Ísafold - 29.08.1883, Side 2

Ísafold - 29.08.1883, Side 2
82 J>að mundi eflaust hafa borið góðan ’ ávöxt, ef lögum þessum hefði verið beitt með fullum strangleika þau 14 ár, er þau hafa verið í gildi. En sem kunnugt er hefir það ekki verið gert, og var sjón sögu rík- ari um það t. d. hjer í Reykjavlk í fyrra haust. En vitaskuld er, að góð viðleitni yfir- valdanna til að framfylgja lögunum er hvergi nærri einhlít. Almenningur þarf að taka í sama strenginn með fullri alúð og alvöru, og er vonandi og mikillega óskandi, að menn láti sjer segjast, þegar rækilega er brýnt fyrír þeim, hver ábyrgðarhluti það er, að sýna hirðuleysi eða skeytingarleysi í þessu efni. Grein sú, er hjeraðslæknir, dr. med. J. Jónassen hefir nú ritað í blöðin þar að lútandi, á því skilið, að henni sje vand- lega gaumur gefinn. Reykjavík 28. ágúst 1883. Schierbeck. II. Fdein orð um sullaveikina, hjer í landi. það er kunnugt, hversu algeng sulla- veikin (meinlætin, innanveikin, lifrarveikin) er hjer á meðal vor og er sárgrætilegt til þess að vita, að Islendingar skuli alls ekk- ert hirða um að stemma stigu fyrir henni, þrátt fyrir það, þótt margopt sje búið að brýna fyrir þeim, hver sje sú eina og sanna orsök. Jeg tek það upp aptur, það er sár- grætilegt, já, hörmulegt, að vita til þess, að dags daglega má óhætt gjöra ráð fyrir, að einhver sýkist af veikinni. Jeg hefi fengizt svo mikið við þennan sjúkdóm, að jeg get af eigin reynslu talað um hann betur en nokkur annar maður, og í hvert skipti, sem jeg hefi haft tækifæri til að kryfja lík sullaveikrar manneskju, hryllir mig við að hugsa til orsakarinnar. það er hörmulegt að horfa upp á allur þær þjáningar, sem þeir líða, sem verða fyrir þessum sjúkdómi, og það því hörmulegra, sem það er optast fólk á bezta aldri, sem kippist burt. Hver er orsökin ? það eru hundarnir; það er frá þeim, sem bandormur sá eða partar af honum (egg) berast inn í manneskjuna og verða þar að sullum, og sannarlega getur þetta orðið með mörgu móti, sem jeg við annað tækifæri betur skal skýra fyrir almenningi. Hvaðan fá þá hundarnir þessa háska- legu handorma ? peir fá þá af því að jeta í sig sullina úr sauðkindinni. Hversu óttalegur ábyrgðarhluti er það því eigi fyrir sjerhvern af oss, að hafa ekki hinar mestu gcetur á því, að hundarnir eigi nái til að jeta í sig sulli úr kindunum. Hver sá, sem er í því svo ófyrirgefan- lega hirðulaus, að fieygja sullum, þegar kind er slátrað, burt frá sjer, í stað þess að gæta þeirra nákvæmlega, þangað til þeim er komið í forina eða þeir ern grafnir í jörðu, hann getur, ef til vill, haft það á samvizku sinni, að hafa orðið til þess, að verða bani annars manns, ef til vill, bani bams sins eða nánustu ástvina. Er þetta ekki óttaleg tilhugsun ? Landar góðir! Hugleiðið þetta og það alvarlega. Sjerhver húsbóndi ætti nú í haust, þegar slátrað verður, með hinum mestaj strang- leika að heimta, að öllum sullum sje fleygt í forina eða þeir grafnir í jörðu, svo hundar nái eigi í þá, og engum hundi ætti með nokkru móti að liðast, að koma þar nærri, sem verið er að slátra, því með þessu móti má takast að bjarga mörgu dýrmætu mannslífi. þeir hundar, sem nú þegar hafa í sjer þessa bandorma, eru mönnum mjög