Ísafold


Ísafold - 17.10.1883, Qupperneq 4

Ísafold - 17.10.1883, Qupperneq 4
J 108 ‘I* fOliVALDUR JÓNSSON (Árnasonar landsbókavarðar), fæddur 19/7 1868, dáinn 26/9 1883. Fífin og fjóla fara nú að sofa, haustið er komið, hvíldin nær. Djúpt undir frosta fannhvítri blæju að vori lifna fræið fær. Ungur frá æskn ertu burtu genginn, blómið úr fagri blómafjöld; snemma var sofnað, snemma var kallað, snemma var þinnar sólar kvöld. Títt falla tárin, titrar sorg á vanga— faðir og móðir þreyja þig; fingurnir stirðir, fögur þögnuð röddin, og fuglinn litli felur sig. Guðlegur geisli góðrar æsku vonar brotnaði djúpt í dauða sæ; tómt er í húsi, tekið burtu ljósið, sem lýsa átti byggð og bæ. Annar er geish eptir samt í húsi og lifir hjörtum alltaf í— helið og dauðinn hann fær aldrei brotið. hann brýzt í gegnum böl og ský. B. G. Hitt og þetta. — þjóðráð við atkvæðagreiðslu. pýzkur þingmaður einn, Dr. Fahler, prestur i Baiern, hef- ir fundið upp þjóðráð til að hafa með sjer meiri hluta við hverja atkvæðagreiðslu. Hann átti fund við kjósendur sína einu sinni i sumar og bar að lokum undir atkvæði tillögu til fundarálykt- unar, er honum var mjög annt um að næði fram að ganga. Hann ljet greiða atkvæði með þessum fyrirmælum: ,.peir sem aðhyllast uppástunguna, standi hreifingarlausir, en hinir, sem vilja hafna henni, gjöri svo vel að fleygja sjer niður á grúfu kylliflatir1'. Uppástungan var samþyklct með öllum atkvæðum, enda var þettaþiti á víðavangi og mjög blautt um og óþokkalegt. — Franskur hagfræðingur hefir birt á prenti skýrslu um, hvað mikið eyðist af helztu matvælum í París um árið eða rjettara sagt eyddist þar árið l88r. Skýrslan er þannig : Nautgripir fullorðnir . . Kálfar . -............... Sauðkindur .............. Svín..................... Smjör...................... Ostur.................... Fiskur................... Fuglar................... Skelfiskar (ostrur o. fl.) 355.446 195,692 . 2,116,186 . . 297,896 pd. 33,463,800 — 11,365,888 — 45,662,046 16,220,262 — 29,069,606 Töluvert af þessum matvælum er frá öðrum lönd- um, þar á meðal t. d. 700,000 sauðkindur frá þýzkalandi, 200,000 trá Austurrfki og Ungverja- landi, 150,000 frá Rússlandi. Fáein einföld. ráð til að gera sig veikan eða heilsulausan : Að borða of mikið og of ótt. Að gleypa í sig matinn hálftugginn. Að neyta áfengra drykkja. Að fara seint að hátta og seint á fætur. A.ð hafa svo þröng föt, að þau hepti blóðrásina. Að vera illa skæddur. Að hafa sífeldar innisetur frá morgni til lcvölds Og dag eptir dag, helzt í slæmu lopti, sem hægast er að vera sjer út um með því að hafa engan glugga á hjörum, og þó gluggarnir sjeu á hjörum, þá að ljúka þeim sem sjaldnast upp. Að láta sjer vera kalt á höndum og einkum á fótum. Að hafa sem sjaldnast nærfataskipti og þvo sjer því sjaldnar eða aldrei um kroppinn, því að þá eru svitaholurnar stöðugt lokaðar af saur. Að gera sjer skapraun eða áhyggju út úr hverju smáræði. Að taka inn meðul við hverju einu, sem maður ímyndar sjer að að sjer gangi, og þá helzt skottu- læknameðul eða einhver kynjalyf (arcana). Að hafa enga reglu á máltiðum nje annari dag- legri háttsemi. Og loks að vera sem mest iðjulaus eða iðjulítill. Fleira miklu mætti til tfna; en þetta, sem hjer hefir verið nefnt, er allt svo handhægt og vanda- laust, enda allmjög tíðkað. Auglýsingar. ÍWF* Nævsveitamenn eru beðnir að gera svo vel að vitja ísafoldar á af- greiðslustofu liennar, sem er í ísafold- arprentsmiðju,viðBakarastiginn,l.sal. Til sölu á afgreiðslustofu ísafoldar: Gröndals Dýrafræði..................... 