Ísafold - 09.04.1884, Side 2

Ísafold - 09.04.1884, Side 2
58 niður undir belti og nær hann undir festar- augað ; op er framan á bringunni, er hann tínir eggin í og getur hann í senn komið á sig allt að hálfu öðru hundraði. Hann hef- ir prik um átta álnir að lengd og er lítil sleif bundin við endann, fiöt að framan, er hann rjettir frá sjer og smeygir undir þau egg, er hann nær eigi annan veg til. Digur hæll er rekinn niður spölkorn fyrir ofan brúnina og einn maður settur við, er bregð- ur festinni um hann og gefur hana niður, eptir því, er sjónarbjargsmaður segir til. Sjónarbjargsmaður þessi tekur sjer þar stöðu á brúninni, er hann sjer jafnan hvað siga- manninum líður, og kallar hann að gefa skuli festina niður þá er sigamaður bendir niður fyrir sig; halda henni kyrri þegar hann bendir upp fyrir sig, og draga þegar hann slær á festina. Til þess að síður hrynji úr brúninni, er fjögra til fimm álna löng rá (bjargstokkur) lögð undir festina, brugðið bandi (spannólum) um báða enda og fest um lítinn hæl (spannhæl) á brúninni. þeg- ar kallað ér að draga, láta menn nokkurs konar stól með fjórum fótum og digrum veltiás úr trje að ofan, sem í heild sinni kallast hjól, undir festina fyrir framan fest- arhælinn, svo nærri brúninni sem vera má, til þess að festin liggi því hærra og núist því síður við bjargið, svo hœttan verði því minni og drátturinn ljettari; og er umbúnað- ur þessi fluttur um allt bjargið. þegar seinasta siginu lýkur, er fengnum skipt líkt og fiskiafla. Búandi tekur einn hlut fyrir bjargið, og tvo fyrir festina ef hann á hana. Sinn hlut hefir hver maður nema sigamaður, er jafnan tekur tvo hluti, og er annar hlutur hans nefndur sigamannshlut- ur (á Hornströndum hættuhlutur); og hans nýtur hann sjálfur, þótt hann sje vinnu- maður. Hjá mjer skiptist venjulega í 14 staði, en hjá þeim, er lægri björg hafa, í 12 eða 13. Góður þykir hlutur þegar 50 egg eru í hlut og þar yfir. Venjulega geyma menn nokkurn hluta bjargsins til fugltekju, ®g er þá aðferðin sama, nema að því leyti, að þá hefir siga- maður engan stakk, en margfallt færi mill- um festaraugans og festarinnar, er hann bregður fuglinum þannig í, að hann stingur höfði hans milli þáttanna; og þá hefir hann snöru úr hvalskíði og látúnsvírsauga á bundna við priksendan, sém er þá allt að 10 álnum að lengd. Fuglinn er tekinn þegar eggin eru sem mest unguð eða unginn ný- kominn úr egginu, því þá er fughnn gæf- astur, en eigi þarf að óttast, að unginn verði munaðarlaus, því ávallt tekur annar fugl hann að sjer. Menn þykjast vel hafa varið tfmanum, þegar eigi verður sætt fiskiatía, ef 10 til 12 fuglar eru í hlut. Fengur þessi er að vísu góður; en þó er miklu til kostað, auk hætt- unnar, þar eð svo margir menn þurfa að þessu að vinna; svo er líka festin dýr og gengur fljótt úr sjer. Fyrir þvf hafa nokkrir þann sið, einkum þar sem bjargið er eigi mjög örðugt, að þeir fara bæði eptir fugli og eggjum í svo nefnd- um handvað. Við hann er eigi nema einn maður; hann rekur hæl niður fyrir ofan brúnina og bregður þar um kaðalenda, og á þeim eina kaðli fer hann niður allt bjargið og fær með þessu opt og tíðum hátt upp í það, sem allir festarmennirnir fá. En þetta er voðaleg aðferð, enda hafa flestir þeir, er hjer hafa farizt í bjargi, úr handvað farizt; en enginn veit' hjer dæmi til, að nokkur hafi farizt í festi, en borið hefir til að þeir hafa meiðzt. Stundum viðrar svo að menn geta eigi náð eggjunum, þvf ófært er að taka þau þegar hríðar eða rigningaj ganga, því þá er bæði losi og sleipa í bjarginu, en fljótt unga eggin þegar þeim verður eigi náð og fyrir sömu orsök getur fuglveiðin einnig mis- héppnast, því fljótt verður hann styggur þeg- ar unginn stækkar. Venjulega er lítið tekið af skeglu-eggjum, því ungi hennar þykir góður fengur; hann er tekinn í 15. eða 16. viku sumars og fæst í sumum árum mikið af honum, en sumum mjög lítið, sem bæði getur komið af því, að bleytur gangi um það leyti, sem á að taka hann, og svo af því, að þegar hret koma, þá ryður sjálf skeglan undan sjer bæði ungum og eggjum eptir því sem sagt er. Skeglu- unginn