Ísafold - 10.10.1883, Blaðsíða 3

Ísafold - 10.10.1883, Blaðsíða 3
103 að hjer hafi engar liðleskjur átt hlut að máli og engum bikkjum riðið það sinn, þnr sem jafnmikið var undir hestunum komið: 5) Hvar stendur það, að hann hafi skipað þeim í kirkju? Bða skyldu menn hafa kunnað langar bænarollur á þeim tím- um, er þyrftu að valda langri töf ? 6) Br það nú öldungis sannað að þessi Fiskivötn sje vötnin á Landmannaafrjett? Er það ómögulegt að nokkur önnur vötn með því nafni hafi verið á leið þeirra fyrir norðaustan jökulinn? þessari spurningu munum vjer leitast við að svara á öðrum stað. 7) Hvar stendur það í Njáls sögu, að þeir hafi l e y n z t í dalnum 1 hvolnum ? Skyldi heimamönnum að Bergþórshvoli hafa verið ókunnugt um heimreið hundrað manna á tvöhundruð hestum 45 faðma frá bæjarveggnum ? 8) það er undarlegt að hinum heiðruðu höfundum skyldi verða auðið að misskilja þennan stað í sögunni.—Bngum Islendingi myndi verða það á að blanda saman dal í »hvál«, »hól« eða hæð, við skógarpetti. Og hjá slíkum fræðimanni, sem Möbius er, getur slíkt ekki komið af öðru en ókunnug- leik. 9) Hvernig dirfast hinir heiðruðu höf- undar að segja slíkt, þar sem hvollinn með dalnum ofan í stendur á staðnum sem sag- an til greinir enn í dag sem vitni móti þeim ? 10) þessum þunga dómi hinna heiðruðu höfunda um sögustaði í Njálu svara jeg ekki að sinni að öðru leyti en því, að frásaga Njálu á þeim stöðum sem jeg hefi rannsakað, hefir reynzt hin ágætasta, nema þar sem ritvillur kunna að koma fyrir. En þar sem þeir tala um lögin og uppskrökvaða menn, þá mætti minnast á slíkt á öðrum stað. Beykjavík 8. okt. 1883. Sigurður Vigfússon. TE DBUM OG MASSILÍXJ-BBAGDK. það var um haustið 1870, er sem hæst stóð ófriðurinn með Brökkum og jpjóðverj- um. Austurhluti landsins var á valdi f>jóð- verja. Prússneskir hermenn óðu yfir land- ið eins og logi yfir akur og veittu lýðnum þungar búsifjar. jpað var eitt kveld um háttatíma, að bar- ið var að dyrum hjá yfirsöngvaranum við dómkirkjuna í Z., bæ einum í Alsace, er svo heitir. Bólkið í húsinu skildi sízt í, hVer þar væri á ferð, þvf að upp frá því er Prússar tóku bæinn, fyrir viku, höfðu bæj- armenn látið fyrirberast heima hver í sínu húsi og komið varla út fyrir dyr um hádag, hvað þá heldur á næturþeli. Enginn vildi verða á vegi fyrir hinum útlendu hermönn- um, ekki af því að það væri eigi hættulaust, heldur af því að bæjarmönnum var óbæri- leg skapraun að þeim; tóku því þann kost að loka sig inni. það var barið hvað eptir annað. Hús- bóndinn, Bichter yfirsöngvari, fór loks sjálf- ur til dyra og lauk upp. þetta var þá maður með boð frá prest- inum til yfirsöngvarans um að finna sig. Manhinum var mikið niðri fyir. »Er nokk- uð að?« spurði yfirsöngvariun«. »Ékki veit jeg það« svaraði maðurinn, »en presturinn bað mig að flýta mjer og skila við yður að koma undir eins«. þeir fóru. Ekki sást nokkur hræða í götunum, nema fáeinir prússneskir liðsfor- ingjar, sem voru að spígspora þar fram og aptur með sverð við hlið. f>eir komu til prests og kvöddu hann. það var aldraður maður, fríður sýnum og tigulegur, hvítur fyrir hærum. Hann hafði rauðan spotta í hnappagatinu, heiðurs- merki fyrir dyggilega þjónustu og föðurlega umönnun fyrir söfnuði sínum í hálfa öld, andlega og líkamlega. Hann leit upp úr bænabók sinni, fölur eins og nár, og tók kveðju komumanna. »Er nokkuð að ? Gengur nokkuð að yð- ur?«, spurði Bichter. »Nei«, svaraði presturinn, »en jeg mátti til að tala við yður, tala við yður um« ... Meiru gat hann ekki koinið upp fyrir gráti. Hann rjetti að Bichter sendibrjef opið. það var hjá borgarstjóranum og hljóðaði þannig : »Eptir boði yfirliðans í þessu byggðarlagi er hjer með lagt fyrir sóknarprestinn við dómkirkjuna í Z. að flytja hámessu í kirkj- unni á sunnudaginn að kemur og syngja þar hátíðlega Te deum til heiðurs við Hans Hátign Yilhjálm Prússakonung og banda- menn hans, hina þýzku þjóðhöfðingja. Ollum embættismönnum í bænum verður skipað að hlýða þessum tíðum«. Bichter fleygði frá sjer brjefinu. Hann setti dreyrrauðan. »En sú smán! en sú svívirðing!