búnir að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.