er tekinn þegar að því er komið, að að hann fljúgi, þvf áður er hann eigi tækur, en htlu þarf að muna að hann fari þegar hann er sjálffær. Sama er að segja um fýlungsungann; hann ér tekinn í 18. viku sumars, en honum leggja menn svo mikið kapp á að ná, að menn leggja f það næstum hvernig sem viðrar, því hann er eyjarbúum dýrmætastur allra fugla, og margir ætla, að ey þessi byggðist eigi, ef hann væri hjer eigi. Hann er mjög feitur, og þegar hann kemur upp úr bjarginu, hefir einn maður það verk á hendi, að kreista á honum kviðinn, unz spýja sú kemur upp úr honum, sem líkust er lýsi, og verður þetta undir eins að gjörast, ann- ars vellur spýjan sjálfkrafa upp úr honum, gjörir fuglinn óþokkalegan og spillir fiðrinu. Spýjunni er safnað í ílát, er menn hafa með sjer; er hún höfð til ljósmatar á vetrum, og er betri en þorskalýsi. þegar unginn kemur heim, er hann krufinn og tekinn úr honum mörinn éða ístran, og þegar kropp- urinn er soðinn, rennur mikið bráð af hon- um. Fitu þessa hafa eyjarbúar í bræðing, og þótt sumurn falli þetta eigi sem bezt, sem slíku eru óvanir, er það þó vel ætilegt saman við tólg, er þeir kaupa úr landi þeg- ar þeir geta, því um lítið feitmeti er að tala f eynni nema fuglabráðið, heilagfiski og þorskalifur. Mörgum mönnum í landi þykir líka fýlungsunginn svo góður átu, að þeir sækjast mjög eptir að fá hann hjá oss. Enn er ein aðferð, sem gamlir menn tíðk- uðu að veiða fuglinn, sem er sú, að menn ganga um fjöruna neðan undir bjarginu og snara þannig það er menn ná til. f>eir sem það gjörðu, höfðu hjer áður allt að 20 álna löngum prikum, svo þeir næðu sem lengst til, en mjög var hætt við að hryndi á þá, og fyrir því er þetta nú lagt niður að mestu. Auk þessa fara opt unglingsmenn ofan á fjöruna að týna það, er niður fellur af fugli; fæst af því töluvert bjargræði, en eigi er hættandi á það nema í þurru fyrir hruni. þegar fugl eða egg eru tekin í festi, gjalda búendur hjer presti)ium fjóra fugla, en 6 egg af hverju tólfræðu hundraði; en af því sem tekið ér í handvað, gjalda þeir ekkert, og eigi af skegluunga, svo í sumum árum nem- ur gjald þetta mjög litlu verði; og þótt þetta kunni að virðast skrítinn gjaldmáti, veit jeg eigi annað en hann hafi mjög lengi við gengizt, enda veitir þeim eigi af sínu. Mig hefir mikið langað til að koma hjer á flekaveiði, eins og tíðkast við Drangey, því jeg sje, að sú aðferð er bæði hættuminni og kostnaðarminni en sú sem hjer er höfð, og jeg er viss um, að hún gæti komið hjer að góðum notum þegar auður er sjór; en þeg- ar mikil ísalög eru, er eigi við því að búast. Til þessa þyrfti jeg að fá hrosshár úr landi, þvl lítið er um hrossaeign vora. Síðan jeg kom hjer og til þess í hitt eð fyrra, voru hjer tvær hryssur á eynni og þurfum vjer eigi fleiri hross; en illa kom- umst vjer af með minna. í hitt eð fyrra fjell önnur hryssan fram af bjarginu í hríð- arbyl, en í fyrra gátum vjer eigi náð til lands fyr en um seinan, og nú þegar vjer loks féngum keyptan hest í skarðið, höfum vjer eigi enn þá fengið hann fluttan til vor; þannig hefir flutningsleysið að flestu leyti hingað til staðið oss fyrir þrifum. Hryssur þessar voru sameiginleg eign eyjarbúa, og nú höfum vjer keypt hestinn fyrir sveitarfje. Eyjan er þurlend og skjólasöm, liggurfrá landsuðri til útnorðurs; er bjargið norðaust- an meginn, en bæirnir að suðvestan, og má fara um þá alla á einum klukkutíma. þeim meginn er eyjan öll lægri, en þó mega heita háir bakkar fyrir neðan suma bæina, en allir eru þeir mjög nærri sjónum. Útsýnið er fagurt og mjög viðfelldinn sólargangur, þar eð fjöll skyggja hvergi á. Hjeðan sjest opt til siglinga, með því að meiri hluti af kaupförum, sem fara til Eyjafjarðar, Siglu- fjarðar, Skagafjarðar og Húnaflóa, fara hjer skammt frá. Opt sjást hjeðan líka gufu- skip, og hákarlaskip liggjai hjer tíðlega við eyjar mörg í senn; veitir því stundum á helgum dögum eigi af rúmi í kirkjunni; þurfum vjer þá eigi að kvarta um að vjer höfum eigi nóga gesti, og þáfáum vjerstund- um margt að frjetta. Að öðru leyti ganga

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.