Ísafold - 10.11.1883, Page 4
116
aurana; síðan hefir hann riðið yfir Markar-
fljót fyrir framan |>órsmerkurrana — ofar
verður heldur ekki komizt yfir fljótið — þá
hefir Flosi riðið upp fyrir austan þórólfsfell
fyrir ofan það, millum þess og Tindfjalla-
jökuls, og síðan út heiðarnar fyrir ofan
byggð alla og út á þríhyrningshálsa. þetta
eru orð og hugsun sögunnar, og þannig má
fara; þetta er og eðlilegt; Flosi hafði næg-
an tíma eins og sýna má og sanna, og hvað
skyldi þá vera á móti þessu? Allir skyn-
samir menn munu þó vilja dæma um þetta
mál samkvæmt orðum sögunnar og anda.
En þeir sem halda að Flosi hafi farið fyrir
norðan Tindfjallajökul og þá hjá Rauðnefs-
stöðum, þá er það eini vegurinn til að gjöra
söguna alveg vitlausa á þessum stað. þetta
er nærfellt það sama sem að búa til nýjan
kafla inn í söguna þvert á móti hennar orð-
um, og það að raunarlausu.
Eg skal og geta þess, að bls. 684 lætur og
söguritarinn Fiskivötnin vera á sfnum rjetta
stað, nefnilega fyrir austan sandinn, alveg
samkvæmt fyrra staðnmn. f>að er einmitt
þessi vegur, sem jafnan er talað um í Njálu
bæði þá farið er austur og austan; þannig
riðu Sigfússynir. Sumum hefir þótt það
undarlegt, að sagan ekki nefnir þórsmörk á
þessum stað, en það þarf alls ekki að vera.
þórsmörk og Goðaland liggja alveg sam-
hliða. Krossá skilur hjer einungis sem fyr
segir; það er því nóg að nefna það síðara.
f>ví auðvitað var, að Flosi hlaut að ríða um
þórsmörk; hún er og nefnd á öðrum tveim
stöðum í sögunni. En þar á móti er hjer
tekið svo til orða: wfan í Goðalandt, ein-
mitt af þvf, að þá komu þeir fyrst ofan á
efstu tunguna af því mikla sljettlendi, er
gengur allt neðan frá sjó og upp til fjalla;
en áður höfðu þeir farið yfir fjöll og firrnindi,
það er eins og maður segir: »ofan í dahnn«.
þetta er einn vottur þess, að söguritarinn
hefirverið landslaginu hjer kunnugur. (Frh.)
Leiðrjetting. í I. kafla þessarar greinar, ísaf. X
28., í 3. dálki á I. bls„ 12. línu að neðan, stend-
ur: „fyrir austan Markarfljót11, en á að vera : „fyrir
vestan Markarfljót“.
Hitt og þetta.
— Maður færði skáldinu Alexander Dumas 2
leikrit eptir sjálfan sig og bað hann lesa og segja
sjer sinn dóm um þau. Eptir nokkra daga kemur
hann aptur að heyra dóminn. „Eruð þjer búnir
að lesa þau ?“ spyr hann. „Já, annað“ svarar Al.
Dumas. — „Hvernig lízt yður á það ?“ „Mjer lízt
betur á hitt“.
— Forsjálni. „Hvora lízt þjer nú betur á af frænk-
unumþínum, Nonni minn, Önnu eðaSiggu?11—„Jeg
vil ekki segja það núna, mamma, af því að þær
heyra til, því þá verður Anna vond“.
— Margur þykist góður menntavinur, ef hann
lætur kenna börnum sínum að skrifa og reikna.
En að kenna mönnum að skrifa og reikna og ekki
annað, er eins og að leggja fyrir mann hnif og
gaffal, en engan mat. Huxley.
Auglýsingar.
0^"' Nærsveitamenn erubeðnir að
gera svo vel að vitja ísafoldar á af-
greiðslustofuhennar, sem er í isafold-
arprentsmiðju,viðBakarastiginn,l.sal.
Orðasafn íslenzkt-enskt og enskt - ís-
lenzkt með lestraræfingum og málfræði,
eptir Jón A. Hjaltalín, innhept 4, 50 a.
Islenzka - enska orðasafnið eitt sjer, inn-
hept 1, 50 a. Fæst hjá flestum bókasölu-
mönnum á landinu.
Á skrifstofu biskupsins fæst:
Islenzka biblían útgefin f London verð 4 kr.
— nýjatestamenti með Davíðsálm. 1 —
Kvöldlestrarhugvekjur ............... 2 25
pœg il eg búj ör ð í Borgarfjarðardöl-
um, er hefir til að bera gott tún, góða mat-
urtagarða, gott hagkvisti og vetrarbeit fyrir
sauðfje, flæðiengi í nokkurri fjarlægð, sil-
ungsveiði.—• fcest keypt (og til ábúðar næstk.
fard. ef samið er fyrir jól). Nákvæmari
upplýsingar gefur Björn Björnsson jarð-
yrkjum. á Hvanneyri. 1883.
A fundi, er sýslunefndin í Borgarfjarðar-
sýslu átti með sér að Leirá hinn 2. þ. m.
ályktaði nefndin að taka upp brennimark á
sauðfjenaði og hrossum fyrir sýsluna, og var
ákveðið að brennimarkið fyrir hvern ein-
stakan hrepp skyldi vera eins og hjer
segir:
Strandarhreppur................. B. 1.
Akraneshreppur..................* B. 2.
Skilmannahreppur................ B. 3.
Leirárhreppur................... B. 4.
Andakýlshreppur ................ B. 5.
Skorradalshreppur............... B. 6.
