Ísafold - 17.10.1883, Blaðsíða 3
107
reksmann skorti hvorki þrek nje hamingju,
efast jeg mjög um, að honum takist að finna
hina fornu Eystribyggð fyrir austan Hvarf
á Grænlandi. (Eitað í október 1883).
UTLENDAR FRJETTIR.
Khöfn 28. sept.
Um það er haustönnum var lokið, óx
fundasveimurinn að nýju hjer um land, þvi
þá urðu bændur betur við látnir. A stöku
stöðum sló í barsmíði með hægrimönnum
og vinstri; mest kvað að því í Jyderup á
Sjálandi, en þar höfðu hægrimenn 30 lög-
gæzlumanna með sjer frá Khöfn til varðar
og varnar, ef á þyrfti að halda. þeir hjeldu
fund sinn í skógi greifa nokkurs, og innan
vjebanda, og inn fyrir þau máttu vinstri-
menn ekki koma. Við það reittist svo
skap hinna, að þeir gátu ekki á sjer setið,
og tóku þá að glettast við löggæzlumenn-
ina, og urðu út úr því allmikil áflog og
barningar. Sagt er, að bæði bændur og
löggæzlumennirnir hafi horið rispur og skein-
ur á sjer heim af þeim fundi.
Skemmtilegra og friðsamlegra var ann-
að fundarhald í byrjun þ. m. |>að voru
fundir forstöðumanna fyrir bændaháskólum
og kennara þeirra, sem haldnir voru á Jót-
landi, þar sem fjöldi fólks kom til móta,
og skólaforstjórar og kennarar frá Svíþjóð
og Noregi. þá fór í hönd hátíð í 100 ára
fæðingarminningu Grundtvigs, en hún byrj-
i aði í Kaupmannahöfn 8. sept. og stöð í 3
( daga. Hingað dreif þá mikið Gundtvigslið
frá öllum hjeruðum landsins, og var mikið
j um söng og ræðuhöld. Bæði prestar og
skólakennarar, auk fleiri, minntust þess
mjög lofsamlega, hver höfuðskörungur
þjóðarinnar Grundtvig hefði verið: hetja
drottins, forvígismaður frelsisins og frum-
kvöðull bændaháskólanna.
Hjá konungi vorum er enn húsfyllir
af tignu fólki, en jeg man lítið af því að
segja, þó eitthvað komi á fregnaflug, t. d.
hvernig þeir Svíakonungur, sem kom einn
dag til Fredensborgar, og Bússakeisari fóru
að heilsast.
Á skemmtiferð kom Gladstone hingað
um daginn, og var honum boðið til veizlu-
borðhalds hjá konungi iit á Fredensborg.
Skipið sem Gladstone kom á, var bæði mik-
ið og frítt, og fylgdu þeir honum, eigandi
þess, Donald Currie, þingmaður, og skáld-
ið Tennyson. Keisarinn og konungarnir
heimsóttu með konum sínum tveim dögum
síðar Gladstone út á skipinu og borðuðu þar
morgunverð.
Af látnum mönnum hjer í landi er að
geta skáldsins Carls Andersens. Hann dó
eptir langvinnan heilsubrest 1. sept., hálf-
sextugur. Hann var fóstursonur þórðar
sál. Jónassonar háyfirdómara og gekk 1
Bessastaðaskóla og Reykjavíkur (útskrifað-
ur 1848). Ymsar smásögur eptir hann
gerast á íslandi. Hann var ljúfmenni
mikið.
Sökin á hendur ráðaneyti Norðmanna er
ekki enn langt á leið komin. Yerjandi
þess hefur viljað gera nokkra menn í rík-
isdómnum dómræka, en það hefur ekki
tekiat. Blöð hægrimanna reyndu til um
hríð að stappa stálinu í dómendurna úr
hæstarjetti að ganga úr dóminum, og ónýta
svo sökina að sinni; en nú er sagt, að
þeim sje einráðið að sitja.
