Ísafold - 19.03.1884, Side 3
47
Og Gauta og Svta glæsi-þjóð,
vjer gleymum ei yður lieldur,
því söm er vor allra sigurljóð,
og sami vermir oss eldur.
pjer Englar og Shotar—Albions þjóð,
vjer eigum þjer gjafir að launa;
þú heldur á opnum hjálparsjoð
og hlustar til allra rauna.
pii ríkasta fólk af sigri og seim
und sólar skínandi tjaldi,
með gulli vinnurðu hálfan heim,
en heilan með kærleikans valdi !
Vjer launum bezt með að lœra af þjer
að lifa með sannri hreysti.
Englands gœfa er ei gull, hún er:
að Guði’ og sjer sjálfu treysti.—
Lít þú upp, Fjallkonan frið, og fram, því
að Drottinn þjer hjálpar ;
gleð þig þá gengin er þraut, gleym þínum
forneskju-draum.
Fornöld var tunglaldar tíð, en tímarnir nýju
eru sólöld ;
heiðninnar táp var scm tungl, trúin á Krists
anda, sól!
petta er ei ellinnar öld, sjá, ellin er langt
þjer að baki,
æskan þjer andspænis skín, ástir og skínandi
vor l
Sjá þú, hver sigur er stríð, við sífellda þraut
skaltu nœrast;
aldrigi ásmegin pórs <>x ncma' í römmustu
þraut.
Trú þú á táp þitt sem fyr, og trú þu á sigur
hins góða ;
illskunnar stæltasta stál stenzt eigi kœrleik-
ans egg.
Trú þú á sannleikans sól og sameining gjör-
vallra þjóða,
bróðurást mannúðar magn, menntun og sigur
vors kyns.
Trú þú,—og þá, efí þraut þú þróttvana rjett-
ir út hendur,
harðinda hafsnauðum í, hendur þjer koma
til lífs.
Lofa þá líknsaman Guð, en lát hvorki virðing
nje hógvœrð:
Göfugur gófugum af gjafir opt þiggur með
sæmd.
9oc& iuwojon.
Utlendar frjettir.
Khöfn 29. febr.
Danmörk. Veðráttan frábærlega góð til
þessa, nær því vorbliða , en nú kólnar
heldur.
þingið fer í bægðum sínum sem áður.
Onnur umræða fjárlaganna búin. Nefndin,
eða meiri hluti hennar (vinstri) bafði dreg-
ið úr framlögunum hjer um bil 6 miljónir.
í Af þeim 2900000 á landvarnardálkinum.
; þriðja umræða fyrir hendi, og má vera, að
| þar verði í sumu til slakað.
Hjeðan er annars tíðinda fátt. Hvað á
! Hafnarfólkið að gera við tíðindi ? það hefir
nógu að sinna, öllum leikhúsunum, sönghöll-
j unum, trúðskaparsölunum, grímudönsunum
) og öðrum skemmtunum.
•Sveitin daga út fjekk ent
eins og haga þótti«.
Nýlega er dómur uppkveðinn í miklu
sakamáli, sem síðustu frjettirnar hefðu átt
að geta um. það var um séðlafölsun, sém
tveir bóksalar, Riemenschneider og Salomon
höfðu gert sig seka í. Nokkru fyrir jól áttu
þéir mikið útsvar fyrir höndum, en höfðu
áður illa á fjenu haldið, og möruðu svona í
miðju kafi, sem þá hendir marga, er með
kaupskapinn fara, þó stórmannlega sje látið.
þeir höfðu all-lengi setið yfir fölsunartólun-
um, helzt um nætur, fengið pappír frá þýzka-
landi, en urðu þó naumt fyrirkallaðir að
gegna gjalddaga sínum. þeir höfðu ekki
minna í takinu én 100 krónu seðla, og
upphæð falspeninganna varð 109,700 króna.
það var þetta, sem þeir sögðust hafa þurft
á að halda til að komast úr klípunni. þeir
luku verki síuu 14. desember, og tóku þeg-
ar til forða síns daginn á eptir, en seðlarnir
voru þá svo rakir eða blautir, að það vakti
grun þeirra manna sem áttu að taka á
móti 10000 1 skulda borgun. Annars voru
þeir svo líkir rjettum seðlum, að umboðs-
menn í þjóðbankanum áttu bágt með að
finna muninn. Sakmáladómurinn hefir
dæmt þessa menn til 6 ára betrunarvinnu.
