Ísafold - 16.01.1884, Qupperneq 3
11
væri heimska að breyta því, sem Lúter
setti, og ætla, að vjer sjeum vitrari en
hann.
Framtíðarmennirnir segja : Vjer viljum
skilnað ríkis og kirkju. Vjer viljum
og heimtum frelsi, ekki að eins fyrir líkami
vora og líkamleg efni vor, heldur og fyrir
sálir vorar og sálarefni ; vjer þolum það
ekki, að á hugsanir vorar sjeu lagðir fjötrar;
vjer viljum láta hvern fylgja sinni sann-
færingu, án þess að þurfa að hræsna með
því að verða að játa eitt, en hugsa annað ;
en hjá því verður eigi komizt meðan svo er,
sem nú ; kirkjan, trúin, kristnin hefir skaða
en ekki gagn af þess konar nauðung, af
slíkri hræsni ; við það niðurlægist og veik-
ist ef ekki hvorttveggja, þá að minnsta kosti
kirkjan.
Einn af oss segir : jeg trúi ekki á Jehóva
gamla testamentisins, og þó trúi jeg á guð.
Annar segir : jeg get ekki trúað á guðdóms-
eðli Krists, og þó trúi jeg á guð. þriðji
segir : jeg trúi ekki á heilagan anda, og þó
trúi jeg á guð, osfrv. Allir þessir menn
eru nú neyddir til þess að vera í ríkiskirkj-
unni, og opinberlega játa öllu því, sem hún
heimtar. En er það ekki að misbjóða frels-
inu að fjötra hinn æðra part mannsins, sál-
ina og hugsunina ? Jú. því viljum vjer, að
hverjum manni sje heimilt að dýrka sinn
guð eptir sínum vilja, án þess að ríkið og
valdsmenn þess hafi þar nokkur afskipti af.
Trúin er svo hvort sem er aldrei nema
hjartans mesta einkamál, og kernur aldrei
öðrum við. En hvað Lúter snertir, þá lýsir
það hinum hraparlegasta misskilningi á
honum og tilætlun hans, sem fortíðarmenn-
irnirsegja. þá er Lúter sagði skilið viðpáf-
ann og hóf flokk sinn á móti honum, þá fann
hann það snjallræði, að setja kirkjuna
fráföllnu undir konungvaldið, þvi að hann
sá, að það var hið einasta vald, sem gat
tekið hina nýstofnuðu máttlitlu kirkju á
sínar náðir, og verið henni stoð og stytta;
enda var það og einmitt þessu að þakka,
hve fljótt hún breiddist út; konungarnir
tóku þessu feginshendi; þá rak minni til
Kanossa, til Innocents og Jóhanns land-
lausa. En þótt Lúter væri svona skarpur
og skýr, þá gat hann þó ekki sjeð, hvað
verða mundi eptir 300—400 ára, og getur
hann því ekki verið leiðtogi vor í öllu, sem
ekki er von; en það er einmitt Lúter, sem
vjer eigum að læra það af, að segja skilið
við tímans fyrirkomulag, þegar þess gjörist
þörf; fyrir því vinnum vjer einmitt eptir
og í anda hans, er vjer viljum og heimtum,
að losað sje um samvizku vora, sál og hugs-
un í kirkjumálum og trúar.
þetta segja framtíðarmennirnir, og það
er eins með það sem hitt, að framtíðar-
mennirnir eru framfaramenn fortfðarmenn-
irnir eru apturhaldsmenn.
Um veginn yfir Svínahraun. þó
að ritað hafi verið nokkuð og rætt all-
mikið um Svínahraunsveginn, mun þó
ekki með öllu óþarft að bæta þar nokkru
við.
f>að sem fyrst og helzt á að hafa fyrir
augum, þegar lagður er nýr vegur, er, að
stefnan sje tekin sem beinust að unnt er
til þess staðar, sem vegurinn á að liggja,
enda var það þegar skipað með konungs-
brjefi um vegina á Islandi 29. apríl 1776:
«|>ar sem verður gjörist þeir og svo beinir,
sem fært er, þar óþarfakrókar lýta þá bæði
og lengja og gjöra mæðusamari».
þetta voru nú orð einvaldskonungsins í
Danmörku 100 árum áður en byrjað var að
leggja veginn yfir Svínahraun, sem er aðal-
þjóðleið og póstvegur yfir suður- og aust-
urland til og frá Reykjavík og einhver hinn
fjölfarnasti vegur á landinu. f>að getur
komið fyrir, að halla verði til vegi með
stefnuna, þegar landslagi er svo háttað, að
það er of bratt eða einhverjar torfærur eru
á leiðiuni, sem sneiða verður hjá ; en
til að varast alla óþarfa króka, sem ekki
ættu að eiga sjer stað, þarf að athuga alla
leiðina fyrirfram vandlega af kunnugum
og glöggskyggnum mönnum, bæði hvað
snertir stefnu vegarins, efni til að gjöra
hann 1 fyrstu og svo til að við halda hon-
um. En hvernig hefir hessa verið gætt
með Svínahraunsveginn ? f>að verður ekki
sjeð, að annað hafi vakað fyrir þeim, sem
rjeðu stefnunni, en að ná í gamla veginn
fyrir neðan hraunið, þrátt fyrir það, þótt
hann liggi allt annað en beina leið til
Reykjavíkur, og svo er á þeirri leið víða
ómögulegt að gjöra nokkra varanlega vega-
bót, t. d. frá Lækjarbotni allt niður fyrir
Hólm.
