Ísafold - 24.03.1884, Blaðsíða 2
50
Utlendar frjettir.
Englendingar hafa unnið sigur á upp-
reisnarmönnum í Súdan, þeim Osman Dig-
ma (eða Digna) og hans liði, tvisvar hvað
eptir anað, 29. febr., þar sem heitir E1 Teb,
og 13. marz þar sem heitir Tamanieb. Síð-
ari orustan hefir verið mjög mannskæð
Aröbum : fallið af þeim töluvert á 5. þús-
und manna. Af Bretum fjellu 100, en 150
urðu sárir. Liði Breta stýrði Graham sjálf-
ur, yfirhershöfðingi þeirra. Osman Digma
komst undan á flótta, og fer tvennum sög-
um um það, hvort þrotin muni vörn af hans
hendi eða falsspámannsins fyrir þessar ó-
farir.
Degi fyr en Bretar unnu þennan höfuð-
sigur, eða 12. marz, náðu Frakkar kastala-
borginni Bac-Ninh í Tonkin, er þeir höfðu
lengi setið um, og þykir það góður árangur
þar.
Dáinn Sella, fyrrum ráðherra Italíukon-
ungs, merkur þinggarpur.
Oscar konungur hefir 11. marz veitt Selm-
er forsætisráðherra lausn frá embætti eptir
beiðni hans og samkvæmt ríkisrjettardómn-
um, en ritað honum jafnframt þakkarbrjef
fyrir embættisrekstur hans og sæmt hann
hinni dýrustu orðu, sem konungur á til,
Serafíms-orðunni 1
„Þinglok"
Herra ritstjóri! þjer hafið sjálfsagt þá
sömu skoðun og jeg, að nauðsynlegt sje, að
hver þjóð virði mikils lög þau, er hún á að
hlýða og þing það, er þessi lög á að semja.
J>ar af leiðir að þjer munuð álíta að miklu
heppilegra sje, að vekja hjá þjóð sinni virð-
ing og velvild til löggjafarþings síns, heldur
en kveikja hjá henni lítils-virðing og tor-
tryggni til þess, og um leið til sjálfrar sín.
En hafið þjer nú fylgt þessari skoðunmeð
grein yðar um »þinglok« í Isafold X21—22 ?.
Jeg get ekki sjeð að svo sje, og virðist að
þjer hafið heldur seilzt til að draga það
fram, er þinginu er til rýrðar, en getið þess
minna er því var til málsbóta.
f>jer segið um starf þingsins og mál þau,
er það afgreiddi: »Svo má segja að það sje
lítið annað en talan ein«, og teljið því til
sönnunar fátt annað en smærri málin, sem
litla þýðingu hafa fyrir land allt, t. d. bæjar-
stjórnarlög Akureyrar og Isafjarðar, um
slökkvilið á lsafirði, skottulækningalög, ept-
irlaun prestsekkna og laun landlæknis m.fl.,
en eigi er minnzt á þau er meira kveður að
t. d. lögin um fiskiveiðar í landhelgi við Is-
land. þessi lög eru að mínu áliti, ef þau ná
samþykki konungs, meira verð en öll hin til
samans, því að eigi stendur það á litlu að
verja landsrjettindi vor, eður annan aðal-
atvinnuveg landsins fyrir ágengni útlendra
manna. (þegar jeg var aö búa til burt-
sendingar grein þessa, barst mjer fyrst 23.
tölublað Isaf., þar sem minnzt er á land-
búnaðarlögin og þetta mál, ásamt fleiri mál-
um, er lúta að fiskveiðum; »betra seint en
aldrei«).
Ekki skil jeg hvernig það getur verið
sparnaðarnefndinni eða þingi til ámælis, þó
að landshöfðingi og ísafold sjái »feigðarmark«
á frumvörpum hennar, eða þó að hún eptir
spá þeirra hafi eigi því láni að fagna, að
njóta meðmælis ráðgjafans til staðfestingar
konungs; við slíku má, ef til vill, búast í
stjórnarskrármálinu og fleiri nauðsynjamál-
um landsins, og mun þó skoðun alþýðu vera
sú, að þingið eigi engu að síður að taka þau
til meðferðar. Mjer er það kunnugt, að al-
menningi finnast árslaun og eptirlaun sumra
embættismanna óþarflega há, og álít jeg
rjettara að þingið segi alvarlega meiningu
sína um þetta mál, heldur en að verið sje að
nöldra um hin háu laun eða »þá hálaunuðu«
heima í sveitum, eða í blöðunum, engum til
gagns en einungis til að vekja óánægju al-
mennings við saklausa menn, sem að eins
taka laun sín samkvæmt landslögum og veit-
ingabrjefum sínum. |>ess vegna var launa-
málið eitt af málum sparnaðarnefndarinnar
á þingi. En það er auðsjeð að hún á ekki
upp á pallborðið hjá yður, herra ritstjóri, af
hverju sem það kemur; jeg skil það eigi.
