Ísafold - 10.11.1883, Qupperneq 2
114
eptir langa baráttu, og það var, að
hver og einn hefði sjálfur ábyrgð á freisi
sálar sinnar, og að hin persónulega trú
væri hin eina, er veitti manninum frið
við guð. ]þetta var kjarninn í kenn-
ingu hans, en þessu hlaut að verða
samfara, að allir mannlegir milligöngu-
menn, hvort sem þeir væru lifs eða
liðnir, væru eigi að eins óþarfir, heldur
og til niðurdreps öllu sönnu trúarlífi,
og með því var kippt fótum undan
klerkavaldinu, sem hafði farið svo
hneykslanlega að ráði sínu, að ganga
á milli guðs og manna á þann hátt.að
okra með guðs náð og fyrirgefningu
syndanna fyrir peninga. fessari höf-
uðkenning Lúthers hlaut það og að
vera samfara, og hann gjörði sjer og
innan skamms sjálfur grein fyrir því,
að allar mannasetningar um sjerstakar
skyldur og dyggðir, sem eigi gætu sam-
rýmzt skyldum vorum í hinu almenna
borgaralega lífi, væru einskisverðar og
hættulegar. Trúarkrafan og hin sið-
ferðislega krafa er hin sama hver sem
í hlut á, og þess vegna var það villa,
að ætla sjer að verða guði þekkari með
því að vanrækja skyldur sínar í mann-
fjelaginu og ganga í klaustur eða leggja
á sig önnur óeðlileg höpt eða píningar
og meinlæti.
Lúther tókst þannig að leysa úr þeim
vanda, sem miðaldirnar uppgáfust við,
að hægt er að flýja til guðs, án þess
að flýja út úr þessum heimi, og það
er einmitt samkvæmt guðs vilja, að
hver og einn eptir megni vinni í sinni
stjett og stöðu, og hafi jafnframt leyfi
til þess f sakleysi og siðsemi að njóta
þeirrar ánægju, sem þessi jörð býður.
Lúther leysti úr þessum vanda um leið
og hann vakti nýtt trúarlíf í brjóstum
manna, traustið og kærleikann til guðs,
og með því var fyrir byggt að vantrúin
gæti orðið ofan á kristninni, sem þó
virtist að mestar líkur væru til um
þær mundir. Hann vakti trúarlífið eigi
einungis hjá sínum fylgismönnum,
heldur og hjá mótstöðumönnunum.
Mönnum er kunnugt um vöxt og
viðgang siðabótarinnar, mótspyrnu páf-
ans og kaþólskra klerka, sem þó lauk
á þann veg, að siðabótin átti fullum
sigri að hrósa í flestöllum germönsk-
um löndum. Um það þarf ekki að
orðlengja. Hitt geta menn aldrei nóg-
samlega látið sjer skiljast, hversu mik-
ið lá og liggur i höfuðkenningu Lút-
ers. í hinni persónulegu ábyrgð
hvers eins gagnvart guði liggur sá
rjettur, sem hver maður hefur að sjá
sjálfum sjer farborða, án þess að nokk-
ur maður megi þar í milli koma, og
það er aðalatriðið í trúarbragðafrels-
inu, sem nú er viðurkennt í orði kveðnu
í öllum siðuðum löndum og um leið
aðalundirstaðan fyrir hugsunarfrelsinu,
sem hvergi nærri var rjettilega gætt
á Lúthers dögum, og enn á langt i
land að sje hæfilega virt í kristnum
I löndum. af hvaða trúarflokki sem er.
Til þess að þessi persónulega ábyrgð
geti átt sjer stað, þarf i annan stað
hver og einn að hafa þá hæfilegleika,
sem gjörir hann því vaxinn, að bera
ábyrgðina, og þess vegna ljet Lúther
sjer vera svo annt um uppfræðslu
æskulýðsins i kristnum fræðum; og
með honum hefjast fyrst verulegir al-
þýðuskólar, því að hann vildi eigi láta
staðar numið við að kenna fræðin ein,
heldur vildi hann og að unglingar
lærðu hvað eina, sem þeim væri nauð-
synlegt og gagnlegt i lífinu. f>að
hefur og sýnt sig, að alþýðumenntun
er töluvert betri i löndum prótestanta
en í kaþólskum löndum.
Hjer er eigi stund nje staður til þess
að rekja æfisögu Lúthers. Vilji menn
hugsa sjer hann sem glæsilegastan, þá
geta menn minnzt hans þegar hann
brenndi bannfæringarskrá páfa, eða
þegar hann vorið eptir í Worms 1521
stóð frammi fyrir Karli keisara og
öllu stórmenni fýzkalands og stóð þar
við það sem hann hafði ritað í bókum
sínum. þ>á lifði hann sitt fegursta og
þá átti hann flesta vini á þ>ýzkalandi með-
alallra stjetta. Hanner einna ástúðlegast-
ur í brjefum sínum til barna sinna, eða
þegar hann selur kjörgripi sína til
þess að geta styrkt fátæka námsmenn.
Hann er einna gamansamastur í brjef-
um sínum til konu sinnar, Katrínar,
eða við ölkrúsina með kunningjum
sínum að kvöldi dags. Margt gekk
honum í móti síðari hluta æfi sinnar.