Látinn er dr. theol. H. Martensen, Sjá-
landsbiskup. Hann andaðist 3. þ. m. 75
ára og hálfs að aldri: fæddur í Flensborg
19. ágúst 1808. Prestum á íslandi er svo
kunnugt um, hver skörungur þessi maður var
í sinni röð, um rit hans, bæði hin minni og
hin stærri, að hjer þarf eigi um slíkt margt
að greina. Höfuðritum hans hefir verið
snúið á önnur mál, einkum á þýzku, enda
eru þau mjög af þýzkum toga spunnin.
Hann stundaði mjög á yngri árum heim-
speki Hegels (og Schellings) og dvaldi í því
skyni í Berlín og við aðra háskóla á þýzka-
landi. þeir J. L. Heiberg áttu mestan þátt
í, er svo margir tóku hegelska trú—ef svo
mætti að orði kveða—í Danmörku um og
eptir 1840. það mun rjett hitt, sem ein
eptirmælin í blöðunum hafa haft eptir þess-
um vitringi kirkjunnar, er hann kvað aðal-
grundvöll sinn vera orðtak Anselmusar: Credo
ut intelligam, þ. e. jeg trúi svo jeg skilji, því
viðleitni hans var sú að þýða saman trú og
skyn.
Enn fremur er dáinn nýlega N. Hoffmey-
er, stofnandi og forstöðumaður veðurfræði-
stofunarinnar í Khöfn, mikilsverður vísinda-
maður, fyrir innan fimmtugt, meðal annars
einn höfuð-formælandi málþráðar til íslands,
og er að honum mikill mannskaði.
Fog, Aróss-biskup, fyrmeir Hólms-prófast-
ur í Khöfn, hefir fengið Sjálands-biskups-
embætti eptir Martensen.
Norvegub. I fyrra dag, 27. febr., var
dómi lokið á mál Selmers stjórnarforseta, og
fór sem vita mátti, að hann var dæmdur
frá stjórnarembættinu, en hitt ekki fram
tekið, að honum skuli öll embætti bönnuð-
eptirleiðis. I málskostnað skal hann greiða
18,225$ kr.
Hvað gerir Oscar konungur nú ? spyrja
margir. Hvað annað en skyldu sína: fyrst
og fremst að fullnægja dómnum. Eigi skyldi
annars til geta, hvers svo sem bræði þrungnir
og blindaðir fylgismenn stjórnarinnar kunna
að vera eggjandi sumir hverjir. Og þar
næst að skipa hið nýja ráðaneyti þeim mönn-
um, er nokkur vegur er að einhverju geti á
orkað landinu til nytsemdar. Ensk blöð
hin merkari ráða honum til að snúa
sjer til Sverdrups sjálfs og einskis ann-
ars, þar á meðal Times fremst í flokki.
England. Tíðindin frá Egiptalandi eru nú
tíðindi Englands. Hersveitir Egiptalands
hafa beðið fleiri ófarir, en sigursældin gerir
hina áhugameiri og harðskeyttari. Eng-
lendingar hafa nú tekið það ráö, að gefa
upp Súdan, eða þann partinn af þessu mikla
landi,— það er sagt t. d. jafnstórt þýzka-
landi, Frakklandi og Spáni öllum saman-
töldum—sem Egiptar hafa helgað sjer, nema
þann geira, sem liggur fram með Rauðahaíi,
og þær hafnarborgir, sem þar eru. í þremur
þeirra hefir Egiptajarl haft setulið.
Ein þeirra er kastalinn Suakin, góðum
virkjum um horfinn. Tíu mílum sunnar
er Tokar og annar bær í útnorður frá hon-
um, sem Sinkat heitir. Báða þessa bæi,
Tokar og Sinkat, hafa uppreisnarmenn nú
á sínu valdi.
Enskur hershöfðingi, Baker að nafni,
rjeðst suður frá Suakin 4. febr. með 4000
manna, flest Egipta eða svertingja, og var
ekki kominn hálfa leið fyr en hann hitti
deildir «falsspámannsins». Fyrirliði þeirra
á þeim stöðvum heitir Osman Digma. í
bardaga sló skammt frá Tokar. Hjer urðn
skjót umskipti, því sveitirnar egipzku, bæði
handvopnalið og riddarar, hörfuðu skjótt
undan, og allt liðið riðlaðist svo, að öll vorn-
in varð 1 handaskolum. Ljet Baker þar
meira en 2000 manna, þar á meðal um 100
fyrirliða.
Fyrirliðar af Evrópukyni, er voru í bar-
daga þessum, bera Egiptum hræmuglega
söguna. Sumir vörpuðu vopnunum frá sjer,
köstuðu sjer æpandi niður og beiddust griða.
Aðrir tóku til fótanna, köstuðu frá sjer bæði
vopnum og skóklæðum, og runnu svo hvað
af tók. En hinir önzuðu engu griðaópunum,
en lögðu og hjuggu þá alla til heljar, sem
þeir náðu.