Ísafold - 27.10.1883, Page 2
110
f>etta er og vanavegurinn. Nú segir sag-
an : nú ríða þeir þráinn ofan frá Dal eptir
eyrunum, þ. e. þegar þeir þráinn koma of-
an fyrir Dalsásinn uppjeptir eyrunum fyrir
austan Markarfljót, sem það er nú búið að
brjóta af. Nú sjá þeir þráinn skildi blika
við í Rauðuskriðum, er sólin skein á, og
snúa þá ofanjmeð fljótinu til baka. Hjer
er mjög kunnuglega sagt frá, og í alla staði
rjett; enginn söguritari hefði tekið þannig til
orða, nema nákunnugur staðnum.
En nú kemur það atriði í ferðasögu minni,
eða sá staður í Njálu, sem mörgum hefir
orðið tihjásteytingar; eða margt hefir verið
misskilið í. það er reið Dlosa að austan
frá Svínafelli til brennunnar. Nú er undir
komið, hvernig tekst að leysa þennan stóra
hnút. En hjer verður ekki sagt nema í
fám orðum.
Jeg fórj.-inn á þórsmörk og Goðaland,
hafði með mjer tvo menn kunnuga, reið
inn Langanes fyrir austan fljót með Eyja-
fjöllum, inn yfir Jökulsá, Steinsholtsá og
Hvanná, og upp eptir Goðalandi, eða inn
sljettlendið það neðra af Goðalandi, inn
yfir Krossá og upp á jpórsmörk, tjölduðum
um nóttina undir Búðarhamri, sem er 36
faðma hár standklettur þar á sljettri grund
við Krossá; það er sá einkennilegasti og
fallegasti tjaldstaður, sem jeg hefi haft;
þetta er innarlega á þórsmörk sunnan-
verðri.
Jeg skal geta'iþess, að Jöldusteinn, sem
bæði Njála og Lnd. nefna, mun vera berg-
klettur sá, er stendur rjett við Hvanná, og
nú er kallaður Stakkur. Hitt getur ekki
verið, eins og sumir hafa ætlað, að Jöldu-
steinn sje sú langa hæð með klettum að
sunnan sem heitir Lausalda, hún er norður
við Markarfljót, vestur af þórsmerkurrana;
enginn mundi hafa kallað slíka hæð stein.
þar að auki á þetta ekki við landnám As-
gerðar, og því síður við landnám Jörundar
goða þar inn frá, Lnd. bl. 284.
Nú heitir Goðaland enn í dag á rnilli
Krossár og Hvannár, og kletturinn stendur
fyrir vestan ána. Hið efra er Goðaland
hálendi mikið, og liggur inn með jöklinum
og takmarkast af honum að sunnan.
þórsmörk er á milli Markarfljóts að norð-
an, en Krossár að sunnan. Innan til á
mörkinni rennur á, sem heitir þröngá; fyr-
ir norðan hana er nú kallað Kápa; en
þetta hefir allt heitið þórsmörk á Njálu
dögum.
Daginn eptir fór jeg víða um mörkina í
björtu veðri. Hún er hið fegursta og um
leið hið stórkostlegasta óbyggt land, sem jeg
hefi á komið , þar sem hún er óblásin,
og sem þannig liggur upp til fjalla. Jeg
fór upp á Kápu. þar hefir verið bær, og
er það ástæðulaust að efa, að þar hafi ver-
ið bær Bjarnar, sem Njála talar um, eins
og sýna má; en þar er nú orðið allt upp
blásið, og standa eptir háar jarðtorfur.
Hjer leituðum við lengi, og fundum ýmis-
legt, svo sem : mannabein, hundsbein,
hrossabein og stórgripa fl., skæri ryðbrunn-
in mjög, brýni, skeifubrot ryðbrunnið, fitu-
stein, gjallstykki o. fl. Hjer er ekki rúm
að lýsa þessu meira.
Skal jeg nú minnast á ferð Flosa, sem er
aðalatriði í þessu máli.
Njála segir bl. 645, þegar Flosi er að
segja Katli í Mörk, hvernig hann ætli að
haga reiðinni,—það er þó ekkert undarlegt
þó Ketill spyrði að því í fljótu bragði: »Ek
mun ríða upp ór Skaptártungu ok fyrir
norðan Eyjafjallajökul, ok ofan í Goðaland«,
og svo um reiðina : »Síðan stigu þeir
á hesta sína ok riðu upp á fjall ok svá til
Fiskivatna ok riðu nokkru fyri vestan vötn-
in, ok stefndu svá vestr á sandinn ■—■ ljetu
þeir þá Eyjafjallajökul á vinstri hönd sjer—
ok svá ofan í Goðaland og svá til Markar-
fljots ok kómu um nónskeið annan dag vik-
unnar á þríhyrningshálsa«.
Eg verð hjer að fara nokrum orðum um
þennan stað.
það er eptirtektarvert, að jafnvel hvergi
í Njálu er sagt nákvæmar frá en á þessum
stað um reið Elosa fram hjá vötnunum og
fyrir jökulinn, því víða er það að sagan er
stuttorð um staðalýsingar; en þessu bregður
víða fyrir í okkar góðu sögum, t. d. Laxd.
um reið þeirra Halldórs inn í Sælingsdal að
vígi Bolla, sjá Arb.Fornleifaf.1882 bl.71—72.