Mikið um höfðingjafundi á þýzkalandi,
en þeir ætlaðir til annars og meira en gam-
ans og kynningar. Keisararnir, Yilhjálm-
ur og Jósep, hafa fundizt; Bismarck og Kal-
noky, utanríkisstjórnarherra Austurríkis-
keisara, aptur enn einu sinni.
Konungarnir frá Serbiu og Rúmeníu
hafa og heimsótt háða keisarana og haft
beztu viðtökur.
Seinast kom Spánarkonungur og heim-
sótti Vilhjálm keisara og var við hersýn-
ingar hans og herleika, ásamt fleirum kon-
ungum.
þetta er þýtt svo af blaðamönnum:
nKormngarnir hafa hvorki komið nje farið
aptur erindislaust. |>eim hefur þótt sjer
svo vænlegast, að mega 1 friði að sínu búa,
ef þeir leituðu sjer hælis í hinu mikla frið-
arskjóli Evrópu, sem Bismarck hefur búið
til úr þýzkalandi, Austurríki og Italíu«.
það er sagt, að Spánarkonungi sje heitið
að koma ríki hans í stórvelda tölu. þetta
mun ekki allt fjarri fara, því þungamiðja
Evrópu er að svo komnu á þýzkalandi.
í Austurríki, eða austurdeild þess,
Ungverjalandi, hefur verið órótt allan mán-
uðinn, og enn berast sögur frá Króatíu af
vopnaviðskiptum með bændunum og land-
gæzluliðinu. í Agram, höfuðborginni, gerð-
ust allmiklar róstur, er borgarlýðurinn
vildi rífa niður af húsum skjaldarmerki
Ungverjaríkis. það er þjóðernisrígurinn
gamli með Suðurslöfum og hinum, sem
eigi vill hverfa, en er orðinn að aldarkvilla
Austurríkis á svo mörgum stöðum.
Frakkar hafa kúgað Anamskeisara
til að ganga að þeim kostum, að Tonk-
in og allt ríki hans hlýði svo mikilli til-
sjá af þeirra hálfu, sem þeim þykir hagur
Frakklands heimta. En með því að Kín-
verjar kalla Anam sitt lýðskylduland, og
þykjast eiga rjett á að ógilda þenna sátt-
mála, þá eru hjer eigi öll kurl komin til grafar.
I Tonkin standa líka allmiklar sveitir, er
kallast «lið hins svarta fána#, og veita
Frökkum viðnám. þeir flokkar eru að sögn
flestir frá Kina. Nú stendur i samningum
með Kínverjum og Frökkum, en til vonar
og vara senda Frakkar meira lið í þann
«austurveg». Englendingum er verst við
ófrið með Frökkum og Kínverjum, því verzl-
un þeirra verður að líða af honum hið
mesta tjón. Fyrir þá sök reyna þeir að
miðla málum.
Einn af hinum merkari mönnum, sem
látizt hafa í Evrópu, er ágætisskáld Rússa,
Iwan Turgénjeff. Hann dó í París 4. sept-
ember. það er sagt, að skáldsaga hans,
«Minnisbók veiðimannsinso, hafi fengið svo
mjög á Alexander keisara annan og opnað
svo sjón hans á áþjánar- og eymdarkjörum
bændalýðsins, að honum var síðan hugfast,
að gera bændurna að frjálsum mönnum,
þegar hann kæmi til valda.
Á Sunda-eyjum austur urðu þau umbrot
af jarðeldi 26. ágúst, að dæmi munu vart
finnast til f sögu mannkynsins. Ósköpin
byrjuðu á lítilli eyju, sem Krakatoa er
nefnd, og gaus hjer úr 16 eldgýgjum á sömu
stund. Hjer varð sjór og land í einu róti,
og síðan hvarf eyjan í djúp með öllu sem
þar lifði. A Java og fleiri eyjum ógurleg-
ustu spell og manntjón. Talið er, að 80—
100 þúsundir manna hafi farizt í umbrot-
unum.
