Ísafold


Ísafold - 09.04.1884, Qupperneq 4

Ísafold - 09.04.1884, Qupperneq 4
60 t. a. m. þá reglu, að næturdrykkjur sje ó- leyfilegar 1 þessum opinberu drykkjubælum. Hugsunarháttur almennings og stjórnar-1 innar er því miður, enn sem komið er, mjög á móti bindindi, og á því er lítil von að nokkur veruleg bót verði, svo lengi sem hinn uppvaxandi menntalýður í skólum landsins ekki kemst á þá skoðan, að drykkju- skapur sje synd, skömm og skaði. En apt- ur er ekki við því að búast, að hinir ungu námsmenn komist á þessa skoðan, fyr en hinir andlegu leiðtogar þeirra, kennararnir, innræta þeim hana bæði með orði og eptir- dæmi. Eeglumenn og hófsmenn eru nú vitanlega allmargir hinna íslenzku skóla- kennara; en það þarf meira, ef duga skal. þar sem drykkjuskapur er kominn eins langt og á voru landi, þá verður ekki lagi komið ámeðöðru enstofnunbindindisfjélaga, ogþar eiga einmitt reglumennirnirog hófsmennirnir aðganga á undan. Að það er ekki nóg, eins og nú stendur á voru landi, að hinir andlegu leiðtogar hinna ungu námsmanna sjeu hófs- menn, til tryggingar hófsemi og reglusemi meðal lærisveina þeirra, má sjá á því, að frá því fyrsta er hinn íslenzki prestaskóli var stofnaður, hafa þar aldrei verið aðrir kennarar en stökustu reglumenn, sem éinnig að öllu öðru léyti hafa verið mjög mikils- metnir; en þó hafa út frá prestaskólanum komið menn tugum saman, sem hafa verið allt annað en reglumenn og hófsmenn og sem með dæmi sínu hljóta að hafa haft mjög skaðleg áhrif á hugsunarhátt alþýðu. Enginn œtlar að verða ofdrykkjumaður ; allir ætla 1 upphafi að neyta áfengra drykkja að eins í hófi, og þeim virðist 3jer muni verða þetta auðgefið eigi síður en þeim mönnum, sem þeir þekkja til að ávallt gæta hófs, þó að þeir neyti áfengra drykkja. En meðalhófið er vandratað, og öllum er ekki sami styrkur gefinn til að halda nautn sinni innan rjettra takmarka; og svo er maður- inn, þvert á móti ætlan sinni, áður en hann veit af orðinn ofdrykkjumaður. Hófsemd- ardæmi reglumannanna hefir orðið honum að fótakefli og gjört hann að ofdrykkju- manni. þetta þurfa allir þeir menn meðal þjóðar vorrar, sem neyta áfengra drykkja í hófi, að sjá, en einkanlega þeir meðal þeirra, sem eru í þeirri stöðu í mannfjelaginu, að eptirdæmi þeirra hefir mest áhrif á hugsun- arhátt annara manna, t. a. m. allir embætt- ismenn, verzlunarstjórar, þingmenn og blaða- stjórar. Og mjer getur nú ekki betur virzt en blaðastjórar vorir, sem öllum fremur ætti að álíta allt mannlegt sjér viðkomandi, ætti að vera sjálfkjörnir til að ganga í broddi þeirrar fylkingar, sem berst fyrir bindindi og þar með á móti allri þeirri eyðilegging, líkamlegri og andlegri, sem drykkjuskapur- inn hefir í för með sjer. J. B. Undan Eyjaftöllum -2/-—84. Eins og al- kunnugt er orðið, var vertíðin í fyrra undir Eyjafjöllum hin bágasta af mörgum bágum fytirfarandi, og þar á ofan bættist það frá- bæra aflaleysi í Vestmannaeyjum, þar sem margir undan Fjöllunum hafa haldið sig að í langa tíma, en optmisgefizt. þessavegna höfðu flestir búendur lítið að leggja í kaup- stað árið sem leið;—ull af fáum kindum, sem varla er nema til fata, bjargar næsta lítið—; en skuldir miklar áður, enda komst lífið í fyrra, þegar leið á vetur, í mikla hættu og tvísýni. Næstliðið sumar var grasvöxt- ur viðunandi, en nýting varð mjög bág, þar eð sífelldar fjallaskúrir dundu ofan af jökl- inum, svo að varla var nokkur dagur þur til enda fram eptir öllum slætti. Töður og mikið af úthéyi hirtist því bæði hrakið og illa þurt, svo hey urðu soruð eða illa verk- uð. þegar veturinn var genginu í garð, komu hjer, eins og annarstaðar, frábærir umhleypingar, heldur frosthægir, en sem þó hindruðu að jörð yrði notuð til beitar. Roskið fje kom á gjöf snemma