Ísafold - 10.10.1883, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.10.1883, Blaðsíða 1
Árgangurinn, 3- blöð, kostar f i kr. innanhndsen >'Danm., A W TS AFOLD nla Js, X Al JL. l—l JLS 0 cricndis lyrir ir.iUi. Auglýsingar kosta þetta h\cr iina : aur. , |með niegiiileui,. io \me sm.iletri.... 8 úlieJdar )*•<-•« »><*imetr... «s (með smáletri.... 12 X 26. Reykjavik, miðvikudat inn 10. októbermán. 1883. 101. Innl. frjettir. Blaatrtsksverzlua við Entjlendinga. 102. f>ýzkt rit 11111 Xj.'ilu. 103. Te deum ng Massilíu-bragur. 104. Frá alþingi 1*83 X. Auglýs.ngar. Skriífatofa ísafoldar er i Ísaíoldarprentsmið- ju, við Bakarastiginn, 1. faal. Afgreics.ustofa ísafoldar er á sama staó. Afgro.ðfa.ust. ísafoldarprentsmið. u er á s. s. Forngripasai'iiið opið hvern mvd. og ld. kl. 1—2. íþökubókasafn opið hvern þrd. og ld. 2—3. Landsbókasal'nið opið hvern md„ mvd. og ld. 12 —3. Sparisjóður Rvikur opinn hvern mvd. og Id. 4—5. yy ÍSAFOLD kemur út eiuu sinni í viku í sumar fram til veturnótta, á miðvikudögum að forfallalausu. Reykjavík, io. okt, .—Að þvl er til ltefir spurzt til þessa, hafa verið haldnar leiðir í tveimur kjördæni- um eptir þing í sumar. Önnur í Skagaíirði, á Sauðárkrók, 9. sept., af fyrra þingmanni sýslunnar, Friðrik hreppstjóra Stefánssyni, og, í umboði hins þingmannsins, verzlunar- stjóra Gunnlaugs Briem, af cand. juris Páli Briem. Hin í Kjósarsýslu, að Lágafelli, 24. sept., af 2. þingmanni Gbr. og Kjósar- sýslu, síra þorkeli Bjarr.asytii,, þar var og viðstaddur 1. þingmaður Arnessýslu, þorlákur Guðmundsson. Sottu fundinn menn úr öllum 3 hreppum Kjósarsýslu, og svo úr Seltjarnarneshreppi. Skýrðu þeir þingmennirnir frá meðferð og úrslitum helztu mála á þinginu í sumar. því næst voru þar rædd ýms nauðsynjamál hjeraðs- ins, svo sem um að halda búfræðing til að ferðast um Kjósarsýslu og Seltjarnarnes næsta sumar og segja fyrir og starfa að jarðabótum og öðru slíku að fyrirlagi við- komandi hreppsnefnda ; enn fremur um að hreppsnefndirnar í þessum hreppum kysi hver einn mann til »að undirbúa og standa, fyrir samkomu fyrir þessa hreppa á ári hverju á þeim stað og tíma, er hentast þætti til þess að gefa mönnum (körlum og konum) kost á að koma saman sjer til skemmtunar og fróðleiks og hreyfa þar sjerstökum og al- mennum máiefnum«. Var þetta samþykkt í einu hljóði. —í síðustu Stjórnartíðindum segir frá því af amtsráðsfundi í vesturamtinu í Stykkis- hólmi í sumar 11. og 12. júní, að þar hafi ver- ið til meðferðar uppástunga frá sýslunefnd- innií Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu um »að landsjóðurinn með sölu og makaskipt- um sameini jarðeignir sínar í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og setji upp stórt fyrir- myndarbú á hentugum stað og stofni þar jafnframt vinnuhús, þar sem unglingum og atvinnulausu fólki gefizt kostur ávinnu, með því þetta, að áliti sýslunefndari'nnar, gæti orðið til viðreisnar sýslunni. Með því amts- ráðið áleit, að þessi uppástunga sýslunefnd- arinnar mundi mjög svo örðug til fram- tvæmdar, og í annan