Ísafold - 02.04.1884, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.04.1884, Blaðsíða 2
54 j- Ingileif Benediktsen. því leggurðu aptur augun pín, pú elskulega barn ? J Af trega sortnar sjónin mín, að sjá y fir petta hjarn. Er lífið svona veikt og valt? Er vert að lifa hjer? Er lánið svona laust og kalt? O, líkni Drottinn mjer. því leggurðu aptur augun pín, pú elskulega sprund? Sem liljan meðan skærast skín og skreytir sólin grund. Nú fyrst pú bjóst oss beiska prá, ó, blíða gullhlaðsey. Eg efast um livort sólin sá og signdi betri mey. Eg pekki enga yngissnót, sem erfði meira en pú af föður síns mildu manndó?nsrót, af móður sinnar trú, og beggja kærleiks gæða gnótt, og gáfum fleiri peim, sem birtu slá á böl og nótt og bæta penna heim. Eg veit pú fœrð ei heimsins hrós og hverfur bráðum gleymd: pú lifðir eins og Ijúfust rós, í lautu sinni geymd ; með stakri hógværð huldir pú pitt hjartans dýra skart. O, hefðu allir aðra eins trú, sem eiga gullið bjart! Svo far pá vel í fegri borg með fá en saklaus ár; pú missir að eins mæðu og sorg og miklu fleiri tár. Tak skart pitt, barn, pitt skírnarskart, og skín pú eins og sól, pá líður pú í Ijósið bjart við Lausnarans náðarstól! En hef pig upp frá sorg, mín sál, og syng um guðlegt ráð, að bæta mannsins beisku skál og birta líkn og náð. „þinn vilji verði“, móðir, mæl, pá mun pjer renna Ijós. En sof pú vel, og vertu sæl, O, Vestfirðinga rós ! ATTH. JOCHUMSSON. Frá Grímsey og Grímseyingum. Fiskíafli er hjer noíikursvo aðsegjaá öll- um .tímum ársins, þegar sjóveður er og eigi hamlar ís; en nú er fiskurinn mjög smar í samanburði við það sem áður var, einkum yfir hásumarið, er nokkrir kenna því, hve margar erlendar fiskiskútur haldasig þáhjer umhverfis eyna, og ætla að þær dragi til sín stærsta fiskinn, þar eð eyjaskeggjar geta eigi fiskað jafndjúpt og þær. Aður komu hjer opt Holléndingar, en nú eru þeir löngu síðan hættir því, en síðan jeg kom hjer hafa Englar og Frakkar mest sókt hingað, þótt nú um síðustu ár hafi það mestmegnis ver- ið Englar, flestir frá Grímsby og Lundúnum eða Hjaltlendingar frá Leirvík. þeir hafa opt komið hjer upp, haft lítil skipti við menn, fengið sjer vatn og umgengizt oss í meinleysi. A haustin er hjer venjulega beztur aflinn, en yfir veturinn höfum vjer opt og tíðum svo að segja aldrei á sjó kom- izt fyrir brimi, enda eru lendingar slæmar og stórgrýttar, auk þess sem mikla vara- semi þarf við að hafa, svo menn nái aptur eynni, þegar vindur er bágstæður. það er eigi svo að skilja, þótt jeg telji rnikla ann- marka á bústað vorum, að jeg kalli eigi eyna í sjálfu sjer góða enn þá, ef menn hefðu krapt, kunnáttu og kringumstæður til að gjöra sjer gott af henni, sem jeg hefi von um að kunni að takast, þegar verzlunar- ferðum vorum ljettir; en með þeim erfið- leikum, er vjer höfum um fyrirfarandi ár haft við að stríða, segi jeg það í sannleika, að hjer hefir eigi mátt kallast búandi. Hingað til hef jeg aldrei kvartað um þétta, og eigi komið til hugar að sækja hjeðan, þótt margir hafi undrazt það; en nú þegar mjer fyrst finnst muni verða hjer lífvænlegt, er jeg við hvorutveggju búinn. Að veðráttufarinu til álít jeg engan veginn frágangssök að búa hjer. Beyndar mun jafnaðarlegast vera hjer minni hiti á sumr- um en víðast hvar annarstaðar þar sem byggt er á landi voru, en kuldi mun sjald- an vera hjer eins mikill á vetrum eins og til