hættulegir, og hafið því hina mestu varúð á, að láta hundana eigi komast að vatnsbólum eða vatnsfötum og ef til vill eitra vatnið; forðizt að láta þá sleikja innan matarílát eða koma nálægt þeim, eða láta þá vaða innan um allt húsið, og forðizt að láta börnin vera að leika sjer að hundunum. Hugsið út í það, að hjer er ef til vill hinn skæðasti óvinur á ferðinni. Jeg orðlengi svo eigi þessar línur, en vona og treysti því, að þær þó kunni að verða til þess, að sem flestir gefi þessu mikilsvarðandi máli gætur. Jeg mun síðar í haust gefa út hinar á- gætu athugasemdir eptir Dr. Krabbe með nokkrum viðauka, og mun þeim verða út- býtt ókéypis á sem flest heimili á landinu. Dr. J. Jónassen. Frá alþingi. VIII. Efri deild ritaði og konungi ávarp, sam- hljóða neðri deildar. Til yfirskoðunarmanna landsreikning- anna kaus alþingi hina sömu og .áður: efri deild Magnús Stephensen, neðri deild Grím Thomsen. Felld voru síðustu vikur þingsins þessi frumvörp, áður ótalin : lfrv. um bann gegn niðurskurði á hákarli; lfrv. um strandgæzlu; lfrv. um stofnun landsbanka á Islandi; lfrv. um breyting á 7. gr. í lögum 14. desbr. 1877 um tekjuskatt; lfrv. um atkvæðisrjett safnaðanna til að losa sig við óhæfa presta ; frv. til viðaukalaga við tilsk. 4. maí 1872 um aukakosning til sýslunefndar; Ifrv. um að afnema gjald af fasteignarsölum til landsjóðs; Ifrv. um afnám fyrirmæla opins brjefs 22. marz 1855 um selaskot áBreiða- firði; lfrv. um friðun sela á Breiðafirði; lfrv. um stofnun lausasafnaða innan þjóðkirkjunnar; lfrv. um viðbót við toll á tóbaki, brennivíni og öðrum áfengum drykkj- um; lfrv. um farmgjald skipa; lfrv. um rjett hreppsnefnda og bæjarstjórna í fátækramálum; Ifrv. um breyting á lög- um um laun íslenkzra embættismanna 15. okt. 1875. Ekki út rœdd í þinglok meðal annars frv. til endurskoðaðra stjómarskipunarlaga um hin sjerstaklegu málefni Islands; lfrv. um að heimta eigi skatt af ábúð og af- notum jarða árin 1884 og 1885; lfrv. um breyting á lögum um aðra skipun á læknahj eruðunum. Af þeim 33 lagafrumvörpum, er þingið samþykkt, hefir Isafold þegar flutt les- endum sínum 22, flest fullum orðum, hin ómerkari sum í ágripi. Hjer kemur nokkuð af þeim sem eptir eru (hin í næsta blaði): 23. Lög um linun á skatti á áhiið og af- notum jarða og á lausafje. I skatt á ábúð og afnotum jarða og á lausafje samkvæmt lögum 14. desember 1877 skal á manntals- þingum 1884 að eins greiða álnar á lands- vísu af jarðarhundraði hverju og að eins J alin á landsvísu af lausafjárhundraði hverju. 24. Sýslumaðurinn í þingeyjarsýslu hef- ir að launum 3500 kr. árlega frá 1. degi janúarmánaðar 1884. 2<5. Lög um heimild til að taka útlend skip á leigu til fiskiveiða. Heimilt skal íslenzkum mönnum heimilisföstum á íslandi og innlendum hlutafjelögum að taka útlend skip á leigu til fiskiveiða hjer við land. 26. Lög um sölu á Saubafellskirkjujörð- inni Hömrum í Laxárdal í Dalasýslu. 27. Lög um eptirlaun embœttismanna og ekkna þeirra. 1. gr. Embættismenn þeir, að prestum fráskildum, er konungur skip- ar sjálfur beinhnis eða óbeinlínis í emböetti og hafa laun sín af landssjóði, hafa rjett til eptirlauna, þá er þeim er veitt lausn frá embætti fyrir aldurs sakir eða heilsu- brests, eða fyrir aðrar þœr sakir, er þeim er ósjálfrátt um. Eptirlaunin skulu greidd úr landssjóði; en þó einhver sje settur em- bættismaður um stundarsakir, hefir hann eigi rjett til eptirlauna. 