Ísafold - 10.11.1883, Side 3
115
kornum, sem hann hefir sáð, en sem
eigi allt af hafa fengið að þróast í
næði, en það er trúarbragðafrelsið og
hugsunarfrelsið, sem byggist á hinni
háleitu köllun hvers einstaks manns,
sem frjálsrar persónu með ábyrgð á
sjálfum sjer gagnvart guði. fessijafn-
rjettishugmynd gagnvart guði hlýtur,—
enda fór svo smámsaman — að ala af
sjer jafnrjettis- og frelsishugmyndina í
mannfjelaginu. Að lokum getur þessi
persónulega ábyrgð eigi átt sjer stað,
sje eigi hver fær um að gjöra sjálfum
sjer grein fyrir köllun sinni i þessu lífi
og öðru, og því er uppfræðslan nauð-
synleg, jafnt fyrir alla, hvort sem þeir
standa hátt eða lágt.
Allar prótestantiskar þjóðir umvíða
veröld hafa þegar minnzt Lúthers á
margan hátt í sumar, og munu sjer-
staklega gjöra það i dag, á 400 ára af-
mæli hans. Vjer íslendingar tökum
fúslega undir með trúarbræðrum vor-
um og frændum fyrir sunnan og vest-
an haf, og þó að siðabótarsaga vor sje
að sumu leyti einhver hinn ófegursti
kafli úr sögu íslands, þá getum vjer
þó af heilum hug tekið undir með þjóð-
skáldi voru (M. J.) :
Hve sœlt að sjd og skoða,
á sigurbjartri öld,
hinn mæra morgunroða
við myrkrin berjast köld,
þá Lúther, Ijóssins hetja,
sinn logabjarta hjör
mót hneyksli hóf að hvetja
með heilagt afi og fjör.
P.
FORNLEIFARANNSÓKN í RANGÁRþlNGI
1883.
Eptir
SIGUÍtÐ VIGFÚSSON.
II.
Enginn hefir, það jegveit, gjört tilraun
til að skilja þennan stað í Njálu á annan
hátt; en hitt hefir orðið niðurstaðan bæði
hjer og víðar, að þegar menn ekki hafa
þekkt sögustaðina, eða ekki þótzt geta komið
þeim saman við orð sögunnar, þá að hlaupa
í ritara sögunnar, og láta allar sakir bitna
á honum; þetta mun mega sýna. jpegar
jeg fór alvarlega að hugsa þetta mál, sneri
jeg með öllu huga mínum frá þessum
vatnafláka, er liggur svo langt norður á ör-
æfum; það liggur í augum uppi, að þau
Fiskivötn, sem höfundur Njálu talar um,
hlutu að hafa verið austnorðan undir Eyja-
fjallajökli, og þar er þeirra að leita, og lagði
jeg á það allan hug; jeg vildi jafnvel segja
meira, að þó að engin vötn fyndust hjer
nú, hafa þau samt hlotið að vera þar á
þessu svæði, því hversu auðveldlega gátu
þau ekki verið horfin nú, af sandi eða öðr-
um orsökum, úr þeim stórkostlegu eldgos-
um úr Eyjafjallajökli; kunnugt er, að eld-
gosin hafa gjört meira að verkum. |>essi
Fiskivötn þurftu heldur eigi að hafa veriðnein
stórvötn.oggátu jafnvel verið remandi vötn.