í desembér, en hross nokkru seinna, svo í fyrsta lagi varð að gefa öllum skepnum, og búendur hefðu komizt 1 afarmikla kreppu með hey, ef hross hefðu ekki vel ljett á á Góunni; en nú er vonandi, að margir komist langt, ef ékki verður vorhart. Almannarómur er, að kýr hafi mjólkað illa, eins og nærri má geta eptir hirðingunum ; en yfir tekur að ó- víða eru allar kýr bornar enn þá, svo að mjólkin kemur æði seint eptir þörfunum, og verði farið að verða hart um hey þegar þær bera, þá er auðsjeð hvernig fer. Heilbrigði hefir verið með bezta móti, en hart manna á milli, meðfram vegna þess að kálgarðar brugðust, og þó að margir hafi fengið stuðn- ing til að viðhalda lífinu í því dýrmœta gjafa- korni og gjafafje frá útlöndum, sem ekki verður fullþakkað, þá sýnist ekki efasamt, að margir hefðu orðið horaðir og sumir jafn- vel dáið af bjargarskorti, ef að verzlunar- maður herra þorvaldur Björnsson á Núpa- koti hefði ekki bjargað með matarlánum, þar eð sumar sveitarmefndir virðast æði mikið hlífast við að biðja um gjafastyrk, eins og það væri vanvirða, þegar volæðið er ekki komið af leti og dáðleysi. Enn þá hef- ir enginn fiskur fengizt á land undir Vestur- eyjafjöllum og sárlítið í austurpartinum; en hvernig fer með bjargræði, ef ekki fisk- ast innan skamms, læt jeg ósagt, því bæði er það, að mikið áræði-þarf til f®ss að lána fátæklingum eins og nauðsyn kann að krefja og svo eru fáir brunnar svo djúpir, að ekki verði uppausnir. AUGLÝSINGAR isamíeldu máli m. smáletri tosta 2 a. (Jiakiaiáv. 3 a.) hverl orj 15 stala Iretasl m. öSm letri eía setning 1 kr. fjrii (ramlunj dálks-lenjdar. Borgun út i hönd Mannskaða-samskot í Grindavík og Höfnum.— Mad. Káðb. Jónsdóttir á Kaimanstjörn 40 kr.; formaður Sigurður Sigurðsson s. st. 5 ; formaður Sigurður Benidiktsson á Merkinesi 10; Marteinn Olafsson s.st. 4 ; formaður Bjarni Guðnason s.st. 10, og hásetar hans (þrettán) 15 ; Einar Einarsson á Stað ;>; Guðm. Ólafsson frá Stað 3 ; Vernharður Björnssoná Staðargerði 10,50; mad. Anna og börn á Stað 8,85; Jón yngri Jónsson í Kvíadal i,t>5 > Ingvar HólmsteinssQn í Bergskoti 5. Sam- tals 120 kr„ er eptir ráðstöfun gelendanna hefir verið skipt þannig: ekkjunni Sigríði Júlíönu Tóm- asdóttur á Álptanesi 40 kr„ ekkju Halldórs Ein- arssonar frá GrunJ á Akranesi 40 kr„ og ekkju Stepháns Bachmanns 40 kr. p. t. Hafnarfirði 26/s 84. O. V. Gislason. Nordisk Conversationslexicon (Forlagsbureauets Haandudgave) er til sölu í góðu bandi fyrir 16 kr. Kitstj. visar á seljanda. Stúdentarnir frá Keykjavíkurskóla 1874 eru beðnir að minnast skuldbindingar sinnar um að finnast á þessu ári. — Tíminn virðist hentugastur í lok júlímán. þ. á. og staðurinn Keykjavík. Rvik. 7. april 1884 Asmundur Sveinsson. U. Bosenkranz. Almanak þ»jóðvinafjelagsins 1884 er enn til sölu á afgr.stofu ísaf. 50 a. Kcikningur yfir tekjur og útgjöld kvennaskólans í Rvík 31. ág. 1882 til 31. ág. 1883. Sjóður 31. ág. 1882 .............. 8952,61 Tekjur á árinu : 1. Af jafnaðarsjóði Suður- Kr. amtsins fyrir 1881.....100 fyrir 1882.....200 2. Af landssjóði fyrir 1882 400 3. Frá Classenske Fideikom- mis fyrir 1882 og 1883 400 4. Gjöf frá prívatmanni ... 500 5. Vextir til 11. júní 1883 356,20 6. Kennsluborgun........ 20 1976,20 Frá þessum samtals ........... 10928,81 dragast : 1. Tilforstöðukonuskolans 600 2. Fyrir timakennslu.... 697,80 3. Fyrir húsnæði með Ijósi og hita...............280 4. Ymisleg útgjöld....■ 27,58 1605,38 Sjóður 31. ág. 1883: 1. í sparisjóði......... 1535,77 2. Veðskuldabrjef....... 7226,98 3. Bíkisskuldabrjef... .. 400,00 4. I sjóði hjá gjaldkera ... 160,68 9323,43. Fyrir hönd forstöðunefndar kvennaskólans. Bvík 14. marz 1884. Eiríkur Kriem. Kitstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.