Hann sá fyrir endann á því nokkru
fyrir dauða sinn, 18. febrúar 1546, að
siðabótin næði ekki fram að ganga án
blóðugra styrjalda og sundrungar á
fýzkalandi, og það tók hann því sár-
ar, sem hann langt á undan sínum
tíma sá, að |>jóðverjar allir saman
áttu eina fósturjörð. Annars vill svo
verða um hin ágætustu stórvirki mann-
legs anda, að þegar þau koma til
framkvæmdanna, þá er opt beitt vopn-
um, sem ekki sæma þeirri göfugu
hugsjón, sem vakti fyrir forustumönn-
unum; slíkt er ekki nema náttúrlegt,
þar sem bæði sókn og vörn er háð af
breyzkum mönnum. þ>að þarf ekki
að minna á fleiri dæmi en siðabótina
á þ>ýzkalandi og stjórnarbyltinguna
miklu á Frakklandi. En hvað sem
dreif á dagana fyrir Lúther, þá var
hann hin sama óbilandi trúarhetja,
sem vissi að „Ovinnanleg borg er vor
guð“, og jafnframt var hann hinn glað-
væri borgari, sem heitast allra unni
hinu margskipta ættlandi sinn, sem að
kalla má skóp því nýja allsherjar-
tungu og kom þannig á einu bók-
menntaríki um endilangt f>ýzkaland.
þ>jóðverjar, að minnsta kosti prótest-
antar, segja, að Lúther sje fagurt dæmi
hinnar guðhræddu og karlmannlegu
þýzku lundar; Norðurlandabúar telja
hann norrrænan í skapi; hvorttveggja
kann að mega til sanns vegar færa.
J>að er ættarmót með Lúther og Bis-
marck, þó að margt sje sem þá skilur;
báðir eru stórhreinlegir og báðir eru
að nokkru leyti norrænir víkingar. þ>að
er norræni víkingsandinn í Lúther, sem
veldur því, að honum finnst á stundupa
hann sje genginn á hólm móti'Sfálfum
djöflinum í eigin persónu.
þ>að væri eigi undarlegt, þó að
einhver furðaði sig á því, að kenning
þessa manns, sem studdist við heilaga
ritningu, og gaf hinu mannlega eðli
aptur frelsi sitt, skyldi ekki gagntaka
allan hinn kristna heim, í stað þess,
að að eins minni hluti hinna kristnu
vesturþjóða Norðurálfunnar, svo að eigi
sje lengra farið, hefur látið skipast við
kenningu Lúthers og annara siðabót-
armanna, og eigi nema nokkur hluti
af þessum þjóðum aptur tekið sjer
nafn eptir hinum mikla höfuðmanni
siðabótarinnar. (Annars var Lúther
það mjög á móti skapi, að kristnir
menn skyldu nefna sig Lútherana, enda
var það nafn í fyrstu uppnefni, sem
kaþólskir menn fundu upp). þ>ó að
eigi sje vert að eyða mörgum orðum
um það, sem ekki hefur orðið, þá má
þó skýra að nokkru þessa rás við-
burðanna á þann hátt, að Suðurlanda-
þjóðir eru ýmsra orsaka vegna svo ó-
líkar Norðurlandaþjóðum, að sami hugs-
unarháttur getur ekki eðlilega átt sjer
stað hjá báðum. Suðurlandabúum
finnst trú vor köld og guðsþjónustan
ófögur; vilji þeir yfirgefa hina kaþólsku
trú, þá stendur vantrúin þeim nær, en
trú prótestanta.
þ>að verður seint ofsögum af því
sagt, hver áhrif Lúther hefur haft á
trúarlíf, kirkjulíf, þjóðlíf og menntunar-
líf allra prótestantískra landa í vorri
álfu og utan hennar, þar sem hún
hefur fært út kvíarnar, og þá auðvitað
helzt í Norður-Ameríku. En Lúthers
sjást og miklar menjar í hínum ka-
þólsku löndum, eins og þegar er á
vikið. Siðferði klerka batnaði stórum,
og síðan hafa engir hneykslunarpáfar
setið á stóli Pjeturs. Nýtt vísindalíf
og kirkjulif vaknaði í kaþólskum lönd-
um og í þeim greinum stóð kirkja
mótmælenda á stundum eigi jafnfætis
hinni kaþólsku kirkju. Eins og hinar
beinu afleiðingar af siðabót Lúthers
halda áfram öld af öld í hinu prótest-
antísku kirkju, eins má segja um hin-
ar óbeinu afleiðingar siðabótarinnar í
kaþólskum löndum. Jesúitafjelagið á
beinlínis rót sína að rekja til siðabót-
arinnar. J>að hefur ráðið mestu frá
því er það stofnaðist, og ræður enn í
hinni kaþólsku kirkju, og á mestan
þátt í hinni herfilegu óskeikunarkenn-
ingu páfans, sem nýlega hefur verið
staðfest.
Yjer Lútherstrúarmenn minnumst
bezt og veglegast hins mikla manns
meðþví að hlúa sem bezt að þeim fræ-