|>au eru víða nefnd vötn hjer á landi, sem
kunnugt er; en svo eg taki þó eitt dæmi, og
það þar eystra, þá heita Teitsvötn kalda-
verzlu-uppsprettur, sem mynda smátjarnir
og polla og renna í Éystri-Rangá; þau eru
nær á móts við Keldur. þess munu ekki
finnast dæmi í vorum góðu sögum, að þær
gjöri slík axarsköpt um staðalýsingar sem
þetta, í því hjeraði sem sagan gjörist og
hlýtur jafnvel að vera rituð. Forneskju og
ýmsum átrúnaði getur brugðið fyrir víða,
og einkanlega um stórvirki þeirra manna,
sem þjóðin hefur gjört að sínum fornaldar-
kempum; þetta er samvaxið þeirri tíð. Jeg
hefi í þessu efni nokkra reynslu, þar jeg
hefi nú í 4 sumur farið um ýmsa sögustaði
í flestum af vorum beztu sögum, allt vestan
frá Isafjarðardjúpi og austur undir Eyjafjöll,
þó að nokkrir staðir á þessu svæði sjeu enn
órannsakaðir.
En þessa þarf nú ekki við með þessi
Fiskivötn; vötnin eru til þann dag í dag og
það á þeim stað, sem maður vildi helzt
kjósa, samkvæmt orðum sögunnar; vötnin
eru ekki alllítil og eru nú kölluð Alptavötn.
þau eru á svæðinu milli Mælifells og Ein-
hyrningsfjalla og þó nær þeim, en í hina
stefnuna, frá landnorðri til útsuðurs,eru þau
nálægt miðja vegu milli Hólsár og Eyja-
fjallajökuls.
þegar því riðið er austan úr Skaptár-
tungu fyrir norðan Eyjafjallajökul, lætur
maður fyrst Einhyrningsfjöllin á vinstri
hönd og ríður alllangt frá þeim; því næst
er riðið yfir Hólsá og verða þá Álptavötnin
til vinstri handar; þegar þar er komið, ríður
maður nokkru fyrir vestan vötnin á leið til
Mælifells, og fyrir norðvestan fellið, og þá
á sandinn (Mælifellssand). Sjá Uppdrátt
Islands (helzt, þann stóra) um alla þessa
afstöðu; vötnin standa þar ekki sem ekki
er heldur við að búast; þetta nafn á vötn-
um þessum kemur og hvergi fyrir í sögum,
það eg veit.
Að nafnið hefir breytzt á þessum vötnum,
getur naumast orðið að miklu umtalsefni.
Slíkt er svo algengt; það yrði löng rolla ef
jeg til tíndi öll þau örnefni, sem jeg þekki
að nafnið hefir breytzt á, frá því á sögutím-
anum og þangað til nú. Eitt mjög mikils-
vert dæmi skal jeg þó einkanlega sýna.
það eitt nægir.
þingvallavatn, sem nú er kallað, hjet
áður »01fossvatn«, Islendingabók Ara fróða,
bl. 11, og »01fusvatn« Landn. bl. 38; »01-
fus-vatn« er það og kallað í Sturlungu ;
nafnið þingvallavatn kemur hvergi fyrir
allan þjóðveldistímann, það jeg hefi fundið,
og ef til vill miklu lengur, en nú þekkist ekki
annað nafn sem kunnugt er. þegar nú
þannig hefir farið um það stóra vatn (»djúp-
ið mæta mest á Fróni«), sem liggur við þann
nafnkenndasta stað á Islandi, hvað mun þá
ekki vera með þessi Fiskivötn, sem liggja
svo langt upp til fjalla, þar sem sjaldan eru
mannaferðir ?
En það er bezt jeg nefni fleiri dæmi um
smærri og ómerkilegri vötn. »Urðarvatn«
í Yatnsdal, Landn. bl. 175 og Vatnsdæla bl.
26, er nú kallað Hvammstjörn, og »Helga-
vatn« Landn. bl. 175 og Vatnsd. bl. 26, er
nú kallað Helgavatnstjörn; nafnið Helga-
vatn er nú ætíð skilið um bæinn Helgavatn,
en ekki um vatnið.