« mælti hann. »Já«, svaraði prestur, »sú smán!« »Og hvað ætlið þjer að gera?« mælti Bichter og leit framan í prest. Prestur horfði í gaupnir sjer og svaraði í hálfum hljóðum : »Hlýða; hlýða«. Bichter spratt upp og barði saman hnef- unum. Hann ætlaði að segja eitthvað, en gat ekki komið því upp fyrir geðbreytingu. »Já, jeg ætla að hlýða« mælti prestur aptur. »það er ekki mín vegna sjálfs; það skiptir ekki miklu hvað um mig verð- ur; en hjer er bærinn í veði, fje og fjör bæjarmanna, ef til vill, velferð kvenna og barna. Yið verðum að syngja Te deumn. »Aldrei að eilífu!« hrópaði Bichter. »En jeg skipa það« svaraði prestur. »Vel- ferð bæjarins er á valdi fjandmanna vorra. Jeg vil komast hjá blóðsúthellingu og ofbeldi. Jeg get ekki risið undir því sem við liggur, ef þessu er ekki hlýtt. þjer verðið að stýra söngnum, eins og vant er«. Bichter beið stundarkorn. »Og hvað á jeg svo að syngja meira ?« mælti hann og stundi við. »Éitthvað sem allrastyzt«. »Jeg skal gera það«. Meira töluðust þeir ekki við. Prestur tók bók sina og Bichter fór. En þegar hann kom út á götuna, hrundu tárin niður eptir kinnunum á honum. A sunnudaginn var kirkjan full af prúss- neskum hermönnum. En enginn maður af borgarlýðnum. Allt fullt af hjálmum og broddhúfum; vopnakliður eins og i her- búðum. í kórnum stóð gyltur stóll handa yfirliðanum. Prestur kom og gekk inn eptir kirkjunni í broddi fylkingar fyrir öllum messuþjónunum. Hann var skrýddur dökkvum hökli til sorg- armerkis og ásjónan hvít sem mjöll. Hann hafði falið heiðursfylkingarbandið. Hann leit hvorki til hægri nje vinstri meðan hann gekk innar eptir kirkjugólfinu, heldur einblíndi stöðugt á mynd hins kross- festa yfir altarinu. Bichter hafði haft kynlegt háttalag frá því um kvöldið, sem hann talaði við prest. Hann hafði lokað sig inni og ekki talað við nokkurn mann. Sunnudaginn bjóst hann í kirkju, alsvartklæddur, gerði organ- istanum orð, að hann þyrfti ekki að ómaka sig í þetta sinn og gekk sjálfur upp að orgelinu. Hann var mesti snillingur á orgel. Klukkan sló tólf í kirkjuturninum. Spor- ar og sliður glumdu við steingólfið í kirkj- unni. það var yfirliðinn með foringjasveit sína. Orgelið byrjaði, hægt og dapurt. Messu- gjörðin hófst. þaðan var sorgarathöfn, söngurinn sem líksöngur og hljómurinn í orgelinu eins og andvörp deyjandi manns. þar sungu frakkneskir prestar eptir skip- un fjandmanna sinna Tedeum fyrir þeim, sungu »þjer mikli guð sje mesti prís«, lof- uðu guð fyrir sigur fjandmanna sinna á sjálfum þeim ! Og Bichter tók undir á orgelið ! Hann knúði nóturnar snöggt og óstyrk- lega. Hann var fölur sem nár og titraði allur sem hrísla. Allt í einu var sem hann færi í nýjan ham. Hann lypti upp höfðinu, færðist í aukana og hvessti augun eins og kappi á vígvelli. I sama bili ómaði um hina miklu kirkju harla auðkennilegur hljómur frá orgehnu og svo þróttmikill, að dundi undir í öllum hvelfingum og brakaði í hverri rúðu. Prestur stendur upp og allir messuþjón- arnir. þeir horfa forviða upp að orgelinu og fórna höndum. Krjúpa síðan aptur á knje fyrir framan altarið logum skrýtt. En fjandmannasveitinni verður bilt. það kemur á þá fát, og verður þys mikill niðri í kirkju. Gólfið glumdi aptur við undan sporum og sliðrum. Hinir útlendu hermenn flýðu sem fætur toguðu út úr kirkjunni, ekki síð- ur en undan meðalskothríð. Orgelið hjelt áfram á meðan jafnt og þjett og all-styrk- lega. Hjelt áfram—Massilíu-bragnum, hinum al- kunna þjóðsöng Frakka, hinum nafntoguðu Bjarkamálum þeirra, er þetta er upp haf að : »Fram til orustu ættjarðarniðjar Upp á vígbjartri herfrægðarstund*. Ekki er þess getið, að Prússar hafi látið franska presta syngja fyrir sjer Te deum optar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.