sveita, er hátt liggja norðanlands. Sum- arið 1876 var hiti hjer tvívegis 20 stig á Celslus í skugga, og veturinn 1880—81 tvívegis 30 kuldastig á sama mæli, og má hvorttveggja þetta kalla óvanalegt, því þar fyrir utan hefir hiti varla farið yfir 16 stig nje kuldi yfir 20, þau 15 ár, er jeg hefi verið hjer. þurkaáttin er hjer vestan, en bleytu- áttin austan ; sjaldgæf er sunnanátt og því síður er hún varanleg ; þokur tíðar, en eigi miklar rigningar; stormar ótrúanlega sterk- ir, einkum af suðvestri. Eannkomubyljir sjaldan mjög dimmir, ogmáoptast eðaæfin- lega rata milli bæja. ■ Snjódýpi lítið, en á- freðar tíðir. Grasvöxtur lítill, og því mun eigi hægt að hafa hjer mikinn fjenað, með því líka að landrými skortir og örðugt mun að rækta hier tún svo vel sje, eða í flestum árum vérði að góðum notum ; svo er grasvegurinn níiög þunnur og stendur grjót víða upp úr. Tfarðrækt er að vísu mjög ófullkomin hjá eyjabúum, og kemur það mikið af því, að oss alla vantar þekkingu á að afla oss á- burðar og fara með hann ; en svo mikið hef jeg þó reynt á blettum þeim, er jeg hefi rutt grjóti úr og sljettað, að mikið má um- bæta. Túngarð hef jeg að nokkru hlaðið um tún mitt, og ef jeg get haldið honum áfram, er jeg viss um, að aðrir taka það eptir, því allir játa það hjer nauðsynlegt sökum á- gangs þess, er af landþrengslunum og nábýl- inu leiðir. Sauðataðinu höfum vjer hlotið að að brenna því mestu vandræði hafa verið hjer með eldsneyti, og stundum hefir • svo þrengt að oss, að vjer höfum hlotið að tína allar lauslegar spýtur í éldinn, jafnvel fiskihjalla og gömul hús, því um svörð er eigi að tala. þetta hefir að sönnu mikið hamlað oss frá, að bæta hús vor, en allt fyrir það hefir byggingu á bæjum hjer mikið farið fram síðan jeg kom og yrði víst betur, ef hagur manna batnaði. Vjer höfum árlega sókt mikið af kolum til Akureyrar og Oddeyrar, og hefir það eigi lítið aukið á flutninga vora, en nú væntum vjer, að Guðjohnsen byrgi oss að kolum, og þá hefir mjer komið til hugar, að reynandi væri, að verja sauða- taðinu til áburðar. Og meira að segja: jeg er eigi vonlaus um, að þá verði hafðar hjer kýr. Erá því fyrsta, er jeg kom hjer, hefi jeg haft þá skoðun, að hjer geti eigi fyr orðió notalegt líf, en þær verða hafðar, en hingað til hefi jeg eigi þorað að ráðast í að fá mjer kú. Fyrst og fremst hefi jeg horft fram á hey- leysið, þar næst hefi jeg eigi treyst mjer til að kaupa kúna og nautið með, því eigi get jeg búizt við, að eyjarskeggjar styðji að því, þar eð flestir þeirra segjast helzt aldr- ei vilja sjá kú, og telja það til, að þéir hafi fellt sauðkindur sínar fyrir þær, er þær voru hjer. Og í þriðja lagi hefi jeg óttast skort á vatni, þar eð jeg hefi eigi sjeð fært fyrir eldiviðarleysi, að bræða snjó handa þeim, ef til þess þyrfti að koma. Brunnur var að nafninu til áhverjum bæ hjer, þegar jeg kom, en allir þrutu þeir, þegar mikil frost gengu lengi, nema Miðgarðabrunnur einn ; var þá sókt í hann af hinum bæjunum, þangað til hann varð að lokunum einnig upp ausinn, svo til fullra vandræða horfði; en nú fyrir fáum árum hafa tveir nýir brunnar verið grafnir, er jeg ætla að eigi muni heldur þrjóta, þótt vatnsmegn þeirra sje lítið, og mun það vatn, er þeir gefa, duga til neyzlu handa mönnunum. þegar jeg kom hjer voru Grímseyingar 77 að tölu; hafa þeir smámsaman heldur

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.