Sú tilgáta er víst jafn ástæðulítil, að þjer
sjeuð að amast við henni, til þess að þókn-
ast hinum hæstlaunuðu embættismönnum,
eins og sú sem stendur í »Isafold«, að 2000
kr. þær sem landshöfðinginn fær fyrir að
mæta á þingi fyrir hönd stjórnarinnar, sje
»matarkrónur, til að freista að ávinna hon-
um matarást hjá þingmönnum«. Sú tilgáta
var miður góðgjarnleg gagnvart stjórninni
og þá eigi síður lítilsvirðandi fyrir þingmenn.
þjer segið »að það muni nokkuð óskiljan-
legt öðrum út í frá, hvernig fjárlaganefnd
neðri deildar kemst aldrei af með minna en
4—5 vikur o. s. frv.« A síðasta þingi lauk
hún starfi sínu á 22 virkum dögum ; 2 kl.st.
á dag, það er tæplega 4 daga verk ef hún
sæti allt af við og vinnutíminn væri 12 stund-
ir á dag, sem þó er opt á þingi, fyrir suma
þingmenn miklu lengri. f>að getur verið að
ókunnugum þyki þetta nokkuð langur tími
til að rannsaka stjórnarfrumvarp og allar
bænarskrár landsmanna, er fjárlög snerta;
en jeg er viss um að yður blöskrar það eigi,
þvf þjer þekkið hversu reikningar eru taf-
samir síðan þjer voruð í landsreikninganefnd-
inni 1879, sem lauk starfi sínu á 6 vikum
og varð svo seint fyrir að málið varð eigi
útkljáð á þingi, nema með miklum afbrigð-
um frá þingsköpunum.
jpar sem þjer á bls. 81 eruð að tala um
meðferð þingsins á fjárlögunum, þá er eigi
minnst á, að þingið veitti 40,000 kr. til
vegabóta og eflingar búnaðinum, og jók
ferðir landpóstanna um eða 12 fyrðir á
ári í stað 8 og áætlaði þar til 16,000 kr.;
það lítur svo út sem þetta sje lítilsvert fyrir
landið; en aptur ér það tekið fram sem eitt
! af aðalatriðum fjárlagamálsins, að þingið
bætti við lann tveggja manna, og veitti
eigi fje til sjúkrahúsbyggingar í Rvík; þar
segir svo : að þingmenn »hefðu gjört sitt til
að sjúklingar landsins dæju hjúkrunarlausir
og afskiptalausir eins og skepnur út í hagaa,
þessi dómur er nokkuð harður; virðist mjer
þess vegna að rjettara hefði verið að fræða
almenning jafnframt um ástæður þingmanna
fyrir synjuninni á fjárveitingunni, en þær
voru þessar : 1., Engin fullnægjandi mynd
af húsinu var lögð fyrir þingið, hún var eigi
til og því síður nokkur áreiðanleg áætlun um
það hvað byggingin myndi kosta, að eins
lausleg tilgáta um 100000 kr., sem eins gat
orðið 80 eða 120 þús. kr. þegar farið væri
að byggja. 2., þingmönnum var ekki ann-
að kunnugt en að Reykvíkingar þverneit-
uðu að leggja nokkurt fje til byggingarinnar,
heldur ætti landssjóðurinn að bera kostnað-
inn allan. I 3. lagi vissu þingmenn að
hús það, sem undanfarin ár hefir verið not-
að fyrir sjúkrahús í Rvík fjekkst til leigu
að minnsta kosti tvö ár enn þá, svo að
hættulaust var að geyma málið til næsta
þings, þar til það væri betur undirbúið.
Jeg skal bæta því við, að það er eigi rjett,
»að þingmenn gerðu sitt til, að sjúklingar
landsins dæju hjúkrunarlausir eins og skepn-
ur í haga«, því að þingið veitti í þetta
skipti eins og að undanförnu 800 kr. árl.
styrk til sjúkrahússins í Rvík. Jeg er
eigi viss um, að meiri hluti landsmanna
hefði líkað betur við þingið, þó að það hefði
farið að veita stórfje í óvissu til byggingar,
sem eigi var betur undir búin.
þjer segið, »að stjórn þessa lands leggi
þinginu ljelegra lið að lagasmíðinni, en
dæmi sjeu til í nokkru öðru landi«. Jeg
get verið því samþykkur, að óskandi væri,
að hún legði fyrir þingið frumvörp í fleiri
nauðsynjamálum en hún gerir; en dæmum
jafnframt sjálfa okkur og þjóð vora. Hvað
gera blöð vor ? Er eigi margt af því sem
þau flytja, um smámuni og persónulegt
kít milli einstakra manna? Hvað hafa blöðin
upplýst milli þinga 1881—83 um það
hverjar breytingar á stjórnarskránni sjeu
nauðsynlegar ? Og því nær má sama segja
um landbúnaðarmálið og fleiri af vorum
helztu málum. Jeg veit að þjer, herra
ritstjóri, seinastur manna farið að prjedika
alþýðu, að hún skuli blða og vona þar til
góð og öll fullkomin gjöf komi ofan að frá
stjórninni. |>jer munuð eins og jeg, vilja,
að vjer landsmenn hugsum sem mest um
okkar mál sjálfir, og reynum með ráð og
dáð og hrinda þéim í lag.
Eitt af því, er þjer vítið þingið fyrir, er
það: hversu mörg af aðalmálum landsins
hafi eigi útkljáðzt á þessu þingi. Getum