Söguritararnir vilja með þessu gera frásöguna
sem skemmtilegasta, og sýna að þeir viti
viðburðina með rökum.
Mig undrar það, að nokkrum menntuð-
um mönnum skuli hafa komið til hugar,
að söguritarinn muni hjer eiga við þau
Eiskivötn, er liggja langt upp af Landmanna-
afrjetti. það er rjett eins og að það væri
allsendis óhugsandi, að til hefðu verið nokk-
ur önnur vötn en þessi með því nafni. Eg
vona að hver skynsamur maður hljóti að sjá
að þetta getur með engu móti verið hugsun
þess, er söguna ritaði. Hver sem lítur á
uppdrátt Islands, hlýtur jafnvel að sjá það
undir eins. Fyrst er nú það, sem liggur í
augum uppi, að þetta er krókur þvert út
úr leið, og jafnvel aptur á við, sem ekki
nemur minna en 1 kringum 5 þingmanna-
leiðir. Annað er hitt, að eg efast um, að
þessi vegur verði farinn sakir torfæra; mjer
er ekki kunnugt að nokkur maður hafi
nokkuru sinni farið milli Stórasjóar og Yatna-
jökuls. Og svo kemur í þriðja lagi það
sem kórónar allt þetta, ogl það er að láta
Flosa ríða fyrir vestan vötnin. þess þurfti
hann þó vissulega ekki, eins og hjer stend-
ur á; málshátturinn segir þó : »af tvennu illu
skal taka hið minna«. En gjörum þó rjett
tilreynsluráðfyrir, að söguritarinn hefðiverið
svo »úvitandi vits«, að láta Elosa ríða þann-
igog aðhannætti við þessiFiskivötn. En er
það þá hugsanlegt að enginn hefði rekið
augun í svo bersýnilega vitleysu og orðið til
að leiðrjetta það, svo opt sem þessi saga
hefir verið rituð upp ? Að ætla vorum fornu
fræðimönnum og svo þjóðinni yfir höfuð
slíkt athugaleysi, svo mjög sem hún hefir
unnt Njálu, það kalla jeg nokkuð djarft.
En þessu víkur allt öðruvísi við, og mun
jeg sýna fram á það næst svo glöggt, að
enginn vafi geti á leikið.
“5*
BJÖRN prófastur HALLDÓRSSON.
Sá flýtir — sá flýtir að fara burt,
þjer fósturlands dætur og synir!
Sjá, grjótið stendur 1 götunni kjurt,
og grasið á jörðunni visnað og þurt,
eii burt eru bjarkir og hlynir,
á burt mínir kærustu vinir.
I anda jeg sveif inn á Eyjafjörð,
þá ómuna-tið, er nísti j<
í fyrra með fári stríðu;
jeg sveif yfir klakans kalda ná,
og kom þar gegnt er jeg horfði á
Laufás í brekkunnijblíðu.
Til kirkjunnar heyrði’ eg klukknahljóm,
þær kváðu sem hefði.’dáið blóm
hið fegursta á vorri foldu,
sem liðin væri Ijúfasta mey—
ein laufi skínandi blómstur-ei/—
og komin í kalda moldu.
Jeg heyrði raddir, heyrði söng,
jeg heyrði andvörp djúp og ströng;—
frá gröfinni fólkið gengur.
En síðast heyrði jeg sog eða stun,
og sagði jeg þá með kvfðandi grun :
»þar shtnaði hjarta-strengur«.
Og enn er jeg kominn á Eyjafjörð
og enn sje jeg Laufáss bæ,
og enn er hvítt yfir alla jörð
og ís yfirjdjúpan sæ ;
það er skammdegis-tíð og komið kvöld-—-
mun kuldinn vaxa, þá hallar öld,
með faraldri, frostum og snæ?
Til kirkjunnarjheyrði jeg klukkna hljóm,
sem kveddu þær mannval bezt,
einn landsins snilling og listablóm,
og ljóssins og andans prest;
og hrygðarskarann jeg horfði á,
er harmandi sneri gröfinni frá :
þá heyrði jeg hjeraðsbrest!
Já, dáinn er þú, sem dóttirin þín
hin dýra, minn ástkæri vinur ;
nú kveða þinn líksöng Ijóðin mín ;
í loptinu kaldlega dynur,
og stormur á glugganum stynur.
En þó er’mjer lygnt í hjarta og hug,
eg hugsa’ ofar stormum og kvíða,
því smásaman hættir mitt] hringiðuflug,
og hjartað þreytist að stríða
og leitar að hlje milli hríða.
Jeg bíð þar til rofar og birtir til:
ó, bíðum, unz stormarnir sefast,
og látum ei blekkja’ oss það breytingaspil,
í bölinu má ekki efast,
því bót þeim sem bíður skal gefast.
Og enn vil jeg laga lítið stef —
sem lifandi hinn dáni væri —
og skrifa þjer enn til skemmtunar brjef,
þó skugga tómum það færi,
og síðasta sje, minmkæri!
En frjettir litlar jeg færi þjer,
sem frjettir átt nógar sjálfur :
sorgvafin enn þá sólin er,
ei sigurinn unninn hálfur,
og stríð yfir grund og gjálfur.
Jeg bý hjer við sand, og blómstrin smá,
er brosa við sólarhveli,
í voða’ eru flest þegar fýkur á
í fellibyljum og jeli,
þó vildum þau verja heli.