Ísafold - 24.03.1884, Blaðsíða 3
51
við eigi orðið sammála um það, að það sje
eins nauðsynlegt fyrir landið að lög, sem
því eru skaðleg eða sem eru illa undir búin
ekki nái fram að ganga, eins og það er gott
að gallalaus og góð lög nái sem fyrst gildi
Jeg held að betur hefði farið, að lögin um
laun embættismanna 1875 og um skipun
prestakalla 1879, hefðu beðið tveimur árum
lengur til frekari athugunar, þrátt fyrir það
þó að þá hefði mátt segja í þinglok eins
og nú, að við það hefði einu stórmáh
færra vérið aflokið. Jeg álít að hvorki
þjóðin nje þingmenn allir sjeu enn þá búnir
að átta sig á, hvernig stjórnarskráin, banka-
málið, fátækramálið og landbúnaðarlögin
eigi að vera, svo landinu komi þau að sem
fyllstum notum. Bn má skeyður og öðrum,
sem í bækur og blöð rita, takist að fræða
alþýðu, svo að hún komist á fasta stefnu
í þessum greinum, til næsta þings, á tveggja
ára tímabili því, er í höud fer.—þess vil
jeg óska.
Kaupmannahöfn 7. nóv. 1883.
Tr. G.
sjí s|í
* r
þess ber að geta, að það ér ritstj. Isafold-
ar að kenna, en ekki höfundinum, að grein
þessi birtist svo seint. þegar blaðið er í
ráðaleysi með rúm fyrir uppbyggilegar rit-
gjörðir, umfram frjettir og annað, sem er
þýðingarlaust, ef það er látið fyrnast, þá
neyðist maður til að láta hitt sitja á hak-
anum.
því sjerleg uppbygging ætlum vjer ekki
að mörgum muni þykja að þessari grein
hins mjög mikilsvirta höfundar. Honúm
geðjast ekki að sumu orðalagi í hinni um-
ræddu grein vorri. það þykir oss ekkert
sjerlegt tiltökumál; vjer vitum oss jafnt
sem aðra fyllilega háða því lögmáli, að vjer
hvorki ritum nje gerum annað svo öllum
líki. það yrði tolldrjúgt, ef gera ætti jafn-
an rekistefnu út úr þess konar, og ekki
nærgætnislegt, að ætlast til rúms fyrir
mikið af slíku í þessum örsmáu blöðum
vorum.
það er nefnilega auðheyrt, að hinn heiðr.
höf. er í rauninni að efni til að miklu leyt-
samdóma þvi, sem Isafold hefir sagt í á-
minnztri grein. það er auðheyrt, að hon-
um sárnar undir niðri eigi síður en oss, hve
hraparlega lítill og ljelegur varð árangurinn
af aðgjörðum síðasta alþingis. Hann er að
reyna að bera í bætifláka fyrir það um
sumt, og tekst það ekki nærri því vel, að oss
virðist. Hitt annað, sem hann finnur sjer
til, svo sem t. d. að minnzt er á málin í
annari röð en hann vildi, í sömu greininni
(sem ekki komst fyrir öðru vísi en svona í
3 blöðum), og fleira því um líkt,—það virð-
ist vera nokkuð smámunalegt og að minnsta
kosti nokkurn veginn óviðkomandi aðgjörð-
um þingsins, sem annars mun hafa átt að
vera aðalumtalsefnið.
Vjer skulum svara þar að lútandi um-
mælum hins heiðr. höf. nokkrum orðum.
það er mesti munur, hvort feigð laga frá
þinginu er að kenna óhöndulegum frágangi
þess á þeim, eða alvarlega misskiptum
skoðunum þings og stjórnar á málinu, og
það mjög mikilsverðu máli, svo sem t. d.
stjórnarskipunarmálinu. Auk þess er það
að segja um þessa launaniðurfærslutilraun
þingsins í sumar, að það kemur hálfskríti-
lega fyrir sjónir, að sömu mennirnir, sem
studdu öruggir launalögin 1875, þykjast
vilja færa þau stórum niður 9 árum síðar.
Sje þess konar gert eingöngu til að þóknast
alþýðu, með fullri meðvitund um, að óhugs-
andi sje, að það nái fram að ganga, þá er
lítið í slíkt varið. Eða hitt, að ganga fram
eiris og hetja f því að sníða af launum
handa óbornum embættismönnum, ókomn-
um kynslóðum, en hafa ekki einurð á að
neita nokkrum lifandi og nærstöddum
manni um launabót, hvað hálaunaður sem
hann er undir, eins og t. d. biskupinn o. fl.
Matningurinn um vinnutíma fjárlaga-
nefndarinnar er líka hálfkátlegur. Er nú
svo ákaflega inikill munur á 4 vikum og
22 dögum virkum ? Jú, heilir tveir dagar !