2. gr. Eptirlaun embættismanna skulu tahn eptir þjónustu- aldri þeirra, þannig, að þá er laun þeirra eru 3000 kr. eða minni, skulu eptirlaunin vera 20 kr. fyrir hvert þjónustuár. Sjeu launin 5000 kr. eða minni, en þó yfir 3000 kr., skulu eptirlaunin fyrir ár hvert, er em- bættismaðurinn hefir þjónað, vera 30 kr., enda hafi hann að minnsta kosti um 5 ár þjónað embætti með hærri launum en 3000 kr.; annars sjeu eptirlaunin 20 kr. fyrir ár hvert. Sá embættismaður, sem um 5 ár hefir þjónað embætti með hærri launum en 5000 kr., fær í eptirlaun 40 kr. fyrir hvert þjónustuár, að öðrum kosti sjeu eptirlaunin talin 30 kr. fyrir þjónustuár hvert. Embættismaður sjötugur að aldri hefir rjett til að fá lausn frá embætti með eptirlaunum eptir lögum þessum. Nú missir embættismaður, sem staðið hefir vel í stöðu sinni, svo heilsu, áður en hann hefir gegnt embætti í 20 ár, að hann verður að sleppa embætti, og fær hann þá viðbót við ept- irlaun sín með sjerstökum lögum. 3. gr. Ef eitthvert embætti er lagt niðu, þá á embættismaður sá heimtingu á að njóta § af embættistekjum sínum í biðlaun um 5 ár, en skyldur skal hann til að taka aptur við embætti því, sem að minnsta kosti hafi jafnmiklar tekjur og embætti það, er niður var lagt. Hafi hann eigi fengið nýtt embætti að 5 árum r liðnum, verða honum veitt eptirlaun. Ar þau, er hann hefir notið biðlauna, skulu talin með embættis- árum hans, en eptirlaunin skulu talin eptir embættistekjum þeim, er hann hafði áður en embœtti var lagt niður. Sama er og þótt hann taki við nýju embætti, er minni laun fylgja. Um dómendur fer eptir 44. gr. stjórnarskrárinnar. 4. gr. þá er embættis- maður sœkir um eptirlaun og reikna skal embættislaun þau, er hann hefir haft, skulu að eins taldar kostnaðarlausar tekjur em- bættisins, leigulaus bústaður, og önnur slík hlunnindi og launabót sú, sem manninum kann að hafa verið veitt sjálfum, en kostn- aður við skrifstofu, hestahald og annað þess háttar skal eigi talið með tekjum. 5. gr. |>á er embættismaður slasast, án þess honum verði gefin sök á, er hann er að gegna em- bætti sínu, svo að haun verði að sleppa embætti, skal ákveða laun hans með sjer- stöku lagaboði, en þangað til það er gjört, heldur hann helmingi af embættistekjum sínum. 6. gr. Sá embættismaður, sem fyrirgjörir embætti sínu eða verður vikið frá embætti fyrir þær sakir, er honum verður um kennt, missir einnig rjett til eptirlauna. 7. gr. Nú hefir embættismað- ur fengið eptirlaun og biðlaun, og missir hann þau: 1. Ef kann fær aptur embætti og laun, enda sjeu þau ekki minni en hin fyrri laun hans voru. 2. Ef hann fyrir konungsleyfi fram gengur í þjónustu ann- ars ríkis. 3. Ef hann tekur sjer bústað í öðru ríki, utan samþykki konungs komi til. 4. Ef hann verður sekur að lagadómi um eitthvert það afbrot, er mundi hafa svipt hann embætti, ef hann hefði í því verið. 8. gr. Nú tekur embættismaður, sem hefir fengið lausn frá embætti með eptirlauuum, við nýju embætti, og hofir_-MJ

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.