— Frá því var sagt í Isafold í fyrra, að
danskur maður, er Hovgaard heitir, og var
einn í för með Nordenskiöld á Yega forðum.
lagði af stað frá Khöfn 18. júll í fyrra sum-
ar í nýja norðurleit, norður fyrir Asíu og
þar norður í höf, á skipi þvl, er Dijmphna
(frb. dæmfna) hjet; kostnaðarmaður farar-
innar að mestu leyti Gamél stórkaupmaður
í Khöfn. Frá því hefir og verið sagt, að
Dijmphna varð innifrosta í miðju Kara-hafi
18. sept., og þar með á sama stað annað
skip norskt, er Warna hjet, og var á ferð
með hollenzka náttúrufræðinga til Síberíu
til vetrarsetu þar í því skyni að gera þar
margvíslegar athuganir, sams konar og
Austurríkismenn á Jan Mayen og vísinda-
menn frá öðrum löndum hingað og þangað
annarsstaðar hringinn í kringum heimskautið.
Síðan spurðist ekkert til þeirra fjelaga allan
veturinn og allt þangað til nú á áliðnu
sumri, seinast í ágúst (30.), að rússneskt gufu-
skip, er ætlaði til Jenisei í Siberíu, en
varð að snúa aptur í Karahafi, kom til
Vargseyjar (Yardö) í Finnmörk með skips-
höfnina af Warna og hina hollenzku vís-
indamenn, 21 mann alls. Hafði bjarg-
að þeim á leið til lands við Waigatsey,
vestanvert við Karahaf, á 4 bátum frá
Warna.
Sögðu þeir svo frá ferðum sínum, að
þeir hefðu skilið við þá Hovgaard og hans fje-
laga á Dijmphna heila á húfi í miðju Kara-
hafi norðarlega 1. ágúst. Höfðu legið þar
ísfastir alla tíð, en Warna marizt þar sund-
ur i ísróti á þorláksmessukvöld í vetur en
skipverjar bjargað sjer yfir í Dijmphna,
er lá fáa faðma þaðan óskemmd, þar eð hún
var traustari og hafði auk þess orðið síður
fyrir skakkafallinu af ísnum. Hafði þó
skrokkurinn af Warna flotið ofan sjávar á
jökum þar til í sumar 24. júlí, að hún
sökk.
Hovgaard hafði vistir handa sjer og sín-
um mönnum, 20 alls, til 27 mánaða. En
við ófarir hinna varð Hovgaard að taka
þá á sínar náðir og hafa þá alla á fæði
frá því á jólum. Var því orðinn óbyrgari
en skyldi, er þeir skildu. Vonaðist eptir
að Dijmphna kynni að losna einhverntima
í ágústmánuði, bezta tima árs, og ráðgerði
þá að halda áfram ferð sinni lengra norður,
ef auðið væri. Að öðrum kosti ætlaði hann
að skipta liðinu í tvennt og láta helminginn
halda til lands á ísnum í mánaðamótin,
ágúst og septbr., og snúa heimleiðis, en
verajjsjálfur eptir við skipið við 10. mann og
bíða þar næsta sumars, ef svo vildi til takast.
Ekki hefir enn orðið vart ferða þeirra,
er heim skyldu snúa, og gjörast menn nú
áhyggjufullir um forlög þeirra allra fjelaga
á Dijmphna.
—: Pola. herstipið frá Austurríki, er
dvaldi lengi í Reykjavík í sumar, kom til
þrándheims 10. ágúst, að afloknu erindi,
en það var að vitja um náttúrufræðingana,
er setið höfðu á Jan Mayen frá því í fyrra,
til veðurathugana o. fl. Hittu þá alla heila
á húfi og höfðu þá með sjer heimleiðis.