stað mjög tvísýnt, að hún mundi verða að tilætluðum notum, þó hún yrði framkvæmd, þá gat amtsráðið eigi veitt henni meðmæli sín«. — Farið fram á að skipta Barðastrandar- sýslu i tvö sýslufjelög, við Kjálkafjörð ; Flat- eyjarhreppur í syðri partinum. Hafði sýslu- nefndin samþykkt þessa skiptingu á fundi sínum 17. ágúst f. á. »En þar eð á fund- argjörðunum sást, aö á fundi þessum voru að eins mættir 6 af hinum kosnu sýslu- nefndarmönnum, áleit amtsráðið nauðsyn- legt, að málefni þetta yrði á ný tekið fyrir til umræðu og ályktunar á fundi sýslunefnd- arinnar í Barðastrandarsýslu, sem allir hin- ir kosnu sýslunefndarmenn væri mættir á«. — Eptir áskorun frá ensku kaupmanna- fjelagi, nálægt Liverpool, hefir þorlákur O- Johnson í Reykjavík átt fundi 1 haust við útvegsbændur hér við Faxaflóa sunnan- verðan í því skyni að koma á nýrri fiski- verzlun við Englendinga, öðruvísi en tíðk- azt hefir hingað til, með þeim hætti sem sje, að selja fiskinn blautan og óslœgðan, með höfði og sporði, eptir vikt, en gufuskip taka við honum jafnóðum og flytja til Englands. Er svo tilætlazt, að þetta byrji á næstu vertíð. Gufuskip frá hinum ensku kaup- mönnum komi hingað til Beykjavikur 14. mars, fari síðan með hafnsögumanni suður í Yoga og þaðan fyrir framan Leiru, ef veð- ur leyfir, og taki þar við farminum, þar sem hafnsögumaður heldur óhult lægi, með því að um það leyti muni sjáfarbændur hjer innan að fiestir þar syðra, í Garði og Leiru, og þar helzt fiskivon, á þeim tíma árs. þ>að var áætlun fundarmanna í Beykja- vík 28. sept., ýmissa málsmetandi bœnda úr Seltjarnarneshreppi, að 100 skip mundu ganga til fiskjar í Garði og Leiru að jafn- aði á vetrarvertíðinni, og aflinn á skip á dag í meðalafla-ari ein smálest eða 25 vættir af blautum fiski; yrðu það 100 smálestir á, dag. Verðið skyldi vera 7 aura pundið, í peningum út í hönd. Var þetta samþykkt allt af bænda hendi á fundinum og af þor- láki kaupmanni hins vegar af hendi hinna ensku kaupmanna, upp á væntanlegt sam- þykki þeirra með síðustu póstferð á árinu. A fundi að Kálfatjörn 1. október nrðu sömu undirtektir af hendi Strandarmanna, Voga- manna og Njarðvíkinga, nema hvað þar þótti mönnum varlegra að gufuskipið kæmi ekki þar fyr en síðast í marzmánuði, með því að þá væri öll líkindi til að fiskurinn yrði kominn inn eptir og veður þá stöð- ugra. — Strandferðaskipið Thyra lagði af stað hjeðan 27. sept. að kvöldi dags, með tölu- verðan flutning og marga farþegja, vestur fyrir land og norður síðustu ferðina. — Latínuskólinn var settur 1. október. Tala lærisveina nú 118. Fjórir nýsveinar teknir inn í haust. Nokkrir, sem í skólan- um voru í fyrra, lesa nú utanskóla. Ut- skrifaður í þ. m. þorsteinn Erlingsson, með 1. einkunn, 84 stigum. Nýir tímakennar- ar við skólann þeir cand. theol. þórhallur Bjarnarson og cand. philol. Geir Zoega. Jóni Ólafssyni alþingismanni synjað um tímakennslu af stiptsyfirvöldunum, þvert á móti mjög eindregnum tillögum rektors. — Veðrátta var hin blíðasta allan síðara helming septembermánaðar. Um mánað- armótin