Ísafold - 23.01.1884, Page 1

Ísafold - 23.01.1884, Page 1
Keniur ól á mlBvikudagsmorgBa. árgangsins (5Ö arka) 4 b. Bb. Borgisl fjrir miBjan ISAFOLD. Uppsögn (skriO.) bundin vi5 áramót, ó. gild nema komin sje lil útg. Ijrir L okt. Aígreiðslustota i Isaloldarprentsm. 1. sal. XI 4. Reykjavík, miðvikudaginn 23. janúarmán. 1884. 13. Innlendar frjettír. Mannskaðinn. 13. Hugurinn minnir á, en hönd Og tunga fram- kvæmir. 16. Hitt og þetta. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2. Landsbókasafnið opið hvern md.,mvd. og ld. 12 —3. Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd. og ld. 4 — 5- Veðurathuganir í Reykjavík 3. viku janúar 1884. Eptir Dr. J. Jónassen. Hiti (Cels.) Lþmælir Vindur Veður- far ánóttu|um hád. fm. em. fm. em. M.IÓ. + 5 + 7 29,3 29,3 s. Sv. d„ hv„ F.17. -j- 1 + 1 29,5 29,3 Sv. Sa. b„ hv. F. 18. 0 + 1 29,3 29.3 O Sv. 1., hv. L. 19. 4- 3 -7- 2 29+ 29.4 Sv. Sv. hv. h. S. 20. 4- 6 -f- 4 29,2 29,3 Sv. Sv. h., h. M.21. -1- 8 +- 3 28,5 27,9 Na. Sv. hv.,d.,h\ 1>. 22. -7- 6 +- 5 29- 29.1 Sv. Sv. h„ d. Athgr. Alla vikuna hefir vindur blásið frá út- suðri (sv.), venjulega með hríðarbyljum ogoptbráð- hvass (t. a. m. 21.) nokkurn tima dags. Stöku sinnum hefir hann snöggvast hlaupið í laudsuður (sa.I, en að vörmu spori genginn aptur til sv. Tals- verður snjór fallið. Reykjavík 23. jan. — Tiðarfar óþægilegt 1 meira lagi. Sifeld- ir útsynningar, með stórviðrum á stundum, og mikilli fannkomu nú síðustu dagana. Ferðir nær bannaðar á sjó og landi. Fisk- laust með öllu það menn frekast vita við all- an Faxaflóa sunnanverðan. — Af mannskaðanum engin frekari tíðindi til þessa; vegna samgönguleysis ókunnugt hjer, hvort nokkuð hefir rekið á Mýrum eða ekki. Samsöngurinn í dómkirkjunni á sunnu- daginn var mikið vel sóttur, sem við var að búast; hann fór og prýðilega fram eins og áður. Agóðinn varð rúmlega 200 kr., til handa ekkjum og munaðarleysingjum eptir hina drukknuðu. I annan stað hafa sjóð þessum bætzt eitthvað fram undir 100 kr. fyrir aðgöngu- miða að fyrirlestri, er hinn norski fræði- maður, er hjer dvelst f vetur, Sophus Tromholt, ,hjelt í gærkveldi í því skyni í hótellinu »íslandi«, um tunglið: »Ef maður kæmi til tunglsins«. Fyrirlestur þessi var mjög fróölegur og skemmtilegur, ágæta-vel fram fluttur. Hann heldur annan á laugar- dagskvöldið kemur, 26. þ. m., »um sólina«, á sama stað. jpað má eiga það víst, að þeir sem heyrðu þennan fyrirlestur, muni ekki telja á sig að koma aptur, og að allmargir bætist við, er þeir fá afspum af honum. A Seltjarnarnesi kvað þegar hafa safn- azt í sama skyni á 5. hundrað krónur. Mannskaðinn. sjáðu hvar hún leiptrar líknar geislum! I. S-^^^aldar nú alda feigum höfðum beztu drengja byggðar vorrar ; hristir sárgrimmur súðabani hvikri um koll kjalar vöggu. Æðir ósjór, öldur striða himni mót, hrynja faldar; vini vora í vota gröf dregur dröfn, deyjandi sjálf. Svo er allt kyrrt, og sólin kyssir ástarblíð Ægis vanga ; svo er allt kyrrt, í sömu andró faðmast höggdofa himinn og sjár. Er svo allt kyrrt ? Nei, ónnur bára rammari rís, það[er rekka sorg.— Er svo allt kyrrt ?— Nei, annar bylur stormar yfir djúp, það eru stunur vorar. Onnur orrusta engu minni logar þá yfir líf og ctauða.— Svo er allt kyrrt, og sólin kyssir ástarblið Ægis vanga. Sœl og signuð sól Guðs náðar sjer i svip vort sálarstrið ; glóa likngeislar, glitra tárperlur, spekist manns hjarta, speglar Guðs himin. Spegla Guðs himin i hjarta þinu mædda móðir, margreynd ekkja, ver þú ei minni en marar báran, Hvað er Guðs um geima gröfin betri en sær ? Yfir alla heima armur Drottins nær. Matth. Jochumsson. H. {>að eru öfundarverð hlunnindi sem vjer höfum íslendingar, að vera lausir við alla hermennsku; hlunnindi að því leyti, að vjer höfum ekki af að segja neinu manntjóni í styrjöldum, nje öðrum þungum búsifjum, er hernaði fylgja; en raunar engin hlunn- indi að einu leyti, sem mjög er mikilsvert, því, að þar með förum vjer á mis við þá alþjóðlegu menningu, er hermennskan hefir í för með sjer, þar sem er almenn land- varnarskylda, sem er víðast í öðrum lönd- um nú orðið ; þaðan stafar það, að það er hjer á landi fágæt dyggð að kunna að hlýða eða hafa reglu á nokkrum hlut. Vjer erum lausir við hina algengu her- mennsku annara þjóða, og teljum oss sæla þess, sem vonlegt er, þrátt fyrir ávikna kosti hernaðaríþróttarinnar. Hvar mundi lenda fyrir oss að öðrum kosti ? Vjer eigum sem sje í öðrum hernaði en þessum algenga, ekki endrum og sinnum, einu sinni eða tvisvar á mannsaldri eða sjaldnar, heldur á hverju ári, jafnt og stöð- ugt, og það hernaði, sem er miklu mann- skæðari en hinar voðalegu styrjaldir úti f löndum, er svo miklar sögur fara af. j?etta er engin skáldlíking, heldur helber sannindi, blátt áfram. í öðrum löndum eru fiskiróðrar og önnur sjómennska meinlaus atvinna, eins og hvað annað, svo litlum mun hættumeiri, að þess gætir varla. j>ar fer að vísu, eins og allir vita, margur maður í sjóinn, einkum á haf- skipum, sem vjer höfum svo sem ekki neitt af að segja; en það er svo fátt að tiltölu, að enginn samjöfnuður er á við það sem hjer gjörist. Hjer er sjómennska ekki einföld eða meinlaus atvinna, heldur styrjöld, það er að segja eins mannskæð og styrjaldir ger- sat, og það hinar mannskæðustu, eða raun-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.