2:25 Gröndals Steinafræði .................. 1:80 Islandssaga þorkels Bjarnasonar....... 1:00 Ljóðmæli Gríms Thomsen ................ 1:00 Um sauðfjenað, eptir Guðm. Einarsson 0:90 U ndirstöðuatriði búfj árræktarinnar, eptir sama...............'......... 0:ö0 Erlevs landafræði, önnur útgáfa....... 1:25 Um notkun manneldis í harðærum, ept- ir Dr. J. JHjaltalín (1878)......... 0:30 Dönsk lesbók handa byr j öndum (S vb .H.) 1:00 pjÓÐ VINAFJELA GSBÆKUB 1883 til sölu á afgreiðslustofu Isafoldar: Almanak þv.fjelagsins um árið 1884 (með myndum) ....................... 0:50 Andvari IX. ár (með mynd)..... . 1:50 íslenzk- garðyrkjubók (með myndum) 1:25 Ejelagsmenn fá bækurnar allar fyrir árs- tillagið, 2 kr. Til sölu á afgreiðslustofu ísafoldar: fs lenzk garðyrkjubók eptir Dr. C. F. Schiibeler, háskólakennara í Kristjaníu. íslenzkað og aukið hefir Móritz Halldórsson-Fnffnksson, læknir Kaupmannahöfn. Með fjöldamörgum myndum. Kostar hept 1 kr. 25 a. fást á afgreiðslustofu ísafoldar. Kosta 20 aura. Guðlaugur Guðmundsson cand. juris tekur að sjer málfærslu, innheimtan sk’l1ia, ritun kaupbrjefa, skuldabrjefa, sammnga, m. fl. og veitir lagalega teiðbeining þeim, er þess æskja. Heima kl. 5 — 7 em. (í húsi Jóns bónda Ólafssonar við Hlíðarhúsastíg). Bvík 1883. Orðasafn íslenzkt-enskt og enskt - ís- lenzkt með lestraræfingum og málfræði, eptir Jón A. Hjaltalín, innhept 4, 50 a. Islenzka - enska orðasafnið eitt sjer, inn- hept 1, 50 a. Fæst hjá flestum bókasölu- mönnum á landinu. Makúlatúr 18 til 20 au. pundið, fæst hjá Jóni Ólafssyiii, ritstj. Til sölu í vor að kemur Ibær hjer í kaupstaðnum (Reykjavík) í bezta standi, meðal annars með góðri eldamaskínu, og stórum kálgarði. Nánari vísbending fæst á afgreiðslustofu ísafoldar. Snemma í sumar tapaði jeg jörpu mertrippi 4 vetra ójárnuðu og afrök- uðu, mark : blaðstýft aftan vinstra. Hver sá sem hitta kynni er vinsamlega beðinn , um að hirða fyrir mig og gjöra mjer aðvart um mót sanngjamrí borgun. Lónshúsum í Garði þg 1883. Jón Pálsson. Fjármark Magnúsar Magnússonar á Efri- Botum við Eyjafjöll: Stýft, gat og hang- andi fjöður aptan hægra; stýft og hang- andi fjöður aptan vinstra. Nýkomið lijá kaupmanni Porl.Ó.Johnson: Egta gott hveiti, pdið... TIL JÓLANNA: 0,15 Jarðarber í krukkum................. 2,50 Stikkelsber do...................... 2,00 Hindber do..........................'... ,50 Marmelade do.........................2,00 Egta enskt eða kínverskt the, pdið..3,00 Cocoa, pdið......................... 1,30 Cornflour, pakkinn...................0,60 Nýtt Edinborgaröl Agæt epli Brjóstsykurinn ljúfi kominn aptur. Einkunnabækub handa barnaskólum nýjar og með nýju fyrirkomulagi, fást á af greiðslustofu Isafoldar. Kosta innbundnar 20 aura. Einkunnabækub handa alþýðuskólum ÍS” Næsta blað kemur út miðvikudag 24. október. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð í ísafoldarprentsmiðju.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.