Nákvæmust skýrteini um þessi Álptavötn
hefi jeg fengiðjhjá greindum manni og rjett-
orðum ofarlega af Rangárvöllum; skrifaði
jeg þetta orðrjett eptir honum, að viðstödd-
um skynsömum manni sem er uppalinn í
Fljótshlíð og sem ber gott skyn á þetta
mál; hefir hann og fleiri sagt mjer að hólmi
sje í einu vatninu. Sá fyrnefndi maður
hefir verið á þessum stað á Rangárvöllum
lengst æfi sinnar, og margfarið um Rang-
árvöllu alla og sömuleiðis um Rangárvalla-
afrjetti og Fjallabaksveginn fyrir norðan
Eyjafjallajökul til Skapártungu. Jeg vona að
fá vottorð fleiri manna um þessi Álptavötn.
Hvort nokkur veiði kynni að vera í þess-
um vötnum nú, þar um skal jeg ekkert
fullyrða, en þó hún nú engin sje, sannar
það ekkert, þvf hversu mörg dæmi má ekki
til nefna, þar sem silungur er með öllu
horfinn úr vötnum ; til þess geta verið svo
margar orsakir; vötn þessi geta og hafa
nokkuð um breytzt eða grynnzt af þeim or-
sökum, er eg hefi fyr nefnt.
Hjer á þessu svæði eru og fleiri vötn,
sem jeg skal og geta.
Skammt fyrir norðvestan Álptavötnin fyrir
vestan Hólsá eru svonefndir Brytalækjr, sem
eru nokkrar tjarnir og lækir, sem myndast af
uppsprettum, og verður úr þessu til samans
töluvert stórt vatnsrennsli, sem rennur í
Hólsá.
þegar jeg skrifa nákvæmar um þetta efni,
mun jeg til greina nöfn allra þeirra manna,
sem hafa gefið mjer upplýsingar, er mjer
þykja mikilsverðar, um þá staði, er jeg sjálf-
ur ekki hefi getað komið á, svo að menn geti
sjeð, á hverju jeg byggi.
Jeg fjekk ekki vissar sagnir um þessi
Alptavötn fyr en miklu síðar, og áður hafði
jeg ekki getað spurt til neinna vatna áþessu
svæði; hugði því að þau væri ekki nú að
finna. þess vegna fór jeg ekki austur fyrir
jökulinn þegar jeg var inn á þórsmörk,
enda hafði jeg ekki nógan tfma, því orðið
var mjög á liðið; þar að auki var það á-
kveðið, að jeg f þessari ferð rannsakaði þá
staði, sem við koma Rangárþingi; en þegar
kemur austur fyrir jökul, þá eru þar fleiri
merkir staðir, sem koma sögunni beinlínis
við, og þarf að gjöra þar sjerstaka rannsókn;
en hvað sem þvl líður, þá mun Fornleifa-
fjelagið, ef nokkur nauðsyn þykir til bera,
gjöra allt sitt til í þessu efni ; jeg skal og
ekki spara þar til það sem eg má. þessi
staður í Njálu um reið Flosa er svo mikils-
verður fyrir þá frægu sögu, og ekki einungis
fyrir hana, heldur fyrir vora sagnafræði yfir
höfuð.
En svo að jeg nú snúi mjer aptur að reið
Flosa til brennunnar, þá er það fyrst, að
þessi Alptavötn, sem áður hafa verið nefnd
Fiskivötn, eiga hjer svo vel við orð sögurit-
arans, sem bezt má verða. Fyrst er nefnd
Skaptártunga, svo Fiskivötn, svo sandurinn
(Mælifellssandur). þessi ömefni, sem sag-
an nefnir, eru því öll í röð, hvað á eptir
annað. þegar nú að þessu sleppur, hefir
Flosi riðið—að því er jeg hygg, og jeg verð
að svo komnu að álíta eðlilegast — fram
Emstrur, sem nú eru kallaðar, og svo of-
an Almenninga niður á Kápu og yfir þröng-
á, og þar yfir þórsmörkina—hjer eru fornir
vegir mjög niður grafnir—gegnuín Langadal
og þar yfir Krossá og ofan á sljettlendið
það neðra af Goðalandi og þar niður og fram