f>að mun ekki of harður dómur, þó sagt
sje um þessa vegagjörð í heild sinni, að
hún sje eitt fjarskastórt axarskapt, marg-
hlykkjótt og maðksmogið, og þó sumt af
þessu óhappaverki megi dálítið afsaka með
vanþekking, þá verður stærsti hlykkurinn
á axarskaptinu, þ. e. stefnan, varla afsak-
aður, með því það var komið inn í meðvit-
und þjóðarinnar fyrir löngu síðan, að gjöra
vegina beinni en hestarnir okkar höfðu lagt
þá í öndverðu. Vegurinn er hjer um bil
650 föðmum lengri en hann þarf að vera
yfir hraunið, og það er næsta sorglegt, þeg-
ar slík verk sem þetta mistakast algjör-
lega. Vegur þessi er á lengd 3045 faðmar
og upphafiega kostaði hver faðmur í honum
4 kr. 52 a. eða alls 13763 kr. 40 a. Síðan
hefir verið eytt næstliðin sumur til viðgerð-
ar á honum svo þúsundum króna skiptir;
en hvað mörg þúsund krónur muni þurfa
til slíks viðhalds um hálfa eða heila öld,
eins og vegurinn nú er, mun ekki auðvelt
að segja.
Hvernig viðgerðin á næstliðnu sumri hef-
ir verið af hendi leyst gagnvart samningi
við yfirvöldin, getum við ekki sagt neitt
um, með því að við höfum ekki sjeð samn-
inginn ; en það höfum við sjeð, að klyfja-
hestum, sem reka átti eptir veginum, var
eigi unnt að halda á honum nokkrum dög-
um eptir að hætt var að gjöra við hann.
En hvernig hann verður með aldrinum
mun reynslan bezt sýna.
Við höfum gjört okkur nokkurt ómak
fyrir með aðstoð þriðja manns, að leiða
sem bezt í ljós aðal-vansmíðið á veginum,
áður en meiru fje er í hann eytt í nokkurs
konar blindni, ef ske mætti, að farið yrði
að þreyfa fyrir sjer.
Eins og sjá má, einkum fyrir kunnuga,
stefnir vegurinn fyrst vestur í hraunið, og
er stefnan þá neðan til við Lyklafell, hjer
um bil á Reykjavík. En svo tekur hann
bráðum norðurslag, og stefnir þá hjer um
bil á Kollafjörð. Síðan slakar hann til
með hægð — og er þá rúmlega hálfnaður
vegurinn yfir hraunið — þar til hann hefir
aptur náð stefnunni nálægt því á Rvík, og
henni heldur hann yfir miðhraunið, þar til
eptir eru 1144 faðmar; þá fer hann að
stefna meir til suðvesturs og færist þá jafn-
þjettan úr leið, þar til hann stefnir nær-
fellt 1 hásuður fyrir austan Vífilfell, og held-
ur henni 47 faðma, svo að hvorki færist
nær eða fjær Rvík, og ef þá er dregin bein
lína eptir stefnum á Uppdrætti íslands, og
veginum haldið áfram, kemur hann til sjáv-
ar milli Selvogs og Herdísarvíkur. 1 raun
rjettri nemur afvegaleiðslan 250 föðmum,
að meðtöldum þessum 47. Minna hefði nú
mátt gera að umtalsefni.
En nú munu menn segja, að ekki sje nóg
að setja út á þessa vegargjörð, heldur beri
þeim, er mest að finna, að sýna, hvem
veg hefði betur mátt fara, og einkum hvað
nú sje til ráða í því óefni, sem í er komið
með vegagjörðina yfir þetta annað Ódáða-
hraun á Islandi. (það verður að líkindum
ekki síður sögulegt á ókomnum öldum fyrir
gagnslausa peningaeyðslu en Ódáðahraun
fyrir útilegumenn).
Upphaflega hefði það ekki átt að vera
áhorfsmál, að leggja veginn að mestu fyrir
norðan hraunið eða yfir Norðurvelli. þar
var víða sjálfgerður vegur og óþrjótandi efni
í upphleyptan veg, þar sem þess hefði
þurft; að vísu hefði hann ekki getað orðið
beinn til Reykjavíkur, en ekki hefðu krók-
arnir þurft að vera margir, og aldrei hefði
farið svo, að vegfarendur þokuðust hvorki
fjær eða nær áfangastaðnum, þó þeir hjeldu