Ísafold - 23.01.1884, Blaðsíða 3
15
1
Pjetur heitinn Hoffmann, hvor um sig ný-
fluttur þangað úr miklu hákarlaplássi, af
Snæfellsnesi. Að þær eru varasamar í
skammdegi og umhleypingum hvar sem er,
allra helzt á opnum skipum, það er öllum
auðsætt og öllum kunnugt. En hver
kann að lasta það, þótt menn láti
ekki allt fyrir brjósti brenna að leita sjer
bjargar?
Einn merkismaður úr öðru skiptapa-pláss-
inu, vel kunnugur hákarlaveiðum, hefir út
af þessum atburð ritað Isafold meðal annars
þá bendingn, að *þegar ekki verði lengur
haldið áfram fyrir ofviðris sakir, hvorki með
seglum nje árum, hvort sem er bjart eða
dimmt, hvort sem er of fjarri eða of nærri
landi, þá muni eina ráðið að leggjast. En
okkar sunnlenzku skip eru*, segir hann,
»ekki vel löguð til þess að af bera sjógang í
legu, sízt þegar legufærinu er fest eða hald-
ið við hnífilinn; betra mundi því vera »að
liggja í klofa«, sem þannig er gjört, að fær-
inu er tvískipt 4 eða fimm föðmum niður frá
skipinu; annaðhvort erþá öðrufæri hnýttþar
umlegufærið, eða sjálfum legufærisendanum,
ef það er samt nógu langt; er svo bezt að
hæfilegur ás, sem nær vel út fyrir borðstokk-
ana, sje bundinn þvert yfir um skipið um
fremstu þóptu, og færin, sem skulu vera
jafnþætt, bundin um ásendana svo sem feti
út frá borðstokknum«.
í annan stað minnist hann á grein herra
Tryggva Gunnarssonar í Isaf. IX 15 (hf- 82)
um »lýsi sem björgunarmeðal í hafróti«, eða
það ráð, til að lægja sjógang, að dreifa
lýsi eða olíu kringum skipið, og ætlar að
gott mundi vera að hafa t. a. m. lýsisposa
við böju-færið þegar liggja skyldi; »en sjálf
sagt mundi lýsi hjálpa mikið í brimlending«,
segirhann, »eins og í áminnztri grein er sagt.
það skyldi því vera föst regla allra formanna
sem vilja búa sig sem bezt út í hvað sem
fyrir kann að koma, að gleyma því aldrei
að hafa í skipi sínu að minnsta kosti einn
8 potta kút fullan af lýsi; ef aldrei þarf
að eyða úr honum er engu spillt; en ef það
gæti hjálpað í lífsháska, væri lýsinu velvar-
ið«.—því má bæta við hjer til frekari styrk-
ingar, að nú sjást allopt skýrslur í útlendum
blöðum frá skipstjórum, um að þeim hafi
komið þetta ráð að góðu haldi. Sumstað-
ar er farið að hafa svo um búið við hafnar-
mynni, þar sem brimasamt er, að veita megi
lýsi eða olíu út þangað um járnpípur, til
þess að greiða skipum landtöku.
í þjóðólfi síðasta er loks drepið á, hversu
loptþyngdarmælir er nauðsynlegur á hverju
heimili, þar sem sjór er stundaður.
Slíkar og þvílíkar bendingar ættu menn
að festa sjer í minni og fara eptir þeim,
jafnframt því sem menn láta sjer þetta og
þvílík voða-dæmi að varnaði verða um að
leggja alla stund á að vanda sem mest allan
útbúnað við sjávarútveg. því að þótt ekki
hafi ef til vill verið neinum vanbúnaði um
að kenna í þetta sinn, heldur hverju skipi
óviðráðanlegt ofviðri og náttmyrkur, og þótt
veðrátta sje hjer jafn-stríðari en í þeim lönd-
um er vjer höfum til samanburðar, þá munu
þó hinar miklu slysfarir vorar á sjó umfram
aðrar þjóðir eiga að helzt til miklum mun
rót sína í ófullkomnum útbúnaði.
En umfram allt ættu menn að láta þetta
verða nýja hvöt til þess að bera sig að vera
minna komnir upp á opna báta til fiskiveiða,
heldur fjölga þilskipunum. þótt þau sjeu
fallvölt líka og mannhætt í aftökum, er
samt ólíku saman að jafna.
þess var getið áður í þessari grein, að við
skiptapana í Hull í fyrra hefði verið skotið
saman um allt land, England, til þess að
sjá borgið ekkjum og munaðarlausurn börn-
úm þeirra, er þar ljetu lífið. það var til
að sjá þeim borgið, en ekki bara til að forða
þeim við bráðri neyð eða bjargarvandræðum.