Og með reikningi höfundarins er auk þess
ætluð vika eða meira til préntunar á nefnd-
arálitinu. Nú mun viðlíka mikið mál hafa
verið prentað í sumar á rúmum 2 dögum að
jafnaði. þessi samanburður við reiknings-
málið 1879 er líka ljeleg röksemd. það var
í fyrsta sinn, sem þingið hafði reiknings-
málið til meðferðar; nefndarmenn að eins
þrír, en ekki sjö; því máli þýðingarlaust að
hraða öðru vísi en svo, að það að eins kom-
izt af fyrir þinglok,—það tekur ekki þennan
mikla tíma og þennan mikla mannafla frá
öðrum málum, sem fjárlagamálið gerir; og
loks vill svo skrítilega til, að einmitt 1879
var þó lokið svo við reikningamálið, að
frumvarpið gat orðið að lögum, en á hvor-
ugu hinna seinni þinga, 1881 og 1883, vildi
það lánast einu sinni. það er þó eins gott
að geta þess strax, hvað sem í kann að
skerast, að ritstj. Isaf. álítur alls eigi þessa
yfirburði þingsins 1879 vera sjer að þakka.
Yið viturn báðir, hinn heiðr. höf. og ritstj.
ísaf., eins og aðrir, sem hjer eru kunnugir,
að hinar tilgreindu ástæður fyrir þessum
mjög ólánlegu úrslitum spítalamálsins á
þinginu voru miklu fremur kærkominn fyrir-
sláttur. þingið hefir áður ekki horft í að
veita fje, stórfje, eptir eigi stórum betri á-
ætlun. það er og ekki rjett hermt, að
Reykjavík hafi ekkert viljað leggja fram.
Hún hafði spítalasjóðinn á boðstólum, um-
fram sinn þátt í kostnaðinum á við aðra
landsins parta. Nú er árangurinn kominn
fram : ekki sá, að mdlið bíði næsta þings,
og fái þá æskileg úrslit vegna betra undir-
búnings, heldur hinn, sem aðalmótstöðu-
mönnum málsins á þingi var mest um hug-
að í rauninni, að útsjeð er um, að upp
kornist nokkur landsspítali langa lengi,
heldur hafa þeir nú fengið því framgengt,
að spítalasjóðnum er fleygt út til þess að
koma upp lítilfjörlegum kofa, sem naumast
dugar handa Reykjavík, hvað þá heldur
meira.
Að miklast af þessari lítilfjörlegu póst-
ferðafjölgun, sem hvert land í Hkum kring-
umstæðum hefði verið búið að koma á fyrir
löngu síðan, það er að lúta að litlu. Eptir
tíu ára búskap landssjóðs, og hann blómleg-
an, eiga nú fyrst að héita komnar á mánaó-
arpóstferðir, þar sem langt er á að minnast
að minna þætti takandi í mál í strjálbyggð-
ustu sveitum í öðrum menntuðum löndum,
heldur en viku-póstferðir.
Loks kemur fram hjá hinum heiðr. höf.
þessi gamli, hjákátlegi hugsunarháttur, að
skoða þjóð og stjórn eins oghvað öðru óskylt
og jafnvel andstæðilegt, er eigi að skipta
sjer sem minnst hvort af öðru, heldur bjarg-
ast hvort á sínar spýtur. I stað þess að
stjórnin er raunar eigi annað en partur af
þjóðinni, af þjóðfjelaginu, til þess sett, að
annast í fjelagsins umboði ýms mál og leysa
af hendi ýms störf fyrir fjelagsins hönd og
í þess þarfir. blitt af þessum störfum, og
það eitt hið mikilvægasta, er að taka öflugan
þátt 1 lagasetning. Til þess er svo einmitt
stjórnin útbúin miklu betri tækjum að ýmsu
leyti, heldur en aðrir meðlimir þjóðfjelags-
ins. Að liggja á liði sínu og láta þessi tæki
ónotuð, er einhver hin tilfinnanlegasta van-
geymsla skyldu sinnar, sem nokkurri land-
stjórn verður á brýn borin.
Víst er um það, að tilvinnandi væri að
bíða nokkuð eptir »góðum og gallalausumt
lögum, ef þau fengist þá með biðinni. En
það er sannast að segja, að það heilræði ér
í raun rjettri ekkert annað en eitthvert
hið algengasta fangaráð allra apturhalds-
manna; því gallalausu lögin koma aldrei.
Vjer hefðum eigi búizt við því úr þessari átt.
Hefðu aðrar þjóðir, sem vjer nú dáumst að
og öfundum, aldrei byrjað á sínum fram-
farafyrirtækjum fyr en þær voru búnar að
fá »góð og gallalaus* éða jafnvel að eins
gallalítil lög til að fara eptir, þá hefðu þessi
fyrirtæki aldrei komizt á og þá væru þær
líklega enn í sama kútnum sem vjer erum nú-