Ísafold - 01.12.1883, Qupperneq 3
123
„Tilvalin saga frá alþingi11. —'Ijer
he.fir borizt sú fregn úr áreiðanle 4um
áttum, fleirum en einni, að einn viss
þingmaður hafi á síðasta þingi þóttst
hafa til taks, að lesa upp fyrir þing--
heimi. ef á lægi, skýrslu, er hann ljet
uppi að stæði i Times, sem þingmaður-
inn hafði saman-brotinn „upp á fikkann"
svo ekki slyppi til i — þess etnis, að
jeg .hd.fi átt að standa í £ 300 vanskil-
um við samskota-sjóðinn hjer í fyrra
haust, er jeg skilaði reikningum, og
hafði Lord Mayor átt að hafa gefið
skýrsluna í Times. Lánbeiðsla mín væri
því auðsjáanlega til þess, að breiða yfir
órjelega peninga meðferð. Times var
otað að eins, og á blaðið var bent og
sagt: —’hjerna stendur það’! En ald-
rei varð úr upplestri skýrslunnar fyrir
þingheimi, og kom það til af þvi — eins
og sumir halda — að góðgjörnum
þingmanni einum hafði lánazt að fá
þingmann þenna til að hlífa mjer(!)
með því, að lofa honum að verða hon-
um hlynntur í máli í staðinn !
Enn önnur, og miklu einfaldari
ástæða var til þess, að eigi varð af
opinberum upplestri þessarar skýrslu á
þingi, og hún var sú, að engin slík
skýrsla hefir nokkurn tíma staðið í Times
nje nokkru öðru ensku blaði, og enga
slíka skýrslu hefir pingmaður pessi
nokkurn tíma sjeð. Enn pað stóð í
skýrslu þeirri í Times, er sagði frá
ferðum og framkvæmdum mínum á ís-
landi, að Lord Mayor hefði borið upp
þá uppástungu, að nefndin þakkaði
mjer frammistöðu mína og að það
þakklæti hefði nefndin vottað mjer í
einu hljóði. Og þetta mun einmitt hafa
verið skýrslan sem þingmaður þessi
var að flikra framan í þeim er ekki
kunnu orð í ensku og hann þýddi eins
og að ofan er sagt, þó sumum kunni að
þykja það ótrúlegt athæfi af þjóðfulltrúa.
Vafningar hefðu nú orðið á því
líka, að koma slíkri skýrslu inn í Tim-
es, sem þingmaður þessi þóttist þar lesa.
A fundum nefndarinnar voru hinir eið-
svörnu hraðritarar blaðanna og sögðu
eins rjett og þeir gátu frá því er fram
fór. En frá vanskilum af minni hálfu
áttu þeir enga sögu að segja.
Nú vill svo til, að jeg hafði ald-
rei til umráða af sjóðnum meira en^3oo
Sem jeg sóaði eins og hjer
segir:
1. Borgaði Múlasýsl. eptir fund-
arálykt 18. sept.’82 £150.
2. Uppskipunarkostnaður,
hafnarsjald fl. . . 39. 11.3.
3. Aukavinna háseta á
Lily, þokkabætur til
skipshafnar o. fl. . . 8. 16.
4. Telegrömm .... 3. 15. 3-
5. Sendinga-flutningar í
Glasgow.............. 3. 18. „
£ 206. „. 6.300
Fl. £ 206. „. 6 300.
6. Borgun fyrir eptirrit af
af Report£ 1. ó. „. -f-
pappir og burða”-
gjald £„. 5. 6. . . . 1. 11.6.
7. Fóðurflutningur til
Siglufjarðar .... 10. „. „.
8. Sjálfur eyddi jeg . 4Q- 6. 8.
Eytt alls £ 266. 18 8.
Sjóðnum skilað aptur:
1. Útg. f. reiðara £ 15. 19 5.
2. í peningum 17. 1.11. ^ t ^
Kemur þá út upphæð þess er
jeg nokkru sinni hafði ábyrgð á £ 300
Hjer eru mín vanskil. Hjer er allt
talið sem jeg hefi notið af sjóðnum ;
því endrgjaldi tímamissis og verkfalls,
sem nefndin bauð mjer, neitaði jeg.
þ>enna reikning lagði jeg fram á opin-
berum fundi í London í fyrra, og hvorki
sendiherra Dana, er við var staddur,
nje engum öðrum þótti hann vanskila-
legur; og nú legg jeg hann fyrir al-
menning á íslandi ; því eins skylt er
almennmgiað vita petta sem hjer er birt,
eins og alpingi var, að vita ofannefnda
skýrslu hins ónefnda þingmanns. Eitt-
hvað virðist nú torskilið í þvl, að land-
ar mínir skuli vera að þessu þegarjeg
ekki hefi unnið annað til saka, enn að
hlutast til hallærismáls íslands í fyrra
eins og jeg gjörði. En virðingin sem
lýsir sjer í þessu atferli þingmannsins,
ekki einungis fyrir sjálfum sjer, held
ur og ýyrir pjóð/ulltrúum landsins!
Hlæja skyldi að ósköpunum, en síður
fyrir þeim verða. þinglegum brellum
af pessu tagi er hjer hegnt með pví, að
fyrirbjóða pingmanni pinghúsið heilan
pingtíma.
Cambridge, 7. nóv., 1883.