þannig hafa Englendingar það. þeir báru
ájómenn þessa saman við hermenn, er láta
líf sitt á vígvelli, til varnar ættjörðu sinni;
fcöldu því þjóðfjelaginu jafnskylt að annast
eptirlátna náunga hvorratveggja, þótt eigi
Væri slíkt í lögum skráð.
Hvenær skyldi oss íslendingum innrætast
þessi fagri og göfugi hugsunarháttur Eng-
lendinga, og þá jafnframt vaxa svo fiskur
um hrygg, að vjer værum þess megnugir að
framfylgja honum?
það vill svo til í þetta skipti, að sízt er
fyrir að synja að tilraun í þá átt mætti tak-
ast, ef kapp væri á lagt. Hjer hefir verið
gott í ári til sjóarins undanfarið, og margur
því aflögufær um lítilræði. Hins vegar
mun ekkert heimili þeirra, er fyrir mann-
tjóninu hafa orðið, vera bjargþrota þegar í
stað, og bágindin eptir þá yfir höfuð ekki
mjög mikil nú í svip. Svo kann og sumum
þeirra að leggjast eitthvað til annað þegar
frá líður.
þetta væri íhugunarvert.
Hitt er vitaskuld, að það er góðra gjalda
vert, þótt smærra sje hugsað og skemmra
farið.
það ætti ekki að þurfa að taka það fram,
að það er án efa heimildarlaust að grípa til
hinna útlendu hallærissamskota í þessu
skyni; þau eru gefin í allt öðrum tilgangi.
HUGURINN MINNIR A,
EN IIÖND OG TUNGA ERAMKVÆMIR.
Eptir Finn Jónsson.
n.
Lítum enn á — skólamálið t. a. m.
þar segja fortíðarmenn: latína og gríska eru
enn sem fyrr það er mest menntar manninn;
þar er uppspretta og undirstaða allrar veru-
legrar menntunar ; höldum því hinum göf-
ugu gömlu málum og gjörum allt til þess
að auka þau heldur en rýra; stærðafræði og
náttúruvísindi eru miklu minna virði; það
er þeim að kenna, að menn almennt vita
minna í grísku og latínu nú en fyrr, og er
það sorglegt, og þess vegna — burt með þau,
helzt. Framtíðarmenn segja aptur á móti:
Nei, í guðanna bænum, jórtrum ekki leng-
ur þess gömlu latínustöppu; vjer neitum
því alveg, að Livíus, Cíceró, Hórats osfrv.
sjeu hollari, fróðleiksmeiri og menntunar-
drýgri en nútíðarrit þjóðverja, Frakka, Eng-
lendinga heldur þvert ámóti. A ekki uppeldi
andansaðgjöramenn að góðum nútíðarborg-
urum og feðrum framtíðarinnar? Hvernig
geta menn fyrir 2000 árum síðan frætt oss
um, hvernig vjer eigum að láta og lifa nú?
Eru ekki vorir tímar eins frábreyttir þeim,
eins og svart og hvítt ? Engu þessu verður
neitað. því neitum vjer heldur ekki, að
af öllu megi eitthvað læra; en til þess að
geta skilið komandí tíma og ætlunarverk
vort, verðum vjer að þekkja til gagns hina
síðustu tíma, sem liðnir eru, en það lærum
vjer ekki með því að fara 2000 ár aptur í
tímann og ef til vill enn lengra. Vjer verð-
um að upp ala böm vor til þess, að þau geti
haldið áfram voru verki, eptir rjettu lög-
máli vaxtar og viðgangs, en ekki þannig,
að þau verði allt af utan við sig og eins og
út á þekju þegar þau koma út í lífið. Fyr-
ir því verður að breyta skólum vorum sam-
kvæmt þessu. Vjer verðum að fá oss ný
föt, þegar hin gömlu era orðin svo slitin,
að þau skýla ekki lengur nekt vorri.
Getur nokkrum skynsömum manni bland-
azt hugur um, að hjer eru framtíðarmenn-
irnir framfaramenn, en fortíðarmennirnir
apturhaldsmenn ?
Jeg vil enn lfta á — kvennamálið.
Hjer segja fortíðarmenn : Konan er af
guði sköpuð manninum til þjónustu og undir-
gefnis: hann er höfuð hennar; hún á ekki
að gjöra annað en sitja við rokkinn sinn,
sjóða mat og búverka; maðurinn annast
hitt, allt, öll andleg störf, og hann einn á
að vera höfuðið íöllu. Framtíðarmenn segja
nú hjer: þótt konan sje sköpuð af rifi manns-
ins, þá er það ekki svo að skilja, sem hún
eigi að vera minni fyrir sjer, heldur þvert
á móti; það er táknan líkingar og jafnræð-