Ísafold - 23.01.1884, Síða 4
16
is. Konan er búin sömu hæfilegleikum til
sálar og líkama sem maðurinn, og getur
því unnið allt hið sama sem maðurinn, og
það vantar heldur ekki dæmi, beinlínis
dæmi úr lífinu, þessu til sönnunar. Nú
hefir konan hingað til að mestu ýmist ver-
ið hugsunarlaus heimasæta, kjarklaus kona,
einurðarlaus ekkja, eða þá guðsþakka-gam-
almey alla æfi. f>að er þetta, sem vjer
heimtum að verði breytt. Mæðurnar eiga
ekki að láta sjer um það mest hugað að kló-
festa einhvern tengdasoninn til þess að
bera dæturnar á örmum sjer, heldur að ala
þær svo upp, að, komi enginn tengdasonur-
inn af sjálfum sjer, þá geti þær orðir sjálf-
stæðir borgarar með sömu skyldum og
sömu rjettindum sem bræður þeirra, og
það er skylda vor að breyta svo lögum vor-
um og landsvenjum, að frá þeirra hálfu sje
ekkert í móti þessu. Konurnar eiga að
geta orðið embættismenn, sýslumenn, prest-
ar, læknar osfrv., alþingismenn og því um
líkt, ef þær hafa þar til gáfur og menntun,
alveg eins og vjer karlmennirnir. Vjer
segjum alls ekki, að kvennmenn eigi að
verða allt þetta; því fer fjarri; en vjer heimt-
um, að þeim, sem vit hafa og vilja, á við
oss, verði sem fyrst gefinn kostur á að
verða það. þetta er frelsi, þetta er fram-
farir, þetta er mannúð.
Fortíðarmennirnir eru apturhaldsmenn.
Framtíðarmennimir eru framfaramenn.
HITT OG JhETTA..
— Veggurinn í Paradís. Aröbum er við-
brugðið fyrir hjátrú. Hjer er eitt dæmi lítilsháttar,
og ekki leugra á að minnast en i sumar er leið,
þegar köleran gekk á Egiptalandi. Hún lagðist
langt um þyngra á Múhamedstrúarmenn (Araba) en
annan landslýð, af þeirri eðlilegu orsök, að þeir
eru frámunalega óþrifnir og hirðulausir um hvað
eina, er að hollustu lýtur. Aröbum sjálfum þótti
það nú kynlegt, að þeir skyldu missa margfallt
fleiri að tiltölu úr kólerunni, þótt þeir hefðu rjetta
trú, heldur en hinir vantrúuðu, þ. e. kristnir menn;
gerðu því menn á fund æðsta prestsins í Kairó og
spurðu hann, hvernig á því stæði, að Drottinn
þyrmdi hinum heiðnu hunduæ, en ljeti hinn rjett-
trúaða lýð hrynja niður unnvörpum. Æðsti prest-
urinn ljezt þurfa að hugsa málið og bað sendimenn
koma aptur að degi liðnum. ]>eir gerðu svo.
Hann var þá fróðari en áður: kvað erki-engil
hafa vitrazt sjer og birt sjer þau tíðindi úr Paradís,
að þar væri nýlega hruninn veggur «inn mikill og
merkilegur, og þyrfti Drottinn á miklum mannafla
að halda til að koma honum upp aptur ; fyrir því
kallaði hann nú til sin hið mesta mannval, er hann
ætti hjer á jarðriki. Aröbum fannst mikið um
þessi tiðindi, og hörmuðu það mest hver um sig,
að hafa eigi orðið þeirrar náðar aðnjótandi að lenda
í þessu mikla og veglega útboði.
AUGLÝSINQAR
samfeldu máli m. smáleiri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hverl orá 15 slaía frekasí;
m. öcra leln eía setning 1 kr. Ijrá þumlung dálks-lengdar. Borgun úlí hönd.
Húspostilla P. Pétrssonar.
Hér með gjöri ég almenningi kunnugt, að í byrj-
un næsta mánaðar byrja ég að prenta Helgi-
daga-pr édikanir Pétrs biskups Pótrs-
sonar, með nýju og skíru letri á góðan pappír, og
vanda allan frágang sem mér er bezt unt. Prentun-
inni ætlast ég til að verði lokið svo snemma á þessu
ári, að bókin verði send til bóksölumanna út um
landið með strandsiglingaskipunum næsta sumar.—
Óbundin (hept) verðr postillan seld á 4 kr., en
bundin í gott band 6 kr., eins og áðr. — Bæna-
kver biskupsins verðr og prentað ið fyrsta.
Reykjayík io. janúar 1884.
Sigm. Guðmundsson.
Brúkuð íslenzk póstfrímerki og
þjónustufrímerki kaupir
J. Kyster í Kolding.
Hérmeð skal brýnt fyrir bæjarbúum,
að eigi er leyfilegt án samþykkis bæj-
arstjórnarinnar að kljúfa steina nálægt
ströndinni eða í fjörunni í umdæmi
bœjarins eða sprengja þá nje flytja þá
þaðan burtu.
Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík
4. janúar 1884.
E. Th. Jónassen.
Með því hinn núverandi SÓTABI hjer i
hœnum hefur sagt af sjer þessum starfa, frá
15. marz nœstkomandi, geta þeir, sem vilja
taka þessa sýslan að sjer eptirleiðis, sótt um
hana til bœjarstjómarinnar innan 1. marz
næstkomandi.
Skrifstofu hœjarfógeta í Beykjavík, Y 1884.
E. Th. Jónassen.
Nyjar hugvekjur
til kvöldlestra frá veturnottum til langa-
föstu eptir mesta núlifandi ræðusnill-
ing íslands verða prentaðar á mitt
forlag á komanda sumri og sendar út
um allt land með strandferða-skipum.
Verðið verður mjög lágt, og skal aug-
lýsa síðar, er boðsbrjef verður útsent.
Rvík 10/j 1884.
Kr. Ó. þorgrímsson.
Föstuhugvekjur k0ma sömu-
leiðis út á mitt forlag með það fyrsta.
iSsrá pað skal fram tekið, að guðsorða-
bækur þær, er jeg gef út, eru hvorki útlagðar
né tTEKNAB TIL LÁNS« hjá útlendum
höfundum nje innlendum.
Helga-postilla kostar í kápu 6 kr. |
í alskinni 8 kr.
„|>að sem einkenndi ræður Helga biskups var
kraptur og næm tilfiuning, svo að margir báru
hann saman vió hinn fræga biskup Jón
Vidalín". [,,Berlinga-tíðindi“ 14. febr. 1868. Sjá
„Baldur“ 15. mai s. á.]
Kr. O. porgrímsson.
Hundrað krónur
skal sá fá og mega vitja til undirskrifaðs, sem án
tilhlutunar lögreglustjórnarinnar gefr mér þær upp-
lýsingar, sem leiða til að koma því upp, hverjir
það voru, sem réðust á Gísla Hallgrímsson á Kols-
holti nóttina milli þess 14. 0g 15. septbr. síðastl.
Hver sem þetta kynni geta, skyldi gæta þess, að
um leið og hann vinnr sér ærna peninga, sem ella
eru ekki gripnir upp fyrir lítilræði, gjörir hann að
auki kærleiksverk, þar sem aðför þessi að Gísla er
borin upp á saklausan mann, sem óséð er um,
hverjar afleiðingar hefi fyrir hann Og hans nákomn-
ustu.
J>etta boð gildir til I. apríl næstkomandi, en leng-
ur ekki.
Stóru-Mástungu (Biskupst.) 1-1-84.
Kolbeinn Eiríksson.
I næstkomandi fardögum verður heimajörðin
Brautarholt laus til ábúðar, í hið minnsta hálf.
Hjer er í óskilum brún hryssa, veturgömul, mark
gagnfjaðrað vinstra. Rjettur eigandi getur vitjað
hennar hingað til 8. febrúar, ef hann borgar áfall-
inn kostnað; eptir þann tíma verður hún seld við
uppboð.
Keldum 14. jan. 1884. Guðni Guðnason.
Handa ekkjum og munaðarleysingjum
eptir skiptapana 7. og 8. þ. m. hafa ritstjóra ísa-
foldar þegar verið afhentar þessar gjafir:
Pjetur Pjetursson biskup..................100 kr.
Halberg hóteleigandi...................... 25 — \
Jón |>orkelsson rektor.................... 20 — j
þorlákur Ó. Johnson kaupmaður ... 20 —
Björn Jensson adjunkt 5 kr., Jón Jensson
landritari 5, Indriði Einarsson revisor 5,
Kr. Ó. í>orgrímsson bóksali 5, Jóhannes
Ólafssonyfirrjettarprókúrator 2, Sigm. Guð-
mundss. prentsm.eigandi 4, ritstj.Isaf. sjálfur 10 36 —
Samtals 201 kr.
Almanak þjóðvinafjelagsins um árið 1884 er
enn til sölu á afgreiðslustofu ísafoldar. Kostar
50 a.
„þJÓÐÓLFR“ XXXVI. árg. .f» I. kom út 12.
þ. m. Efni ; Um auglýsingaverð. —Bókmentir
(„Helgapostilla11 eftir þ.)_Innl. fréttir. — Breyt-
ing á embættisprófi (í málfrœði). — Ránskaparárás
i Arnessýslu. Hitt og þetta. — Auglýsingar.
Jl/tf 2 kom út 19. þ. m. Efni: Minningarljóð
eftir Kristján amtmann (Stgr. Th.). — Um þilskipa-
útveg og þilskipaformensku (eftir Markús Bjarna-
son, skipstj.). — Hvað er þá að ? (um stjórnar-
mál íslands, eptir Ritstj.). — Meira um skiptjón-
in. — Mannal. — Augl. —
Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsmiðja ísafoldar.