næstu brá til rigninga og hefir ver- ir storma- og hryðjusamt síðan lengst af. — Dáinn sagður N. Weywadt, fyrrum verzlunarstjóri á Djúpavog lengi, merkis- maður aldurhniginn. Blautfisksverzlun við Englendinga. þótt þessar tilraunir, sem Englendingar hafa gert nokkrum sinnum til að koma upp hjer á landi föstum verzlunum, hafi lán- azt misjafnlega og orðið allar stopular til þessa, þá eigum vjer hins vegar þeim að þakka þá stórmiklu verzlunarframför, að hver sem á hross eða kind aflögum, gétur optast með hægu rnóti fengið það sæmilega borgað i þeim kaupeyri er almetming hjer á landi vanhagar mest um, en það eru pen- ingarnir. Vjer eigum óneitanlega Englend- ingum aö þakka, að peningastofnunarleysið í landinu hefir ekki orðið almenningi enn þá óbærilegra en það er. Nú lítur út fyrir, að þeir hafi í huga að færa út kvíarnar, og taka að sjer að gera sjálfum sjer og landsmönnum annan aðal- atvinnuveg vorn, iiskiveiðarnar, arðsamari og notasælli en að undanförnu. þess væri mikillega óskandi, að hin fyrsta tilraun í þá átt, sein nú er til stofnað, lán- aðist sæmilega. Að spá neinu þar um, er ekki hægt, vegna gjörsamlegs reynsluleysis í því efni hjer. En það liggurþó í augum uppi, að þetta getur orðið mesti gróðavegur fyrir landsmenn, ef ekkert ólán er með. það er áform hinna ensku kaupmanna, að geyma fiskinn í ís á leiðinni til Englands og reyna síðan að fá fyrir hann viðlíka verð og þar er gefið fyrir nýjan fisk. En það er afarmikið, eptir því sem hjer gerist, þetta kringum hálfa krónu pundið eða vel það. það er ekki svo skammt síðan, að farið var að flytja kjöt og fisk ósaltaðan langar leiðir með því móti að geyma það í ís eða hafa það freðið með einhverju móti. Hafa verið hugsaðar upp ýmsar aðferðir og til- búin margvísleg áhöld til þess, með miklum kostnaði og fyrirhöfn, tekizt misjafnlega, en þó svo langt komið nú, að í fyrra vor t. d. heppnaðist að koma 2 geysimiklum skips- förmum af sauðarkroppum freðnum alla leið frá Astralíu til Lundúna og það á seglskipum, sem voru annað 90 og hitt 95 daga á leiðinni eða þar um bil. Var kjötið jafngott og nýslátrað, er til Lundúna kom. Höfðu þó skipin eins og menn vita farið gegnum allt hitabeltið. Frá Ameriku til Engiands hafa slíkir flutningar veriö algeng- ir í mörg ár og tekizt vel. En kostnaðarsamir eru slíkir flutningar mjög, og því eru þeir ekki tilvinnandi, nema svo standi á, að ákaflegamikill munur sje á vörunni þar sem hún fæst og þar sem á að selja hana. En svo er einmitt um kjöt í Ameríku og einkum Astralíu annars vegar og á Englandi hins vegar; og sama máli er nú aðgegna um blautanfisk þar og hjer. Mun- urinn er svo mikill, að ólíklegt er, að ekki reynist tilvinnandi að borga fiskinn hjer töluvert betur en fyrir hann fæst með gömlu aðferðinni: að salta hann eðaherða, jafnvel í góðum verzlunarárum. Enda er svo ráð fyrir gert við þessa fyrstu tilraun, sem á að gera í vetur. Er þar eigi lengi að muna um fullan tugkróna á skippundinu söltuðu. Og geri

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.