Eiríkr Magnússon.
Eiiskuiiáinshók lianda byrjöndum
eptir Jón Ólatsson. 8-brot. Rvík, 1K83.
þessi Jóns-bók er hin fyrsta í sinni tegund
á íslandi, sem hefir farið vísindalega með
enska hljóðfræði; og auðsjeð er það af henni,
að nú hafa lærisveinar hins lærða skóla í
Beykjavík í fyrsta skipti færi að læra rjett
enskan framburð. Bnda hefir og höfundur-
inn farið að dæmum menntaðra manna og
stuðzt við ein hin beztu rit sem nefnd verða,
svo sem Henry Sweets, sem að verðungu er
talinn fyrstihljóðfræðinguríenskri málfræði.
Jóns bók verður undirstöðu-rit í ensku-námi
á Islandi um langa tíma, einmitt fyrir það,
að hann hefir sýnt þá málfræðislegu greind,
að leggja Walkers hljóðtöflu í grundvöll bók-
arinnar, og reist ritið þar á með vel sundur-
liðuðum reglum. það eina sem jeg getsjeð
að fundið yrði að bókinni yfir höfuð, er það,
að hún er, ef til vill, of vísindaleg fyrir
byrjendur, er læra eiga sjálfir tilsagnarlaust.
Bn sJcólabók er hún ágœt. I hljóðfræðinni
eru það að eins tvö smáatriði, sem jeg
get að fundið eptir nákvæman eptirgröpt.
Fyrst það, að höfundur hefði getað tekið enn
skarpara fram en hann hefir gjört, að langa
a-hljóðið samgildi íslenzku ei-hljóði. Hitt er
að vara við, að bera fram p fyrir framan t
í ensku aldrei eins og Islendingar gjöraþað,
þ. e. aldrei eins og f, heldur eins og skarpt
p. Að öðru leyti sje jeg ekki betur en að
þessi bók sje óaðfiunanleg; og höfundur á
þakkir skilið fyrir það, hversu annt hann
hefir látið sjer vera að hafa skýringar og
niðurröðun glöggvar og Ijósar. Og Isiend-
ingar yfir höfuð, en sjerstaklega YFIB-
STJÓBAB SKÓLANS, mega kunna lands-
höfðingja þakkir fyrir að hafa varið svo vit-
urlega landsfje að styrkja höfund til útgáf-
unnar. Enda er það óefað mál, að Jón
Ólafsson er allra manna á íslandi bezt að
sjer í ensku.
Cambridge 20. okt. 1883. Eirikr Magnússon.
Auglýsingar.
Frá nýjári 1884 kostar ísafold 4 kr. árgangurinn.
Askorun.
Hér með eru það mín vinsamleg til-
mæli, að allir þeir sullaveiku, sem ég hef
haft til lækninga og sem frá minni hendi
hafa farið annaðhvort grónir eða á góðum
batavegi (eftir ástungu eða bruna), vildu
sýna mér þá velvild, að skrifa mér sem ná-
kvæmast, hvernig heilsufari þeirra hafi ver-
ið varið síðan, og sérstaklega taka fram,
hversu lengi útferðin úr sullinum hafi haldizt
við á þeim, sem eigi voru grónir, er þeir
fóru frá mér.
Bvík, 27. nóv. 1883.
J. Jónassen
héraðslæknir.
Jeg hef hafið bóka-og pappírsverzl-
un hjer í bænum og tek því að mjer
að útvega bækur fyrir menn á íslandi
svo fljótt og skilvíslega sem unnt er.
Alls konar ritföng fást hjá mjer með
mjög' góðu verði. J>eir sem vilja eiga
viðskipti við mig, verða að gjöra svo
vel, annaðhvort að snúa sjer skriflega
til mín eða til umboðsmanns míns, cand.
theol. Morten Hansen í Reykjavík, sem
einnig útvegar allar íslenzkar bækur.
Jeg tekst og á hendur útvegun á
alls konar vörum og munum, þegar
borgun er send með pöntununum, móti
2 aurum af krónu í ómakslaun.
Enn fremur tek jeg að mjer að pýða
fyrir litla borgun íslenzk mál, sem
ganga eiga til hæstarjettar og útvega
duglega máláftutn/hgsmenn til þess að
flytja þau fyrir þessuro rjetti.
Útan á brjef til inín á að skrifa :
Björn Bjarnarson
Nörrebrogade 177
Kjöbenhavn N.
Kaupmannahöfn 8. nóv. 1883.
Björn Rjarnarson
cand. juris.
Carl Franz Siemsens verzlun.
Hjer með gefst öllum mínum við-
kiptamönnurn til vitundar, að herra L.
A. Knudsen er eigi framar í minni
þjónustu, og eru þeir því beðnir um
að snúa sjer einungis beinlinis til mín
eptirleiðis í öllum verzlunarerindum.
Til þess að hrinda fyrir fram öllum
oiðasveim viðvikjandi nefndri verzlun,
ef slikt kynni að kvikna enn á ný,
eins og í sumar, þá lýsi jeg því hjer
með yfir í nafni eiganda verzlunarinn-
ar, að verzlun C. F. Siemsens er ekki
seld og að jeg veiti henm forstöðu ept-
irleiðis eins og að undanförnu.
Reykjavík, 30. nóv. 1883.
G. Ennl Unbehagen.