Lundareykjadalshreppur ......... B. 7.
Reykholtsdalshreppur............ B. 8.
Hálsahreppur.................... B. 9.
Á brennimarkinu á að vera latínuletur og
tölustafirnir indverzkir. Brennimarkið skal
sett á hægra horn kindarinnar og hægra
framhóf hrossa.
þetta auglýsist hjermeð eptir ákvörðun
sýslunefndarinnar.
p. t. Leirá 3. nóv. 1883.
Guðm. Pálsson.
Jörð til sölu:
Villingaholt í Árnes-sýslu, —19,8 hndr. að
dýrleika,—er til sölu við vægu verði. Jörð-
in hefir ætíð verið talin vildisjörð: hefir gras
gefið tún, miklar og grasgefnar engjar ; þar
er góð vetrarbeit fyrir hross og sauði, kál-
garðar mikhr og góðir; hellutak, mótak og
torfrista,—allt hægt til afnota; jörðinni er
vel 1 sveit komið og hægt þar til aðdrátta.
Nákvæmari upplýsingar fást hjá undirskrif-
uðum, sem gjörir fullnaðarsamning um söl-
una fyrir hönd eiganda.
þingvelli við Öxará 24. október 1883.
Jens Pálsson.
Tvö góð herbergi óskast til leigu
með magazín-ofni, sunnan á móti í ró-
legu húsi. Nánari vísbending á af-
greiðslustofu ísafoldar.
Nóttina milli hins 26. og 27. d. næstl.
sept. m. hvarf af vellinum hjá Latínu-
skólanum bleikur hestur, yfir 20 vetra,
með stjörnu í enni, aljárnaður, og voru
gamlar skaflaskeifur undir framfótum,
markaður: heilrifað hægra, blaðstýft
apt. vinstra. Sá, sem finnur hest þenn-
an, er beðinn að gjöra svo vel og koma
honum sem fyrst annaðhvort til síra
þórðar próf. þórðarsonar í Reykholti
eða til Grísla Bjarnarsonar í Gíslahúsi
á Arnarhólslóð í Reykjavík, fyrir sann-
gjörn ómakslaun.
þareð við verðum fjærverandi um
tima leyfum við okkur í sambandi við
auglýsingu" dags. 24. f. m. áhrærandi
innköllun útistandandi skulda til verzl-
unar hins skozka verzlunarfjelags, að
biðja þá, er ekki hafa þegar greitt
skuld sína eða gjört samning þar að
lútandi, að snúa sjer í því tilliti til bójc-
haldara Jóns Norðmanns í Glasgow
hjer i bænum.
Reykjavik, 7. nóv. 1883.
Eggert Guiniarsson. G. E. Briem .
— Jafnvel þó mikið hafi verið keypt af
hinum nýju skozku vörum, sem eru til
sölu í Glasgow hjer í bænum móti borgun
út í hönd, þá eru þó enn byrgðir af ýmsu,
og selzt við þessu verði:
Overheadmjöl, sekkurinn 250 pd. 26 kr.,
pundið á 11 a.
Haframjel, sekkurinn 250 pd., 40 kr.,
pundið á 17 a.
Smjör, pundið á 80 a., 90 a. og 1 kr., eptir
gæðum.
Ostur, pundið á 35 til 90 a.
Svínakjöt reykt, pundið á 85 a.
Ymislegt niðursoðið.
Gulróur skozkar, pundið á 5 a.
Ymislegt smábrauð, pundið á 40 a. til 1 kr.
Vínber, pundið á 1 kr.
Kaffi, pundið 55 a. (gæðin svara til verðsins).
Kandíssykur pundið 40 a. i kössum,
Hvítt sykur, pundið í heilum toppum 35 a.,
klippt 38 a., þegar keypt eru 20 pd. og
þar yfir.
Púðursykur pundið frá 26 a. til 35 a. (ódýr-
ari í sekkjum).
Húðir (sjóskó-og sólaleður) pundið á 1,50.
Steinolía, potturinn á 20 a.
Aunglar No. 8 þúsundið á 4,50 og No. 7
á 7 kr.
Yfirfrakkar frá 16—40 kr.
Karlmannsklæðnaður frá 30—40 kr.
Vetrarsjöl frá 12—38 kr.
Yms smœrri sjöl frá 75 a.—11 kr.
Nærfatnaður karla og kvenna úr ull og
líni frá 1—6 kr.
Milliskirtur frá 1—6 kr.
Rúmteppi frá 5—19 kr.
Línlök og línlakaljerept.
Ymisl. álnavara, ullargam og tvinni.
Saumavjelar.
Ritföng.
Reykjavík 7. nóv. 1883
G. E. Briem.
Á minn kostnað er nú verið að prenta
nýjar biblíusögur,
er cand. theol. Jóhann porsteinsson biskups-
skrifari i Reykjavík hefur þýtt og lagað eptir
biblíusögum TANGS, sem viðurkenndar eru sem
ágætastar í sinni röð hvervetna i Danmörku
og hafa á skömmum tíma rutt sjer svo til rúms, að
þær eru þar nú almennt brúkaðar við biblíu-upp-
fræðing i skólum og utan skóla. Jeg vona þvi,
að reynslan muni sýna, að biblíusögur þessar verði
álitnar einkar-vel lagaðar til að brúkast við biblíu-
kennnslu bæði í skólum og heimahúsum hjer á
landi. Frágang bókarinnar mun jeg reyna að vanda
og selja hana með svo lágu verði sem unnt er.
ísafoldar-prentstofu, Rvík 7. nóv. 1883.
Sigurður Kristjánsson.
Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil.
Prentuð i ísafoldarprentsmiðju.